Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Evrópsk flug'far- gjöld hækka BRITISH Airways (BA) hefur neyðst til að hækka fargjöld sín í Evrópu vegna mesta elds- neytiskostnaðar í sex ár og fleiri flugfélög kunna að fara að dæmi breska félagsins sam- kvæmt áreiðanlegum heimild- um. BA tilkynnti að fargjöld félagsins á Evrópuleiðum mundu hækka um 2,5% að jafnaði og í athugun væri að hækka fargjöld á lengri leiðum. Belgíska flugfélagið Sabena sagði að fargjöld til London og Manchester frá Brussel mundu hækka um 2,5% vegna hækkunar BA. Fleiri evrópsk flugfélög íhuga hækkanir á flugfargjöldum. KLM segir að ákvörðunar sé að vænta bráð- lega. Friðargæsla undirbúin SENDIHERRAR aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Brussel gáfu í gær yfirmönnum heija landanna fyrirmæli um að hefja undir- búning að nýrri skipan friðar- gæslu í Bosníu en umboð liðs- ins sem þar er nú rennur út í desember. Deilt hefur verið frá því í september um orðalag á yfirlýsingu um grundvöll og hlutverk friðargæsluliðsins sem taka á við starfinu. Hrapaði rétt hjá herskipi SÆNSK' herþota af gerðinni AJSH 37 Viggen hrapaði í gær suðaustur af Gotlandi á Eystrasalti í aðeins um 200 metra fjarlægð frá rússneska herskipinu Pjotr Velíkí sem er kjarnorkuknúið. Þyrlur vóru sendar á staðinn en flugmað- urinn mun hafa látið lífið. Tvær þotur sænska flughers- ins af Viggen-gerð fórust fyrr í mánuðinum er þær rákust saman í lofti og í ágúst hrap- aði slík þota í Eystrasalt. Sharansky vann Kasparov NATAN Sharansky, sem nú er verslunar- málaráð- herra ísraels en var eitt sinn frægur andófsmaður í Sovétrílq'- unum gömlu, sigraði heimsmeistarann í skák, Garrí Kasparov, í fjöl- tefli á þriðjudag. Sharansky sagðist oft hafa teflt í hugan- um er hann sat í einangrunar- fangelsi. Verkföll í Belgíu ENN kom til mótmælaverk- falla í Belgíu í gær vegna þess að vinsæll rannsóknardómari var á mánudag látinn hætta að kanna mál barnaníðingsins Marc Dutroux. Sharansky Seinna sjónvarpseinvígi bandarísku forsetaefnanna í San Diego Síðasta tækifæri Doles til að bæta stöðuna Sakaður um hræsni í bók eftir saksóknarann í íran-Contra-málinu Reuter BOB Dole og Jack Kemp, varaforsetaefni hans, á kosningafundi í San Diego. Þar var Dole gefin mynd af sér sem ungum her- manni í siðari heimsstyijöld. A fundinum gaf hann í skyn, að hann myndi ekki taka Clinton neinum vettlingatökum í kappræð- unum, sem fram áttu að fara í gærkvöld. San Diego, Washington. Reuter. HUGSANLEGT er, að kappræður bandarísku forsetaefnanna sem fram áttu fara í gærkvöid í San Diego, hafi verið síðasti þröskuldurinn í vegi fyrir endurkjöri Bills Clintons forseta í kosningum 5. nóvember. Samkvæmt skoðanakönnunum hefur hann veru- legt forskot á frambjóðanda repúblík- ana, Bob Dole og því var búist við og Dole hafði raunar gefið það í skyn, að hann myndi ekki hlífa Clinton í neinu og alls ekki hvað varðaði sið- ferði og heiðarleika. Það kom sér því ekki vel fyrir hann í gær þegar Lawr- ence Walsh, saksóknarinn, sem stjómaði rannsókninni á Íran-Contra- málinu, birti útdrætti úr bók, sem hann ætlar að gefa út, en þar segir, að Dole hafi beitt sér manna mest fyrir því, að George Bush, þáverandi forseti, náðaði Caspar Weinberger vamarmálaráðherra áður en réttar- höldin yfir honum hófust. Vaxandi örvæntingar gætir