Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 1
84 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 237. TBL. 84. ARG. FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Arafat bregst reiður yið til- lögum Israela Kaíró, Jerúsalem. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi sjálf- stjórnarsvæða Palestínumanna, varð í gær ókvæða við nýjum tillög- um frá ísraelum og sagði þá vilja að borginni Hebron á Vesturbakk- anum yrði skipt milli araba og gyð- inga. Arafat veifaði skjalinu reiði- lega, lýsti tillögunum sem „harm- leik" og líkti þeim við kynþáttaað- skilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. „Þetta er til marks um herská markmið ísraela í Hebron og hel- bert kynþáttahatur, sem mann hryllir við," sagði Arafat. „Enginn vafi leikur á því að tillögurnar valda uppnámi og ekki aðeins meðal Pal- estínumanna ... einnig í araba- heiminum og út um allan heim." Netanyahu kveðst bjartsýnn Talsmaður Benjamins Netan- yahus, forsætisráðherra ísraels, sagði að í tillögunum væri ekki gert ráð fyrir skiptingu Hebron en vildi ekki ræða þær frekar. Form- legar viðræður um brottflutning ísraelskra hermanna frá borginni hefjast að nýju í dag og Netanyahu kvaðst ekki efast um að þær myndu bera árangur. ísraelar lögðu tillögurnar fram í fyrrinótt. Að sögn Arafats vill stjórn Netanyahus að Hebron verði skipt í tvo hluta og að ísraelar áskilji sér rétt til að geta handtekið Palestínu- menn í arabíska borgarhlutanum. „Hvílíkt kynþáttahatur! Þetta gerðist ekki einu sinni í Suður-Afr- íku," sagði Arafat eftir að hafa les- ið heiti gatna sem ísraelar vilja að tilheyri gyðingum. 400 gyðingar búa á meðal 100.000 araba í Hebron. Hætta sögð á valdaráni Virtur sérfræðingur í varnarmál- um, Zeev Maoz, prófessor og yfir- maður herfræðistofnunar Tel Aviv- háskóla, sagði í gær að Netanyahu treysti ekki æðstu yfirmönnum ísra- elska hersins, teldi þá halla undir Verkamannaflokkinn og hefði því ekki samráð við þá þegar mikilvæg- ar ákvarðanir væru teknar. Þetta hefði valdið mikilli óánægju meðal hershöfðingjanna, sem kynnu að reyna að steypa forsætisráðherran- um ef hætta skapaðist á styrjöld í Miðausturlöndum. Stjórnmálamenn og fyrrverandi hershöfðingjar sögðu ekkert hæft í því að hætta væri á valdaráni. Þeir viðurkenndu hins vegar að djúp- stæður ágreiningur hefði komið fram milli stjórnarinnar og æðstu manna hersins. Reuter ALEXANDER Lebed, yfirmaður rússneska öryggisráðsins (l.v.), á blaðamannafundi þar jem hann vísaði á bug ásökunum Anatolís Kúlíkovs innanríkisráðherra (t.h.) um að hann hefði undirbúið valdarán. Kúlíkov fyrirskipar hert öryggiseftirlit í Rússlandi Sakar Lebed um valdaránsáform Moskvu. Reuter. HARKA færðist í valdabaráttuna í Kreml í gær þegar Anatolí Kúlíkov innanríkisráðherra fyrirskipaði hert öryggiseftirlit í stærstu borgum Rússlands og sakaði Alexander Lebed, yfirmann rússneska öryggis- ráðsins, um að hafa lagt á ráðin um valdarán með aðstoð Tsjetsjena. Lebed vísaði þessu á bug og kvaðst ætla að höfða mál gegn innanríkis- ráðherranum. Kúlíkov kvaðst hafa fyrirskipað aukinn öryggisviðbúnað vegna upp- lýsinga frá leyniþjónustunni um að aðskilnaðarsinnar í Tsjetsjníju væru Reuter að undirbúa árásir í Rússlandi. „Lebed hefur ákveðið að láta til skar- ar skríða og beita valdi í stað þess að bíða eftir næstu forsetakosning- um," sagði Kúlíkov á blaðamanna- fundi í Moskvu. Jeltsín óskar skýringa „Vesalings maðurinn hefur mis- skilið allt," sagði Lebed, sem hefur háð harða valdabaráttu