Morgunblaðið - 17.11.1996, Side 17

Morgunblaðið - 17.11.1996, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1996 B 17 Morgunblaðið/RAX vinum sínum upp á dvöl á Riu Palace Macao, auk annarra dvalarstaða í þessu fagra landi, þar sem Heimsklúbburinn hefur numið land. I áðurnefndri göngugötu, sem ber heitið Karíbastræti, eni litlar litskrúðugai' bygging- ar í dæmigerðum dóminikönskum stíl, og eru þar verslartir, veitingahús og líkamsræktar- stöð, að ógleymdu diskótekinu Pacha, sem er opið til klukkan fjögur á morgnana. Eitt kvöldið gerðum við tilraun til að fara á diskó- tekið, en komumst að raun um að „diskóárin“ okkar eru að baki. Hávaðinn var að drepa mann, en bersýnilegt að yngra fólkið kunni að meta trukkið. í Karíbastræti eru líka ferðaskrifstofur, sem bjóða upp á alls kyns skoðanaferðir um nær- liggjandi svæði og einn morguninn fengum við hringingu frá „Star Tours“, sem bauð okkur í flugferð til eyjunnar Saona og inni í ferðinni var sigling um Chavón-ána“ þar sem verð- Iauna-kvikmyndin „Apolacypse Now“ var fest á filmu. Þetta leiðir hugann að því að Dóminik- ana er eftirsótt land til kvikmyndagerðar vegna hinnar ósnortnu hitabeltisnáttúru og má Dóminikana vissulega snauður að veraldlegum gæðum. Hrörlegur húsakostur kemur við kaunin á manni og á tæknisviðinu eni þeir mörgum áratugum á eftir. Og óneitanlega bregður manni dálítið við að sjá krakkana hlaupa berrassaða úr kofunum út í morgunsól- ina. Hér ferðast menn líka um á ösnum! Ekki er þó allt sem sýnist, eða hvað? Dóminikanar eiga nefnilega fjársjóð sem fáir í heiminum geta státað af. Okkur félögun- um bar saman um að náttúrufegurð væri þar meiri en í öðrum löndum sem við höfum komið til og það sem meira er, hún virðist að mestu óspillt þrátt fyrir fimm alda áþján vestrænnar verkmenningar í löndunum í kring, þar sem keppikeflið virðist vera að umbreyta skógum og gróðri í steinsteypu og hraðbrautir. Þetta, ásamt sérlega mildu veðurfari, er kannski ástæðan fyiár því að þetta fólk virðist að mörgu leyti vera sáttara við sjálft sig og umhverfi sitt en við, hinir farsímavæddu og intemettengdu Vesturlandabúar. Eftir dvöl í Dóminikana fer maður óhjákvæmilega að endurmeta ýmislegt í eigin lífsstíl. Það er til lítils að fara þarna suð- í sögu landafundanna miklu gegnir eyjan Hispaniola lykilhlutverki. Þar stofnuðu Spán- verjar sína fyrstu nýlendu og þar stendur nú elsta höfuðborg nýja heimsins, Santo Dom- ingo. Dómkirkja borgarinnar er hin fyrsta sem reist var í vesturheimi, vígð árið 1511, og þar stendur enn Alcazarhöll, sem fjölskylda Kól- umbusar lét reisa í upphafi 16. aldar. Segja má að í gamla borgarhlutanum í Santo Domingo tali sagan til manns við hvert fótmál. Sjálfur varð Kristófer Kólumbus frá sér numinn af hrifningu vegna fegurðar og land- gæða þessarar eyju, sem innfæddir kölluðu Bohio, og þýðir „móðir allra landa“. Kólumbus nefndi eyjuna Isla Espanola eða Hispaniola, eins og hún heitir á enskri tungu. í bréfi til spænsku konungshjónanna Ferdinands og Isabellu, skrifar aðmírállinn meðal annars: „Trúið mér, yðar hátignir, að þessi lönd eru svo góð og gjöful, einkum á þessarí eyju Espanola, að enginn gæti lýst þeim né trúað þessu án þess að sjá þau.“ Og um hina inn- fæddu skrifar hann: „Yðar hátignh• mega trúa því að hvergi á byggðu bóli fínnst betra né ljúfara fólk. Það elskar náungann eins og sjálft sig, er öllum öðrum bliðmálla, auðsveipt og glaðvært. Og yðar tignir mega trúa því, að samskipti þeirra eru til fyrirmyndar og kóng- urinn hefur undraverða framkomu og er eink- arháttvís. Það er unun aðsjáþetta allt.