Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SLYSÁSJÓ AÐBÚÐ og aðstæður islenzkra sjómanna hafa batnað umtalsvert síðustu áratugi. En veðurlag á íslands- miðum er samt við sig. Og hættusamt er sem fyrr við strendur landsins. Enda býr engin íslenzk starfsstétt við hærri slysatíðni en sjómenn, einkum fiskimenn. Það kem- ur glöggt fram í skýrslu Tryggingastofnunar ríkisins um bótaskyld slys. Alls slösuðust 2.850 sjómenn á fimm ára tímabili, 1988 til og með 1992, eða 600 sjómenn að meðal- tali á ári hverju. Framangreindar tölur ná til allra slysa, sem sjómenn skráðir á skip urðu fyrir á greindu tímabili, hvort sem slysin urðu á sjó eða í landi. Engu að síður tala þær sínu máli um öryggi og vinnuaðstæður fiskimanna, sem sækja í sjávardjúp þau verðmæti er þyngst vega í efnum og afkomu landsmanna. Þessi veruleiki rifjast upp þegar lesnar eru fréttir um að þrír sjómenn hafi týnt lífi þegar Jonna SF 12, 30 tonna eikarbátur frá Höfn í Hornafirði, fórst um helgina er leið í veðurham austur af Skarðsfjöruvita. Sorgarfréttir af þessu tagi snerta streng í brjósti sérhvers íslendings. Samkennd þjóðarinnar er aldrei sterkari en þegar náttúru- öflin, eldgos, hafís, snjóflóð, skriðuföll eða veðurhamur, grípa inn í tilveru hennar og daglegt líf með jafn hörmu- legum hætti. Stór skref hafa verið stigin í öryggismálum sjómanna á næstliðnum árum. Margs konar tækni og þekking hefur verið nýtt til að draga úr hættum sem sjómennsku fylgja. Ljóst er engu að síður að betur þarf að gera. Við eigum langt í land í þessum efnum meðan tíu sjómenn slasast á viku hveri, eins og lesa má út úr tilvitnaðri skýrslu Trygg- ingastofnunar ríkisins, og jafn margir sjómenn farast við störf á hafi úti og raun ber vitni um. Við verðum að leggja allar árar út til að fyrirbyggja sjóslysin - í öryggisbúnaði, í öryggisfræðslu og öðrum tiltækum forvörnum. Morgunblaðið sendir aðstandendum hornfirzku sjó- mannanna, sem nú eru taldir af, innilegar samúðarkveðjur. ALÞJÓÐLEG BARÁTTA GEGN FÍKNIEFNUM FORMAÐUR vímuvarnanefndar Reykjavíkur, Kristín A. Árnadóttir, greinir frá því í Morgunblaðinu í gær að samtökin Evrópskar borgir gegn fíkniefnum (ECAD) hafi ákveðið að styðja íslenzk stjórnvöld í baráttunni gegn ólöglegum vímuefnum og stefna að fíkniefnalausu íslandi árið 2002. Kristín segir Island hafa orðið fyrir valinu vegna þess að hér séu aðstæður til baráttu gegn fíkniefnum taldar ákjósanlegar. Landamæraeftirlit eigi að vera auðveldara, fámenni geri eftirlit auðveldara og hér búi vel menntuð þjóð, sem auðvelt sé að virkja og upplýsa. Menn ættu þó ekki að búast við að baráttan gegn fíkni- efnum verði auðveldari hér en annars staðar. Fíkniefna- neyzlan er einn fylgifiskur þjóðfélagsbreytinga, sem hafa átt sér stað í svipuðum mæli á íslandi og í öðrum vestræn- um ríkjum. Markmiðið um fíkniefnalaust ísland er hins vegar gott, þótt vafasamt sé að nokkurn tímann takist að útrýma smygli, sölu og neyzlu fíkniefna fremur en öðrum glæpum. Hvað sem þessu líður er afar jákvætt að Reykjavíkur- borg skuli nú taka þátt í samstarfi 200 evrópskra borga gegn fíkniefnavandanum. Hér er um að ræða vandamál, sem verður ekki leyst nema með alþjóðlegu samstarfi. Starfsemi fíkniefnasmyglara