Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 33 Dómurum og saksókn- ara svarað DÓMSMÁLARÁÐ- HERRA, Þorsteinn Pálsson, lét ummæli falla í þá veru við vígslu dómshúss Hæstaréttar hinn 5. september sl, að herða þyrfti refsing- ar í líkamsmeiðinga- málum. Þessi orð dóms- málaráðherrans voru vart viðeigandi við þetta tilefni. íslenskir dómstólar eru sjálf- stæðir, og eiga ekki að taka við fyrirmælum frá handhöfum framkvæmdavalds. Sé það vilji ráð- herra að refsingar í líkamsmeiðingá- málum verði þyngri, verður hann að fjalla um málið á Alþingi með tillögu um breytingar á refsilöggjöfinni. Þannig er líka tryggt að allir borgar- ar landsins hafi fyrirfram um það vitneskju að refsingar þyngist og jafnræði er þar með tryggt. I kjölfar ummæla dómsmálaráðherra var m.a. tekið undir hugmyndir hans í leiðurum tveggja dagblaða. Og DV hafði þann 7. september sl. eftir Friðgeiri Björnssyni dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur, „að tilmæli dómsmálaráðherra yrðu rædd í hópi dómara embættisins í næstu viku. Málið yrði skoðað“; í sömu blaða- grein var viðtal við Ólöfu Pétursdótt- ur, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjaness, þar sem haft var eftir henni að „ráðherra talaði auðvitað fyrir munn almennings og fólkinu í Iandinu fyndist þörf á að herða refs- ingar í líkamsmeiðingamálum“. Ég vil taka það fram að ég veit ekkert hvað fór fram í umræðum dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hinn 8. október sl. var kveðinn upp 2 ára óskilorðsbundinn fangels- isdómur í Héraðsdómi Vesturlands yfir skjólstæðingi mínum, fyrir að hafa sparkað í höfuð annarrar stúlku með hné sínu. Sama kvöld birtist í fréttatíma ríkissjónvarpsins viðtal við mig þar sem ég lýsti þeirri skoð- un minni að dómurinn væri of þungur miðað við fordæmi Hæstarétt- ar á undanförnum árum í svipuðum eða sambærilegum málum. í framhaldinu velti ég því upp hvort ástæðan fyrir hinum þunga dómi væru umrædd tilmæli dómsmálaráðherrans, og lýsti þeirri skoðun, að væri dómurinn að bregðast á einhvern hátt við þeim, teldi ég það ámælisvert. Ég fullyrti auðvitað ekki að þetta væri skýringin á hinni þungu refsingu, enda veit ég ekkert um hugarheim dómaranna. Kvöldið eftir var í fréttatíma rík- issjónvarpsins greint frá yfirlýsingu dómaranna í málinu, þar sem þeir fordæmdu ummæli mín í fréttatím- anum kvöldið áður, Á eftir yfirlýs- ingunni var auk þess greint frá ummælum Björns Helgasonar sak- sóknara vegna sama máls. Ekki verður yfirlýsing dómsins skilin öðruvísi en svo, að ummæli ráðherr- ans hafi engin áhrif haft á dómsnið- urstöðuna. Því ber útaf fyrir sig að fagna. Hvað yfirlýsingu dómaranna varðar, þá snýst málið um hvort af minni hálfu hafi verið tilefni til ummælanna. Dómur hafði verið kveðinn upp u.þ.b. mánuði eftir ummæli dómsmálaráðherrans og ofangreinda fjölmiðlaumfjöllun um þau. Og hann fól í sér ákvörðun um afar þunga refsingu samanborið við aðra dóma. Fullt tilefni var því fyrir hugleiðingu minni. Dómurinn hefur nú með orðfæri sem vart getur tal- ist sæmandi dómstól, svarað því að tilmæli ráðherrans hafi engin áhrif haft á niðurstöðuna. Eftir sem áður er ósvarað spurningunni um hver ástæðan var fyrir því að dómurinn var svo þungur sem raun bar vitni. Skjólstæðingur minn, sem var 18 ára er brotið var framið, fékk 2 ára óskilorðsbundið fangelsi. I samtali saksóknarans í málinu, Björns Helgasonar, við fréttastofuna lýsti hann því að „því fari ijarri að dóm- Dómstólar eru sjálfstæðir, segir Stefán Geir Þórisson, og eiga ekki að taka við fyrirmælum framkvæmdavaldsins. urinn sem kveðinn var upp í gær væri þyngri en sambærilegir dóm- ar“. Björn nefnir síðan til sögunnar einn dóm Hæstaréttar, frá 