Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 B 9 Morgunblaðið/Kristinn Svona eftir á þá f innst mér ég hafa verið frábærlega heppinn með starfsfólk, þetta var einvalalid sem þoldi vel mikið álag sem fylgdi starfinu. að tala við góðan rithöfund á frið- artímum. Ekki í nóvember eða desember þegar bókin var nýkomin út eða rétt ókomin eða hún ekki selst eins og við höfðum gert okk- ur vonir um eða hann var á þeirri skoðun að hún væri of lítið aug- lýst. Það var mjög ánægjulegt þeg- ar rithöfundar komu í stutta heim- sókn til að ræða málin. Þeir eru menn sem starfa mikið einir og vilja hitta útgefanda sinn til að ræða málin og sjá oft þjóðfélagið mjög skemmtilega úr sinni einveru og góðir höfundar eru klárir menn. Varðandi útgáfustarfið almennt er það mjög ólíkt fjölmiðlun þannig að maður þarf að vera að vinna oft langt fram í tímann og þarf að vera röskur samt, því annars gerist aldrei neitt. Mér fínnst að mörgu leyti út- gáfustarfið meira stressandi en fjölmiðlastarfið. Bókin er svo lengi í vinnslu eða ferill hennar og mað- ur er að velta því fýrir sér hvernig henni verði tekið og maður er hræddur um villur. En auðvitað er þetta margfalt álag fyrir höfund sem er að senda frá sér skáldsögu. Þetta er langt stress sem tekur yfir árið. Hjá Almenna bókafélag- inu var ég í fimm ár og hætti þar 1991. Þá fór ég að vinna hjá Ið- unni við útgáfustörf í eitt og hálft ár.“ Og þú ert snemma kominn með fjölskyldu og búinn að stofna heim- ili. „Já, ég var fjölskyldumaður frá því að ég var átján ára. Kona mín er Valgerður Stefánsdóttir. Hún er forstöðumaður Samskiptamið- stöðvar heyrnarlausra og heyrnar- skertra. Ég var að byija í öðrum bekk og hún í þriðja bekk Mennta- skólans við Tjörnina þegar við kynntumst. Við eigum fjögur börn, Stefán, sem er 24 ára, og er hag- fræðingur nú búsettur í París, Valgeir Þórður er 16 ára, Guðni 14 ára og Hrefna 7 ára.“ Fjölmiðlamaðurinn og dagskrárstiórinn Og þá eru tímamót á starfsferli Sigurðar Valgeirssonar. Hann hef- ur störf við fjölmiðla. „Þann tíma sem ég var í útgáf- unni var ég með pistla í útvarpinu stöku sinnum og skrifaði pistla í blöð, gerði nokkra sjónvarpsþætti og kom aðeins við á Bylgjunni eitt sumar og var þar í þætti með Halla Thorsteins. Þetta var spjall- þáttur og góður undirbúningur fyrir Dagsljós þegar ég gerðist rit- stjóri þáttarins. Dagsljós var nýr þáttur sem ég fékk að móta frá grunni. Egill Eðvarðsson, sem er reyndur dag- skrárgerðarmaður, vann þetta á móti mér og við þróuðum það í umræðum okkar á milli og réðum í þáttinn kunnáttufólk sem hafði flest starfað eitthvað við fjölmiðla. Þetta var mjög skemmtileg vinna og við vorum eins og samrýnd fjöl- skylda. Við sáum t.d. um útsend- inguna frá Þingvöllum 17. júní 1994, níu tíma útsendingu, Dags- ljósfólkið, og það er ánægjuleg minning um verkefni sem heppnað- ist að flestra dómi vel. Svona eftir á þá finnst mér ég hafa verið frá- bærlega heppinn með starfsfólk, þetta var einvalalið sem þoldi vel mikið álag sem fylgdi starfinu. Þar var oft mikið rifist og kom til ágreinings eins og gengur og ger- ist en það var svona reglan að lok- um að öll dýrin í skóginum væru vinir. Ég byija svo hér sem dagskrár- stjóri 1. maí í vor þegar ég var ráðinn úr stórum hópi umsækj- enda. Ég hafði orðið mikla reynslu sem útgáfustjóri hjá bókaútgáfu, sem blaðamaður og ritstjóri og við fjölmiðlun, ýmist í útvarpi eða sjón- varpi, og setið í ýmiss konar úthlut- unarnefndum, kvikmyndasjóðs, norrænu bókmennta- og bóka- safnsnefndinni, stjórn Norræna kvikmyndasjóðsins og þannig myndað samband við hina ýmsu listamenn og fannst það spennandi verkefni að fást við starf dagskrár- stjóra og sótti því um starfið. Maður fær reynslu í því sem ég kalla svona að vera menningarleg- ur dyravörður. Standa í dyragætt- inni og ýmist að hleypa inn eða segja að sé fullt. Það má segja að það sé ekki glæsilegur titill en rím- ar við ýmislegt sem maður hefur verið að gera.