Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 39 Torfí hafi allan tímann vitað hvað klukkan sló. Hann var óútreiknan- legur og fáum líkur. Á seinni árum hans í starfi átti ég þess nokkrum sinnum kost að fara með honum utan á fundi, þar sem tollamálefni voru á dagskrá. Hann var í þeim hópi vel virtur og átti þar marga einlæga og fölskva- lausa vini. Hann var þar liðtækur fulltrúi þjóðar sinnar í besta lagi. Mér er sérstaklega í minni einn slíkur fundur í Ábo í Finnlandi, þar sem gustaði af honum svo eftir Var tekið. Þessum fundum var þannig fyrir komið, að þeir færðust á milli landanna í ákveðinni röð. Þeim lauk jafnan með samsæti þar sem gest- gjafinn bauð gesti velkomna venju samkvæmt, en sá sem átti að halda fundinn næst skyldi þakka fyrir hönd gestanna. Fundinn átti næst að halda á íslandi, svo að Torfi átti að þakka fyrir boðið. En í þetta skipti höfðu allir viðstaddir verið boðnir í skoðunarferð um Ábo, m.a. í gamlan kastala þar sem eru verð- veittar ýmsar þjóðargersemar, m.a. líkneski af horfnum skáldjöfrum og þjóðhetjum. Torfi hafði orðið við- skila við hópinn, þannig að þegar hann kom í samsætið, hafði annar tekið sér fyrir hendur að þakka fyrir boðið og matinn, sem varla var þó byijað á að neyta. Var jafn- vel ekki laust við að menn hentu gaman að því, að svo mikilsverðan gest skyldi vanta við þetta tæki- færi. En Torfi kom og íét það sem á undan var gengið ekki trufla sig. Hann kvaddi sér hljóðs þegar hon- um fannst sinn tími vera kominn og útskýrði hversvegna hann hefði orðið viðskila við hópinn. Það væri nefnilega ekki á hveijum degi, sem hann hitti gamla kunningja í eigin persónu, stríðskempurnar Stál- handske og Lennart Torstensson og skáldin Runeberg og Topelíus og aðra snillinga finnskra bók- mennta; Fór jafnframt með tilvitn- anir í nokkra þeirra, svo að þarna var ekki á ferðinni neitt „takk fyrir matinn-snakk“, heldur leiftursýn í finnskar bókmenntir og sögu, sem snart alla viðstadda. Hann minnti líka á sérstöðu Finna annarsvegar og íslendinga hinsvegar sem út- varða norðursins í austri og vestri, og það að við værum jafnan nokkuð öðruvísi en hinar raunverulegu Skandinavar. Á eftir var á orði haft, að enginn hefði viljað vera í sporum þess, sem tók sér óumbeðinn fyrir hendur að leysa Torfa af við ræðuhöldin; þar var sannarlega mikill munur á. Eftir að Torfi lét af embætti lét hann sér jafnan annt um hag þess og heill. Fyrst í stað fylgdist hann grannt með ýmsu, sem hér gerðist, i án þess þó að blanda sér þar í um of. Starfa hans og áhrifa mun líka gæta hjá stofnuninni enn um ókom- in ár, sérstaklega í þeim aðbúnaði sem henni er búinn. Ekki verður Torfa Hjartarsonar svo minnst að gengið verði fram hjá konu hans, en á árinu 1934 kvænt- ist hann Önnu Jónsdóttur, Sigurðs- sonar frá Hellulandi og síðar Hn'sey. Öllum sem kynntust Torfa, var ljóst að hann var mikill gæfumaður bæði ! í starfi og einkalífi og átti Anna sinn I stóra þátt í því. Hana mat hann líka mikils og var hún jafnan honum við hlið er mikið lá við. Heimili þeirra var annálað fyrir gestrisni og höfð- ingsskap. Var þangað ánægjulegt að koma á tyllidögum fjölskyldunnar og alltaf húsfyllir. Það var honum því mikið áfall er hann missti konu sína í janúar I 1992, en skömmu áður höfðu þau , orðið fyrir þeirri þungu reynslu að ’ missa dóttur sína, Sigrúnu, aðeins I rúmlega fimmtuga að aldri. Á kveðjustundu eru honum færð- ar þakkir tollstjóraembættisins og honum beðið fararheilla. Eftirlifandi börnum hans og öðr- um aðstandendum eru færðar sam- úðarkveðjur. Björn Hermannsson. , Látinn er í Reykjavík á 95. ald- ursári Torfi Hjartarson fyrrverandi I sýslumaður í ísafjarðarsýslu og bæjarfógeti á ísafirði. Fyrst var hann settur þar frá 1. ágúst 1932 til 30. apríl 1933 og frá 1. júní 1934, en skipaður í embættið 16. júlí sama ár. Embættinu gegndi Torfi til 1. október 1943, samtals í rúm 10 ár, sem