Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ RAÐ/\UG[ YSINGAR Matvöruverslun Til sölu stór og góð matvöruverslun í Hafnar- firði, velta 10,5 millj. per mán. Eigið húsnæði jafnvel til sölu. Veitingasala Til sölu veitingasala á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Markhópur ungt fólk á kvöldin, mjög góð að- staða. Er með fasta hópa, ýmis skipti möguleg. Markaðsfyrirtæki Til sölu þjónustufyrirtæki tengt sjávarútvegi, vel þekkt og leiðandi á sínu sviði, mjög tölvu og tæknivætt. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni IWiT TT77TTT SUDURVE R 1 SÍMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. HÚSNÆÐIÓSKAST Einbýli eða stór íbúð óskast Við vorum að selja húsið okkar og vantar íbúð/hús til leigu í lengri eða skemmri tíma sem fyrst. Helst á svæði 101. Erum fjögur í heimili, róleg og reglusöm. Skilvísum greiðslum heitið (fyrirframgreiðsla?). Upplýsingar í síma 553 1474 eða 896 4525. íbúðareigendur í Kópavogi Takið eftir - góð leiga í boði Fjögurra manna fjölskyldu utan af landi bráð- vantar 4-5 herbergja íbúð. Góð meðmæli og öruggar tryggingar. Upplýsingar í síma 564 1487, vinnusíma 561 7766. íbúð óskast Starfsmaður franska sendiráðsins óskar eftir 3ja til 4ra herb. íbúð á leigu á svæði 103, 105, 107 eða 170. Upplýsingar í síma 562 1009 eftir kl. 16. íbúð óskast Vantar 3ja-4ja herbergja íbúð til leigu frá 1. janúar til 1. júlí 1997. Upplýsingar í símum 588 0430 og 897 0530. Húsnæði óskast Fimm manna fjölskylda óskar eftir leiguhús- næði í Reykjavík (helst í Hlíðahverfi eða vest- urbæ). Um er að ræða lækni og kennara með 3 börn, sem eru að koma úr framhalds- námi frá Bandaríkjunum. Vinsamlegast hafið samband í síma 552 9491 eða 581 4467. HÚSNÆÐIÍBOÐI Ibúð á Miami Beach Stúdíóíbúð með öllu tilheyrandi til leigu á Florida South Beach í desember og janúar. íbúðin er staðsett í huggulegu og friðsælu hverfi við ströndina, verslanir og veitinga- staðir eru í göngufæri. Nánir upl. í síma 551 5043 eða (305)6049657. IÞROTTIR KR-INGAR Hraðskákmót félagsins fer fram miðvikudaginn 20.11.1996 kl. 20 í félagsheimilinu. Takið með töfl og klukkur. Stiórnin. Bátar Óska eftir að kaupa báta, kvótalausa, með veiðileyfi. Svör sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „B - 2190“. Fiskibáturtil sölu Óskað er eftir tilboðum í fiskibátinn Kistufell ÍS-32, skipaskrárnr. 2085. Bátur þessi, sem er smíðaður úr trefjaplasti hjá skipasmíðastöð Sortlands í Noregi árið 1990, er frambyggður, 9,45 brúttótonn, 5,99 rúmlestir brúttó, 9,54 m að lengd og 3,35 m að breidd. í byrjun árs 1995 var báturinn allur yfirfarinn og lagfærður og komið í mjög gott ástand, Var m.a. sett í hann ný vél. Reiknað þorskaflahámark bátsins er rúm 74 tonn og er það allt óveitt. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu undirritaðs. Sveinbjörn Sveinbjörnsson hdl. Hamraborg 10, Kópavogi sími 554 5200. Aðalfundur Aöalfundur Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi verður haldinn á Hótel Sögu, B-sal, mánudaginn 18. nóvember 1996 kl. 17. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Gunnar Jóhann Birgisson, borgarfulltrúi. Stjórnin. Til sölu eru eftirtaldar eignir úr dánarbúi: Fasteignirnar Vetrarbraut 19a og 19b á Siglu- firði. Annars vegar er um að ræða steinsteypt einbýlishús byggt 1919, um 129 fm, sem skipt- ist í tvær hæðir og geymsluris. Hins vegar er gamalt steinsteypt verkstæðishús byggt 1934, um 214fm. Báðareignirnareru ílélegu ástandi. Ýmis húsgögn og heimilismunir. Margskonar áhöld og tæki, einkum til járn- smíða, Flest er gamalt s.s. reimdrifinn renni- bekkur og standborvél, lítil eldsmiðja, band- sög og bifreiðatjakkur. Nánari upplýsingar veitir undirritaður skipta- stjóri í síma 588 6100, fax 588 6105. Jón Sigfús Sigurjónsson hdl. Fyrirtækjasala Hóls kynnir nú til sölu: Öflugan matsölustað (13001) Vorum að fá í sölu mjög öflugan matsölustað á frábærum stað þar sem matreiðslan er í hávegum höfð. Staðurinn tekur um 50 manns í sæti og er með léttvínsleyfi. Verðhugmynd er rúmlega 13 milljónir. Þetta er staður með stæl. Kjarvalsmálverk Til sölu Þingvallamynd eftir Kjarval frá 1930-40. Stærð 130x60 sm. Upplýsingar veittar í síma 896-4533. Sérverslun í Hafnarfirði Verslunin var stofnuð 1978 og hefur góða við- skiptavild. Upplýsingar gefur Valgeir Kristinsson hrl., Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði, ekki í síma. Til sölu eru eftirtaldar eignir þrotabús Alla leið hf., Skagaströnd: Volvovörubifreið(F-71?)árg. 1980, án palls. Flutningagámur, 20 feta. Tengivagn, árg. 1981. Benz sendibifreið árg. 1980 (léleg). Nánari upplýsingar veitir undirritaður skipta- stjóri í síma 588 6100, fax 588 6105. Jón Sigfús Sigurjónsson hdl. Byggingameistarar Erum að fá notaða H-20 loftabita fyrir undir- slátt. Verð aðeins hver m kr. 685 m/vsk. Eigum til afgreiðslu strax loftastoðir, u-járn, þrífætur, teina, mótarær, mótaklamsa, fjar- lægðarstóla, plaströr og kóna. Eigum einnig til sterkt og þétt veður- og öryggisnet. Mót heildverslun, símar 511 2300 og 892 9249. B.E.M. Ingólfur Steingrímsson, sími 896 6551. Til sölu Nissan Patrol GR 2.8, turbo-intercooler, árg. 1991. Mjög vel með farinn bíll. 38“ dekk, ástralskir gorm- arog demparar, loftdæla o.fl. Ekinn 80.000. Verð 2.800 þús. Uppl. í síma 893 5935. Sprautuklefi Til sölu mjög vel með farinn GARMAT sprautuklefi með olíuhitun. Loftskipti 26.000 rúmm/klst. Blástursmótorar eru 2 x 7,5 kW. Stærð klefans er 7 x 4 m að gólffleti. Loft- hæð inni er 3 m og ytri hæð er 4 m (4,30 með upphækkun). Afhending samkvæmt samkomulagi. ŒKS&Zl Faxafen 12, 128 Reykjavík. Sími 553-8000. Loðnuhrognavélartil sölu Höfum til sölu stórt loðnuhrognafæriband. Afkastageta 150-200 t. á sólarhring. Færibandið er alsjálfvirkt, ásamt sjálfvirkum þurrkunar- og afvötnunartromlum fyrir hrogn. Vélarnar eru nú uppsettar á Neptun í Bátsfjord, Finnmark, Noregi. Upplýsingar veitir: Nils H. Nilsen A/S v/Hagbart Nilsen. Sími 00 47 78 98 34 11, símbréf 00 47 78 98 30 97.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.