og -sala er að mörgu leyti alþjóðleg og aldrei verður hægt að komast fyrir rót vand- ans í einu landi, án aðgerða í öðrum ríkjum samtímis. Sömuleiðis er mikilvægt að þeir, sem beijast gegn vandan- um hver í sinni borg eða landi, skiptist á reynslu og upp- lýsingum. Samstarfið við aðrar borgir í ECAD getur því skilað miklu, líkt og Kristín A. Árnadóttir bendir á. Mikilvægt er að íslenzk stjórnvöld, ekki sízt lögregluyf- irvöld, taki virkan þátt í hinni alþjóðlegu baráttu gegn vímuefnunum. Ný tækifæri til samstarfs bjóðast t.d. með væntanlegri aðild Islands að Schengen-samningnum, en með honum fæst aukinn aðgangur að upplýsingum og betri möguleikar á samstarfi við lögreglu í öðrum Evrópu- ríkjum. Fíkniefnavandinn virðir ekki landamæri. Baráttan gegn honum takmarkast því ekki heldur við eina borg eða eitt land í senn. Fj“9ur S,*rStU . rtmmál eldgos a oldmm g0Sefna Katla 1918 Meira en 1,0 rúmkm Hekla1947 1,0rúmkm Surtsey 1963-67 1,0 rúmkm Vatnajökull 1996 0,6-0,7 rúmkm (Heimaey 1973 0,4 rúmkm) (Vatnajökull 1938 0,3 rúmkm) Grímsvötn Báröarbunga I---------1 5 km Gosrásin- Vatnsgeymirinn - undir Grimsvötnum 30 sept. sl. Grímsfjall Bárðarbunga Sigsvæðið sem hefur myndast í Vatnajökul vegna eldgossins —j 5 km 3,5 km Gjáin löng - gjá \ / " — 500 m - 200 m Vatnsgeymirinn undir »\ Grímsvötnum 15 okt. sl. Grímsfjall SUÐUR ÞRIÐJUDAGUR l.október Snið eftir gossprungunni og SSAtil Grímsvatna NORÐUR Eldgosið hófst aðfararnótt 1. október og um sólarhring síðar náði það að bræða sig upp í gegn um íshelluna. Sigkatlar myndast yfir gosstöðvum Grímsfjall Grímsvötn Bræðsluvain rennur _ til Grímsvatna Jökulís Hryggurinn frá 1938 (móberg) irunnur FOSTUDAGUR 11. október Eldgosið hefur brætt gjá i jökulinn um 3,5 km langa. Gjáin er um 500 metra breið nyrst en mjókkar í um 200 metra syðst. Þar sem gjánni sleppir tekur við sprungubelti sem nær langleiðina suður að Grímsvötnum. Vatn SUÐUR NORÐUR Sigketill Grímsfjall Grímsvötn ishella Hryggurinn frá 1938 (móberg) ÞRIÐJUDAGUR 15. október Eldgosinu er lokið, eða liggur nú niðri. Eldgígurinn sem lengst var virkur hefur náð að hlaðast upp úr vatni og gjáin er nánast full af gosefnum. Grímsvötn _______vatn SUÐUR NORÐUR Eyja hefur myndast Grímsfjall Ishella Hryggurinn frá 1938 (mi ' i 1 Gosrásir fl m.y.s. 2.000 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 m.y.s. 2.000 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 m.y.s. 2.000 1.800 1.600 1.400 1.200 1.000 800 Fiorða stærsta gos aldarinnar á Islandi SUNNUDAGINN 29. sept- ember klukkan 10.48 fyrir hádegi varð sterkur skjálfti í norðanverðri Bárðar- bungu sem mældist 5,4 stig á Richt- erskvarða. í kjölfarið kom öflug skjálftahrina sem stóð fram á mánu- dag. Samhliða skjálftavirkninni greindist órói sem benti til kviku- hreyfinga á Bárðarbungusvæðinu. Smám saman færðist skjálftavirkn- in í suður og réðu jarðvísindamenn af því að kvikufull sprunga hefði opnast í þá áttina. Á mánudagskvöld milli klukkan tíu og ellefu datt skjálftavirknin syðst á svæðinu niður en stöðugur gosórói fór að sjást á mælum á Grímsfjalli og Vonarskarði. Þá var ljóst að gos væri hafið undir jökli. Vatnsrennslið eins og tólfföld Þjórsá Á þriðjudagsmorgni bárust fréttir af því að nýtt ketilssig væri að myndast austan við Skaftárkatla. Jarðvísindamenn flugu yfir svæðið Gosinu undir Vatnajökli virðist nú vera lokið. Nýja fjallið sem risið hefur á sprungunni hverfur með tíð og tíma undir ísinn, en gosið hefur skilið eftir sig mikla þekkingu um mótun lands undir jökli. Rannsóknir á gosinu eru þó rétt að hefjast. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði Helga Þorsteinssyni sögu gossins og Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur sagði frá jarðhræringum í tengslum við það. og sáu að ketilssig væri í hraðri myndun á sama stað og gaus árið 1938. Gossprungan undir jöklinum var þá 4-5 km löng, í stefnu NNA- SSV. Farið var að móta fyrir vatns- rás ofan í Grímsvötn. Vötnin voru greinilega farin að rísa mjög hratt og höfðu stigið um 10-15 metra frá því kvöldið áður. Katlarnir dýpkuðu hratt þennan dag og það mátti reikna út frá stærð þeirra að rennsli bræðsluvatns niður í Grímsvötn væri um 5.000 rúmmetrar á sek- úndu, um tólffalt meðalrennsli Þjórsár. Á miðvikudagsmorgun 2. október braust gosið upp úr ísnum og aska fór að dreifast yfir jökulinn. Gosið kom upp á þeim stað sem hryggur- inn frá 1938 var hæstur. Þar var ísþykkt um 450 metrar fyrir gosið. Sama dag lengdist gossprungan um þrjá kílómetra til norðurs og stór sigketill tók að myndast þar. Á þeim stað var ísþykkt miklu meiri, um eða yfir 700 metrar. Á næstu dögum var gosið upp úr jöklinum stöðugt og svipað að sjá fram til 11. október. Gosvirkni undir nyrsta hluta sprungunnar hefur sennilega fjarað út eitthvað fyrr. Föstudag 11. október var gos- mökkurinn greinilega minni en áð- ur, þann 12. var hann orðinn lítill og enn minni þann 13. Upp úr því fjaraði gosið út. Nóbelsverðlaunahafarnir í hagfræði samherjar en hittust aldrei Hiig’ðist nýta frægðina til að boða nýjar kenningar William Vickrey hugðist nýta sér þá frægð sem fylgir Nóbelsverðlaunum í hagfræði til þess að vekja athygli á nýj- asta hugðarefni sínu, aðferð til þess að útrýma atvinnuleysi. Hann féll hinsvegar frá þremur dögum eftir að tilkynnt var um útnefninguna. Benedikt Stefánsson minnist hagfræðings sem naut þess mest að glíma við áþreifanleg vandamál. William Vickrey James Mirrlees Fyrstu fímm daga gossins hækk- aði vatnsborð Grímsvatna um 90 metra en hægar eftir það. Þriðju- daginn 15. október sýndu tæki Nor- rænu eldfjallastöðvarinnar á Gríms- vötnum að vatnsborð var komið í 1.504 metra og hafði þá risið um rúmlega einn metra á dag frá því á laugardag 12. október. Þetta þýð- ir að vatnsrennsli niður í Grímsvötn er nú um 5-700 rúmmetrar á sek- úndu, eða ein og hálf Þjórsá. Áhrifasvæði gossins á jöklinum, það svæði sem hefur sigið og sprungið, er nú orðið rúmlega þrjá- tíu ferkílómetrar og flatarmál Grímsvatna hefur aukist samfara vatnsborðshækkuninni úr fimmtán ferkílómetrum í fjörutíu. Þau standa nú fimmtíu metrum hærra en vitað er til að þau hafi gert á öldinni. Gosið er búið að bræða rúmlega þijá rúmkílómetra íss og niður í Grímsvötn hafa runnið rúmlega 2,5 rúmkílómetrar af vatni. Fjórða stærsta gos aldarinnar Þetta gos er líklega orðið fjórða stærsta gos á öldinni. Aðeins Heklu- gosið 1947, Surtseyjargosið og Kötlugosið 1918 voru