Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Þjóðverjar segja að varast beri auknar iðnaðamjósnir Usseldorf. Reuter. Fargjöld flugfélaga munu hækka Genf. Reuter. FLUGFÉLÖG heims hafa lagt til að flugfargjöld í heiminum verði hækk- uð um 3% til að bæta upp rúmlega 40% aukningu eldsneytiskostnaðar á þessu ári að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaga, IATA. Fyrirhuguð fargjaldahækkun tek- ur gildi 15. desember ef hún fær tilskilið samþykki ríkisstjórna. IATA sagði í yfirlýsingu að hækkunin mundi stuðla að því að koma arð- semi flugfélaga aftur í samt lag. Ákvörðuninm var tekin á þriggja daga lokuðum fundi í aðalstöðvum IATA í Genf. Bjó í helli í þijátíu ár Teheran. Reuter. STARFSMENN félagsmálastofn- unar í íran hafa fundið fimmtug- an Irana sem hefur búið í helli frá því eiginkona hans yfirgaf hann fyrir þremur áratugum. Maðurinn var hálfnakinn og fannst á afskekktu svæði í mið- hluta Isfahan-héraðs. Vegna ein- angrunarinnar gat hann lítið tal- að en starfsmennirnir komust þó að því að hann hefði flutt í hell- inn eftir að konan yfirgaf hann, að sögn íranska dagblaðsins Kay- han. Maðurinn var fluttur á sjúkra- hús en slapp þaðan og fór aftur í hellinn. Yfírvöld ákváðu þá að sjá honum fyrir helstu lífsnauð- synjum meðan leitað er að ætt- ingjum hans. KAY Nehm, alríkissaksóknari í Þýskalandi, hefur varað forsvars- menn atvinnulífsins í landinu við vaxandi iðnaðarnjósnum Rússa og Austur-Evrópumanna og segir, að þær kosti kosti þýsk fyrirtæki hundruð milljarða kr. árlega. Nehm sagði, að með endalokum kalda stríðsins hefði dregið úr hem- aðarlegri spennu milli austurs og vesturs en iðnaðarnjósnir hefðu stóraukist. Kvað hann hafa verið áætlað, að þær kostuðu þýskt at- vinnulíf á íjórða hundrað milljarða króna árlega og væri þá líklega farið varlega í sakimar. Nehm sagði, að tilgangur iðn- aðarnjósnanna væti tvíþættur, ann- ars vegar væm þær oft mjög ábata- Segja þær kosta þá hundruð milljarða kr. árlega samar og hins vegar þyrftu leyni- þjónusturnar að réttlæta áfram- haldandi starfsemi sína. Beindust njósnimar ekki aðeins að stórfyrir- tækjum, heldur ekki síður að þeim smáu enda auðveldara vegna minni öryggisráðstafana. Margs konar yfirvarp Stórvirkastar em leyniþjónustur Rússa og Austur-Evrópuríkja en einnig koma við sögu ríkin í Suð- austur-Asíu og kommúnistaríki eins og Norður-Kórea og Kína. Njósnaramir hafa ekki aðeins áhuga á rannsóknum, sem hafa oft kostað gífurlegt fé, heldur einnig á öllum áætlunum fýrirtækja og verktilboðum. Oft er njósnuram komið fýrir í alþjóðlegum stofnunum, stundum er efnt til samstarfs við þýsk fyrir- tæki í þeim tilgangi einum að njósna um þau og stundum er komið á fót dótturfyrirtækjum í Þýskalandi eða annars staðar á Vesturlöndum, sem era ekkert nema skálkaskjól fyrir njósnir. Nehm lagði áherslu á, að njósn- irnar væru ekki aðeins áhyggjuefni einstakra fyrirtækja, heldur vörð- uðu þær efnahagslega afkomu þjóð- arinnar. KINNSIA HEILSUSETUR ÞÓRGUNNU Kvöld- og dagnámskeið í andlitsnuddi og yngjandi punkta- nuddi ásamt græðandi ilmolíu- nuddi á andlit, háls, bringu og herðar. Einnig námskeið í sjálfsnuddi og shiatsubaknuddi. Verð 5.000 kr. Sérstakur fyrirtækja- og hópaf- sláttur. Gjafakort í nuddtíma, dag eða helgarnámskeið er heil- brigð og góð gjöf. Upplýsingar og innritun á milli 12 og 14 virka daga í síma 562 4745. I.O.O.F. 3 = 17811188 = Dd I.O.O.F. 19 = 17711188 = O □ Mímir 5996111819 I 1 Frl. I.O.O.F. 10=17711188 = DN. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. □ Helgafell 5996111819 VI 2 fcímhjnlp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16. Mikill almennur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður Óli Ágústsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Árleg hátíðarsamkoma Sam- hjálpar verður í Fíladelfíu, Hátúni 2, nk. sunnudag 24. nóvember kl. 16.30. Fjölbreytt dagskrá. Allir hjartanlega velkomnir. Samhjálp. Fjallgöngurífimm heimsálfum Óvenjuleg og áhugaverð mynda- sýning verður þriðjudaginn 19. nóv. nk. klukkan 20.30 í sal Feröafélags íslands, Mörkinni 6. Aðgangseyrir 500 kr. Kaffi og kökur í hléi. Þrír úr hópi reynd- ustu og víðförlustu fjallamanna landsins segja frá úrvali ferða fimmtán ára ferils. Hreinn Magnússon sýnir mynd- ir af fjallaklifri á íslandi, einkum ísklifri og vetrarferðum. Ari Trausti Guðmundsson sýnir myndir úr leiðöngrum i Bólivíu, á Istor-O-Nal og Shisha Pangma. Helgi Benediktsson sýnir mynd- ir úr Ölpunum, frá Mt. McKinley, Mt. Kenya, mörgum svæðum í Nepal og frá Garwahl. Seglagerðin Ægir og MAX styrkja myndasýninguna. Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Sunnudagaskóli kl. 11.00. Hjálpræöissamkoma kl. 20.00. Miriam Óskarsdóttir talar. Mánudagur: Heimilasamband kl. 16.00. Rauðarárstíg 26, Reykjavík, símar 561 6400,897 4608 Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altaris- ganga öll sunnudagskvöld. Prestur: Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Fjölskyldusamkoma í Aðal- stræti 4B kl. 11.00 f.h. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Sr. Magn- ús Björnsson kennir. Almenn samkoma í Breiðholts- kirkju kl. 20.00. Friörik Schram talar um hvernig Jesús leysir fólk og læknar í dag. Mikil lof- gjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. v\\ l/y Nýja postulakirkjan, Ármúla 23, 108 Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 11.00 Wilhelm Leber, svæðispostuli, þjónar. Verið hjartanlega velkomin í hús Drottins. Orð Iffsins, Grensásvegi8 Samkoma og sunnudagaskóli f dag kl. 11. Ásmundur Magnússon prédikar. „Fyrstu skrefin" í kvöld kl. 20.00. „Að leiðast af Andanum", kennsla á miðvikud. kl. 20. Jódís Konráðsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir! Haldið verður helgarnámskeið i ilmolíumeðferð og sogæðanuddi helgina 23.-24. nóvember. Leið- beinandi er Selma Júlíusdóttir, ilmol- íufræðingur. íá VEGURINN Krístið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Morgunsamkoma kl. 11.00. Einar Gautur Steingrímsson prédikar. Skipt í deildir. Kvöldsamkoma kl. 20.00. John Beynon frá Englandi prédik- ar. Allir velkomnir. | Pýramídinn- andleg miðstöð Sigurveig Buch, spámiðill, les í bolla, tarotspil, víkingakort, dul- skyggnispil og rúnir. Símar 588 1415 og 588 2526. Pýramídinn - andleg miðstöð Opið hús föstud. 