Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VORUM IJÓNHEPPIN MEÐ aldrínum verður oft erfíðara að finna freistingar en forð- ast þær, sagði spakur maður. Þá ætti að mega falla fyrir þeim fleiri. Þessi gáru- höfundur hefur það sér til afsök- unar að brjóta eigin ásetning um að láta liggja milli hluta það sem allir fjölmiðlar eru uppfullir af og leggur hér orð í fullan belg af eldgosi og flóðum undan Vatnajökli, að hann telur það til mestu forréttinda í lífínu að hafa fengið að upplifa frá fyrsta degi öll eldgos sem orðið hafa frá Heklugosinu 1947. Og seinni hluta þessarar aldar hefur eld- gosin ekki vantað eftir langt hlé. Gosið upp úr íshellunni á Vatnajökli með tilheyrandi stór- flóði dregur fram að þekking á þeim öflum sem leysast úr læð- ingi skiptir sköpum. Hvað Gárur eftir Elínu Pálmadóttur Grímsvötnin og Vatnajökul snertir er uppsöfnuð þekking vísindamanna með rannsóknum stórkostleg. Á fyrsta degi gátu þeir sagt fyrir um hvað mundi gerast, að þetta gífurlega flóð mundi koma sneggra en menn þekktu áður. Og að lítið eða ekkert svigrúm mundi gefast þó ekki ekki væri hægt að segja: Nú! Fyrr má nú líka vera miðað við jarðsöguna. Sú þekking, sem tiltæk er um hegðun Vatnajök- uls og Grímsvatna, er alveg ein- stæð í veröldinni. Hvergi í heimi er til kortlagður botninn undir slíkum jökli með eldstöðvum sín- um og landslagi. Þetta kom ekki af sjálfu sér eða var rokið í þeg- ar þurfti. Þegar ég fór fyrst með jöklarannsóknamönnum í Grímsvötn 1959 hafði Jökla- rannsóknafélagið verið stofnað, teknar upp árlegar ferðir til mælinga á hæð Grímsvatna, ákomu á jökulinn o.fl. og þetta áhugamannafélag var búið að byggja skála í Jökulheimum og uppi á Grímsfjalli til að gera slík- ar ferðir mögulegar. Það var snjallt hjá þeim Jóni Eyþórssyni og Sigurði Þórarinssyni að virkja þannig áhugafólk þegar ljóst var að engar fjárveitingar væru fá- anlegar til langtima rannsókna. Þama lagði hópur af harðdug- legu fólki fram tíma, erfíði og fé til að fara með vísindamönn- um á jökul og liggja allan vetur- inn undir snjóbílum til að halda við nauðsynlegum græjum. Allir borguðu fyrir sig. Með auknum rannsóknum komu smám saman aðrir inn í, Orkustofnun og Landsvirkjun þegar farið var að hugsa til að virkja á Tungnaár- svæðinu vatnið af Vatnajökli og Vegagerðin þegar mönnum óx kjarkur og tækni til að huga að vegaframkvæmdum sunnan jök- uls. Raunvísindastofnun lagði til mæla og tæki. Þar þróuðu menn íssjármælana sem reyndir voru á jöklinum undir forustu Helga Bjömssonar jökla- fræðings. Þíðjökla eins og á íslandi er ekki hægt að mæla með sömu tækjum og jökla Grænlands. Og rúsínan í pylsuendanum. Helgi Björnsson, sem Jón Eyþórsson réð ungan og ýtti út í sérfræði- nám um jökla, hefur lokið mæl- ingum og kortagerð af öllu und- irlagi Vatnajökuls, sem er eins- dæmi í heiminum. Þar getum við blátt áfram séð eldstöðvarn- ar, Grímsvötnin, katla og vatns- farvegi og skriðjökla. Þessvegna horfði maður á fyrsta degi með ugg á líkanið af þessu svæði, á gíginn stóra undir Bárðarbungu, sem í mældust jarðskjálftar í námunda við gossprunguna. Virka eldstöð með fullan gíg af ís í 850 m djúpri öskju. Gos úr honum höfum við ekki þekkt síð- an land byggðist, en gæti engu að síður komið. Þegar brým- ar voru settar á hringveginn sunnan jökuls gerðu menn meðvitað ráð fyrir mesta þekkta flóði á þessari öld, vit- andi að það gæti orðið miklu meira. Það hefði líka getað orðið úr Bárðarbungu með ógnarflóði norður og vest- ur af, þar sem virkjanirnar eru. Semsagt við vitum ekki og getum ekki ætlast til að vita hve miklar náttúruhamfarir geta orðið. Bara miðað við það stutta skeið sem við þekkjum. Þetta land okkar er einfaldlega land í sköpun með tilheyrandi ógurleg- um vaxtarverkjum. Megum þakka okkar sæla fyrir þá miklu þekkingu sem tiltölulega nýlega var búið að safna og túlka á Grímsvatnasvæðinu, svo að það varð engum að tjóni. Sem betur fer dreifðist flóðið og Iagðist austar en áður, sem hefur eflaust bjargað