stærri. Rúm- tak gosefna er áætlað 0,6-0,7 rúm- kílómetrar. Þetta samsvarar að minnsta kosti 0,4 rúmkílómetrum af föstu bergi. Gosið 1938 varð á sama stað en sprungan náði ekki eins langt í norður. Rúmtak gosefna þá gæti hafa verið um tveir þriðju af því sem nú er. Gosefnin og ísinn liggja þétt sam- an. Gosefni fylla nokkurn veginn gjána og liggja greinilega nokkurn veginn að ísveggjunum. Ishamrarn- ir í gjánni gætu ekki haldist uppi nema fyrir það að fjallið nýja styðji þá. Gjáin er því eins og mót og gosefnin eins og deig í mótinu. Þetta er í fyrsta skipti sem hægt hefur verið að fylgjast með eldgosi í jökli. Við Grímsvatnagosin 1934 og 1983 voru aðstæður aðrar. Þau gos urðu fyrst og fremst í vatni og bræddu göt á fljótandi íshelluna yfir Grímsvötnum og líkjast því fremur gosum undir sjó. Tíð hlaup næstu ár Fjallið sem hlaðist hefur upp á gossprungunni rís 250 til 300 metra yfir hrygginn sem myndaðist í gos- inu 1938, en þetta nýja fjall liggur að hluta til ofan á honum. Nyrsti hlutinn liggur hins vegar á flötum jökulbotni. Toppur gígsins er í um eða yfir 1.500 metra hæð yfir sjó, tvö hundruð metrum neðar en yfir- borð jökulsins var fyrir gosið. Þegar frá líður og gosefnin kólna má bú- ast við því að jökullinn leggist aftur yfir fjallið. Það er ekki víst að það verði sýnilegt nema næstu vikur eða mánuði. Það er þó við því að búast að jarðhita gæti yfir gossprungunni næstu ár og jafnvel áratugi. Jarðhitinn mun bræða ís og það vatn rennur niður til Grímsvatna og ef marka má reynsluna frá 1938 má búast við tíðum og smáum jök- ulhlaupum úr Grímsvötnum á næstu árum. Upphaf að nýrri hrinu? Rannsóknir á þessum atburði eru rétt að hefjast. Það verður viðfangs- efni -næstu ára að fylgjast með breytingum á jöklinum á gosstöðv- unum og breytingum á gerð og lög- un nýja fjallsins. Til þess verður fyrst og fremst að nota jarðeðlis- fræðilegar mæliaðferðir, íssjármæl- ingar, segulmælingar og fleira. Óljóst er hvort þetta gos er upp- hafið að nýrri hrinu umbrota og eld- gosa í Vatnajökli. Jarðvísindamenn hafa greint ýmsan óróa undir jöklin- um síðan í júlí á síðasta ári, til dæm- is varð sterk jarðskjálftahrina í febr- úar með miðju í Hamrinum svo- nefnda. Einnig er talið að lítið eld- gos hafi orðið í tengslum við hlaup úr vestari Skaftárkatlinum. Síðustu 58 ár, eða frá gosinu 1938, hafa verið rólegasti tíminn í jöklinum í margar aldir. Aðallega er það vegna þess að Grímsvötn hafa tekið sér langt hlé. Þrátt fyrir þetta gos verð- ur það sem af er tuttugustu öldinni að teljast einhver rólegasti tími í gossögu Vatnajökuls. MARGIR hagfræðingar hafa velt vöngum yfir því hvernig fólk bregst við áhættu og óvissu í viðskiptum. Oft þurfa tveir aðilar að ná samningi um viðskipti þótt annar þeirra búi yfir betri þekkingu en hinn á viðkomandi vöru eða þjónustu. Við slíkar aðstæður getur reynst erfitt að finna viðunandi og hagkvæma niðurstöðu. Nóbelsverðlaun í hag- fræði í ár falla í skaut tveimur braut- ryðjendum í rannsóknum á þessu sviði. Eitt af sviðum efnahagslífsins þar sem óvissa um hegðun og leyndar upplýsingar gegna lykilhlutverki eru tryggingaviðskipti. Kaupandi að tryggingu vill helst fá tjón bætt að fullu ef vátryggð eign