Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ IÞÆTTINUM Dagsljósi var hann hinn rólegi og yfirvegaði stjómandi, svolítið alvörugefínn, og minnti á kennara í bamaskóla sem staðráð- inn er í að halda uppi ströngum aga, stundum var hann þó kíminn og sá greini- lega skoplegar hliðar á ýmsum málum og þá var líkt og losnaði um spennuna sem óneitanlega fylgir því að vera nánast daglega gestur inn á tugþúsundum heimila á íslandi. Sigurður G. Valgeirsson situr nú í stóli dagskrárstjóra innlendrar dagskrárdeildar ríkissjónvarpsins og í því starfi er hann líklega einn áhrifamesti maðurinn í menningar- málum þjóðarinnar. Það er ekki að sjá að sú upphefð hafi stigið honum til höfuðs. Hann er rólegur og yfirvegaður og gerir sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir starf- inu. Það var í þeim tilgangi að kynn- ast örlítið nánar nýjum dagskrár- stjóra og kunnum fjölmiðlamanni og að forvitnast um vetrardag- skrána og það sem framundan er á dagskrá ríkissjónvarpsins að ég átti við hann viðtal á skrifstofu hans í sjónvarpshúsinu. Esjan var komin í vetrarskrúð- ann og það var norðannepja við Laugaveginn, strekkingsvindur og svolítið frost, en innan dyra í sjón- varpshúsinu birta og ylur og í eins konar glerbúri á þriðju hæð er rit- ari dagskrárstjóra með aðsetur við símaborð og bauð góðan daginn þegar ég kom þar og ýtti á takka og grámáluð hurðin inn á skrif- stofu dagskrárstjórans opnaðist og þar sat Sigurður G. Valgeirsson í voldugum stól með háu baki, við stórt hringlaga skrifborð og átti von á mér og fyrir framan hann voru ýmiss konar skjöl á borði og haugur af pappír. A skrifstofunni er enginn íburð- ur en öllu smekklega fýrir komið í þessu litla herbergi sem dagskrár- stjóri og fýrirrennarar hans hafa mátt búa við. Þar er stór klukka á vegg, mynd með áletruninni, Drottinn blessi heimilið, gjöf til Sigurðar frá vini hans, Tómasi R. Einarssyni, tónlistarmanni, og önnur mynd, plakat í glerramma, mynd Andy Warhoi af Beethoven, auglýsing frá prentfyrirtæki. Þar er einnig Philips sjónvarpstæki og tölva. Sigurður Valgeirsson hefur safnað alskeggi frá því sjónvarps- áhorfendur sáu hann í Dagsljósi á liðnu vori. Skeggið er snyrtilegt og fer dagskrárstjóranum vel þegar vetur konungur ber að dyr- um. Sigurður er fremur lágvaxinn maður, þrekinn, stæltur og frísk- legur í útliti. Hann var í ljósgrárri skyrtu og í dökkbláum gallabux- um. Hann er dökkskolhærður, stuttklipptur og skiptir í miðju og strauk af og til yfir hárið og skegg- ið og var ýmist alvörugefínn eða Sigurður G. Valgeirsson var nýlega ráðinn dagskrárstjóri innlendrar dagskrárdeildar ríkissjónvarpsins. Undanfarin ár hefur Sig- urður starfað við bókaútgáfu, blaðamennsku og fjölmiðlun og haft umsjón með þættinum Dagsljósi hjá Sjónvarpinu. Olafur Ormsson ræddi við Sigurð um nýja starfíð, vetrardag- skrána og ýmislegt sem framundan er á dagskrá Sjónvarpsins, samkeppni sjónvarps- stöðvanna og sitthvað fleira. brosmildur og kíminn. Sigurður hóf að rifja upp bernskuár sín: Uppruni og æskuár „Ég er fæddur árið 1954 í Hafn- arfírði, næstyngstur af sjö systkin- um. Ég fæddist einmitt á nýstofn- aðri fæðingardeild á elliheimilinu á Sólvangi og systkini mín gerðu oft grín að því öll bernskuár mín að ég væri fæddur á elliheimili. Ég var kallaður „Siggi fattlausi". Ég lá yfirleitt fyrir í rúmi og horfði upp í loftið og ef einhver rétti mér höndina þá settist ég upp, en ann- ars var ég var bara svo ánægður með að liggja. Mér fannst það ríma mjög vel að vera fæddur á elliheim- ili. Eg man að ég