Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 B 19 H ATVIN N1MAUGL YSINGAR Fræðslumiðstöð Reykjavíkur auglýsir lausar stöður við grunnskóla Reykjavíkur: Hamraskóli - sérdeild Sérkennara vantar í tæplega V2 starf við sérdeild einhverfra í Hamraskóla. Sérdeildin tók til starfa nú í haust og er því enn í mótun. Selásskóli Sérkennara vantar í % starf frá áramótum vegna barnsburðarleyfis. Einnig vantar stuðningsfulitrúa í V2 starf. Hólabrekkuskóli Við Hólabrekkuskóla vantar starfsmann til að sjá um mötuneyti kennara frá áramótum. 15. nóvember 1996 Fræðslustjórinn í Reykjavík. A i&J KOPAVOGSBÆR Félagsmálastofnun Kópavogs Málefni fatlaðra Félagsmálastofnun Kópavogs óskar eftir að ráða starfsmann með félagsráðgjafamennt- un eða sambærilega menntun. Um er að ræða hálft stöðugildi sem felur í sér þjón- ustu og ráðgjöf til einstaklinga með fötlun, áætlanagerð og samstarf við stofnanir og hagsmunasamtök. Æskilegt er að umsækj- andi hafi reynslu á þessu sviði. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í góðu og skemmtilegu starfsumhverfi. Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 554 5700. Umsóknarfrestur er til 2. desember nk. og skal umsóknum skilað í afgreiðslu Félags- málastofnunar. Ritari Félagsmálastofnun Kópavogs óskar eftir að ráða ritara í fullt starf. Starfssvið er innan húsnæðisdeildar og öldrunardeildar. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu á Excel og Word. Um er að ræða fjölbreytt og og krefjandi starf í góðu og skemmtilegu starfsumhverfi. Nánari upplýsingar veita yfirmenn húsnæðis- deildar og öldrunardeildar í síma 554 5700. Umsóknarfrestur er til 2. desember nk. og skal umsóknum skilað í afgreiðslu Félags- málastofnunar. Fulltrúi Félagsmálastofnun Kópavogs óskar eftir að ráða starfsmann í hálft stöðugildi á rekstrar- einingu stofnunarinnar. Leitað er eftir tölu- glöggum einstaklingi með þekkingu í rekstri, bókhaldi og tölvunotkun. Um er að ræða fjöl- breytt og krefjandi starf í góðu og skemmti- legu starfsumhverfi. Nánari upplýsingar veitir yfirmaður fjöl- skyldudeildar og félagsmálastjóri í síma 554 5700. Umsóknarfrestur er til 2. desember nk. og skal umsóknum skilað í afgreiðslu Félags- málastofnunar. Verkstjóri í öldrunardeild Umsóknarfrestur um stöðu verkstjóra í heim- ilisþjónustu er framlengdur til 22. nóvember nk. Um er að ræða 75% stöðu, tímabundið í eitt ár. Leitað er eftir einstaklingi með skipu- lagshæfileika og reynslu í verkstjórn. Áskilin er góð almenn menntun og starfsreynsla. Nánari upplýsingar veitir yfirmaður öldrunar- deildar í síma 554 5700. Umsóknum með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað í afgreiðslu Félags- málastofnunar. Starfsmannastjóri. Owens Corning A/S í Sandefjord er dótturfyrirtæki Owens Corning Fiberglas, stærsta framleiðanda glertrefja í heiminum. Fyrirtækið í Sandefjord skiptist í tvær deildir: Owens Corning Pip & Tank fram- leiðir og selur rör og tanka úr glertrefjastyrktum polyester. Owens Corning Pipe Technology selur tækni og vélar til framleiðslu á rörum og tönkum úr trefjaplasti út um allan heim, ásamt að sinna rannsóknum og þróun á því sviði. Um 130 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu og velta er um 200 milljónir norskra króna á ári. Fyrirtæk- ið er með ISO 9001 gæðaviðurkenningu. Owens Corning Pipe & Tank óskar að ráða til starfa: Vélaverkfræðing á framleiðslusviði til þess að stjórna röraframleiðslu okkar. Starfið felst í bestun á framleiðslunni, gæða- og öryggisstjórnun og að útbúa starfs- og framleiðsluleiðbeiningar. í starfinu felst einn- ig stjórnun á fyrirbyggjandi viðhaldi og end- urnýjun á öllum tæknibúnaði, mannahald þar að lútandi og jafnframt samkipti við rann- sókna- og þjónustudeild fyrirtækisins. Starfið heyrir beint undir framleiðslustjóra. Hæfniskröfur B.Sc. gráða í verkfræði eða tæknifræði með reynslu í framleiðslu, viðhaldi og verkefna- stjórnun. Góð enskukunnátta og færni í norð- urlandamáli (helst norsku) ásamt góðri tölvu- kunnáttu er áskilin. Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar eru mikilvægir. Nánari upplýsingar um starfið fást hjá for- stjóra fyrirtækisins, Gale Tedhams, í síma 00 47 334 49104 eða framleiðslustjóra Alf- Johan Andersen í síma 00 47 334 49147. Vinsamlegast sendið skriflega umsókn á ensku merkta: Human Resources Manufacturing Eng- ineer fýrir 22. nóvember næstkomandi. Owens Corning AS, P.O: Box 2059 Hasle, 3239 Sandefjord, Noregi. S. 00 47 334 49100, fax: 00 47 334 74220 Barnaverndarstofa Meðferðarheimilið Bakkaflöt - laus staða meðferð- arstjóra Á Bakkaf löt í Skagaf irði er rekið meðferðarheimili fyrir unglinga. Bakkaflöt er á mjög fallegum stað nálægt litlum byggðakjarna. Fyrir hendi er mjög góð vinnuaðstaða og samheldinn starfshóp- ur. Á heimilinu fer fram meðferð og enduruppeldi unglinga sem lent hafa i erfiðieikum. Barnaverndarstofa auglýsir lausa stöðu með- ferðastjóra. Um er að ræða fullt starf, en þó kemur hlutastarf til greina. Meðferðar- stjóri ber faglega ábyrgð á langtímameðferð og uppeldi á þeim unglingum sem dvelja á heimilinu, og að starfið byggist á faglegum grundvelli. Hann hefur yfirumsjón með gerð og framkvæmd meðferðaráætlana, hann sér um skýrslugerðir og veitir viðtalsmeðferð, fjölskyldumeðferð og leiðir hópfundi. Að auki felst í starfinu framkvæmd ýmissa annarra verkefna sem Barnaverndarstofa felur með- ferðarstjóra - hér getur verið um að ræða m.a ráðgjöf og handleiðslu við önnur með- ferðarúrræði á svæðinu. Æskilegt er að viðkomandi sé sálfræðingur, en önnur háskólamenntun á sviði uppeldis- fræði eða félagsráðgjafar ásamt reynslu á sviði meðferðar kemur einnig til greina. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 1996 og skal skila umsóknum til Barnaverndar- stofu, Austurstræti 16, pósthólf 53, 121 Reykjavík. Nánari upplýsingar um starfið veita deildar- stjóri og meðferðarstjóri í síma 453 6494 og forstjóri barnaverndarstofu í síma 552 4100. Reykjavík Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar óskast á kvöld- og helg- arvaktir 60% á hjúkrunarvakt vistheimilis. Einnig er laus staða hjúkrunarfræðings á næturvakt, 52% vinna (grunnröðun í Ifl. 213). Þessar stöður eru lausar nú þegar. Upplýsingar veita ída Atladóttir, hjúkrunarfor- stjóri, og Þórunn A. Sveinbjarnar, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, í símum 553 5262 og 568 9500. Leikskóli St. Franciskussystra, Stykkishólmi Leikskólakennarar Lausar eru eftirtaldar stöður: Staða aðstoð- arskólastjóra og stöður leikskólakennara. Stöðurnar eru lausar frá og með 1. septem- ber eða eftir nánara samkomulagi. Fyrirhug- að er að ráða leikskólafulltrúa í hlutastarf á vegum bæjarfélagsins. Æskilegt er að þeir, sem ráðnir verða, hafi áhuga á að hafa fagleg áhrif á mótun skól- ans ásamt þeim, sem nú starfa við skólann. Hér er tækifæri fyrir samhentan hóp leik- skólakennara að aðstoða við að byggja upp betri leikskóla. Við leikskólann starfa nú 80 börn í blönduðum deildum og 12 fullorðnir, auk skólastjóra, í 10 stöðugildum. Stykkishólmur er 1.300 manna byggðarlag í um 200 km fjarlægð frá Reykjavík. Aðstoðað verður með útvegun húsnæðis. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1996. Frekari upplýsingar veita skólastjóri, sr. Lovísa Vermeerbergen í síma 438 1028, stjórnarmenn leikskólans, Margrét Thorla- cius og Róbert Jörgensen, í síma 438 1128 og bæjarstjóri, Ólafur Hilmar Sverrisson, í síma 438 1136. VEGAGERÐIN SKRIFSTOFUSTARF Staða fulltrúa t þjónustudeild hjá Vegagerðinni í Reykjavík er laus til umsóknar. Um fullt starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun skv. kjarasamningi SFR. Starfssvið • Ritvinnsla, stmsvörun, póstdreifing, afgreiðsla og móttaka viðskiptavina. Menntunar- og hæfniskröfur • Æskileg reynsla af skrifstofustörfum. • Krafist er kunnáttu í ensku og einu Norðurlandamáli. • Góðir samstarfshæfileikar. Nánari uppiýsingar veitir Jón Birgir Guðmundsson hjá Ráðgarði frá kl. 9-12 í slma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar: “Vegagerðin-þjónsutudeild” fyrir 2. desember nk. RÁÐGARÐURhf SIjáRNUNARC)GREKSIRÁRRÁÐG)ÖF Furugeril 5 10< Riykjtvik Slnl 533 1800 Faxi 8SS 1808 Hatlangi rgaildlunttraknat.la NalmasfAa: httpi//www.traknat.la/radgardur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.