27. jan- úar 1994. í því máli var 16 ára stúlka dæmd í 3 ára óskilorðsbundið fang- elsi fyrir líkamsárás, sem hún framdi í félagi við kynsystur sína sem var ósakhæf sökum aldurs. Atvik í þess- um tveimur málum eru í mikilvæg- um atriðum ólík. í máli því sem fjall- að er um í dómi Hæstaréttar 1994, voru afleiðingarnar mjög alvarlegar fyrir stúlkuna sem fyrir árásinni varð. Hún er hreyfihömluð fyrir neð: an háls og bundin við hjólastól. í máli því sem Héraðsdómur Vestur- lands dæmdi fyrir nokkrum dögum hefur þolandinn náð sér allvel, þó ekki sé enn hægt að fullyrða að full heilsa náist. Við þetta bætist svo sá grundvallarmunur við samanburð á málunum tveimur, að árásin í eldra málinu var af öðrum toga og miklum mun grófari en árás skjólstæðings míns í hinu nýdæmda máli. í fyrra málinu var um að ræða margvísleg- ar barsmíðar með höndum og fótum í andlit og skrokk þolandans, sem voru ítrekaðar þótt gengið væri á milli. í hinu nýdæmda máli fólst brot skjólstæðings míns í einu sparki í höfuð þolandans. Það liggur því að mínu mati í augum uppi, að tilvikin tvö eru í svo veigamiklum atriðum ósambærileg, að það er beinlínis rangt hjá saksóknaranum að bera þau saman. Til eru allnokkur nýleg fordæmi Hæstaréttar sem eru miklu saman- burðarhæfari um þau atriði sem mestu máli skipta við ákvörðun refs- inga. í þeim dómum er refsingin miklu vægari en sú sem skjólstæð- ingi mínum var dæmd í Héraðsdómi Vesturlands 8. október sl. í dæma- skyni má nefna nokkra dóma Hæsta- réttar. 1. í dómi réttarins 27.janúar 1993 var 30 ára gömlum manni gerð átta mánaða fangelsisrefsing, þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir, fyrir að hafa lagt til hálffímmtugs manns með hnífí í bak hans, þannig að þo- landinn hlaut 5 cm langan skurð yfir vinstra herðablaði. 2. í dómi Hæstaréttar 18. nóv- ember 1993, var 44 ára gömlum manni dæmd 6 mánaða fangeisis- refsing fyrir að hafa fellt konu í gólf, slegið hana liggjandi mörg hnefahögg og sparkað margsinnis í kvið henni. Þetta leiddi til þess að milta sprakk og blæddi inn á eggja- stokk, þannig að fjarlægja varð milta, eggjaleiðara og eggjastokk. 3. í dómi Hæstaréttar frá 27. nóvember 1994 var 19 ára manni gerð níu mánaða fangelsisrefsing og þar af voru sex mánuðir skilorðs- bundnir, með hliðsjón af ungum aldri hans og aðstæðum hans að öðru leyti, fyrir að hafa rekið ölkrús úr þykku gleri, sem vó rúm 840 grömm, í andlit tæplega þrítugs manns, þar sem ölkrúsin brotnaði. Afleiðingun- um er lýst svo í dóminum, að þoland- inn hafí hlotið 9 skurði í andlitið og 3 minni skrámur. Var einn skurður- inn sínu stærstur og dýpstur og náði frá enni yfir í vinstri augna- brún, á ská yfir efra augnalok og niður á kinnbein. Náði hann gegnum vinstra augnlokið og inn í vinstra augað, sem var sundur skorið, þann- ig að þolandinn varð fyrir verulegri sjónskerðingu og 25% læknisfræði- legri örorku. 4. Loks skal nefnt að í febrúar sl. dæmdi Hæstiréttur ungan mann í 3 ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa valdið dauða fyrrverandi stjúpföður síns, með því að aka hann vísvitandi niður á reiðhjóli. Lesendur geta velt því fyrir sér sjálfír, hvort tilefni hafi verið til þeirra ummæla sem fóru svo mjög fyrir brjóstið á dómurunum. Þeir hafa nú svarað fyrir sig og sagt að áeggjan ráðherra hafi engu valdið um hinn þunga dóm. Því ber að fagna. Ákvörðun hefur verið tekin um að áfrýja dóminum til Hæstarétt- ar. Þar verður endanlegur dómur upp kveðinn. Höfundur er héraðsdómslögmaður. Að gefnu tilefni Stefán Geir Þórisson * RU V-skatturinn Á ÞESSU ári hefur í opinberri umræðu verið talað um við- bótarskatta utan stað- greiðslu og áhrif þeirra á ráðstöfunartekjur manna. Einn af