eru dijúgur hluti starfsævi manns. Þá hvarf hann til annarra starfa, varð tollstjóri í Reykjavík til ársloka 1972 og fljót- lega varasáttasemjari og sáttasemj- ari ríkisins í vinnudeilum til miðs árs 1978. Fyrir þessi störf sín varð nafn hans þekkt um allt land og sýnir það hvert traust til hans var borið, að til 76 ára aldurs rækti Torfi sáttasemjarastörfin. Þegar starfið var gert að sérstöku emb- ætti var honum falið að gegna embætti ríkissáttasemjara í rúmt ár, til 15. september 1979, þá löngu kominn yfir aldurshámark embætt- ismanna. Aðrir eru fremri að rekja ævifer- ilinn, en mér er minnisstætt hversu vel afi minn og amma á ísafirði, Skúli Þórðarson og Sigrún Finn- björnsdóttir töluðu um þau hjón Torfa og konu hans, Önnu Jónsdótt- ur. Má nærri geta að oft hefur ver- ið annasamt í embætti á ísafirði ásamt því að sitja í bæjarstjórn ísa- fjarðar, en þar lagði hann mörgum góðum málum lið. Sem sýslumaður og bæjarfógeti og bæjarfulltrúi lagði hann Djúp- bátnum lið og tryggði þannig sam- göngur um ísafjarðardjúp og til og frá Hornströndum. Vart þarf að taka fram að samgöngur voru þá eipgöngu á sjó til og frá ísafirði við byggðir sýslunnar. Torfí Hjartarson var einn stofn- enda Rótarýklúbbs ísafjarðar 20. október 1937, varaforseti í fyrstu stjórn og síðar forseti og mikill og góður rótarýmaður í besta skilningi orðsins. Hugsjónir hreyfingarinnar um góðvild og starf hvers manns sem tæki til þess að láta gott af sér leiða voru honum leiðarljós. Á hálfrar aldar afmæli klúbbsins var hann gerður að heiðursfélaga klúbbsins. Einnig var hann heiðurs- félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur. Undirritaður kynntist Torfa fyrst sem rótarýmanni og síðar eftir að verða einn eftirmanna hans í starfi á Isafirði naut ég kynna hans af móðurforeldrum og föðurforeldrum, nafna mínum Hjálmarssyni og Sig- ríði Þorbergsdóttur. Alltaf mætti hann á fundi í sýslumannafélaginu og lagði mér þá til góð ráð. Undra- vert var hversu vel hann fylgdist með öllum breytingum í stjórnsýsl- unni síðustu árin. Á 75 ára afmælishátíð Hæsta- réttar var fýrir tilviljun tekin mynd af núverandi sýslumanni á ísafirði með þeim tveimur fyrrverandi sem þá lifðu. Sú mynd skipar heiðurs- sess á skrifstofunni. Við vígslu dómhúss Hæstaréttar 5. september sl. hittumst við. Áhuginn fýrir ísafirði og eftirmanninum var sam- ur og fyrr. Rótarýklúbbur ísafjarðar þakkar samfylgd og hlýhug sem og Rótarý- umdæmið á íslandi. Góður félagi og traustur til hinztu stundar er kvaddur og rótarýmenn senda að- standendum hugheilar samúðar- kveðjur. Við hjón vottum þeim öllum sam- úð okkar og biðjum guð að blessa minningu Torfa Hjartarsonar. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Isafirði og fyrrverandi umdæmisstjóri Rótarýhreyfingarinnar á Islandi. Sumir einstaklingar búa yfir myndugleik og skapfestu til að setja varanlegt mark á það umhverfi sem þeir vinna í. Torfi Hjartarson, fyrr- verandi ríkissáttasemjari, var slíkur einstaklingur. Hann tók við vanda- sömu hlutverki sáttasemjara ríkis- ins í vinnudeilum árið 1945 og gegndi því allt til ársins 1979. Torfi fylgdi því sáttasemjarastarfinu frá því það var aukastarf sem rekið var úr einni skúffu og þar til það var orðið að formlegu embætti með fast aðsetur. Á þessum tíma mótaði Torfi sterka hefð hlutleysis og var- kárni í starfi sáttasemjara og ávann embættinu bæði traust og virðingu. Þegar Torfi tók við hlutverki sáttasemjara ríkisins var starfið borgaraleg skylda og því sinnt með öðrum störfum. Verkefnið var vandasamt enda talsverð andstaða við vinnulöggjöfina frá 1938 innan verkalýðshreyfingarinnar. Auk þess var Torfi þekktur af vettvangi óvæginnar stjórnmálabaráttu sam- tímans og mætti því nokkurri tor- tryggni í upphafi, ekki síst af hálfu félaga í verkalýðshreýfingunni. En Torfi sýndi fljótt í störfum sínum og framgöngu allri að þar fór mannasættir sem