Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LOGI SNÆDAL JÓNSSON skipstjóri, Boðaslóð 16, Vestmannaeyjum, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 1 5. október. Halla Gunnarsdóttir, Jón Snædal Logason, Berglind Kristjánsdóttir, Sigrún Snædal Logadóttir, Þorsteinn Waagfjörd, Sæbjörg Snædal Logadóttir, Halla Björk Jónsdóttir. iT t Elskulegur faðir okkar og tengdafaðir, INGVAR FRIÐRIK ÁGÚSTSSON frá Ásum, sem lést í Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 13. október sl., verður jarðsunginn frá Svínavatnskirkju laugardaginn 19. október kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær dóttir okkar og systir, HUGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, lést í Barnaspítala Hringsins laugardag- inn 1 2. október. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 18. október kl. 15.00. Anna Björgvinsdóttir, Halldór Þorsteinsson, Unnar Karl, Hrólfur Árni, aðrir aðstandendur og vinir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, PÁLL SÆVAR KRISTINSSON Baader-maður, Móabarði 34, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 18. október kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á heimahlynningu Krabþameins- félags íslands. Bjarndfs Steinþóra Jóhannsdóttir, Pálína Særós Pálsdóttir, Guðbjörg K. Pálsdóttir, Gunnar Steinn Þórsson, Magnús Sævar Pálsson, Linda Hrönn Gylfadóttir, J. Auðbjörg Sigurbjörnsdóttir, Jóhann Helgi Hlöðversson, Jóhannes Oskar Sigurbjörnsson, barnabörn og systkini hins látna. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BENEDIKT GUÐNASON, áðurtil heimilis á Ljósaklifi, Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi þriðjudaginn 15. október. Jarðarförin fer fram frá Víðistaðakirkju mánudaginn 21. október kl. 13.30. Droplaug Benediktsdóttir, Jón Stefán Hannesson, Gunnar Benediktsson, Erna Kjærnested, Örlygur Benediktsson, Ingigerður Gissurardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær maðurinn minn, sonur og bróðir okkar, KRISTJÁN KJARTANSSON, Garðastræti 2, Reykjavík verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 18. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd annarra vandamanna, Arndís Fannberg, Þorbjörg Pétursdóttir, Pétur Kjartansson, Jón Kjartansson, Magnús Kjartansson, Guðmundur Kjartansson, Sigrún Kjartansdóttir, Margrét Kjartansdóttir. JOHANN PETERSEN Guðríði Petersen. Guðríður er dóttir hjónanna Elínar Sigjurðardóttur og Guðjóns Arngríms- sonar, trésmíða- meistara í Hafnar- firði. Börn Jóhanns og Guðríðar eru Elín, gift Tryggva Ólafssyni, Bryndís, gift Leifi Jónssyni, Jóhann, kvæntur Björgu Haraldsdótt- ur og Pétur, í sam- búð með Auði Héð- insdóttur. Útför Jóhanns fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. + Jóhann Petersen var fæddur í Keflavík 17. desem- ber 1920. Hann var sonur hjónanna Mekkínar Eiríks- dóttur, sem var austfirskrar ættar, og Jóhanns Peters- en, sjómanns í Keflavík. Faðir Jó- hanns lést tveimur dögum eftir fæð- ingu hans. Jóhann fluttist þá til Hafn- arfjarðar með móð- ur sinni og ólst þar upp og bjó þar æ síðan. Arið 1945 kvæntist Jóhann eftirlifandi eiginkonu sinni, Þegar Jóhann Petersen er allur leita minningar á hugann. Um ára- tugaskeið var hann starfsfélagi minn og vinur. Kynni okkar hófust fyrir 40 árum, þegar ég sem ungur laganemi, gerðist ritstjóri Hamars, blaðs sjálfstæðismanna í Hafnar- firði. Jóhann var þá formaður blað- stjórnar sem oftar. Hann þekkti manna best bæjarpólitíkina í Hafn- arfirði á þessum tíma, var minnugur á söguna og hertur í þeirri baráttu sem þá var háð. Það var því ómetan- legt fyrir mig að eiga hann fyrir samstarfsmann og bakhjarl á þess- um árum og æ síðan. Jóhann Petersen var í forystu- sveit hafnfirskra sjálfstæðismanna um langan aldur. Hann var hug- myndaríkur og ósérhlífinn við að vinna að framgangi sjálfstæðis- stefnunnar. Auðvitað voru skoðanir hans stundum umdeildar, eins og annarra, sem afskipti hafa af stjórn- málum, en sannfæringarkrafturinn var sterkur, þegar hann mælti fyrir sínum málstað. Hann var helsti hugmyndasmiður að framboði Matt- híasar Á. Mathiesen fyrir alþingis- kosningarnar 1959, en þá var Hafn- arfjörður sérstakt kjördæmi. Stjórnmálaafskipti Jóhanns voru ekki bundin Hafnarfirði einum. Hann átti sæti í stjórn Húsnæðis- málastofnunar ríkisins um árabil. Hann var í stjórn kjördæmisráðs flokksins í Reykjaneskjördæmi og formaður þar um tíma. Hann var fyrsti ritstjóri blaðsins Landnáms, sem sjálfstæðismenn í Reykjanes- kjördæmi hófu að gefa út eftir kjör- dæmabreytinguna 1959. Eitt helsta baráttumál á þessum árum var lagn- ing nýs Keflavíkurvegar. Jóhann skrifaði grein um málið í „Landn- ám“ og