Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þó rödd Móeiðar Júníusdóttur heyrist alloft í útvarpi um þessar mundir, hefur hennar eigin tónlist ekki verið ýkja áberandi í íslensku tónlistarlífi undanfama mánuði, enda upp- tekin við að koma sér á framfæri ytra og undirbúa upptökur á næstu breiðskífu. Nokkuð er síðan gengið var frá samningum um útgáfu á tónlist Bong um allan heim og í sumar héldu þau Móeiður og Eyþór til Lundúna að leita sér að sam- starfsmönnum til að taka upp næstu breiðskífu sem kemur væntanlega út á næsta ári. Meðfram tónlistinni hafa þau líka starfað að kynningu á tölvutækni, því Eyþór er einn starfsmanna hugbúnaðarfyrirtækis- ins OZ og hefur Móeiður tekið þátt í að kynna OZ, þar á meðal á stefnu frammámanna í bandarískum tölvu- og skemmtanaiðnaði í sumar. í hamborgarabúllu í Soho Bong hefur unnið að samninga- og upptökumálum undanfarin miss- eri og fyrir skemmstu voru þau Móeiður og Eyþór stödd í Bretlandi að velja sér samstarfsmenn til að ljúka upptökum á væntanlegri breið- skífu. I hamborgarabúllunni Ed’s Diner, sem er því líkust sem hún hafi verið flutt í heilu lagi frá mið- vesturríkjum Bandaríkjanna og plantað niður í Soho hitti ég Móeiði og Eyþór sem segja að gerð væntan- legrar breiðskífu hafi tekið alllangan tíma, en nú sé lag að ljúka verkinu því samningastússi um útgáfuna sé lokið og því séu þau komin til Bret- lands að leita samstarfsaðila. Móeið- ur segir að ansi langt sé síðan þau hafi byrjað að velta fyrir sér næstu breið- skífu, en á þeim tíma hafi orðið sú grundvall- arbreyting að forðum var Bong skipuð jass- söngkonu og poppara, Móeiði og Eyþóri, en nú sé jasssöngkonan búin að bera popparann ofurliði. Hún segir að sú þróun hafi verið mjög eðlileg, en framan af stundaði hljóm- sveitin miklar tilraunir og söngurinn var ekki eins áberandi og í dag. „Það er líka margt skemmtilegt að gerast í tónlist í dag og það sem við horfðum til á sínum tíma, house, hefur vikið fyrir jungle og tripphoppi sem er margt mjög jassskotið," segir Móeiður og bætir við að líklega eigi Bong eftir að leggja fyrir róða ýmsum upptökum sem voru þegar tilbúnar því þær falli ekki allar að stefnunni sem sveitin hafi tekið á síðustu mánuðum. Þeremín og fleira Þau Móeiður og Eyþór segjast vera búin að finna sér samstarfs- menn, þá George de Angelis og Phil Chill, en ekki gátu þau hafið vinnu strax, því það er margt í bí- gerð með tónleikahald og ferðalög. Upptökuvinnan tefst því fram í nóv- emberlok en fýrr í sumar settu þau saman hljómsveit með ýmsum ung- um tónlistarmönnum. Með þá hljóm- sveit fóru þau út til Kölnar að spila og stefna síðar á tónleikahald í New York í desember. Þó Eyþór láti ekki eins mikið á sér bera í Bong og forð- um, leikur hann enn á selló og þeremín, „eina hljóðfæri í heimi sem leikið er á án þess að snerta“, segir hann og hlær við, en þeremín varð til í lok seinna stríðs. Þau Móeiður og Eyþór taka ekki undir það að þau stefni á að flytja til Lundúna, það sé mun skemmti- legra að vera í Reykjavík. „Þannig langar alla breska tónlistarmenn sem við hittum héma úti til að fara til íslands. Kannski má jafna við- skiptajöfnuðinn með því að skiptast