Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÁKON Már Örvarsson, Hallgrímur Ingi Þorláksson og Ægir Finnbogason. HARALDUR Halldórsson og Sigmar Örn Ingólfsson. Morgunblaðið/Golli MATUR OG VÍN Eftir ' »V Steingrím Sigurgeirsson HÓTEL Holt skipar ein- stakan sess í íslensku veitingahúsalífi. Holtið hefur um áratugaskeið verið fremsta veitingahús landsins hvað varðar matargerð, þjónustu og umhverfi. Holtið hefur verið viðmiðunin er aðrir hafa gengið út frá, jafnt neytendur sem sam- keppnisaðilar. Það er mikill heiður að öðlast slíkan sess, en því fylgir sömuleiðis ábyrgð. Það leiðir af sjálfu sér að þegar sest er til borðs á Holtinu gerir maður meiri kröfur en ella. Hvað er það sem gerir Holtið jafneinstakt og raun ber vitni? Kannski það að Holtið er ekki bara veitingastaður heldur upplifun. í fyrsta lagi eru það auðvitað salar- kynnin. Þung, íhaldssöm, fáguð. Dökkur viður, leður og hin stór- fenglega list úr einkasafni Þorvalds Skúlasonar. Hver veggur lítið lista- safn. Á engum öðrum veitingastað er hringrásin jafn fullkomin. Fyrsta skrefið er barinn, léttari litir og blýantsmyndir Kjarvals, arinn og viskískápurinn er inniheldur flestar þær tegundir maltviskís sem eru þess virði að gefa gaum. Ágætt dæmi um það er gefur Holtinu sér- stöðu. Á annað ár er liðið frá því viskískápurinn var settur upp og er hann þegar orðinn að stofnun innan hótelsins. Sérstakur viskí- klúbbur er starfræktur innan vé- banda Holts og á vegum hans hafa verið haldnar ijölmargar smakkan- ir og hópferð skipulögð til Skot- lands. ANNAÐ skrefið er matsalurinn. Sígildur og gæddur þeim eig- inleikum að þar líður manni ávallt vel. Salurinn hefur lítið breyst í gegnum árin og breytingamar ger- ast í litlum skrefum. Það var hálf- gerð bylting er nýr borðbúnaður var tekinn í notkun árið 1994 og nú í sumar var gömlu stólunum skipt út en þó þannig að ég áttaði mig ekki á því strax í fyrsta skipti er ég kom inn í salinn eftir breyt- inguna. Þriðjá skrefið er koníaksstofan. Þyngstu innréttingarnar og dýpstu sófamir, sem hægt er að sitja í endalaust. Að auki safn af úrvals- koníaki og armaníaki, sem á fáa sína líka í veröldinni. En það sem hefur gert og gerir Holtið að því sem það er, er eldhús- ið. Allt frá oþnun í febrúar 1965 hefur Holt borið með sér nýja strauma til landsins og þeir eru orðnir nokkuð margir réttimir, sem hafa náð því að verða „sígildir". Heillandi HOLT Holtið við Bergstaðastræti hefur löngum haft það orð á sér að vera fremsti veitingastaður landsins. Steingrímur Sigurgeirsson veltir fyrir sér hvers vegna og hvort verið geti að Holtið hafí aldrei verið betra en nú. Franska lauksúpan, víkingasverðið og kjötið á Holtsvagninum, svo eitt- hvað sé nefnt. Eini rétturinn sem hefur verið á seðlinum frá upphafi er hins vegar graflaxinn, en þeir Þorvaldur og Stefán Hjaltested, fyrsti yfírkokkur Holtsins, komu með þá uppskrift frá Kaupmanna- höfn á sínum tíma. Stefán gegndi starfi yfirkokks til loka áttunda áratugarins en þá tók Skúli Hansen við og eldaði á Holti þar til hann opnaði veitingá- staðinn Arnarhól í byijun níunda áratugarins. Ingvar Jakobsson tók þá við af Skúla og árið 1986 var Eiríkur Ingi Friðgeirsson skipaður yfir eldhúsinu. Hann tók hins vegar við starfí aðstoðarhótelstjóra árið 1994 og var Hallgrímur Ingi Þor- láksson þá skipaður yfirkokkur. Á rúmlega þijátíu ámm hafa því einungis fimm menn gegnt starfí yfirkokks, sem ber einstökum