eyðileggst. Hætt er við að tryggingarfélag fall- ist ekki á slíkan samning, því þá sæi kaupandi litla ástæðu til þess að fara gætilega með eignina. Hliðstætt vandamál kemur upp í rekstri fyrir- tækja, þegar forstjóri eða fram- kvæmdastjóri er ekki í hópi eigenda. Ef stjórnandinn á alltaf von á trygg- um tekjum, hefur hann lítinn hvata til að leggja harðar að sér þegar hagnaður fyrirtækisins dregst sam- an. Algeng lausn á þessu vandamáli er að tengja laun afkomu þannig að framkvæmdastjórinn beri hluta áhættu af rekstrinum. Eins þurfa tryggingarkaupar gjarnan að bera töluverða sjálfsáhættu. Samstiga en hittust aldrei William Vickerey og James A. Mirrlees sem deildu Nóbelsverðlaun- unum í hagfræði í ár áttu stóran þátt í að sýna fram á að vandamál af þessu tagi eru greinar af sama meiði. Vickerey ruddi brautina á árunum eftir síðari heimsstyijöld en Mirrlees tók síðar upp þráðinn og lagði fram ít- arlegri og stærðfræðilegri lausnir. Þrátt fyrir að þeir hafi reynst samstiga á fræðasviðinu, hittust þeir aldrei svo vitað sé. Vickrey entist ekki aldur til þess að taka við verðlaunum, því hann lést á föstudag, aðeins þremur dög- um eftir að tilkynnt var um úthlutun hagfræðiverðlaunanna. Hann fannst meðvitundarlaus í bíl sínum við þjóð- veg í grennd við New York borg. Vickrey var á leið á fund í félagi sem stofnað var um eitt af helstu hugðar- efnum hans síðustu árin, leiðir hins opinbera til að draga úr atvinnuleysi. Vickrey tók til starfa við Columb- ia háskóla árið 1947 eftir að hafa lokið doktorsprófi frá sama skóla. Hann fæddist árið 1914 í Viktoríu í Bresku Kólumbíu og mun hafa verið fyrsti Kanadamaðurinn sem hlaut hagfræðiverðlaunin. James A. Mirrlees er sextugur í ár. Hann er skoskur að uppruna, lauk doktors- prófi frá háskólanum i Cambridge á Englandi, kenndi lengi við Oxford háskóla en er nú prófessor við Cam- bridge. Rannsakaði áhrif jaðarskatta í hugum margra hagfræðinga er nafn Vickrey ekki síst tengt rann- sóknum á skattlagningu annarsveg- ar og hagkvæmasta skipulagi upp- boða hinsvegar. Ef nánar er að gáð sést að flestar kenningar hans fást við sömu grundvallarspurningar og þær rannsóknir á hegðun einstakl- inga við óvissu sem áður eru nefndar. Kenningar Vickreys um hag- kvæma skattlagningu taka til að mynda fyrst og fremst mið af því hvaða áhrif tekjuskattar hafa á vinnuframlag fólks. Ef ríkisvaldið hefði nákvæmar upplýsingar um hegðun og afköst hvers einstaklings, gæti það smíðað skattkerfi eftir hag: kvæmustu skipan vinnu og tekna. í reynd ríkir hinsvegar mikil óvissa um áhrif skatta á hvata til vinnu. í doktorsritgerð Vickreys færði hann rök fyrir því að skattkerfi þar sem jaðarskattar hækka ~með auknum tekjum geti dregið umtalsvert úr afköstum og framleiðslu. Flatari jað- arskattur væri hagkvæmari fyrir ríki og þjóð. Þrátt fyrir að Vickrey færði sterk rök fyrir þessari kenningu, gat hann ekki gert nákvæman tölfræðilegan samanburð á áhrifum mismunandi skatta á laun. Mirrlees kom síðar að efninu og færði þessar hugmyndir í stærðfræði- legri búning. Hann sýndi fram á að kenning Vick- reys stenst við almennar forsendur um hegðun launþega auk þess sem útreikningar hans gáfu nákvæmari vísbendingar um hvernig hanna