á listamönnum," segja þau og skella uppúr en Móeiður bætir við af meiri alvöru að þó það séu mun betri hljóð- ver til í Lundúnum sé gott að losna út látunum þar og vinna í friði heima. Ekki er kominn útgáfutími á væntanlega breiðskífu; Móeiður seg- ir þau ekki hafa sett sér nein tíma- mörk önnur en að ljúka við plötuna fyrir áramót. Framundan er útgáfa Móeiður Júníusdóttir stendur í ströngu þessa dagana með Eyþóri Amalds, en þau voru á ferð í Lundúnum fyrir skemmstu að undirbúa upptökur á væntanlegri breiðskífu. Arni Matthíasson hitti þau að máli og komst að því að kynning á tölvutækni tekur æ meiri tíma frá tónlistinni. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Móeiður og Eyþór fyrir utan Coach and Horses í Soho. á smáskífum sem þau segja að séu orðnar „eldgamlar", enda gangi allt hægar fyrir sig í tónlistarheiminum ytra. „Heima á íslandi ákveðum við að taka upp plötu,“ segir Móeið- ur, „förum í hljóðver næsta dag og platan kemur út þriðja daginn. Hér þarf að halda milljón fundi og tala við milljón manns áður en hægt er að taka hvert skref.“ Ævintýri í Sun Valley í júlí í sumar fóru Móeiður og Eyþór utan á vegum OZ á sérstaka -ráðstefnu helstu frammámanna í bandarískum tölvu- og af- þreyingariðnaði í Sun Valley í Kalifomíu. Þar vom staddir menn eins og Bill Gates, Rupert Murdoch, Michael Ovitz, Sumner Redstone. Þessir menn hittast einu sinni á ári og reyna að halda sig utan sviðsljóssins, tveir til þrír frá hveiju fyrirtæki. Andy Grove, forstjóri Intel, eins helsta tölvufyrirtækis heims, valdi OZ til að koma fram á ráðstefnunni og kynna það sem framundan væri á alnetinu, líkt og hann hefur gert á þessari stefnu á síðustu ámm, en Intel er samstarfsaðili OZ. Þau Móeiður Júníusdóttir albúin að stýra þrívíddar- fígúrunni og Guðjón Már Guðjónsson. Móeiður og Eyþór segja að kynningin hafi farið þannig fram að á sviðinu vom þeir Andy Grove og Guðjón Már Guðjónsson, for- stjóri OZ, og skjár þar sem sjá mátti þrívídd- arfígúmr. Þeir Grove og annar Bandaríkja- maður, Barry Diller, bragðu sér í jakkaföt á skjánum og fóm inn á búllu að sjá söngkonu sem var að syngja. „Óforvarandis var tjald dregið frá á sviðinu og sást þá hvað Móeiður var að syngja og stýra fígúranni á skjánum með hreyfíngum sínum. Þetta þótti Banda- ríkjamönnunum bráðmerkilegt og vakti mikla hrifningu, enda vilja þeir fá að sjá tæknina á skemmtilegan hátt, þeir vilja „show busi- ness“.“ Móeiður söng eitt lag, endurhljóðblandað lag eftir Bong, Do You Remember, en í loka- teiti fyrirmannamótsins réði umsjónarmaður þess, Herbert Allen, tuttugu manna jasssveit til að spila undir hjá Móeiði sem vakti að vonum mikla hrifningu. „Þetta var óundirbúið,“ segir Móeið- ur, „en þetta vora svo vanir menn að þeir gátu spilað hvaða lag sem ég stakk uppá.