Morgunblaðið - 17.10.1996, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 17.10.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 11 FRÉTTIR Norræn könnun á áhrifum óbeinna reykinga á börn Slæmt ástand á Islandi BÖRN í fjórðu hverri fjölskyldu á Norðurlöndum búa við óbeinar reyk- ingar á heimili sínu. Verst er ástand- ið í Danmörku, þar sem óbeinar reykingar viðgangast á_48,5% heim- ila bamafjölskyldna. ísland fylgir fast á eftir Danmörku með 46% en í Finnlandi er samsvarandi tala 7,7%. Þetta kemur fram í könnun á vegum norrænu krabbameinsfélag- anna og var Ásgeir R. Helgason sálfræðingur fulltrúi íslands og Sví- þjóðar í hópnum sem vann könnun- ina. 5.500 fjölskyldur frá Norður- löndunum fimm fengu spurninga- lista og 65% þeirra svöruðu. Réttur barna til að búa í reyklausu umhverfi Meðal þess sem foreldrar voru spurðir um var hvort þeir teldu að börn ættu rétt á því að búa í reyk- lausu umhverfí. Áberandi var að aðeins 72% danskra svarenda sem reyktu svöruðu spurningunni játandi en 96% þeirra finnsku. 50% dönsku reykingamannanna töldu að fullorð- ið fólk ætti rétt á því að reykja þar sem því sýndist á sínu eigin heimili en sambærileg tala fyrir Finnland var 12%. Jafnvel þó að flestir foreldrarnir séu meðvitaðir um skaðsemi óbeinna reykinga er hegðun þeirra ekki alltaf í samræmi við þá vitn- eskju. Sem dæmi má nefna að 89% íslensku svarendanna sem reyktu sögðust telja að börn þeirra ættu rétt á því að búa á reyklausu heim- ili en reyndin er þó sú að á heimilum 46% íslenskra barnafjölskyldna er reykt. Reykingar á heimilum barnafjölskyldna í heild á Norburlöndunum á Norðurlöndunum Hlutfall heimila þar sem reykt er í viðurvist barna a.m.k. einu sinni í viku DANMÖRK /1 H ■ i SVÍÞjÓÐ FINNLAND ST. JÓSEFSSPÍTALI í Hafnarfirði vekur athygli á augndeildarstarf- semi spítalans í framhaldi af fréttum um að ekki verði gerðar aðrar augn- aðgerðir en bráðaaugnaðgerðir á augndeild Landakotsspítala fyrr en deildin hafi verið flutt á Landspítal- ann. Alls hafa verið gerðar um og yfir 300 augnaðgerðir á St. Jó- sefsspítala í Hafnarfirði á hvetju ári. í fréttatilkynningu frá St. Jós- efsspítala kemur fram að allt frá árinu 1986 hafi verið rekin þjón- usta vegna augnsjúkdóma á spítal- anum. Tveir augnlæknar hafi læknastofur á göngudeiidinni. Jafnframt sé aðstaða til augnað- gerða á skurðstofu göngudeildar St. Jósefsspítali í Hafnarfirði Um 300 augnað- gerðir árlega og hafi fleiri augnlæknar aðgengi að skurðstofunni. Aðgerðirnar séu að langmestum hluta gerðar án innlagnar. Sjúkrahúsið tryggir hins vegar aðgegni þeirra sjúklinga sem þurfa á legu að halda í framhaldi aðgerðar. Alls hafa verið gerðar um og yfir 300 aðgerðir á sjúkrahúsinu á hvetju ári. Skipt er um augnsteina í um 150 til 180 aðgerðum. Aðgerð- ir vegna gláku eru á bilinu 20 til 30 og aðgerðir vegna augnskekkju, einkum í börnum, eru svipaður fjöldi. Að auki eru gerðar aðgerðir vegna ýmissa annarra vandamála. Fram kemur að skilja hafi mátt fréttir svo að engin aðstaða væri til staðar í landinu fyrir aðgerðir vegna augnsjúkdóma nema í bráðatilfell- um eftir að starfsemi augndeildar SHR á Landakoti hafi verið skert sem raun beri vitni. Áðurnefndar upplýsingar séu settar fram til þess að upplýsa fólk um þá aðstöðu sem fyrir hendi sé á St. Jósefsspítala. Þjónustan sé byggð í kringum augn- læknana