Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.10.1996, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sögulegur fróðleikur Kronos fer á kostum BOKMENNTIR S ö g u r i t LANDNÁM INGÓLFS Landnám Ingólfs. Nýtt safn til sögu þess 5. hefti. Félagið Ingólfur gaf út. Reykjavík 1996,168 bls. FIMM ÁR eru liðin síðan síðasta hefti þessa prýðilega rits kom út og var maður því orðinn nokkuð lang- eygður eftir framhaldi. Landnám Ingólfs er nefnilega eitt af þeim ritum sem undirritaður hefur nokkurt dálæti á. Þetta hefti veldur ekki heldur vonbrigðum. Þar er drjúgan sögulegan fróðleik að fínna sem bætir fáeinum brotum við gloppótta söguþekk- ingu. Tíu höfundar eiga efni í þessu nýja riti. Eiginlegar sagnfræði- ritgerðir byggðar á rannsóknum ei-u sex talsins. Lýður Björnsson ritar greinina Fýrstu klúbbar í Skandínavíu. Mest er þar raunar sagt frá fyrstu klúbbunum í Reykjavík. Það er fróð- leg samantekt og gaman að fá á einn stað það sem dreift er víðs vegar í bókum. Kristján Sveinsson skrifar um strand togarans Coots og þilskipsins Kópaness við Keilisnes. Sá atburður varð 14. desember 1908. Er greint frá tildrögum öllum og atburðum og vísað á nokkrar minjar þessa slyss í Sjóminjasafninu i Hafnarfirði. Aðalgrein ritsins bæði hvað lengd og efni varðar er ritgerð Hrefnu Róbertsdóttur, Áætlun um allsheij- arviðreisn íslands 1751-52. Greint er frá öllum aðdraganda Innrétting- anna og birt eru ýmis skjöl sem ekki hafa áður komið fyrir sjónir manna. Þetta er afar vönduð umfjöllun og fengur að birtingu þessara gagna. Einar E. Sæmundsen landslagsarkí- tekt á hér greinina Alþingisgarður- inn, saga undirbúnings og fram- kvæmda við fyrsta nútíma lystigarð- inn á íslandi. Titillinn tilgreinir efnið í hnotskurn. Vel er þessi saga sögð. Alþingisgarðurinn er nú ríflega aldar- gamall og fagur sem fyrrum. Tryggvi Gunnarsson var aðal hvatamaður að garðinum og stóð fyrir öllum fram- kvæmdum. Hann var þar lífið og sálin og garðurinn var hans óska- bam. Hann valdi sér þar hinstu hvílu og yfir leiði hans er minnismerki. Gott innlegg er þessi ritgerð í Sögu skrúðgarða á íslandi sem væntanlega verður einhvern tíma skrifuð. Þeirri skoðun hefur einatt verið haldið að íslendingum að framganga höfuðsmannsins á Bessastöðum hafí verið í meira lagi vesældarleg þegar „Tyrkir“ gerðu sig líklega til að gera árás á Bessastaði árið 1627. í ritgerð- inni Holger Rosenkrantz höfuðsmað- ur og atlaga Tyrkja að Seilunni 1627 fjallar Halldór Baldursson ítarlega um þessa atburði og færir sterk rök að því að höfuðsmaður hafí farið fram af hyggindum og herkænsku og gert það sem réttast var. Þessa smágrein Islandssögunnar má því líklega fara að leiðrétta. Og loks er í þessum flokki ritsmíða Drög að ábúendatali Reykjavík- ur eftir sr. Þóri Stephen- sen. Höfundur tekur fram að einungis sé um drög að ræða og meiri rannsóknir þurfi til að koma. Sitt hvað sýnist mér hann þó hafa dreg- ið fram og tekist að fylla í eyður og leiðrétta nokkrar missagnir. í síðasta hefti skrifaði Kristján Eldjám skemmtilega um hina frægu afturgöngu Bessastaða Appolóníu Swartzkopf, sem fáir hafa víst raunar séð. Nú segir Bjami Gunnarsson aðra sögu: Draugurinn á Vogastapa - veg- ferð draugs á 20. öld. Hún er sérstæð að því leyti að hann getur rakið hvemig þessi afturgönguhugmynd hefur breyst í tímans rás og fylgt mætavel öllum breytingum og um- byltingum í þjóðfélaginu. Magnús Þorkelsson á hér áhugaverða hug- vekju, ef svo má segja: Stöðin í Við- ey - heimildir í hættu. Þar bendir hann á rannsóknarefni svo að segja við bæjardyr Reykvíkinga. Enn er hægt að afla góðra heimilda um merkan þátt í atvinnusögu, en nú fer þó að verða hver síðastur. Þá birtir Magnús Guðmundsson nokkrar Ijós- myndir frá hernámsárunum í Mos- fellssveit. Þetta síðasta