“ Ertu ekki kominn í eins konar draumastarf fjölmiðlamanns? „Jú, mér finnst það. Það hefur verið rætt um það árum saman að fé til innlendrar dagskrárgerðar verði að auka og vissulega þarf það. Ef maður hugsar til þess að þetta er eini staðurinn þar sem unnin er einhver innlend dagskrá þá er þetta mest spennandi starf sem ég gat hugsað mér og mig langar til að spila sem best úr þeim peningum sem ég hef. Það er eina röksemdin sem ég hef í baráttunni og ef mér tekst að nýta þá'fjármuni á sem hagkvæmastan hátt vona ég að finnist einhveijir fleiri sjóðir hér innan ríkissjón- varpsins til þess að auka vægi inn- lendrar dagskrár. Ég hef trú á því að við finnum það fé með endur- skipulagningu og sparnaði innan stofnunarinnar. Þetta er mjög lifandi starf og maður umgengst skapandi og skemmtilegt fólk og þetta er að mörgu leyti mótunarstarf sem mér hefur alltaf fallið mjög vel, að setja eitthvað upp á teikniborðinu, hleypa því af stokkunum, koma góðu fólki saman og síðan ekki síður þegar allt er farið af stað þá þarf maður að vera á þönum að reyna að bæta hér og þar og fella annað út vegna þess að þann- ig er þetta. Þetta er svona barátta og ég er þannig innstilltur að ég hef gaman af baráttu.“ Hvað er helst á dagskrá hjá lista- og skemmtideild í vetur? „Það sem ég fór af stað með í vetur var Stundin okkar, Nýjasta tækni og vísindi, síðan er það ungl- ingaþátturinn Óið. Ég fór út í það að minnka Dagsljósið og hafa það eftir fréttir fjóra daga í viku og mér frnnst það hafa tekist mjög vel. Nú, ég byijaði með Hemma núna í haust aðra hveija viku og gamanþáttinn Örninn er sestur og spjallþáttinn Á elleftu stundu. Eft- ir áramót kemur Spaugstofan á hveiju laugardagskvöldi. Af frekari áformum sem ég hef vil ég fyrst og fremst auka leikið efni og þá vil ég fara eins ódýra leið og góða og ég sé færa og það er hugmynd sem ég er að vinna að núna, og Sunnudagsleikhúsið er vinnutitillinn á því, það er að setja fimm höfunda af stað, hver þeirra skrifar þijá tuttugu mínútna þætti og þeir ráða hvort þeir hanga saman eða eru stakir og þeim eru settar ákveðnar skorður og þetta er tekið upp í stúdíói að mestu leyti og þeir hafa ákveðið rými og síðan ætlum við að taka upp þessa fimmtán þætti næsta vor og sýna síðan kannski sex eða níu þætti fyrir jól á næsta ári og um vorið ’98 og þá er ég að vonast til þess að allt heppnist vel. Þetta á allt að gerast í samtímanum og fjallar um mannlífið í dag. Hvað varðar heimildakvik- myndagerð þá erum við með ákveðin áform um að taka þátt í námskeiði í handritagerð og jafn- vel að vera með skýrari línur um hvað við viljum og auglýsa meðal kvikmyndagerðarmanna, taka við hugmyndum og kaupa á ákveðnum tímapunkti í janúar heimildamynd- ir. En hvað almennt varðar heim- ildakvikmyndagerð þá vil ég skipu- leggja nánar fram í tímann og hafa jafnframt gjarnan með þeim umræðuþætti. Þá er væntanlegur á dagskrá eftir áramótin heimilda- þáttur sem forveri minn Sveinbjörn I. Baldvinsson keypti og er í dag- skrárgerð Steingríms Dúa Másson- ar. Hann fór til Bandaríkjanna og talaði þar við þijá íslenska tónlist- armenn, Jón Pál Bjarnason, Áma Egils og Skúla Sverrisson.