gott var að vinna með. Hann gætti þess að draga hvorki taum deiluaðila á vinnu- markaði né stjórnvalda og mótaði þá hefð í starfi sáttasemjara að grípa ekki inn í deilur fyrr en full- reynt væri að aðilar gætu ekki leyst málin sín á milli. Torfi gat verið harður í horn að taka ef honum þótti aðilar sýna ósanngirni eða reyna að tefja samningaviðræður en beitti frekar þeirri aðferð að leiða aðila saman og halda þeim til verka en leggja fram opinberar tillögur. Með þessu móti vann hann traust allra og mótaði þá hefð í störfum sáttasemjara sem fylgt hefur emb- ættinu síðan. Lengi vel hafði sáttasemjari ekk- ert aðsetur og voru sáttafundir haldnir í húsakynnum Alþingis. Fundir hófust þá ekki fyrr en seinni- part dags þegar þingfundum var lokið. Því stóðu fundir gjarnan langt fram á kvöld eða undir morgun og þurfti stundum að leggja áherslu á að rýma húsnæðið fyrir klukkan tíu að morgni þegar þingmenn komu aftur til starfa. Torfi fylgdist grannt með viðræðum, varpaði ef til vill fram óformlegum hugmyndum til umræðu og lét fulltrúa verkalýðs- hreyfingar og atvinnurekenda sitja við. Samningamenn höfðu þá stund- um á orði að nú væri Torfí að þreyta menn til hlýðni. Að loknum nætur- fundum fóru samningamenn heim að sofa en sjálfur hélt Torfí til starfa sinna sem tollstjóri Reykjavíkur og sinnti embættisverkum þar til síðla dags að samningafundir hófust að nýju. Á göngum þinghússins gönt- uðust þreyttir samningamenn með að sáttasemjari setti mönnum fyrir verkefni og færi síðan sjálfur inn í forsetaherbergi og legði sig í einn eða tvo tíma, því einhvern tímann hlyti hann að sofa. En þótt sátta- semjari væri ekki um of afskipta- samur gætti hann þess vandlega að ekkert færi úrskeiðis og sú skoð- un var ríkjandi að það væri traust og gott að vinna undir stjórn Torfa. Starf Torfa sýnir okkur glöggt að þrátt fyrir alla þá ramma sem löggjafinn setur er það á valdi þeirra sem eftir þeim starfa að fylla út í þá og miklu skiptir að það sé gert af vandvirkni og heiðarleika. I vandasömu starfi tókst Torfa Hjartarsyni að móta hefðir hlut- lægni og varkárni í starfi sáttasemj- ara — hefðir sem áunnu bæði hon- um sem persónu og embættinu traust og virðingu. Fyrir það mikil- væga framlag og góð kynni í gegn- um tíðina vil ég færa þakkir fyrir hönd Alþýðusambands íslands. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Islands. Þegar ég kom til landsins á sunnudagsmorgun fékk ég þær fréttir að einn besti maður sem ég hef kynnst væri dáinn. Torfi Hjart- arson kvaddi þennan heim í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 8. októ- ber síðastliðinn. Á góðum stundum hafði ég oft beðið hann að lifa að eilífu en hann ætíð neitað á þeirri forsendu að hann yrði leiðinlegt gamalmenni en um það atriði gátum við aldrei orðið sammála. Hann var stálheiðarlegur og mik- ill hugsjónamaður. Sannur fulltrúi aldamótakynslóðarinnar sem trúði á sjálfstæði íslands og vann sér til húðar landinu til góða án þess að skeyta um laun. I öllu sem hann tók sér fyrir hendur var hann heill og sannur. Hann var sáttasemjari í áratugi og tók þátt í mörgum erfið- um vinnudeilum en taldi alltaf óþarft að honum væri greitt sér- staklega fyrir það starf. Hann var fagurkeri og naut allra fagurra lista eins og smekklegt heimili hans og Önnu vinkonu minnar ber vott um. En hann var ekki bara fagurkeri á muni heldur líka á fólk. Orð og gerðir gátu fært honum jafnmikla gleði og fag- urt málverk enda voru þau hjónin samstiga í að leita ætíð að hinu besta í öllum og draga það fram fremur en að hamra á hinu sem miður fór. Konuna sína elskaði hann og mat meira og betur en aðrir menn og ætti í raun og veru að vera hluti af menntun ungs fólks að kynnast jafnfallegu hjónabandi og þau áttu. Þeirra forréttinda varð ég aðnjót- andi unglingur og bý að því enn í dag. Anna sagði mér oft söguna af því þegar þau hittust í fyrsta sinn á 