Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 23
MOWGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 B 23 ATVIN NUAUGIYSINGAR Sölumaður Óskum eftir starfskrafti til sölumannsstarfa. Um er að ræða fullunnar vörur úr fiski til verslana og mötuneyta. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., fyrir 22. nóvember, merktar: „Sölumaður - 18180“. Pfpulagningamenn Pípulagningamenn óskast sem fyrst. Næg verkefni framundan. Upplýsingar í síma 893 3632, Guðmundur. Húsalagnirehf. Kennsla í stærð- fræði og dönsku Flensborgarskólinn óskar að ráða kennara í stærðfræði á vorönn 1996. Einnig vantar skólann stundakennara (10-18 vikustundir) í dönsku. Allar nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 565 0400 eða 555 0560. Skólameistari. Laus staða símavarðar Laus er til umsóknar staða símavarðar á aðalskiptiborði Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Æskilegt er að umsækjandi hafi kunnáttu í ensku og einu norðurlandamáli. Nánari upplýsingar um starfið veitir skrif- stofustjóri eða starfsmannastjóri í síma 552-2400. Umsóknir sendist starfsmanna- stjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík, Baróns- stíg 47 á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Laun samkvæmt kjarasamningi ríkisstarfs- manna. Umsóknarfrestur er til 3. desember nk. Staðan veitist frá 1. janúar nk. Nordisk Akva & Fiskeriblad leitar að áskriftarsölumanni utan Noregs. Blaðið er þekkt fagblað á sviði fiskveiðia og fiskeldis og flytur fréttir úr atvinnulífinu frá öllum Norðurlöndunum. Við bjóðum há sölulaun og gott upplýsinga- streymi. Hafið samband við Robert Noss og fáið nán- ari upplýsingar. Sími 00 47 56 30 67 60. Sendiráð Bandaríkjanna Starfskraftur við heimilishjálp Sendiherra Bandaríkjanna óskar eftir að ráða starfskraft við heimilishjálp. Vinnutími er 30 stundir á viku, aðallega á morgnana. Ef unnið er umfram 30 tíma, er gefið frí í staðinn. Starfið felst, ásamt öðru, í: Öllum almennum þrifum á heimilinu, þvottum og framreiðslu- störfum í veislum. Umsóknareyðublöð má fá í móttöku sendi- ráðsins á Laufásvegi 21 milli kl. 8 og 17. Umsóknir skulu vera á ensku og skilist til sendiráðsins fyrir kl. 16 miðvikudaginn 20. nóvember nk. Q grNndi Baader185 Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Heilsugæslan íReykjavík. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Framhaldsskóla- kennarar! Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja eru lausar til umsóknar eftirtaldar stöður á vorönn: Heil staða raungreinakennara (efnafræði, líf- fræði, og/eða eðlisfræði). Heil staða kennara í stærðfræði. Hálf staða kennara í logsuðu/rafsuðu. Þá er einnig laus til umsóknar frá 1. janúar 1997, staða kennara við nýja starfsbraut fyr- ir nemendur með sérþarfir. Námið er tilraun- arverkefni og er skipulagt í samstarfi við Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, Þroska- hjálp, grunnskóla og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. í starfinu felst m.a., skipulag og umsjón með brautinni auk náins samstarfs við fyrrgreinda aðila. Æskilegt er að umsækjendur séu með sérkennsluréttindi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum framhaldsskólakennara. Frekari upplýsingar um stöðurnar veitir skólameistari í síma 421 3100. Umsóknir þurfa að berast skólameistara fyr- ir 16. desember. Skólameistari. Grandi hf. óskar eftir að ráða Baader mann á frystitogara. Eingöngu kemur til greina maður sem hefur mikla reynslu af viðhaldi Baader 185 flökunarvéla. Skriflegum umsóknum skal skilað á skrif- stofu Granda, merktum: „Baader 185“. Nánari upplýsingar veitir Torfi Þ. Þorsteins- son í síma 550 1000. Starfsmaður íframleiðsludeild Marel hf. óskar að ráða starfsmann í raf- eindasamsetningu fyrirtækisins. Starfið felst í því að raða íhlutum á prentplötur. í þessu starfi eru fyrir tveir starfsmenn. Starfið krefst nákvæmni, þolinmæði og natni. Góð sjón er mikilvæg, Fólk vant fíngerðri handavinnu kemur helst til greina. Um er að ræða vinnu á góðum vinnustað, sem er í stöðugum vexti og uppbyggingu. