Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 56
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 HPVectri ffgtmfrlitfeifr <B> AS/400 Mikið úrval viðskiptahugbúnaðar <33> NÝHERJI MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÖLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 17. OKTOBER 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Þorkell Vinnuveitendur og nokkur stéttarfélög hafa undirritað viðræðuáætlanir Stefnt er að undirritun samninga 15. janúar VSÍ, Rafiðnaðarsambandið, Samiðn og farmenn innan FFSÍ hafa lokið gerð viðræðuáætlana. Þær byggja á því að viðræðum ljúki fyrir jól, en takist það ekki verði geit viðræðu- hlé fram í fyrstu viku janúar og stefnt að undirritun samninga eigi síðar en 15. janúar. Samninganefnd ríkisins sendi í gær viðsemjendum sínum hugmyndir nefndarinnar að viðræðuáætlun. Aðilar vinnumarkaðarins hafa frest tii 22. október til að gera við- ræðuáætlanir. Hafí samningsaðilar ekki náð saman fyrir þennan tíma ber sáttasemjara að gera þær. Flest bendir til að gerð viðræðuáætlana ætli að ganga átakalaust fyrir sig og sáttasemjari komi lítið að málinu. VSÍ, Rafiðnaðarsambandið og Samiðn luku gerð viðræðuáætlana í fyrradag og farmenn innan Far- manna- og fískimannasambandsins og VSÍ náðu saman um viðræðu- AÐALSAMNINGAMENN Evrópu- sambandsins, sem undanfarin miss- eri hafa tekið þátt í viðræðum við ísland og Noreg um að löndin taki upp nýjar reglur ESB um heil- brigðiseftirlit með físki á landa- mærum, komu til landsins í gær til viðræðna við íslenzk stjórnvöld og ti! að kynna sér af eigin raun hvern- ig Islendingar hyggjast haga landa- mæraeftirlitinu. Heimsókn samningamannanna er einn af lokasprettunum í samn- ingaviðræðum íslands og ESB en markmiðið er að í næsta mánuði liggi fyrir samkomulag um að ís- lenzkur fiskur verði undanþeginn heilbrigðiseftirliti á ytri landamær- um ESB, en á móti taki Islendingar áætlun í gær. Önnur landssambönd ASÍ eru langt komin við að ljúka gerð viðræðuáætlana. Vísað til sáttasemjara 16. desember Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir að þessar áætlanir séu uppbyggðar með svip- uðum hætti. Stefnt sé að því að í bytjun nóvember lýsi samningsað- ilar meginmarkmiðum væntanlegs samnings um verðlag, kaupmáttar- aukningu, atvinnustig, samnings- tíma og samningsforsendur. í fram- haldi sé gert ráð fyrir að viðræður hefjist um aðra þætti samninga en sjálfan kaupliðinn. Viðræður um kaupliðinn og aðra þætti sem þá eru eftir hefjist í fyrstu viku des- embermánaðar. Þórarinn sagði að í viðræðuáætl- unum sé miðað við að viðræðum verði vísað til ríkissáttasemjara í að sér landamæraeftirlit með fiski, sem fluttur er inn á Evrópska efna- hagssvæðið um íslenzkar hafnir. Sýnum aðstæður og sannfærum „Við munum ræða þau atriði, sem tengjast íslandi og landamæra- síðasta lagi 16. desember hafi samningar ekki tekist. „Við viljum stefna að því að klára samninga fyrir jólin, en takist það ekki er samkomulag um að gera viðræðu- hlé frá 21. desember fram í fyrstu viku í janúar. Ef til þess kemur að viðræður frestist fram yfir áramót er stefnt að undirritun samninga ekki seinna en 15. janúar,“ segir Þórarinn. Ríkið sendir 102 stéttarfélögum bréf „VSÍ, Vinnumálasambandið og Samiðn eru sammála um að þessar dagsetningar bindi á engan hátt okkar hendur til aðgerða. Ef það slitnar fyrr upp úr viðræðum vegna þess að menn sjá ekki fram á neinn árangur er ekkert því til fyrirstöðu að boða til verkfalls 1. janúar svo dæmi sé tekið,“ segir Þorbjöm Guð- mundsson, hjá Samiðn. eftirlitinu. Meðal annars munum við ræða um þær sérstöku aðstæður, sem eru hér á íslandi og hvort við þurfum einhveijar undanþágur