stöð- ugleika vitni. Styrkur Holtsins er hins vegar sá að hafa getað nýtt sér kosti stöðugleikans án þess að það hafí nokkum tímann leitt til stöðnunar. Þvert á móti hefur Holt- ið stöðugt breytt um stíl í takt við tímann. Skúli innleiddi nýju frönsku línuna í matargerðina í kringum 1980 og með Eiríki Inga varð matargerðin léttari og suð- rænni. Sú þróun hefur haldið áfram og segja má að allir gömlu, þungu réttimir heyri nú sögunni til. NÚVERANDI yfírkokkur, Hall- grímur Ingi, hefur, þrátt fyr- ir að vera einungis 28 ára gamall, sýnt og sannað fyrir löngu að hann er með mestu afburðamönnum á sínu sviði á landinu. Nýjungagjam kokkur, sem þorir að fara ótroðnar slóðir og er einstaklega næmur á allt frá bragði til útlits rétta. Hon- um við hlið eru tveir enn yngri kokkar, Hákon Már Örvarsson og Ægir Finnbogason, er báðir voru valdir nemar ársins af Klúbbi mat- reiðslumeistara, er þeir útskrifuð- ust. Hákon fyrir þremur árum og Ægir fyrir tveimur. Eg hef fylgst ögn með þróun Hákons á síðustu árum og verður að segjast eins og er að þar er eina björtustu von íslenskra matargerð- ar að finna. Hákon hlaut „uppeldi" sitt á Fiðlaranum og Holtinu en starfaði jafnframt á síðasta ári og fram á þetta ár hjá Leu Linster í Lúxemborg. Hann sýnir þrátt fyrir ungan aldur slíkan þroska og snilli- gáfu í matseldinni að honum hefur greinilega ekki orðið meint af vist- inni hjá henni. Það er kannski engin furða að þessi þrenning geti boðið upp á spennandi matseðla, en sú nýjung var tekin upp fyrr á þessu ári að prenta út nýjan seðil daglega, eftir því hvaða hráefni eru í boði. Betur mætti þó huga að stafsetningu og málfari matseðla og lista yfír vín mánaðarins. Villur eiga ekki að sjást á stað á borð við Holt. „Hörpudiskssoufflé og ristaður humar með kantarellum og gulrót- ar-vinaigrette“ (1.125 kr.) var ein- staklega fallegur réttur, jafnt varð- andi uppsetningu sem liti. Humar- bitamir voru fullkomnir og kanta- rellurnar mildar og léttkryddaðar. Gulrótarsósan með ögn sætum keim. Hver þáttur út af fyrir sig fulkominn og jafnframt möguleiki á mörgum spennandi bragðsam- setningum. „Ofnbakaður humar í pastaum- gjörð með kryddsósu-épice“ (1.390 kr.) er réttur úr smiðju Leu Linster frá því hún var gestakokkur á Holtinu fyrr á árinu. Braðgmikill réttur með öflugri, dimmri sósu, er hentar vel þessum kalda árs- tíma. Nýstárleg aðferð til að njóta humars, en rétturinn leið þó fyrir það er ég bragðaði hann síðast að hann hafði greinilega verið ögn of lengi í ofninum þannig að pastaum- gjörðin var á köflum aðeins of hörð. A SJÁVARRÉTTAKAFLANUM valdi ég „ofnbakaða smálúðu með saffranrisotto og basil-vina- igrette“ (1.725 kr.). Skjannahvítur fiskurinn var borinn fram á risotto- beði er tók lit úr saffraninu. Fiskur- inn sjálfur stinnur og fínn en til- tölulega hlutlaus og réð risotto- hluti réttarins því ferðinni. Parmig- iano-osturinn áberandi en saffranið temprar bragðið og mild ediksósan kórónar sköpunarverkið. Tveir andaréttir komu næst, ali- önd og villiönd. „Léttsteikt and- arbringa með appelsínupiparsósu, andalæri confit og spínati" (2.775 kr.) er annað og meira en gamal- dags appelsínuönd. Piparinn brýtur upp bragð sætrar appelsínunnar og lyftir sósunni upp á æðra plan. Þar við bætist spínat og smjör- steikt paprika er falla fullkomlega að bragðlega. Afburðaréttur, sem maður klárar og lofar sjálfum sér að panta aftur næst. Það eina sem ég staldraði við var það að