1. desemberballi hjá stúdent- um í Sjálfstæðishúsinu. Þorvaldur Stephensen kynnti þau og Torfi bauð henni upp í dans. „Og við höfum dansað saman síðan,“ sagði Anna mín, sneri sér í hring á stofu- gólfinu heima á átján og veifaði til mín til marks um sögulok. En sagan var ekki á enda. Dótturdótt- ir þeirra kunni framhald og meira til. Hann bað hana eitt sinn að kvöldi hins 1. desember að keyra þau gömlu hjónin í bæinn. Hún gerði það og var síðan sagt að aka upp á Öldugötu og bíða þeirra þar. Eftir dágóða stund birtast Anna og Torfi og aftur var haldið heim. í stofunni á átján gaf hann henni fallegan gullhring og þegar spurt var um tilefnið kom í ljós að 50 ár voru liðin frá þessu ákveðna stúdentaballi. Til að minnast skot- dagsins hafði hann boðið henni að gamla Sjálfstæðishúsinu, fylgt henni heim á Öldugötu líkt og hálfri öld fyrr, og kysst hana góða nótt í garðinum við húsið þar sem hún bjó þá. Hann var höfðingi heim að sækja og gestum var ætíð veitt það besta sem til var. Þegar við hjónin komum við á átján eitt kvöld fyrir tilviljun vorum við að sjálfsögðu dregin inn og boðnar bestu veigar sem völ var á. Torfi fór að ræða við okkur um árin fyíir vestan því maðurinn minn hafði nýlega ráðið sig í vinnu á Vestfjörðum. Báðum var hlýtt til Vestfjarða og Vestfirðinga svo margt var spjallað. Torfí hafði um sumarið ferðast á gamlar slóðir og þótt til um þá breytingu sem orðin var á atvinnu- háttum og lífskjörum frá því sem hann þekkti. Hann rifjaði upp gamla tíma, meðal annars erfiða lífsbaráttu margra íslendinga fyrir rúmum 60 árum þegar hann tók við sýslumannsembætti á ísafirði en hann hafði alla tíð mikla samúð með, og skilning á, kjörum þeirra sem minna máttu sín. „Ég gleymi aldrei," sagði hann, „þegar ég ungur bóndasonur úr Borgarfirðinum sigldi inn ísafjörð- inn í fyrsta sinn óg sá fátæktina og einstæðjngsskapinn sem beið á bryggjunni." Þessi orð snertu mig djúpt því þau lýsa hlýju hans og manngæsku betur en nokkuð ann- að. Hann var yfírvald mildi og mannúðar en ekki harðneskju. Ég kom fyrst inn á heimili hans og Önnu, varla komin af barnsaldri og varð fljótt djúpt snortin af þeirri miklu virðingu sem honum var sýnd. Fljótlega var ég farin að líta meira upp til hans en annarra manna og þegar mér bar að þakka gjöf frá þeim hjónum varð mér illa brugðið þegar Torfí svaraði þökkum mínum með setningunni: „O, étt- ’ann sjálfur.“ í hálfgerðu ofboði hljóp ég til Höllu og spurði hvort afi hennar væri mér reiður. Hún hló við og sgaði að svona svör fengju ekki aðrir en þeir sem stæðu í innsta hring. Ef hann einhvern tíma spyrði mig hvort ég væri þarna skepnan væri það til marks um að ég nyti sérstakrar velþóknunar. Þegar ég fékk svo þetta ávarp hjómaði það eins og fegursta hljómlist í mínum eyrum. Torfi og Anna gáfu mér svo mik- ið og ég er forsjóninni svo ákaflega þakklát fyrir að hafa leyft mér að kynnast þessu vandaða fólki. Þau lífsviðhorf og verðmætamat sem var í heiðri haft á þeirra heimili sendi ungling út í heiminn með gott veganesti. Elsku Halla mín, Helga og þið öll, það er genginn einn af merk- ustu sonum íslands á þessari öld. Ég sendi mínar innilegustu samúð- arkveðjur um leið og ég þakka heil- um huga mín góðu kynni af þessum yndislega manni. Steingerður Steinarsdóttir. • Fleiri minningargreinar um Torfa Hjartarson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. Crfisdrykkjur |fi m Vellingohú/lð GAPi-infi Sími 555-4477 ■ ■i N a Eii Illll YKKIIll N N J € N ■■ c . a s N a ■ P E R L A N s * Sírai 562 0200 w Tiiniiinf Erfidiykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í súna 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÓTEL LIIFTLEIDII! ‘ Steinn er kjöriö efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. SKEMMUVEGI 48 • SlMI 557 6677 Bg S. HELGAS0N HF ■ STEINSMIÐJA Minnismerki úr steini
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.