“ Brosandi augu Hversu einkennilegt sem það hljómar virð- ast þessi orð Kólumbusar eiga við enn í dag. Þegar við fórum í þorpin til að ljósmynda tók- um við eftir því að fólkið var í fyrstu afar feim- ið við okkur og barnslega einlægt og saklaust í viðmóti. En það er stutt í brosið. „Það sem mér finnst fallegast við þetta fólk er brosið,“ sagði ljósmyndarinn. „Það kemur beint frá hjartanu. Þetta fólk brosir með augunum." Vissulega orð að sönnu og hvað náttúrufegurð- ina snei-tir stendur hvert orð sem Kólumbus sagði. Landið er í raun einn samfelldur aldin- garður og, þótt ótrúlegt megi virðast, lítið breytt frá því Kólumbus steig þar á land. Gróð- urinn nær frá fjallstoppum niður í flæðarmál, þar sem hnetutré og kókospálmar sveigjast inn yfir mjúka ströndina. Maður getur svo sannar- lega með hreinni samvisku tekið undir með Kól- umbusi: „Það er unun að sjá þetta allt.“ KARABISK lífsgleði á götum úti. ■ - I KARIBASTRÆTI eru litlar litskniðugar byggingar í dæmigerðum dóminikönskum stfl. IRENE var eins og fædd í fyrirsætuhlutverkið, ilcvöld í sdl og sumaryl. geta þess að hluti af stórmyndinni „Jurassic Park“ var einmitt kvikmyndaður þai'. Síðasta kvöldið sem við dvöldum á hótel- svæðinu var efnt til „götuveislu“ í Karíbastræti og var þá mikið um dýrðir. Hljómsveith- spiluðu á götuhomum, innfæddii' sungu og dönsuðu í litríkum klæðnaði og veitingar bomar fram á gangstéttunum. Þegar hér var komið sögu var farin að lyftast brúnin á ferðafólkinu frá Evr- ópu, menn komir með lit og í skræpóttan ldæðn- að að hætti heimamanna, og meira að segja Þjóðverjamir famir að brosa út í annað. Karab- íska lífsgleðin var að taka sér bólfestu í blóðinu og til þess var líka leikurinn gerður. Raunveruleg lífsgæði? Lúxuslíf á afgirtum hótelsvæðum í Dóminikana er þó aðeins önnur hliðin á mann- lífinu þar. Hin snýr að fólkinu sjálfu og það er kannski þar sem menn greinir dálítið á. Sann- leikurinn er sá að margir verða fyrir hálfgerðu áfalli þegar þeir fara fyrst út í sveitir landsins. Á vestrænan mælikvarða er almenningur í ureftir með hroka og sjálfumgleði hins tækni- vædda Vesturlandabúa í farteksinu. Menn verða að grafa eftir náttúrubarninu í hjarta sér, sé það þá enn til staðar, og leyfa því að njóta sín fordómalaust. Og þá vaknar spurn- ingin: Hver eru hin raunverulegu lífsgæði? Við veltum þessu dálítið íyrir okkur félag- arnir á ferð okkar um landið og komumst að þeirri niðurstöðu að líklega væri þetta fólk bet> ur sett í sinni örbirgð, en margt fátækt fólk á Islandi, sem misst hefur aleiguna í harðneskju- legu húsnæðisbasli og situr uppi með milljóna- skuldir það sem eftir er ævinnar. I Dóminikana hafa menn nóg til hnífs og skeiðar þrátt fyrir allt og flestir eru þrifalegii' til fara, þótt auðn- um sé þar vissulega misskipt. Á móti kemur að hugtakið „bankalán" er líklega ekki til í orða- forða almennings suður þar og vísast að fæstir þurfa að hafa áhyggjur af afborgunum. Og ein- hvern veginn vai' það nú svo, að eftir heimkom- una fannst manni „bílsímaliðið" í umferðinni hér heima dálítið brjóstumkennanlegt í saman- burði við náttúrubörnin í Dóminikana. Greinai'höfúndm- gerir sér þó ljóst að sú hrifningarvíma og náttúrudýrkun, sem dvölin í Dóminikana vakti með honum, verður að vera innan skynsamlegra marka og má ekki renna út í marklaust óráðshjal. Það má vitaskuld ýmis- legt betur fara í þessu landi. Hyldjúp gjáin milli milli ríkidæmis og fátæktar er of breið. Á eina hliðina má til dæmis sjá glæsivillur stórstjama á borð við Julio Iglesias og Michael Jacksons, þar skortir hvorki fullkomnustu þægindi Vest- urlanda né tæknibúnað. Á afgirtum hótelsvæð- unum er sömu sögu að segja, þar er allt til alls. í þorpinu hinum megin við ásinn er hinsvegar viðbúið að ekkert rafmagn sé í kofunum og menn baði sig í nærliggjandi ám. Það hlýtur að koma að því að Dóminikanar tæknivæðist til bættra almennra lífskjara og raunar ýmislegt sem bendir til að sú þróun sé hafin. Vonandi ber þjóðin þó gæfu til að ganga inn í nýja öld án þess að eyðileggja þau verðmæti sem náttúra landsins felur í sér. Því eitt er víst, að í þessu fagra landi er veruleikinn oft eins og draumur og þar geta draumar orðið að veruleika.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.