reif einhvem tíma buxurnar mínar þegar ég var fímm ára. í staðinn fyrir að vera skammaður þá var klappað. Það hafði ekki gerst áður að ég hafði óhreinkað mig eða rifið mig. Mað- ur lá bara og las bækur eftir að maður lærði kornungur að lesa, þrjár bækur á dag. Foreldrar mínir voru báðir úr Hafnarfírði, Valgeir L. Guðlaugs- son sem var prentari og síðar versl- unarmaður og Hrefna Sigurðar- dóttir sem var kjólasaumameistari og vann við það framan af og var síðan verslunarmaður og fékkst við símavörslu. Þau fluttu til Reykjavíkur þegar ég var fimm ára. Þá bjó ég í Skerjafírði til átta ára aldurs og flutti þaðan á Grund- arstíginn og þar var ég þar til ég var tólf ára að við fluttum í Vog- ana og svo í Fossvoginum þar til ég stofnaði eigið heimili í Vogunum og á unglingsárunum tengdist ég mest Vogunum. Þegar ég er að alast þar upp áttu þar heima ýms- ir menn sem nú eru orðnir þjóð- kunnir. í mínum árgangi voru Frið- rik Þór, Einar Már og Örnólfur Thorsson var ágætis kunningi minn og síðan vinur minn í menntaskóla. Bubbi og Tolli ólust þama upp í hverfinu og ég man mjög vel eftir þeim bræðrum. Hverfið var svona Breiðholt síns tíma og þarna var gaman að alast upp og heilmikið líf og þarna var mikið af krökkum með mjög mis- munandi bakgrunn. Þarna bjó mest millistéttarfólk eða alþýðu- fólk og það var mjög þægilegt.“ Og á unglingsárum ertu kominn í hljómsveit? „Já, já, í Vogunum var maður í unglingahljómsveit og átti þann draum að verða heimsfrægur trommuleikari. Síðan lauk þeim ferli um tíma. Áhuginn var samt alltaf fýrir hendi og áhugi fyrir rokkinu. Ég var með í Nýja komp- anínu löngu seinna þegar ég er kominn yfir tvítugt. Þá settumst við niður og æfðum og spiluðum stundum fimm daga í viku og ég fékk þá útrás og spilaði á trommur en hefði samt aldrei getað hugsað mér að leggja það fyrir mig að spila á trommur. Meðlimir Nýja Kompanísins voru auk mín Tómas R. Einarsson, Sigurður Flosason, Sveinbjörn I. Baldvinsson og Jó- hann G. Jóhannsson. Við gáfum út plötu, Kvölda tekur, og spiluðum víða, bæði í útvarpi og sjónvarpi. Þetta var mikið frumsamin tónlist sem við spiluðum og svo útsett þjóðlög auk standarda. Hljómsveit- in starfaði í um það bil tvö ár. Bernskuminningar þínar frá Hafnarfirði eru þá óljósar? Já, þær eru mjög óljósar. Síðan flutti ég aftur til Hafnarfjarðar fyrir um það bil tólf árum og bý þar. En það er svolítið fyndið að ég er samt alltaf aðkomumaður þó ég sé upprunalegur. Ég þekki ekki mína jafnaldra úr Hafnar- firði. Ég er ekki gaflari þannig slío. Maður lítur kannski svona frekar á sig sem Reykvíking." Menntun og skfilaganga Þar kemur að því að Sigurður fer úr bamaskóla inn á hefðbundn- ar námsbrautir og þá hefst nýr kapítuli í lífi hans. Hann hallaði sér aftur í stól dagskrárstjóra, spennti greipar, strauk yfir hárið og skeggið og varð svolítið hugs- andi á svipinn þegar hann lét hug- ann líða til skólaáranna. „Já, úr bamaskóla í Vogunum fer ég þessa hefðbundnu leið. Ég fór í landspróf og síðan í Mennta- skólann við Tjörnina sem var mjög skemmtilegur skóli sem margir úr Vogaskólanum fóra í og rímaði kannski ágætlega við Vogana. Það var ákveðin lausung þar. Það var verið að reyna t.d. á okkur frjálsa mætingu. Skólinn var þá nýtekinn til starfa. Það var verið að gefa okkur frelsi og athuga hvort það þroskaði okkur ekki. Ég velti því stundum fyrir mér hvaða áhrif það hefði á mig úr því að það var mætingafrelsi og efna- fræði var klukkan átta hvern ein- asta morgun, þá þurrkaði ég bara efstu línuna úr stundaskránni og mætti klukkan