lýsti gamla Keflavíkurveg- inn undir fyrirsögninni „Ósdáða- hraun íslenskra vega“. Mér er minn- isstætt, þegar Ólafur Thors kom í heimsókn í Sjálfstæðishúsið í Hafn- arfirði, eftir útkomu blaðsins og sá Jóhann og sagði: „Þarna er þá landnámsmaðurinn." Síðan brosti hann og þakkaði fyrir blaðið. Á næstu árum varð lagning nýs Kefla- víkurvegar að veruleika fyrir for- göngu Ölafs. Sem ungur maður stundaði Jó- hann alla almenna verkamanna- vinnu, vann við verslunarstörf og rak um árabil verslunina Álfafell í Hafnarfirði og um skeið einnig verslanir í Keflavík og Reykjavík. Árið 1962 hóf hann störf á lögfræði- skrifstofu minni í Hafnarfirði sem skrifstofustjóri. Gegndi hann því starfi allt fram til ársins 1989, er hann hætti vinnu sökum heilsu- brests. Þar sem annars staðar var hann lifandi og kraftmikill í oft eril- sömu starfi og flutti ætíð með sér ferskan blæ. Það segir sig sjálft, að í daglegri umgengni í nær þijá ára- tugi kynnast menn náið og á um- burðarlyndið og vináttuna hiýtur að reyna. Hvorugt brást nokkurn tím- ann á milli okkar Jóhanns og þó aldursmunurinn nokkur og báðir skapmiklir. Jóhann var maður víðlesinn og hafði meðal annars ánægju af ljóð- um. Hann var fyrsti maðurinn, sem vakti athygli mína á ljóðum Matthí- asar Johannessen, ritstjóra og skálds. Var það löngu áður en Matt- hías öðlaðist þá viðurkenningu, sem hann nýtur í dag. Þá var Jóhann mjög fróður um sögu Keflavíkur frá fyrri hluta aldarinnar, bæði um menn og málefni, enda dvaldi hann oft hjá frændfólki sínu syðra á upp- vaxtarárunum. Jóhann var mikill KFUM-maður og vann þeim félags- skap á meðan kraftar leyfðu. Minningar liðins tíma eru ef til vill það eina sem við eigum, þegar upp er staðið. Að leiðarlokum minn- ist ég með miklu þakklæti áranna, sem við Jóhann vorum samferða. Við Sigríður sendum Guðríði og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi miningu Jóhanns Petersen. Árni Grétar Finnsson. Jóhann Petersen er látinn. Hann kom ungur til Hafnarfjarðar sunnan úr Keflavík, þar sem hann var fædd- ur 17. desember 1920. Móðir Jó- hanns, Mekkín Eiríksdóttir, var Austfirðingur en faðir hans og nafni sjómaður í Keflavík. Faðir Jóhanns veiktist þegar yfirsetukonan var sótt og lést þegar sonurinn var tveggja daga gamall. Móðir Jóhanns var dugnaðar- kona, ákveðin í því að sjá sér og syni sínum farborða. Hún lagði leið sína inn til Hafnarfjarðar, þar sem hún síðar giftist Ásmundi Björns- syni sem reyndist stjúpsyni sínum sem besti faðir. Föðurfólk Jóhanns Petersen í Keflavík gerði allt sem það gat til þess að hjálpa. Dvaldist Jóhann sem drengur gjarnan sumarlangt í Keflavík hjá föðurbróður sínum Júl- íusi Petersen og konu hans Guðfinnu og fjölskyldu þeirra í „Petersenshús- inu“ eins og Keflvíkingar nefndu það. Það varð í raun hans annað heimili og börnin þar eins og systk- ini hans. Var hann frændfólki sínu ævinlega þakklátur. Systir Jóhanns, Guðný, ólst upp á heimaslóðum móður þeirra. Strax á unga aldri sýndi Jóhann Petersen mikinn dugnað og sjálfs- bjargarviðleitni. Verslunarstörfin voru honum hugleikin og fyrr en varði eftir fermingu hóf hann störf hjá Jóni Mathiesen kaupmanni en kona Jóns, Jakobína, er dóttir þeirra Guðfinnu og Júlíusar Petersen. Þeg- ar fram liðu stundir hóf Jóhann sjálfur verslunarrekstur í Hafnar- fírði, Keflavík og um tíma í Reykja- vík. Verslunin Álfafell var þekkt + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,- MIKKELÍNA SIGURÐARDÓTTIR, Aðallandi 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 18. október kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á heimahlynningu Krabba- meinsfélags íslands. ElinJohnson, Ralph E. Johnson, Sigurður Lyngdal, Magnea Antonsdóttir, Guðmundur Arason, Margrét Sigurðardóttir, Þorgils Arason, Auður Sveinsdóttir, IngiArason, Þórunn Reynisdóttir, Helga Aradóttir, Sverrir Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, SIGRÚN ÁSTA PÉTURSDÓTTIR hjúkrunarkona, lést 12. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 21. október kl. 10.30. Pálmi Dagur Jónsson, Ásta Kristín Pálmadóttir, Ester Pálmadóttir, Rúnar Pálmason, Hörður Kristjánsson, Freydís Halldórsdóttir. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRDÍS HELGADÓTTIR, Foidasmára 13, Kópavogi, sem lést í Sjúkrahúsi Reyjavíkur, Foss- vogi, mánudaginn 14. október, verður jarðsungin frá Hjallakirkju miðvikudag- inn 23. október kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, vinsamlegast láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Bjarni Árnason, Helgi Bjarnason, Berglind Bjarnadóttir, Guðjón G. Dani'elsson, Hlynur Bjarnason og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.