22. nóv. næmi og innsæi. Opnað kl. 20. Aðgangur kr. 500. Símar 588 1415 og 588 2526. Kletfurimt^ Kristið samfélag Sunnudagur 17. nóv. kl. 16.30: Samkoma í Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Predikun: Jón Þór Eyjólfsson. Mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Drottinn vill finna þig! Barnastarf meðan á samkomu stendur. Miðvikudagur kl. 20.30: Bibliulestur. Allir velkomnir. Hverfisgötu 105,1-hæð, simi 562 8866 Predikun kl. 20 í kvöld. „Trú í tilvistarkreppu" - seinni hluti. Hilmar Kristinsson predik- ar. Frelsishetjurnar - krakkakirkja kl. 11.00 sunnudagsmorgun. Þriðjudagskvöld: Kl. 20 almenn samkoma. Föstudagskvöld: Bænastund kl. 20. GEN-X kvöld kl. 21 fyrir unga fóikið. Opið hús til kl. 01.00. Allir velkomnir. Vertu frjáls, kíktu í Frelsið. leifsson, hug- iál i læknir og reiki- meistari, býður upp á reikiheilun ásamt nemend- um sinum. Gestir fá að reyna sitt JÓGASTÖÐIN HEIMSLJOS Kripaiujóga: Byrjendanámskeið íjóga 19. nóv.-5. des. á þri/fim kl. 20-22. Leiðbeinandi: Guðfinna St. Svav- arsdóttir, jóga- kennari. Kenndar verða undirstöðuæfingar Kripalujóga, teygj- ur, öndunaræfingar, hugleiðsla og slökunaraðferðir. Uppl. og skráning í síma 588 4200 milli kl. 13 og 19. Jógastöðin Heims- Ijós, Ármúla 15. Aðalstöðvar KFUMog KFUK, Holtavegi 28 Almenn samkoma í dag kl. 17.00. Ræðumaður: Hrönn Sigurðardóttir. Fögnum fyrir Drottni! Barna- og unglingasamverur á sama tíma. Fyrirbæn í lok samkomunnar. Allir eru hjartanlega velkomnir. Kristilegt félag heilbrigðisstétta Fundur verður haldinn í safnað- arheimili Grensáskirkju mánu- daginn 18. nóvember kl. 20. Marteinn Steinar Jónsson, sál- fræðingur, fjallar um efnið: Geta syndir feðranna komið niður á börnunum? Séra Magnús Björnsson segir frá ferð sinni til Pakistan. Allir velkomnir. Pýramídinn - andleg miðstöð Marianne Suhr, sálfræðingur, heilari og leið- beinandi í hawaii- ískri seiðmenn- ingu, heldur tvö námskeið, auk þess að taka fólk í einkatíma í þessari viku. Kvöldnámskeið 20. nóvember kl. 20.00-23.00: Máttur kærleik- ans. Verð 3.500 kr. Helgarnámskeið 23.-24. nóvem- ber kl. 10.00- 18.00 báða daga: Hawaiiísk seiðmenning. Verð 10.500 kr. inniheldur léttan hádegisverð báða daga. Einkatímar í ráðgjöf, heilun og skyggnilestri 19., 20. og 21. nóvember. Verð 3.000 kr. Skráning á námskeið/einkatíma í síma 588 1415. KROSSINN Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Barnagæsla er meðan á samkomunni stendur. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MORKINNI6 - SlMI 568-2533 Laugardagur 23. nóvember Ársháti'ð (uppskeruhátíð) Ferðafélags íslands Þetta verður sannkölluð upp- skeruhátíð fyrir alla félaga, ekki félaga, ferðalanga, ekki ferða- langa og aðra sem vilja mæta, en auðvitað eru allir hjartanlega velkomnir á fyrstu árshátíð Ferðafélagsins í eigin félags- heimili í Mörkinni 6. Dagskrá: Gestum verður heilsað með for- drykk og Ijúfum gítartónum kl. ' 19.00 er húsið verður opnað. Glæsilegt veisluhlaðborð, fjöl- breytt