í her- búðum repúblikana og ráðgjafar og samstarfsmenn Doles hafa að undan- fömu lagt hart að honum að ráðast gegn Clinton með öllum tiltækum vopnum. Gaf Dole sjálfur í skyn í fyrradag, að hann ætlaði að beita Mlri hörku í kappræðunum en þá sagði hann, að hann hefði aldrei ráð- ist á einkalíf forsetans og ætlaði ekki að gera því að enginn væri fullkom- inn. Hins vegar gegndi öðram máli um feril hans í opinberam málum. Tvíeggjuð harka Dole heldur því fram, að stjómar- tíð Clintons hafi byggst á hálfsann- leika og undanfærslum. „Tilgangur- inn er alltaf sá að fela siðferðisbrest- ina,“ sagði hann. „Við heyram ekk- ert um afsakanir, heldur um fjarvist- arsannanir. Á því er enginn endir.“ Fréttaskýrendur sögðu, að Dole hefði að sumu leyti málað sig út í horn með yfiriýsingum um, að hann ætlaði að sýna Clinton fulla hörku. Það gæti hæglega snúist gegn hon- um sjálfum hjá kjósendum, sem era orðnir þreyttir á pólitísku skítkasti. „Hitt er þó jafnvel enn verra að segjast ætla að vera harður en vera það síðan ekki,“ sagði Samuel Popk- in, stjómmálafræðingur við Kaliforn- íuháskóla. „Vonandi gengur Dole ekki of langt sjálfs sín vegna. Þótt verið geti, að kosningarnar séu nú þegar ráðnar, þá þarf hann að huga að virðingu sinni og orðstír." Síðasta atlaga repúblikana að Clin- ton er sú, að hann hafi leyft auð- ugri, indónesískri fjölskyldu að kaupa sér aðgang að forsetaembættinu en óvíst er hvort hún hrín nokkuð á for- setanum frekar en fyrri tilraunir repú- blikana til að bæta stöðu sína. Kjós- endur létu sér fátt um finnast þegar Dole sagði af sér þingmennsku vegna forsetaframboðsins, fyrirheit hans um 15% tekjuskattslækkun breyttu engu og svo var einnig um val hans á Jack Kemp sem varaforsetaefni. Sakaður um hræsni Dole hefur ekki gert sér mikinn mat úr Whitewater-málinu svokallaða í kosningabaráttunni en hann hefur hins vegar krafist þess, að Clinton lýsi því yfir, að hann muni ekki náða fyrrverandi viðskiptafélaga sínu í samnefndu fyrirtæki. Það koma því eins og köld vatnsgusa yfir hann þeg- ar Lawrence Walsh, sem stjómaði rannsókmnni á íran-Contra-málinu, kynnti tvo kafla úr væntanlegri bók sinni um málið í gær. íran-Contra-málið snerist um það, að ríkisstjóm Ronalds Reagans for- seta hefði í blóra við þingið selt Irön- um vopn og komið ándvirðinu í hend- ur skæruliðum í Nicaragua. í bók Walsh, „Firewall: The Iran-Contra Conspiracy and Cover-up“, sem kem- ur út næsta vor, segir, að eftir að Dole hafi mistekist að koma í veg fyrir málssókn á hendur Caspar Weinberger, fyrrverandi varnar- málaráðherra, hafi hann beitt sér fyrir því við Bush, arftaka Reagans, að hann náðaði Weinberger. Út fyrir náðunar- vald forseta Weinberger var formlega ákærður í júní 1992 fyrir yfirhylmingu en Bush náðaði hann og fimm háttsetta menn aðra í desember sama ár. Sagði Walsh, að aldrei hefði verið ætlast til, að náðunarvald forsetans gæti tekið til manna, sem hefðu verið ákærðir, aðeins til þeirra, sem hefðu verið dæmdir. „Krafa Doles um að Clinton sveiji fyrir náðanir í Whitewater-málinu gefur kjósendum einstæða mynd af hræsni hans,“ sagði Walsh í yfirlýs- ingu. Sagði hann, að Dole hefði hvatt til, að menn yrðu náðaðir þrátt fyrir, að afbrot þeirra vörðuðu sjálfa stjórnarskrána. FRÁ fundi í ráðherraráði Evrópuráðsins. Evrópuráðið Króatía verður 