hafa bringu og læri í sama réttinum. Það lítur fallega út en eldunin verð- ur óneitanlega frábrugðin og rýfur því samheldni réttarins. Sjálfum fannst mér léttsteikt bringan standa upp úr og skyggja á lærið. „Villiandarbringa með andalifr- armousse og madeirasósu" (3.995 kr.) var ekki síður vel samsettur réttur, en mjög frábrugðinn. Ekk- ert eitt er stóð upp úr heldur ein traust og heildstæð bragðheild. Meðlæti spilaði vel inn á villibráðina og bragðgóð sósan lék undir án þess að fara í aðalhlutverk. Á heild- ina litið er matargerðin frumleg, jafnt hvað varðar samsetningar sem bragð. Það er haldið í hefðina en eitthvað í hverjum rétti ertir skynfærin, vekur mann til umhugs- unar. Matargerðarlist. Eftirréttir geta ekki síður verið frumlegir á Holti en aðalréttir og yfírleitt mikið í þá lagt. Ég vil hins vegar sérstaklega vekja athygli á kökuvagni Holtsins sem á eru franskar tarte af mismunandi gerð- um. Þetta kvöld var þar m.a. að fínna kökur úr heslihnetum, hvítu súkkulaði, eplum, banönum og skógarbeijum. Nýbakaðar og hefð- bundnar, en einstaklega þægilegur endir á góðri máltíð ekki síður en meira „spennandi" eftirréttir. Þjónusta á Holti er yfírleitt full- komin, vel samræmd og þjálfuð. Það vekur athygli að einnig í veit- ingasal eru menn á þrítugsaldri í forsvari rétt eins og í eldhúsinu, þeir Sigmar Örn Ingólfsson og Haraldur Halldórsson. Það ber vott dirfsku sem framsýni stjórnenda Holts að tefla fram þetta ungu liði í veitingasal og eldhúsi. Árangur- inn er hins vegar vitnisburður um að metnaðarfull og mjög hæfileika- rík kynslóð er farin að setja mark sitt á veitingahúsamenninguna, sem lofar góðu fyrir framtíðina. Það má vel færa rök fyrir því að Holtið hafi aldrei verið betra en nú. VÍNSEÐILL Holtsins er vand- aður og umfangsmikill, en er samt sem áður einn þeirra þátta er mætti betrumbæta að mínu mati. Uppbygging listans er íhalds- söm, líkt og vera ber á stað í þess- um gæðaflokki, og þungamiðjan á klassísku héruðum FrakklandS; Bordeaux, Bourgogne, Elsass. I rauðvínum eru Bordeaux-vín fyrir- ferðarmest og mikið um perlur þar á milli. í hvítvínum ráða Bourgogne og Elssas ríkjum. Það sem mér þykir skorta eru eldri vín. Þegar komið er aftur fyr- ir 1988 er fátt að fínna (nema ein- stök fremur dýr vín og ekkert eldra en 1983) í rauðu og ekkert í hvítu. Hvað með árgangana 1982, 1978, 1975 og 1970 eða jafnvel eitthvað þaðan af eldra? Ættu slík vín ekki tvímælalaust heima á seðlinum? Ekki kannski í neinu yfirþyrmandi magni en einungis svo að þessi kostur væri til staðar. Það kann að þykja yfirgangur að láta sér detta annað eins í hug en er að mínu mati rökrétt framhald á þeirri þróun er hefur átt sér stað. Vínlista Holtsins var umturnað fyrir nokkrum árum er Holtið tók forystuna í því að bjóða vönduð sérinnflutt frönsk vín. Enn í dag getur enginn vínseðill á íslandi, er ég veit um, keppt við vínseðil Holts- ins. Það á hins vegar ekki að vera viðmiðunin. Með tilkomu viskí- skápsins og koníaksskápsins á síð- ustu árum fóru þessi svið fram úr sjálfum kjarnanum, vínseðlinum. Nú væri við hæfí að hefja vínið upp á sama plan, ekki síst í ljósi þess hversu frábær matargerðin er þessa stundina. Kannski er þetta bara tínt til í tilraun til að finna eitthvað athug- unarvert. Það er svo blessunarlega fátt annað, sem hægt er að setja út á. Nema kannski helst kaffið ... það mætti vera betra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.