Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR17. NÓVEMBER1996 MORGUNBLAÐIÐ LAÐBEITTUR, borða- lagður dyravörður, dökk- ur á brún og brá, tók á móti okkur á tröppum Riu Palace Macao hótels- ins, sem minnti einna helst á höll úr arabísku ævintýri. Hann sagði að kokteill biði okkar á barnum, en við vildum fyrst skipta um föt, enda rykugir og þvældir eftir langt ferðalag. „No problem" sagði sá borðalagði, en þetta við- kvæði, „ekkert vandamál“, virðist vera ein- kunnarorð manna í Dóminikana. Sannleikurinn er sá, að eftir að hafa skotrað augunum yfír móttöku hótelsins þorðum við félagamir ekki inn á bar í ferðafötunum. Okkur var vísað til herbergja í sitthvorri álmu hótelsins og þegar gi-einarhöfundur hugðist bregða sér yfír í herbergi ljósmyndar- ans vildi ekki betur til en svo að hann villtist og varð að leita aðstoðar herbergisþjóns til að komast á áfangastað. Síðar um kvöldið rák- umst við fyrir tilviljun inn á stóran skemmti- stað á hótelinu, Bohéme, með innréttingum í gömlum evrópskum stíl og minnti einna helst á veislusal í stóru farþegaskipi frá fyrri tíð. Á sviðinu stóð yfír sýningin „Hitabeltisdraum- ar“ með tilheyrandi dönsum og hljóð- færaslætti. Til hliðar við Bohéme var svo spilavítið, þar sem menn geta „spilað rassinn úr buxunum“ eða grætt stórfé eftir því hvern- ig lukkuhjólið snýst hverju sinni. En þetta var bara byrjunin. Þegar við komum út í hótelgarðinn morgun- inn eftir blasti við ótrúleg sjón, gróðurinn, lita- dýrðin og raunar allt umhverfið eins og framandi draumur. Beinvaxin pálmatré um- luktu hótelbygginguna og í miðjum garðinum var stór sundlaug með gosbrunnum og marm- arastyttum. „Það er ég viss um að Alladín situr hér einhvers staðar uppi í tré, grænn af öfund,“ sagði ljósmyndarinn og við gengum dolfallnir niður á drifhvíta ströndina, sem teygði sig til beggja átta, svo langt sem augað eygði. Þetta var hin rómaða strönd Arena Gorda í Punta Cana, sem í mörgum ferðahandbókum er talin ein hin fegursta í heimi. Seinna komumst við að því að Riu Palace Macao hafði unnið til verð- launa sem eitt af fremstu resort-hótelum heims. l; ' fí fjj .M&f m: yy h ’fl r In 'i' t i 1; 1 «ÍÁh. ' p , ■ 'Jf fflf j M 81 ■ v - « UMHVERFIÐ eins og framandi draumur. SVEITAFÓLKIÐ er barnslega einlægt og saklaust í viðmóti, og það er stutt í brosið HUBERMAN stjórnar vatnsleikflmi í sundlaguinni. „No problem“ Það eina sem okkur fannst skyggja á fegurð staðarins voru hinir náhvítu Evrópubúar, aðal- lega Þjóðverjar og Hollendingar, sem þrömm- uðu fremur þungbúnir um svæðið, enda ný- komnir og ekki búnir að átta sig frekar en við. Einhvem veginn pössuðu þeir ekki inn í um- hverfíð og voru eiginlega eins og misheppnað- ur brandari í samanburði við hina innfæddu, sem léku á als oddi, brosandi og afslappaðir, þótt þeir væru í vinnunni en hinir í fríi. Okkur varð því strax ljóst að ótækt yrði að mynda sundlaugina og ströndina með Þjóð- verja í forgrunni og ákváðum því að beina linsunni frekar að fólki af karabísku bergi. í þjónustuliði hótelsins og á ströndinni skorti hvorki íturvaxna sveina né fagurlimaðar meyj- ar með bjartan og heiðskíran svip. I sundlaug- inni var Huberman Doréus að stjórna vatns- leikfími og á ströndinni rákumst við á innfædda yngismær að klifra í tré. Hún brosti blítt við þessum framandi mönnum úr fjarlæg- um heimshluta, sem spurðu hvort ekki væri í lagi að mynda hana. „No problem", sagði hún og flögraði niður úr trénu eins og fiðrildi. Irene var eins og fædd í fyrirsætuhlutverkið enda kom í ljós að hún starfaði sem dansmær í skrautsýningum hótelsins. Huberman var kynnir og eins konar framkvæmdastjóri sýn- ingarflokksins, sem kom frá höfuðborginni Santo Domingo. Á næstu kvöldum áttum við eftir að sjá þeim bregða fyrir á hinum ýmsu sýningum, sem efnt er til á hverju kvöldi á hótelinu, ýmist í útileik- húsinu Copacabana eða fyrrnenduum skemmtistað Bohéme. Karabíska lífsgleðin Eftir tvær nætur á glæsihótelinu færðum við okkur um set, úr fímm stjörnum í fjórar, og settumst að í Riu Taino hótelinu, sem er við hliðina á ævintýrahöllinni. Göngugata skildi þar á milli og strendurnar lágu saman þannig að viðbrigðin voru ekki svo mikil. Riu Taino er svona meira fyrir hinn almenna ferðamann, samansett af litlum raðhúsum og satt að segja fannst okkur við frjálsari þar og eins og frekar á heimavelli. Hótelstjórinn á Riu Palace Macao, senjor Juan Carlos Dreher, hafði líka gefíð okkur leyfí til að fara um hótel sitt að vild og nutum við því veitinga og aðstöðu á báðum hótelun- um. Raunar era fleiri hótel úr Riu-hótelkeðj- unni á þessu svæði, svo sem Riu Naiboa, sem við skoðuðum lítillega, en kemur ekki hér við sögu. Öll eru þessi hótel í háum gæðaflokki miðað við það sem við höfðum séð í sólarlönd- um og þar skortir ekkert á öryggi, þægindi og aðbúnað gestanna. Senjor Dreher tjáði okkur að eftir því sem hann best vissi, værum við fyrstu Islendingarnir sem gistu hótel hans, en væntanlega fer þeim fjölgandi í náinni framtíð því Heimsklúbbur Ingólfs býður nú viðskipta- ÁHYGGJULAUST ævi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.