“ Er það ekki rétt að þið verðið t.d. með heimildamynd um Guð- mundar- og Geirfmnsmálin á dag- skrá eftir áramótin? „Jú, jú, eftir áramótin, og það var ég sem keypti það. Það er Sigursteinn Másson sem er hand- ritshöfundur og Einar Magnús Magnússon er dagskrárgerðar- maður. Þetta eru tveir þættir og það getur orðið mjög spennandi. Ég reikna með að verða með um- ræðuþátt í tengslum við þættina. Svona almennt þá vil ég efla leiklist í sjónvarpi, gera einfalda þætti í framleiðslu. Ef ég fengi meiri pening vildi ég reyna að ná samvinnu við önnur Norðurlönd um að gera t.d. annaðhvort seríur eða íslenskar myndir. Ég hef líka metnað til að gera stærri leikrit um jól og páska ef maður ætti meiri pening og ef maður ætti ennþá ennþá meiri pening þá myndi manni finnast spennandi að taka upp íslenskt verk úr leikhús- unum. Og ef maður ætti ennþá, ennþá, ennþá meiri pening þá myndi ég vilja endursýna valin verk sem sjónvarpið hefur tekið í gegnum árin en það hefur verið erfitt vegna þess að það er svo dýrt.“ Hvað um dagskrána nú um jól og áramót? „Ég ætla að vera með jólaþátt á annan í jólum sem ekki hefur verið áður og reikna með að fá Gauja litla sem var hundrað og sextíu kíló þegar hann byijaði hjá okkur og Svanhildi Konráðsdóttur til að sjá um hann. Við ætlum að sýna mynd Hilmars Oddssonar, Tár úr steini, á annan í jólum. Við erum svo með viðtal við Áshkenazy og útsendingu frá Berlínarsinfón- íunni. Þá erum við með tvær bama- myndir, önnur þeirra heitir Mýsla litla byggð á sögu eftir Jennu Jens- dóttur gerð af Agli Egilssyni og Tréð eftir Jón Egil Bergþórsson. Þá er Jólastundin á sínum stað og sirkus Ronaldó, sem var á listahá- tíð, er líka á dagskrá. Nú, áramót- askaupip er í fullri vinnslu undir stjóm Ágústs Guðmundssonar og hann hefur fengið nokkuð marga handritshöfunda til liðs við sig og skaupið er á dagskrá á gamlárs- dag.“ Hver er hlutur deildarinnar af fjárhagsáætlun sjónvarpsins í ár? „Þetta er stærsta deildin og hlutur okkar er um tvö hundrað milljónir og annað eins fæ ég t.d. með þjónustu, tæknideildar og leik- myndadeildar. Um þessar mundir er ég að gera áætlun fyrir næsta ár og þá vonast ég náttúrlega til þess að fá sæmilega sneið af kök- unni og vonandi aukningu, alla- vega finnst mér það ekki óeðlilegt miðað við það sem allir tala um, að auka veg íslenskrar dagskrár- gerðar. Þetta er alveg tvímæla- laust algjört forgangsverkefni hjá sjónvarpinu vegna þess að það er auðvitað þetta sem fólk vill sjá í miðlinum sem það borgar afnota- gjöld fyrir. Tilvera ríkissjónvarps- ins byggist á öflugri íslenskri dag- skrárgerð. Ég geri þær kröfur um gæði efnisins, að það sé nægilega frambærilegt og ég vil vera grimm- ari við að vísa frá og taka bara það til sýningar sem ég er mjög ánægður með. Ekki neitt sem er ódýrt og ég hálfánægður með. Það sem dagskrárstjóri hér þarf að hugsa um, er að deildin sé vel skipulögð og að sé ekkert bruðl og að nýtist sem best peningar skattgreiðenda. Mér finnst hvað varðar þessar einkareknu sjónvarpsstöðvar eins og Stöð 2 að mörgu leyti ótrúlegt hvað þeim tekst að halda samúð bæði stjórnvalda og almennings miðað við hversu lítið þær sinna innlendri dagskrárgerð. Beinharð- ar tölur sýna að í samkeppni um áhorf þá berum við af, það er svo einfalt." Sigurður Valgeirsson stóð upp úr stól dagskrárstjóra, strauk yfir skeggið, horfði um stund yfir að Esjunni og hafði orð á því í lokin að sjónvarpið byggi yfir óvenju- miklum fjársjóði, sem væri þijátíu ára saga skemmtunar, frétta, menningar og lista, sem ríkissjón- vai-pið hefur fært þjóðinni frá því að það hóf útsendingar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.