40. aðildarríkið Strassborg. Reuter. KRÓATÍA fær aðild að Evrópuráð- inu í næsta mánuði, nánar tiltekið 6. nóvember, og verða aðildarríki þess þá orðin 40. Þetta var ákveðið á fundi fastafulltrúa í ráðherraráði Evrópuráðsins í Strassborg í gær. Ákvörðun um aðild Króatíu var frestað um hálft ár síðastliðið vor vegna óánægju Evrópuráðsins með ástand mannréttindamála í landinu. Ráðið setti þá króatískum stjórn- völdum ýmis skilyrði, sem krafizt var að þau uppfylltu áður en til aðildar gæti komið. Flest skilyrði uppfyllt Ákvörðun fastafulltrúanna í gær endurspeglar þá afstöðu meirihluta aðildarríkja Evrópuráðsins að Kró- atía hafi nú náð nægilegum ár- angri í þessum efnum. „Króatía hefur tekizt á hendur skuldbinding- ar sem varða ... framkvæmd Day- ton-friðarsamkomulagsins, sam- starf við alþjóðlega stríðsglæpa- dómstólinn, mannréttindi, minni- hluta, flóttamenn, frelsi fjölmiðla, bæjar- og héraðsstjórnir og sveitar- stjórnarkosningar,“ segir í yfirlýs- ingu, sem Evrópuráðið gaf út í gær. I yfirlýsingunni segir að Króatía hafi jafnframt samþykkt að full- gilda mannréttindasáttmála Evrópu innan árs frá aðild landsins að ráð- inu og að viðurkenna lögsögu Mannréttindadómstóls Evrópu. „Eini svarti bletturinn er skortur á samstarfi stjórnarinnar í Zagreb við stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna. En það er almennt vandamál, sem á ekki eingöngu við um Króatíu," sagði stjórnarer- indreki, sem Reuter-fréttastofan ræddi við. Framkvæmdastjórn ESB Vilja aðgerðir gegn barnaklámi j á alnetinu Brussel. Reuter. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandsins hvatti í gær til þess að ríkisstjórnir ESB-ríkjanna, sam- tök fyrirtækja í tölvu- og alnetsiðn- aði og foreldrar tækju höndum sam- an í baráttunni gegn barnaklámi og öðru ólöglegu eða skaðlegu efni á alnetinu. Þrýst hefur verið á framkvæmda- stjórnina að grípa til aðgerða gegn bamaklámi á netinu eftir að bama- klám- og morðmál komst í hámæli í Belgíu. Stjómin gaf í gær út tvær skýrslur um leiðir til að vemda böm og koma í veg fyrir að glæpa- og hryðjuverkamenn misnoti alnetið. Framkvæmdastjórnin gerir ekki tillögur um nýja löggjöf um alnet- ið, heldur nefnir hún lausnir á borð við siðareglur netfyrirtækja, sam- starf ESB-ríkjanna um að fram- fylgja núverandi lögum og notkun búnaðar, sem getur „síað“ efni á netinu. Framkvæmdastjórnin ráðleggur ríkisstjórnum aðildarríkjanna engu | að síður að íhuga, hvort þörf sé á j ESB-Iöggjöf til að skýra betur en nú er ábyrgð fyrirtækja, sem bjóða I upp á aðgang að alnetinu, á efninu sem þar er að finna. Þrengi ekki að tjáningarfrelsinu Lögð er áherzla á að fram- kvæmdastjómin vilji leita leiða, sem þrengi ekki að tjáningarfrelsinu. „Við leggjum ekki til aðgerðir, sem • menn kynnu að mistúlka sem ritskoð- | un,“ sagði Martin Bangemann, sem j fer með iðnaðarmál í framkvæmda- stjóminni, á blaðamannafundi. í skýrslu framkvæmdastjórnar- innar kemur fram að siðareglur netfyrirtækja þurfi að tryggja að hægt sé að rekja allt efni, sem sett er á alnetið. Iðnaðarráðherrar ESB-ríkjanna samþykktu í síðustu viku að halda alþjóðlega ráðstefnu lögregluyfir- valda, þar sem rætt verði hvort I nauðsynlegt sé að semja alþjóðleg- ) an sáttmála um ólöglegt og skað- legt efni á alnetinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.