á spítalanum og verði hún áfram óbreytt. Hins vegar sé ljóst að aðstaða á St. Jósefsspítala leysi ekki þann vanda sem skapast hafi við lokun augndeildar SHR. Samgöngu- mál rædd á 20. aðal- fundi SSH TUTTUGASTI aðalfundur Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu verður haldinn laugardag- inn 19. október í Hlégarði í Mos- fellsbæ. Aðalumræðuefni fundarins verða samgöngumál og fjárveiting- ar til uppbyggingar umferðarmann- virkja á höfuðborgarsvæðinu. Framsögumenn eru: Halldór Blöndal, samgönguráðherra, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgar- stjóri, Stefán Hermannsson, borg- arverkfræðingur í Reykjavík og Árni Hjörleifsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og formaður SSH. Þá verður veitt sérstök viður- kenning fyrir merkt framlag til umhverfis-, útivistar og skipulags- mála að loknum hádegisverði. -----♦ » ♦ Reyk lagði frá sólbaðs- stofu SLÖKKVILIÐIÐ var kallað að sól- baðsstofu í miðbænum seint í fyrra- kvöld, vegna mikils reyks sem lagði frá staðnum. Þar sem búið var að loka sólbaðs- stofunni var ekki talin ástæða til að óttast að einhver gestur hefði verið full lengi í sólbaði, enda reynd- ist reykurinn koma frá þvottavél staðarins. Mótor vélarinnar hafði brunnið yfir. Úthafsveiði- samningur Sþ Tillaga á þingi um fullgildingu HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, mælti í vikunni fyrir þingsályktunartillögu um fullgild- ingu úthafsveiðisamnings Samein- uðu þjóðanna, sem samþykktur var í New York í ágúst 1995 og Island undirritaði í desember sl. í máli utanríkisráðherra kom fram, að hingað til hefðu 47 ríki undirritað samninginn, en hann öðlast gildi 30 dögum eftir að 30 ríki hafa til- kynnt fullgildingu hans. Enn sem komið er munu aðeins 6 ríki hafa fullgilt samninginn. Að sögn ráð- herra eru mörg ríki nú að undirbúa fullgildingu. Samningurinn er niðurstaða út- hafsveiðiráðstefnu SÞ sem lauk í New York 4. ágúst 1995 og sam- þykktu hann þá 112 ríki auk Evr- ópusambandsins samhljóða. Samn- ingurinn Iiggur frammi til undirrit- unar í eitt ár frá og með 4. desem- ber 1995 og var ísland í hópi þeirra ríkja sem undirrituðu hann þann dag. Þingmenn jafnaðarmanna og Kvennalista gagnrýndu að ríkis- stjórnin skyldi vilja setja lög um úthafsveiðar áður en búið sé að ganga frá fullgildingu úthafsveiði- samningsins. Utanríkisráðherra og Geir H. Haarde, Sjálfstæðisflokki, sem stýrði starfi nefndar þeirrar, sem undirbjó úthafsveiðifrumvarpið, vísuðu gagnrýninni á bug og sögðu ýmsar aðrar aðstæður en úthafs- veiðisamninginn kalla á að sett yrðu lög um veiðar utan lögsög- unnar sem fyrst. Vandaður BALENO WAGON 4WDfyrir aðeins 1.580.000,-kr. BALENO WAGON með framhjóladrifi aðeins 1.450.000,- kr. MEÐ: aflmikilli 16 ventla vél • toppgrind • vindkljúf með hemlaljósi • þjófavörn • hæðarstilling á ökumannssæti • öryggisloftpúðum fyrir ökumann og farþega í framsæti • vökvastýri • upphituðum framsætum • samlæsingum • veltistýri • rafdrifnum rúðuvindum • rafstýrðum útispeglum • tvískiptu aftursætisbaki • útvarpi/segulbandi með 4 hátölurum • styrktarbitum í hurðum • skolsprautum fyrir framljós • samlitum stuðurum. Geturðu gert betri bílakaup? SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. „Nú er Súkkan orðin stór“ , Afl og öryggi SUZUKI BALENO

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.