eða aðlögunartíma vegna þeirra. Við munum lýsa fyrir þeim hvernig við ætlum að tryggja að eftirlitið verði fullnægjandi og sannfæra þá um Samninganefnd ríkisins hefur sent 102 stéttarfélögum, sem eru með samninga við ríkið, bréf þar sem settar eru fram hugmyndir að viðræðuáætlun. í bréfinu er gert ráð fyrir viðræðuhléi um jól og ára- mót hafi samningar ekki tekist fyr- ir þann tíma líkt og í þeim áætlun- um sem þegar hafa verið gerðar. Miðað er við að samningar verði undirritaðir eigi síðar en 15. jan- úar. Takist það ekki verði viðræðum vísað til sáttasemjara 16. janúar, en það er einum mánuði síðar en viðræðuáætlanir stéttarfélaga á al- mennum markaði virðast ætla að ganga út frá. Ekki liggur fyrir hver viðbrögð félaga opinberra starfsmanna verða við bréfinu, en í bréfí Kennarasam- bandsins til ríkisins, sem sent var fyrr í mánuðinum, var gert ráð fyr- ir að málum yrði vísað til sáttasemj- ara 9. desember. það, með því að sýna þeim aðstæð- ur,“ segir Gylfi Gautur Pétursson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðu- neytinu. íslenzk stjómvöld munu setja upp sérstakar landamærastöðvar þar sem aðstaða verður til að taka sýni úr innfluttum fiski og rannsaka. Rætt hefur verið um að stöðvarnar verði að minnsta kosti sex talsins, dreifðar um landið. Stefnt hefur verið að því að regl- ur ESB um landamæraeftirlit með fiski taki gildi hér á landi 1. marz á næsta ári og um leið falli niður eftirlit með íslenzkum fiski í ESB. Gylfi Gautur segist efast um að þetta takmark náist. Gildistakan geti dregizt eitthvað fram á vorið. Höggin talin í haustblíðu ELDRI borgarar í Reykjavík voru heppnir með veðrið á pútt- móti í Laugardalnum í vikunni. Þrátt fyrir að óumdeilaniega hafi verið mikilvægast að vera með og njóta veðursins voru höggin í mótinu talin nákvæm- lega. Hér bera menn saman bæk- ur sínar, sem er ómissandi liður í hverjum leik. ♦ ♦ ♦--- 14-15 milljón- ir vegna orlofs RÍKISSJÓÐUR þarf að greiða um 14-15 milljónir króna, í kjölfar þess úrskurðar Félagsdóms að dómarar eigi að fá greitt orlof af yfirvinnu. Samkvæmt upplýsingum starfs- mannaskrifstofu fjármálaráðuneyt- isins er þetta lausleg áætlun, miðað við fjölda dómara og að teknu tilliti til launatengdra gjalda. Félagsdóm- ur úrskurðaði að ríkið skyldi greiða um þijú ár aftur í tímann og gjald- féllu síðustu greiðslur 1. maí sl. Fordæmisgildi kannað Dómarar, sem úrskurðurinn nær til, eru um 50. Mismunandi er hve háar greiðslur þeir eiga að fá. Sam- kvæmt upplýsingum starfsmanna- skrifstofunnar er tímafjöldi dómara á landsbyggðinni og í Hæstarétti yfirleitt hærri en annarra og renna því hærri upphæðir til þeirra. A starfsmannaskrifstofunni fengust jafnframt þau svör, að kannað yrði, þegar forsendur Fé- lagsdóms bærust, hvort dómurinn hefði fordæmisgildi fyrir aðrar starfsstéttir. Rennslið í Gríms- vötn á við 1 '/í Þjórsá ENN renna 5-700 rúmmetrar af vatni á sekúndu í Grímsvötn, eða sem samsvarar einni og hálfri Þjórsá. Nokkur skjálfta- virkni er við gosstöðvamar í Vatnajökli en ekkert bendir til áframhaldandi eldsumbrota. Nokkuð hefur verið dregið úr gæslu á Skeiðarársandi síðan í síðustu viku en hann er eftir sem áður lokaður á nóttunni. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir að mið- að við reynsluna eftir gosið 1938 megi búast við tíðum en smáum Skeiðarárhlaupum næstu árin. Hann segir gosið nú vera hið íjorða stærsta á þessari öld og að um 50% meiri gosefni hafi komið upp í því en í gosinu 1938. ■ JöklamæIingar/4 ■ Fjórða stærsta/28-29 Aðalsamningamenn ESB um heilbrigðiseftirlit með fiski á landamærum í heimsókn Viðræður á lokastigi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.