skemmtiatriði, happ- drætti með góðum vinningum, dans fram á nótt. Við viljum sér- staklega hvetja þátttakendur úr ferðum sumarsins til að mæta og hitta ferðafélagana. Verð að- eins 2.900 kr. Pantanirog miðar á skrifstofunni, s. 568 2533, fax 568 2535. Nýbýlavegi 30, Kópavogi, gengið inn Dalbrekkumegin Hugleiðslukvöld í kvöld. Munið hugleiðslukvöldin okkar öll sunnudagskvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. í kvöld leiðir Jór- unn Oddsdóttir. Jóga Jóga í hádegi 10 tímar fram að jólum, þriðjudaga og fimmtu- daga kM2.10-13.10. Leiðbein- andi ' Sigrún Olsen. Sími 554 1107 milii kl. 9 og 12. Munið: skráning á Heilsubótar- daga í Kjarnalundi um áramótin er í Sjálfefli. í desember verður sérstök að- ventudagskrá. Auglýst síðar. Atli og Gugga auglýsa: Miðilsfundir, einkatímar og hóp- tímar, lækningamiðlun og fyrir- bænir. Atli og Gugga hafa verið við þjálfun hjá Kristínu Þor- steinsdóttur sl. þrjú ár og hafa nýlega hafið störf með góðum árangri. Pantið tíma milli kl. 9 og 12 virka daga í síma 554 1107. FERDAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2S33 • Vífilsstaðahlíð - Grunnu- vötn - Heiðmörk Ekið að Maríuvöllum og gengið þaðan að Hjöllum. Verð kr. 800. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Föstudaginn 22. nóv. kl. 20.00 - Tunglvaka 29. nóv.-1. des.: Aðventuferð til Þórsmerkur. Brottför kl. 20.00 föstudag. Kvöldvaka - Aðventustemmning! 31. des.-2. jan. Áramótaferð í Þórsmörk. Nokkur sæti laus. Pantið sem fyrst. Ferðafélag l'slands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Brauðsbrotning í dag kl. 11.00. Ræðumaður Svanur Magnús- son. Almenn samkoma kl. 16.30, vitnisburðir frá nemendum Biblíuskólans í Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng, barna- gæsla fyrir börn undir grunn- skólaaldri. Láttu sjá þig, þú ert innilega velkomin(n)! Dagskrá vikunnar framundan: Miðvikudagur: Lofgjörð, bæn og biblíulestur kl. 20.00. Föstudagur: Krakkaklúbbur kl. 18.00 fyrir öll börn á aldrinum 3ja til 12 ára. Unglingasamkoma kl. 20.30. (/) Hallveigarstcg 1 • símí 561 4330 Dagsferð 17. nóvember kl. 10.30: Þjóðtrú, skrímsli. Sögnin um Kleifarvatnsskrímslið og þau álög, sem á vatninu eru talin hvíla. Skoðaður verður Austur-Engjahver, stærsta leir- hverasvæði á Suðvesturlandi. Verð kr. 1.000/1.200. Dagsferð 24. nóvember Kl. 10.30 Kjalarnes, Hofsvík - Brautarholt. Helgarferð 22.-23. nóvember Jeppadeild Útivistarstendurfyrir ferð á Skeiðarársand, þar sem ætlunin er að skoða afleiðingar hlaupsins. Lagt er af stað á föstudaginn kl. 20.00 og gist á Kirkjubæjarklaustri. Hægt er að koma inn í ferðina á laugardags- morgun kl. 10.00 við hótelið á Klaustri. Verð 1.500/1.800 á bíl, gisting 800 kr. á mann. Ganga þarf frá pöntun miðvikudaginn 20. nóv. Helgarferð 29. nóv.-1. des. Kl. 20.00 Aðventuferð í Bása. Jólaundirbúningurinn byrjar með aðventuferð í Bása. Ferð fyrir alla fjölskylduna. Fararstjóri Lovísa Christiansen. Munið útivistarræktina alla mánudaga og fimmtudaga kl. 18.00. Netslóð http://cwww.centrum.is/utivist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.