“ Frekari kynningar eru framund- an, því sl. fimmtudag héldu þau Móeiður og Eyþór aftur til Banda- ríkjanna á vegum OZ, að þessu sinni til að taka þátt í Comdex tölvustefn- unni í Las Vegas, stærstu tölvu- stefnu heims, en þar kynnir OZ í samfloti við Creative Labs nýja tækni. Að þeirra sögn er það sam- starf vænlegt fýrir OZ því Creative Labs sé helsti framleiðandi hljóð- korta í heiminum. Á Comdex treður Móeiður upp með svipaða dagskrá sem verður útvarpað úr bás Creative Labs í aðra bása. Leitað að framtíðarstraumum Áður en spjallinu lauk var okkur hent út af Ed’s Diner, ekki tala, bara éta, segir þjóninn dónalega, og við hrökklumst inn á krá í nágrenn- inu, The Coach and Horses, en þar inni ræður ríkjum sigurvegari í keppninni um dónalegasta barþjón Bretlands. Hann er þó hvers manns hugljúfi að sjá, en hreytir þó öðru hvora út úr sér ónotum til aðstoðar- manna sinna, en brosir til kúnnanna; kannski er hann bara dónalegur við sitt heimafólk. Þegar við tökum upp spjallið segir Eyþór að menn séu sífellt að leita að framtíðar- straumum í tölvumálum og vænlegt að veðja á tónlist að hans mati. „í nánast hverri ein- ustu tölvu sem seld er í dag er geislaspilari og sífellt algengara að menn spili tónlist í tölvunni sem gerir að verkum að hún er að færast úr svefnherberginu inn í stofuna og keppir beint við sjónvarpið um afþreyingar- hlutverkið. Á sínum tima sögðu menn að hugbúnaður seldi vélbúnað og það má yfír- færa til dagsins í dag sem svo að innihald selji hugbúnað. Öll helstu tölvufyrirtækin hafa áttað sig á að innihaldið er það sem skiptir meginmáli og þannig miðar til að mynda Microsoft allt sitt starf í dag við inni- hald. Dæmi um breytta hugsun i hugbúnaðar- sölu er það að Netscape hefur misst af lest- inni í vefhugbúnaðargerð, fyrst og fremst vegna þess að þar á bæ átt- uðu menn sig ekki á því að það þurfti innihald til, ekki var nóg að vera með yfirburðastöðu á mark- aðnum. í stað þess að fara út í samstarf til að mynda við CNN, eins og þeir hefðu getað, heyrast bara kvartanir og kvein frá höfuð- stöðvunum, kærur á Microsoft og álíka. OZ áttaði sig á því fyrr en sambærileg fyrirtæki hvert stefndi og það hefur haldið því í fremstu röð alnetsfyrirtækja víða um heim. Það skiptir almenning engu máli hvað fyrirbærið kallast og hvaða tækni liggur á bak við það, aðalatr- iðið er hvort það sé skemmtilegt eða ekki.“ Lagst í ferðalög Frekari ferðalög eru framundan hjá Móeiði og Eyþóri, því eftir kynn- inguna halda þau til Bretlands að halda áfram vinnu við plötuna með þeim de Angelis og Chill, og síðan liggur leiðin aftur til Bandaríkj- anna, því haldin verður mikið OZ hátíð á tónleikastað í New York í tengslum við Intemet World-kaup- stefnuna 11. til 13. desember. Á Intemet World verður OZ með „bás sem verður ekki bás, það verður eitthvað skiýtið", segir Eyþór. Til stendur að kynna nýja tækni frá OZ 12. desember og síðar þann dag verður haldin OZ-hátíð í Irving Plaza, 1.500 manna stað, sem stendur ítólf tíma, en staðurinn verður opinn frá 18.00 til 6.00. Þar syngur Móeiður og OZ verður með allskyns uppákomur í tónlist og sýndarveruleika, en auk þess sem þar er að fínna fyrsta flokks hljóðkerfi er hann sér- staklega vel netvæddur með skjái um allt. „Við erum að skipuleggja þetta sem stendur, að undirbúa samrana tölvutækni og tónlist, að gera eitthvað spennandi," segir Móeiður og bætir við að eins víst sé að fleiri íslenskir tónlistarmenn taki þátt og einnig breskir, plötusnúðar og hljómsveitir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.