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu Marel hf. Umsóknum skal skilað til Marel hf., Höfða- bakka 9,112 Reykjavík fyrir mánudaginn 25. nóvember nk. Marelhf., Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, sími 563 8000 - fax 563 8001. Sölumaður óskast Stórt og virt heildsölufyrirtæki á höfuðborg- t arsvæðinu óskar eftir sölumanni til starfa nú þegar. Starfið felst í sölu á fjölbreyttu vöruvali fyrir stóreldhús, veitingastaði og til bakara um allt land. Nauðsynlegt er að við- komandi uppfylli eftirfarandi skilyrði: • Sé reglusamur, hafi frumkvæði og geti starfað sjálfstætt. • Sé stundvís, með góða framkomu og heið- arlegur. • Hafi bifreið til umráða. • Sé vanur sölumennsku eða hafi góða þekkingu á matargerð og/eða bakstri. (h Launakjör og starfsaðstaða eru til fyrirmynd- ar fyrir réttan aðila. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Framtíðarstarf -18184“, fyrir 30. nóvember nk. Bókari/ritari FJÁRMÁLAFYRIRTÆKI í REYKJAVÍK óskar eftir að ráða bókara sem fyrst. Skilyrði er, aðviðkomandi hafi haldgóða reynslu af tölvu- færðu bókhaldi, s.s. umsjón fylgiskjala, merk- ingum, færslum og afstemmingum. Vinnu- tími er kl. 9-17. Um mjög gott starf er að ræða í góðu starfsumhverfi hjá traustu og framsæknu fyrirtæki. SÉRHÆFT FYRIRTÆKI í miðborginni óskar eftir að ráða ritara í framtíðarstarf. Krafist er mjög góðrar tungumálakunnáttu (enska, norðurlandamál, íslenska) auk reynslu af rit- ara-/skrifstofustörfum. Viðkomandi þarf að vera þjónustulundaður og lipur í mannlegum samskiptum. Verður að geta byrjað strax. Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvem- ber nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9-14. Fólk og þekking Lidsauki ehf. V Skipholt 50c, 105 Reykjavík sími 562 1355, fax 562 1311 Framleiðslustjóri Verkstjóri IilUWAH Brunnar hf. var stofnaö í janúar 1994 og hjá fyrirtækinu starfa í dag 21 starfsmaöur. Brunnar hf. er öflugt og framsækiö framleiöslu- fyrirtæki í örum vexti á sviöi málmiönaöar. Fyrirtækiö framleiöir m.a búnaö fyrir sjávarútveg og matvælavinnslu s.s. blakkir, millitransara, víramælingavélar og úrsláttarbúnaö fyrir frystiæki. Brunnarhf. er umboösaöili fyrir Onteclsvélarsem framleiöir fljótandi ís. Óskum eftir að ráða í eftirfarandi stöður: Framleiðslustjóri I starfinu felst áætlanagerð og fram- leiðsluskipulagning, yfirferð teikninga, efnisval ög styrkleikaútreikningar fyrir nýjar vörur. Framleiðslustjóri ber ábyrgð á gæðum framleiðslunnar. Við leitum að verkfræðingi eða tæknifræöingi með reynslu og/eða þekkingú úr málmiðnaði. Framleiðslustjóri þarf að vera skipulagður og eiga gott með að umgangast fólk. Verkstjóri I starfinu felst m.a. dagleg verkstjórnun í framleiðsludeild. Við leitum að góðum verkstjóra með reynslu og menntun úr málmiðnaði. Verkstjóri þarfa að vera búinn góðum stjórnunarhæfileikum og eiga gott með aö leiðbeina starfsfólki. Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Flagvangs hf. merktar..Framleiðslustjóri" eða „Verkstjóri" fyrir 25. nóvember n.k. ' Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík S(mi: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang hagvang@tir5kyrr.is Heimasíöa http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RADNINGARMÚNUSTA Réttþekking á réttum tlma -fyrir rótt fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.