níu. Ég var utan skóla bæði í þriðja og fjórða bekk. Ég hékk líka mikið á Landsbóka- safninu, las þar og var ekki svo mikið í skólanum en umgekkst að vísu mikið fólk úr skólanum." Var ekki fjölbreytt félagslíf meðal nemenda? Þarna hafa auð- vitað verið skólaskáld? „Jú, jú. í skólanum var Einar Kárason og hann hafði þá skrifað smásögu og Guðný Halldórsdóttir kvikmyndagerðarmaður sem var í skólanum sagði að mig minnir í dómi um söguna að það væri gott að hlusta á hljómsveitina Santana á meðan maður læsi söguna eftir Einar Kárason vegna þess að Sant- ana væri mjög góð hljómsveit. Með óbeinum hætti að sagan hefði ekki verið svo góð en mætti gera sér hana svona bærilega með því að hlusta á hljómsveitina undir lestri. Þá voru þarna líka Einar Már og Guðlaugur Arason. Það var þarna mikill listrænn rembingur. Ég man að ég orti þarna ljóð og skrifaði eitthvað. Það var meira eins konar flipp en að það væri einhver alvara þar að baki.“ Vora nemendur ekki þjóðfélags- lega sinnaðir og róttækir þarna á árum Víetnamstríðsins? „Jú, jú, mjög. Róttæka félagið var til og öflugt. Ég hef aldrei verið í neinum stjórnmálaflokki eða tekið þátt í pólitísku starfi. Ég átti einmitt vini sem voru vinstri- sinnaðir en ég átti einnig mjög hægrisinnaðan vin, Óskar Magnús- son, sem nú er forstjóri Hagkaups og var bekkjarbróðir minn og góð- ur vinur. Það er ánægjulegt að rifja það upp að ég hélt stundum boð fyrir alla þessa vini mína sem fór yfir- leitt mjög vel af stað. Svo var það uppúr miðnætti, þá sagði einhver af þessum róttæku vinum mínum: - Merkilegt að þú skulir geta set- ið þarna og verið að hjala við þenn- an íhaldskurf. Þá fór yfirleitt allt úr böndum og friðurinn var úti. Þarna í Menntaskólanum var einnig Halldór Guðmundsson, út- gáfustjóri Máls og menningar. Ég kynntist honum ekki svo mikið í menntaskóla en betur síðar í Há- skóla íslands. Ég lauk stúdents- prófi 1974 og fór þá í íslensku og bókmenntafræði í háskólann og lauk BA-prófí í íslensku árið 1979. Síðan fór ég í leikhúsfræði eftir háskólann og fór þá til Kaup- mannahafnar og var þar eitt ár.“ Hvað vakti þá fyrir þér? Fórstu í framhaldsnám? „Nei. Raunverulega ætlaði ég að nota mér þessa leikhúsfræði inná cand. mag. stig í íslensku eða tengja hana eitthvað við fram- haldsnám í íslensku hér heima. Ég var svona óráðinn hvort ég ætlaði að vera lengur eða skemur í Kaup- mannahöfn og ákvað að hafa þetta bara eitt ár. Þegar ég kom heim þá byrjaði ég aðeins í námi á cand. mag. stigi í íslensku en varð fljótlega próf- arkalesari hjá Vísi.“ Blaöamaður og útgáfustjóri Sigrún Sigurðardóttir ritari var svo elskuleg að færa okkur mola- sopa og kom inni í herbergið bros- andi og lét bakka á borðið fyrir framan okkur. Það var snemma morguns og í kuldanepjunni veitti ekki af heitum molasopanum. Gluggi í herberginu hafði staðið lítillega opinn. Sigurður var að hasla sér völl á nýjum vettvangi við heimkomuna frá Kaupmanna- höfn og hallaði sér aftur í stólnum. „Ég byrjaði sem prófarkalesari. Síðan varð ég auglýsingafulltrúi hjá DV í hálft ár og var síðan blaðamaður á DV í tvö ár og gerð- ist þá ritstjóri Vikunnar. Það var mjög skemmtilegt að vinna svona mörg störf í sama geira hjá sama fyrirtæki, Frjálsri fjölmiðlun. Ég kunni mjög vel við blaðamanna- starfíð. Mér bauðst starf sem út- gáfustjóri Almenna bókafélagsins árið 1986 og ákvað að taka því boði. Fyrirtækið var þá enn stönd- ugt og traust. Það var mjög skemmtilegt starf. Það sem var hvað ánægjulegast við vinnuna var

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.