Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 26
26 B SUNNUÐAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ R AÐ AUGL YSINGAR A i&J KÓPAVOGSBÆR Vatnsendaland - breytt aðalskipulag Tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 1992-2012 auglýsist hér með skv. 17. og 18. grein skipulagslaga nr. 19/1964. í tillögunni felst að í íbúðarsvæði sunnan og vestan Dimmuhvarfs er stækkað og að sama skapi dregið úr stærð athafnasvæðis. Einnig er í tillögunni gert ráð fyrir því að fyrirhuguð tengibraut inníVatnsendaland (af Breiðholts- braut) færist austar á kafla. Uppdrættir ásamt skýringarmyndum verða til sýnis á Bæjarskipulagi Kópavogs, Fann- borg 2, 4. hæð, frá kl. 9-15 alla virka daga frá 18. nóvember 1996 til 6. janúar 1997. Athugasemdum eða ábendingum skal skila skriflega til Bæjarskipulags, eigi síðar en kl. 15.00, þann 20. janúar 1997. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Kópavogs. TILKYNNINGAR Listasjóður Pennans íslenskir myndlistarmenn Auglýsing um umsóknir úr sjóðnum árið 1996. Styrkir úr Listasjóði Pennans verða veittir í fimmta sinn um nk. áramót. Umsóknir þurfa að berast stjórn sjóðsins fyrir 1. desember 1996. Sérstök umsóknareyðublöð og reglur sjóðs- ins fást í verslunum og á skrifstofu Pennans. Perminn hf, Hallarmúla 4, pósthólf 8280, 128 Reykjavík, sími 540 2000, fax 568 0411. Starfsleyfistillögur fyrir Álverksmiðju Columbia Ventures Company Grundartanga í samræmi við ákvæði 63. gr. í 8. kafla meng- unarvarnareglugerðar nr. 48/1994, ásamt síðari breytingum, um starfsleyfi fyrir at- vinnurekstur, sem valdið getur mengun, liggja starfsleyfistillögur fyrir Columbia Vent- ures Company, Grundartanga frammi til kynningarfrá 11. nóvembertil 23. desember 1996 á eftirtöldum stöðum: - Skilmannahreppi, Hagamel 16, Skil- mannahreppi. - Hvalfjarðarstrandarhreppi, Félagsheimil- inu Hlöðum, Hvalfjarðarstrandarhreppi. - Afgreiðslu Heilbrigðiseftirlitis Akranes- svæðis, Stillholti 16-18, Akranesi. Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillög- urnar skulu hafa borist Hollustuvernd ríkisins fyrir 23. desember 1996. Rétt til að gera athugasemdir við starfsleyf- istillögurnar hafa eftirtaldir aðilar: 1. Sá sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsmenn og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi. 2. íbúar þess svæðis sem ætla má að geti orðið fyrir óþægindum vegna mengunar. 3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem málið varðar. Reykjavík 31. október 1996, Hollustuvernd ríkisins, Mengunarvarnir. Húsnæðisnefnd Garðabæjar óskar eftir íbúðum til kaups Garðabæ Um er að ræða 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúð- ir, hámarksstærð félagslegra íbúða er 130 fm brúttó. Leitað er eftir íbúðum að ein- faldri gerð og án bílskúrs. Um staðgreiðslu getur verið að ræða fyrir réttar eignir. Þeir, sem hafa áhuga, eru beðnir að senda nafn og símanúmer, ásamt nákvæmri lýsingu á íbúðinni og verðtilboði, á bæjarskrifstofu Garðabæjar í umslagi, merktu: „Húsnæðis- nefnd Garðabæjar". Frekari upplýsingar veitir fulltrúi nefndarinn- ar, Hrund Grétarsdóttir, á milli kl. 10-12 á bæjarskrifstofunum við Vífilsstaðaveg eða í síma 565 8500. Húsnæðisnefnd Garðabæjar. Smáþjóðaleikar 1997 Framkvæmdanefnd Smáþjóðaleikanna 1997 óskar eftir tilboði í gerð verðlaunapeninga fyrir leikana sem haldnir verða í byrjun júní 1997. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Ólympíu- nefndar íslands. Upplýsingar gefa Stefán Konráðsson í síma 581-3377 og Barbara Wdowiak í síma 568-7380. Tilboðum skal skila fyrir 15. desember nk. til Barböru Wdowiak, skrifstofustjóra Ólympíunefndar íslands, Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Auglýsing um styrki til heilsárshótela Samgönguráðuneytið auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til markaðsaðgerða fyrir heilsárshótel á landsbyggðinni. Til ráðstöfunar er 15 milljón króna fjárveiting á fjárlögum fyrir árið 1996. í umsóknum komi fram til hvers fénu skuli varið, skipting kostnaðar, áætlaður afrakstur af viðkomandi átaki, markhópar sem átak beinist að, fyrri reynsla umsækjenda á sama sviði og annað sem máli skiptir. Gert er ráð fyrir að umsækjendur leggi fram fé á móti. Úthlutun annast þriggja manna nefnd skipuð af samgönguráðherra. Umsóknum skal skilað til samgönguráðu- neytisins fyrir 10. desember 1996 merktum: Samgönguráðuneytið, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu 150, Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir samgönguráðu- neytið í síma 560 9630. Samgönguráðuneytið, 14. nóvember 1996. FUNDIR - MANNFA GNAÐUR Iðntæknistofnun 11 Matvælaframleiðendur Er hægt að nýta innra eftirlit (GÁMES) til að minnka rýrnun við framleiðslu og sölu matvæla. Námskeið í gæðastjórnun og innra eftirliti í matvælaiðnaði fimmtudaginn 21. nóvember. Upplýsingar í síma 567-7000. Iðntæknistofnun. Al-Anon samtökin Opinn afmælis- og kynningarfundur AL-ANON samtakanna verður haldinn mánu- daginn 18. nóvember 1996. Fundurinn verð- ur haldinn í Bústaðakirkju, og hefst kl. 20.00. Kaffiveitingar verða að fundi loknum. Allir velkomnir. Aðalfundur Aðalfundur Krýsuvíkursamtakanna og Krýsu- víkurskóla verður haldinn, laugardaginn 23. nóvember kl.10.00 í Hinu Húsinu 2. hæð, Aðalstræti 2. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Allir félagar velkomnir. Minningarfyrirlestur um Ólaf Jensson prófessor verður haldinn laugardaginn 23. nóvember klukkan 13.00 í Háskólabíói í sal 4. Fyrirlesari er Peter Donnelly, prófessor og forseti tölfræðideildar Oxfordháskóla og yfir- maður vísindaráðs íslenskrar erfðagreiningar. Erindið nefnist: The language of the genes: What modern genetics can tell us about our origins. Háskóli íslands og íslensk erfðagreining. Málþing háskólamenntaðra ferðamála- fræðinga „Hagnýtt gildi rannsókna íferða- þjónustu11 Félag háskólamenntaðra ferðamálafræðinga (FHF) heldur sitt þriðja málþing föstudaginn 22. nóvember í Mörkinni 6, í húsi Ferðafélags íslands. Málþingið hefst kl. 14.00. Fundarstjórar: Inga Sólnes, gæðafulltrúi á Hótel Sögu og Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður þró- unarsviðs Byggðastofnunar. Dagskrá: 14.00-14.05 Setning. Sigrún Sigmunds- dóttir, ferðamálafræðingur. 14.05-14.50 „Tourism Resarch - and its Practical Use" Prófessor John E. Fletcher, forstöðumaður „The International Centre for Tourism and Hospitality Research" við háskólann í Bour- nemouth í Englandi. 14.50- 15.10 Fyrirspurnir. 15.10- 15.40 Kaffiveitingar. 15.40-15.55 „Frá flugfélagi til ferðaþjón- ustufyrirtækis" Helga Þóra Eiðsdóttir, deildarstjóri markaðs- rannsókna hjá Flugleiðum. 15.55-16.10 „Rannsóknir - grundvöllur stefnumótunar í ferðamálum" Rögnvaldur Guðmundsson, ferðamálafræð- ingur, formaður FHF. 16.10- 16.25 „Gistináttatalning og ferða- venjukönnun Hagstofu íslands". Rut Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Hagstofu íslands. 16.25-16.40 „Hlutverk rannsókna í upp- byggingu ferðaþjónustu á íslandi" Þórólfur Þórlindsson, prófessor og varafor- maður Rannsóknarráðs íslands. 16.45- 17.45 Pallborðsumræður með frum- mælendum. Fyrirspurnir. 17.45- 17.50 Þingslit. Arnar Már Ólafsson, ferðamálafræðingur. 17.50- 19.00 Veitingar. Þinggjald: Kr. 1.500. Skráning: s/fax. 555 4130 og s. 553 1766.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.