við Kúlíkov og fleiri embættismenn í Kreml. Daginn áður hafði Jeltsín krafist þess að embættismennirnir hættu að „munnhöggvast", en þeir hafa einkum deilt um friðarsamningana við tsjetsjenska aðskilnaðarsinna sem Lebed undirritaði í ágúst. Borís Jeltsín forseti, sem á að gangast undir hjartaskurðaðgerð um miðjan næsta mánuð, óskaði eftir ít- arlegum upplýsingum um ásakanirn- ar frá Viktor Tsjernomýrdín forsætis- ráðherra. Fréttastofan RIA sagði að Tsjernomýrdín hefði boðað yfirmenn leyniþjónustunnar, varnarmálaráð- herrann og Kúlíkov á sinn fund í dag vegna málsins. Ekki var vitað hvort Lebed yrði viðstaddur. Kúlíkov hélt því fram að Tsjetsj- enar hefðu lofað að sjá Lebed fyrir 1.500 skæruliðum til að aðstoða við valdaránið í Moskvu. „Við höfum upplýsingar um að hann ætli að taka sér frí bráðlega til að undirbúa valdarán," sagði Kúlíkov og kvaðst hafa afhent forsætisráðherranum upplýsingar um áform Lebeds. Framliðið þing- mannsefni auglýst Tókýó. Reuter. FRAMLIÐNIR menn mega ekki kjósa í þingkosningunum í Japan á sunnudag, samkvæmt kosninga- löggjöf landsins, en reglurnar eru hins vegar svo strangar að einn stjórnarflokkanna verður að birta sjónvarpsauglýsingar þar sem framboð látins manns er kynnt. Saburo Toida, fyrrverandi heil- brigðisráðherra, lést á kosninga- ferðalagi í vikunni sem leið og hann er enn á meðal frambjóð- enda í auglýsingum Frjálslynda lýðræðisflokksins sem sýndar eru daglega. Ástæðan er sú að innan- ríkisráðuneytið þvertekur fyrir að auglýsingunum verði breytt, forystumönnum flokksins til mik- illar gremju. Ráðuneytið segir að bannað sé að breyta kosningaauglýsingum eftir að þær hafa verið lagðar fram til útsendingar. Kosninga- löggjöfin kveði og á um að ekki sé hægt að fella niður auglýsingar nema allir frambjóðendur tiltek- ins flokks í einu kjördæmanna falli frá. Hvalkálfi BJORGUNARMENN reyna að bjarga hvalkálfi sem rak á land nálægt Coolum á Gullströndinni í Astralíu í gær. Mönnunum tókst að toga kálfinn til hafs eftir sjö klukkustunda streð. Straumur- inn hafði borið hann að landi eftir að hann synti í hákarlanet. London. Reuter. BRESKA stjórnin kynnti í gær áætlanir sínar um einhver ströngustu byssulög í heimi en samkvæmt þeim verður næstum öll skamm- byssueign bönnuð í landinu. Er hér um að ræða viðbrögð hennar við fjöldamorðunum í Dutíblane í mars sl. en þá myrti geðveill maður 16 börn og kennara þeirra. Michael Forsyth Skotlandsmálaráðherra sagði, að lögin myndu banna að minnsta kosti 80% af þeim 200.000 skammbyssum, sem leyfi er fyrir í Bretlandi og verður óbreyttum borgur- um aðeins leyft að eiga skammbyssur, sem taka eitt skot og eru með hlaupvíddinni .22. Bretar banna skammbyssur Eru þær aðallega notaðar í skotkeppni og skil- yrðið er að þær verði geymdar í læstum hirslum í húsakynnum byssufélaga. Auk þess verður stórhert á kröfum um öryggi og gæslu hjá slík- um félögum. Foreldrasamtök í Dunblane gengust fyrir undirskriftasöfnun þar sem krafist er algers banns við skammbyssueign og söfnuðust 750.000 undirskriftir. Hefur Verkamannaflokk- urinn gert það mál að sínu og talsmaður hans í Skotlandsmálum, George Robertson, skoraði á ríkisstjórnina að ganga alla leið og banna skammbyssur án undantekninga. Börn Robert- sons sækja skólann í Dunblane þar sem voða- verkið var unnið. Breska stjórnin gæti þurft að ganga lengra en hún hefur ráðgert þar sem ýmsir af þing- mönnum íhaldsflokksins eru hlynntir algjöru banni við skammbyssum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.