þessum sköttum er RÚV-skatt- urinn. Hvergi í víðri veröld má finna hlið- stæðu í skattlagningu, hvað varðar ótrúlega há gjöld, sem eru lögð á hvern einstakling og er þá mikið sagt. RÚV- skatturinn er löngu farinn langt fram úr því, sem eðlilegt gæti talizt, ef hægt er að mæla slíkri skattheimtu bót á annað borð. Starfsemi RÚV hlýtur að verða að laga að nútíma aðstæðum pg breyttu umhverfi í fjölmiðlum. Á íslandi er ekki lengur þörf á ríkis- reknum fjölmiðli. Hvað myndu eig- endur Morgunblaðsins gera, ef hug- myndir Guðrúnar Helgadóttur fyrr- verandi alþíngismanns næðu fram að ganga og komið yrði á laggirnar nýju ríkisreknu dagblaði? Rök Guð- rúnar eru nánast þau sömu og tals- menn um rekstur RÚV halda á lofti. Ríkið gæti eflaust fengið Dagblaðið keypt eða Dag Tímann. Þar sem RÚV-skatturinn er lagður á ein- staklinga, en ekki sem nefskattur, er skatturinn í raun aukinn stað- greiðsluskattur eða lækkun á skatt- leysismörkum. Það er bæði háðung og svívirða, að Alþingi skuli láta slíkt viðganganst. Lítum nú á, hvað RÚV-skatturinn þýðir fyrir einstakling með eitthundraðþúsund í laun á mánuði. Verka- lýðshreyfingin ætti sérstaklega að íhuga, hvort ekki sé ástæða til að krefjast þess, að RÚV-skatturinn verði afnuminn, því eins og kemur fram í dæminu hér á eftir myndi af- nám hans svara til þess, að heildarlaun hækkuðu um 4,55% og að staðgreiðsluskatt- urinn lækkaði um 11,02%. Dágóð tekju- hækkun það! Heildarlaun 100.000 75% eigið lífeyrisframl. til skattalækkunar 3.000 Laun til skattaútreikn. 97.000 41,94% af 97 þús. til staðgr. 59.918 Persónufrádr. dreginn frá 24.544 Staðgreiðslusk. 41,94% 16.138 RÚV-staðgreiðsluskattur 2.000 Samtals staðgi'.sk. 44.00% 18.138 Þetta sýnir, að RÚV-skatturinn er verulega íþyngjandi fyrir greið- endur hans og að einstaklingur með kr. 100.000 í laun á mánuði þarf að vinna sér inn kr. 4.545,00 á mánuði, til að standa skil á skattin- um eða í allt kr. 54.540 á ári og dæmið verður því verra, sem launin eru lægri. Hvað á að gera? Mín tillaga er sú, að RÚV verði gert að hlutafé- lagi. 45% af útgefnum hlutabréfum Hreggviður Jónsson RÚV-skatturinn, segir Hreggviður Jónsson, er verulega íþyngjandi fyrir greiðendur hans. verði send greiðendum RÚV-skatts- ins síðustu tvö ár ókeypis og þeir gerðir að hluthöfum. 25% af útgefnum hlutabréfum verði í höndum ríkisins í fyrstu lotu. 30% af útgefnum hlutabréfum verði seld á almennum markaði með kr. 500.000 sem hámark til lögaðila. Afnotagjöldin væru afnumin og RÚV fengi stiglækkandi framlag af fjárlögum næstu 5 ár. Eftir það yrði RÚV að standa á eigin fótum, enda væri forskot hlutafélagsins mikið. Slíkt hlutafélag væri sann- kallað almenningshlutafélag, sem ætti bjarta daga fram undan, ef vel væri á haldið. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Kjarvalsstaðir Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur. Opið dag- lega frá kl. 10-18. IÐNAÐARHURÐIR FELLIHURÐIR LYFTIHURÐIR GÖNGUHURÐIR ELDVARNARHURÐIR ■i ÍSVA\L-íJOr<GA\ Ei-IF. HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 STOFNAMR - EINSTARLINGAR ávallt á útsölu mikið úrval af bútasaumsefnum frá 296 kr. og fataefni frá 150 kr. m. VIRKA Mörkin 3, sími 568 7477 Opið mánud.-föstud. kl. 10-18. Laugard. kl. 10-14. Ifflboð , Elram ryksuga 1200 w með geymslu fyrir fylgihluti, inndreginni snúru og | ; stillanlegum sogkrafti. Ekta leðurbakpoki Kaffivél 12 bolla meS dropastoppara. Hvít og svört. Cloer gæSa vönujórn 1015 w. Sv Brauðrist fyrir 2 og 4 brauðsneiðar. Xjarakaup ehf I j Faxafeni 10, sími 568 4910, (ath. nýtt heimilisfang), Oseyri 4, Akureyri, sími 462 4964. Opið virka daga fró kl. 10-18, laugardaga 11-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.