mætti hagkvæmari skattkerfi. Fann betra uppboðsform Annað mikilvægt framlag Vickr- eys til almannahagfræði eru rann- sóknir hans á skipulagi uppboða. Kveikjan að þessum rannsóknum var einnig spurningin hvernig stuðla megi að því að einstaklmgar sýni réttan lit í viðskiptum. Á uppboði hafa væntanlegir kaupendur til dæmis hag af því að telja seljanda trú um að viðkomandi hlutur sé þeim minna virði en hann er í raun og veru. Eftir að hafa skoðað gaumgæfi- lega helstu uppboðsform stakk Vick- rey upp á nýju skipulagi sem nú er við hann kennt. Svonefnt Vickrey uppboð fer þannig fram að kaupend- ur leggja inn tilboð í lokuðu um- slagi. Eignin er svo slegin hæstbjóð- anda, en hann er látinn greiða það verð sem boðið var af þeim sem átti næst hæsta tilboðið. Þessi regla^ hvetur kaupendur til þess að bjóða hvorki meira né minna en hæsta verð sem þeir eru tilbúnir að borga. Margt af því sem Vickrey skrifað um þessi fræði fyrir liðlega 30 árun kom í góðar þarfir á síðasta ári vi uppboð Bandaríkjastjórnar á bylgju lengdum til fjarskipta, þar sem ur, hundruð milljarða króna var að tefla Óþreytandi fram á síðustu stund Starfsbræðrum Vickreys er tíð- rætt um óþijótandi hugmyndaaugði hans og áhuga á rannsóknum sem snerta lausn raunhæfra vandamála. Á sjötta áratugnum vann hann til dæmis fræga rannsókn á fargjalda- kerfi neðanjarðarlestanna í New York borg. Uppgötvanir hans í þeirri grein leiddu síðar til fjölda rann- sókna sem vörpuðu nýju ljósi á mikil- væg vandamál í rekstri almennings- veita og samgangna í þéttbýli. Að- ferðir Vickreys gerðu rafmagnsveit- um til dæmis kleift að nýta betur virkjanir og dreifikerfi með verðlagi sem tekur mið af álagi og eftir- spurn. Eins hefur þeim verið beitt við að ákveða vegartolla og dreifa álagi í tölvukerfum svo nokkur dæmi séu nefnd. Vickrey skipaði sér með þessum hætti í fámennan hóp hagfræðinga sem virðast jafnvígir á smíði frum- legra kenninga og lausnir á raun- hæfum vandamálum í viðskiptum og hagstjórn. Þessi flokkur hagfræð- inga virðist vera á undanhaldi í dag, þar sem yngra fólk í stéttinni hefur sífellt minni áhuga á því að taka á raunhæfum viðfangsefnum og beitir sér heldur við lausn stærðfræðilegra vandamála. Vickrey lét heldur ekki deigan síga þótt hugmyndum hans væri ekki allt- af tekið með verðlaunum og lófa- taki. Fyrir skömmu birti hann skemmtilega rannsóknargrein undir fyrirsögninni „Frumleg mistök mín í hagfræði" og rakti þar margar til- lögur sínar til úrbóta (hagstjórn sem hlotið höfðu dræmar undirtektir. Nýjasta hugmynd hans snéri að lausn atvinnuleysisvandans, með opinberum styrkjum. Hefur sú til- laga að vonum fallið í misjafnan jarð- veg. í samtali við fréttastofu Reut- ers á þriðjudag sagðist Vickrey ekki hafa mikil not fyrir féð sem fylgir Nóbelsverðlaununum en kvaðst ætla að nota athyglina sem að sér beind- ist til að koma hagstjórnartillögum sínum á framfæri. Eins og áður seg- ir fékk hann ekki að njóta frægðar- innar sem hann átti svo ríkulega skilið. Höfundur er við doktorsnám í ha.gfræði við Kaliforníuháskóla í Los Angeles. Nýjasta hug- mynd Vickrey sneri að lausn atvinnu- leysisvand- ans, með opinberum styrkjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.