innlegg leiðir hugann að því að þrátt fyrir Virkið í Norðri, er enn eftir að vinna mikið verk í sambandi við hemámsárin. Á allra seinustu ámm hefur ýmislegt efni verið að koma í ljós, svo sem nýverið í seinna bindinu af Sögu Sel- foss. Enn em ýmsir á lífí sem muna vel þessa tíma, en þeim fer óðum fækkandi. Áreiðanlega er hér og þar til talsvert af ljósmyndum, t.a.m. meðal erlendra hermanna. Þyrfti að fara að vinda bráðan bug að því að safna eins miklu efni saman og unnt er áður en það verður um seinan. Rit þetta er eins og hin fyrri ágæt- lega úr garði gert á alla lund, prent- að á góðan pappír og prýtt mörgum myndum. Það er kærkomin viðbót við annan sögulegan fróðleik. Sigurjón Björnsson TÓNLEIKAR Kronos-kvartettsins í Kaupmannahöfn voru Iiður í tón- listarhátíðinni Art Projekt, einum af ótalmörgum liðum menningar- ársins í Kaupmannahöfn. Kronos skipulagði tónleika sína og notaði tækifærið til að koma á framfæri kínverskum tónum, gyðingatónlist og pönki á maraþontónleikum, sem hófust kl. 20 og lauk upp úr miðnætti, þó tvö auglýst verk féllu úr skaftinu. Fiðluleikarinn David Harrington kynnti tónlistina, en meðleikarar hans eru John Sherba fiðluleikari, Hank Dutt lágfiðlu- leikari og Joan Jeanrenaud selló- leikari. Kvartettinn kemur frá San Francisco og er hefðbundinn strengjakvartett, sem hefur sprengt ramma hefðarinnar og fetar alls kyns skrýtna tónlistar- stíga. Þau koma fram stællega klædd og nota (jós og myndir eins og rokkhljómsveit og spila jafnt í Carnegie Hall og á Hróarskeldu- hátíðinni. Undanfarin ár hefur Kronos verið upptekinn af þjóðla- gatónlist og nútímatónskáldum innblásin henni. Geisladiskur Kronos með afrískri tónlist klifr- aði upp fyrir diskinn með tenórun- um þremur, svo óhætt er að segja að Kronos hafi slegið í gegn. Kronos þjófstartaði tónleikum sínum með því að koma fram í Ibk maraþontónleika bandaríska tón- skáldsins Steve Reich kvöldið áð- ur, þar sem hann og fleiri fluttu verk hans og tónlist, sem hann hefur orðið fyrir áhrifum af, eins og afríska trommutónlist. Kronos flutti svo kvartett hans, „Different Trains", þar sem tónlistarmenn- irnir spila á móti segulbandi. í verkið er fléttað texta um áfanga- Þau laða jafnt pönkara sem unnendur klassískrar tónlistar á tónleika sína. Sigrún Davíðsdóttir fór á tón- leika Kronos-kvartetts- ins og segir frá því sem bar fyrir augu og eyru. staði lesta, endurspeglun lestar- ferða hans yfir Bandaríkin með ferðir gyðinga á leið í útrýmingar- búðirnar í huga. Þar nýtur Kronos sín í botn og flutningurinn var áhrifamikill og glæsilegur enda- hnútur á eftirminnilega tónleika. Kronos-kvöldið hófst á kín- verskum tónum úr nokkurs konar lútu, „pipa“, sem Wu Man sló. Með kvartettinum flutti hún svo nú- tíma draugaóperu eftir Ianda sinn Tan Dun. Verkið er fyrir kvart- ett, pipu, vatnsskálar, Ijós, raddir og kannski eitthvað fleira. Verkið byrjar á einleik á upplýsta, glæra vatnsskál og endar á því sama. Fyrir þá sem kunna að meta kín- verska hljóma í nútíma útgáfu og „aksjón“ með var þetta vísast mjög áhugavert. Næsti hluti var einnig með þjóð- lagaívafi, því klarínettuleikarinn David Krakauer kynnti og flutti svokallaða Klezmertónlist, hefð- bundna gyðingatónlist er hefur verið endurlífguð í Bandaríkjun- um. I sameiningu fluttu svo Kra- kauer og Kronos verk eftir Os- valdo Golijov, The Dreams and Prayers of Isaac the Blind, byggt á mið-evrópskri tónlistarhefð. Að öllu þessu loknu hafði fækk- að til muna í salnum. Margir af þeim sem litu út fyrir að sækja fyrst og fremst kiassíska tónleika voru farnir, en eftir voru pönkar- ar og ungt fólk. Sérlega tilkomu- mikið var þríeyki, tvær stúlkur og strákur. Þær voru i síðum kjól- um, önnur eins og sveipuð inn í teygjuefni og netheklaða peysu, hin í svörtum umfangsmiklum silkikjól, sem leit út eins og rif- níuútgáfa af rókókókjól. Náung- inn var berlæraður og aftan til var hann í netsamfesting, en brá yfir sig síðum leðurfrakka og bomsum með um 30 cm sóla. Um leið og söngkonan Dia- manda Galás birtist mátti glöggt sjá eftir hverjum pönkararnir biðu, því margir stundu: „Dia- manda, Diamanda" af áfergju. Hún virti áhorfendur ekki viðlits, en settist í svarta leðursamfest- ingnum sínum, svo þröngum að helst virtist henni hafa verið hellt ofan í hann, og byrjaði. Lögin hennar eru meira í moll en dúr og hún syngur með því að gæla við langan hljóðnemann á flyglin- um, sem hún spilar á. Sem söng- kona er hún eins og samsteypa af dívunni Mariu Callas og pönk- drottningunni Ninu Hagen. Kynnin af Kronos-kvartettinum þessi tvö kvöld voru áhugaverð, en fyrir þann sem stendur klassík og samtímatónlist nær en rokki og þjóðlagatónlist hafði Steve Reich ansi miklu meira fram að færa en Kronos í sinni flippuðustu útgáfu. Hrefna Róbertsdóttir Listin ógnar vináttunni TOM Courtenay, Tom Scott og Albert Finney takast á um myndlist. LISTIN gerir vináttuna að engu í nýju verki sem sýnt er í London. Að baki sýningunni standa heims- þekktir leikarar, Sean Connery sá verkið í París og lét setja það upp hinum megin Ermarsunds með stórleikurunum Al- bert Finney og Tom Courtenay í aðalhlut- verkum ásamt Tom Scott. Leikstjórinn heitir Matthew Warchus. Það var raunar eiginkona Connerys sem fyrst sá leikritið „Art“ (List) og hreifst af. Það var árið 1994 og hún taldi verkið tilvalið í kvikmynd sem eiginmaðurinn myndi leika aðalhlutverkið í. Þegar Connery las það þótt- ist hann þegar sjá að það ætti hvergi annars staðar heima en á sviði og hafði samband við framleiðandann David Puch sem féllst á að fjármagna verkið. Á þeim tveimur árum sem liðin eru hefur komið í ljós að Connery-hjónin hafa veðjað á réttan hest því verk Yasminu Reza hefur Sean Connery, Albert Finney og Tom Courtenay eru á meðal þeirra sem standa að sýningum á leikritinu „Art“ sem sett hefur verið upp við miklar vinsældir víða um heim á síðustu tveimur árum slegið í gegn víða um heim. Það hefur verið sýnt í 18 mánuði samfellt í París og verið sett upp í Noregi, Svíþjóð, Hollandi, ísrael, Sviss, Ástralíu og Austurríki, auk þess sem áætlað er að sýna það í Kanada, á Spáni og Ítalíu. Eins og áður sagði fjallar verkið um vin- áttu þriggja karla og hvernig listin kemst upp á milli þeirra. Courtenay og Finney fara með hlutverk vina til fímmtán ára. Þegar annar þeirra kaupir fokdýra nútímalist, sem hinn segir helst eiga heima í ruslatunnunni, er voðinn vís. Finney og Courtenay hafa þekkst mun lengur en þeir kynntust í upphafí sjö- unda áratugarins er þeir voru í hópi ungra og uppreisnargjarnra leikara sem neituðu að leggja mállýskur sínar af þótt komnir væru í stóru leikhúsin í London. Þeir kynntust þó ekki fyrir al- vöru fyrr en árið 1984 er þeir léku sam- an í kvikmyndinni „The Dresser". Þriðja hjólið undir vagninum, Tom Scott, af skosk-ítölskum ættum og hóf ferilinn árið 1974. Það hefur vakið athygli að kona skuli skrifa af svo miklu innsæi um vináttu karla. Yasmina Reza er leikkona, fædd í Frakklandi en af ungversku og rúss- nesk-írönsku foreldri. „Art“ er þriðja leikverk hennar. Leikstjórinn Warchus segir hættuna við uppsetninguna liggja í því að styrkur tvíeykisins Finneys og Courtenays beri þriðja manninn ofurliði og að hann lendi á milli þeirra í stað þess að skapa jafn- vægi á móti þeim. En hann telur enga hættu á öðru en að fólk flykkist í leikhús til að horfa á þijá karla rífast um svartmálaðan striga. „Ástæðan er sú að hugmyndin snýst ekki um félagslegt raunsæi, hún snýst um grundvallarspurninguna um gildi hluta og vináttunnar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.