obbanum af Skeiðarár- brúnni og vamarveggjunum fyr- ir sveitina austur af, en rústaði í staðinn minni brú á Gígjukvísl. Við vorum ljónheppin. Nýleg snjóflóð eru engu síður umhugsunarverð. Þar verður auðvitað líka eins og á Skeiðar- ársandi að taka mið af skamm- vinnri þekkingu. En þar er áhættupunkturinn alvarlegri því um mannslíf er að tefla. Höfum við kannski í grandaleysi tekið of mikla áhættu með byggð und- ir bröttum fjöllum? Enginn veit hve stór snjóflóð geta hugsan- lega orðið fremur en á Skeiðar- ársandi. Bara hægt að miða við fátæklegar forsendur. íslenskar hamfarir þurfa ekki að hlíta þeim. Súðvíkingar taka ekki þá áhættu eftir bitra reynslu og flytja þorpið sitt á öruggan stað fyrir snjóflóðum. Spumingin er hvort aðrir staðir ættu ekki að minnsta kosti að stöðva bygg- ingar á hættustöðum. Ekki er það einfalt þar sem íslenskir bæir hafa í hveijum fírði byggst á eyrinni þar sem bátar leituðu fyrst vars og stækkað svo upp í hlíðar og út með bröttum fjöll- um. Með bættum samgöngum er vaxandi skilningur á samein- ingu byggða og valið því mun rýmra. Auðvitað verður búseta alltaf eigið val. En er það brúk- leg byggðastefna að ýta undir áhættu? Slíkar spumingar vakna við hamfarir. MANNLÍFSSTRAUMAR l*|ÖDLÍFSÞANKAR/£r slœmt ab hafaþjónustulundf Borgað fyrir greiðanrt UM DAGINN var ég í Grikklandi og þá veitti ég því athygli að þjónar þar í landi voru upp til hópa ekki sérstaklega ánægjulegir í framan meðan þeir þjónuðu fólki til borðs. Það var engu líkara en karlmennskustoltið þyrfti að taka verulega á til þess að láta sér sæma að spyija ferðalanga hvað þeim vanhagaði um eða vildu borða. Ég veit ekki hvort þjónarnir voru orðnir svona þreyttir í lok ferðamannatímans eða gæddir svona lít- illi þjónustulund almennt. Ég hallast þó að því síðarnefnda og hugsaði þess vegna stundum um þá þversögn að lifa á ferðamönnum en geta vart hugsað sér að sinna þeim. Islendingar hafa ekki verið fræg- ir fyrir þjónustulund og sumum fínnst það jaðra við skammaryrði að væna þá um þjónustulund. Þessa afstöðu geta menn kannski haft hér á íslandi — og þó. Við gerum ýmislegt til þess að hæna að ferða- menn og ættum því að sinna þeim vel. Ég er ekki að segja að margir séu ekki til fyrir- myndar á því sviði hér, ég er fremur að tala um við- horf hins almenna borgara til þjón- ustustarfa. I löndum þar sem ferðamanna- þjónusta er aðalatvinnugrein er beinlínis lífsnauðsynlegt að innræta fólki að sinna ferðamönnum með jákvæðu hugarfari og það á við um Grikkland, þar sem ferðamanna- straumur er mikill, ekki síst fólks sem vill skoða hinar merkilegu eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur fornminjar sem þar er að finna og jafnframt sleikja sólskinið sem er steikjandi heitt æði marga daga ársins. Ég hitti tvo þjóna í Grikklandi sem kunnu til verka. Annar kunni að brosa og það var kærkomið eft- ir langt og strangt ferðalag. Hinn kunni reyndar ekki að brosa en hann kunni að koma fram með virðuleika og myndugleika án þess að vera kuldalegur eða fráhrind- andi. Auðvitað hefur hver sinn stíl í lífínu en mér fyrir mitt leyti er sama þótt fólk brosi ekki mikið bara ef það er ekki ónotalegt í framgöngu. Af þessu tilefni fór ég að hugsa um hvað þjónustulund væri, hvernig fólk skildi þetta orð. Ég komst að þeirri niðurstöðu að það þýddi að einhver einstaklingur væri tilbúinn til þess að sinna ýms- um erindum fyrir annað fólk, annaðhvort fyrir borgun eða vegna þess að hann áliti það skyldu sína af öðrum orsökum án þess þó að fínnast það gera sig að minni manni. Við eigum líka annað orð sem íslendingar kunna kannski betur við, það er að vera bóngóð- ur. Þeir sem eru bóngóðir eru til- búnir til að gera öðrum greiða jafn- vel þótt illa standi á og ætlast ekki til nejns endurgjalds. Sennilega eru þeir íslendingar fleiri sem telja sig vera bóngóða en hinir sem telja sig hafa þjónustulund. Það mætti segja mér að þessu væri svipað farið með Grikki. Ef satt er má ætla að báðar þessar þjóðir séu gestrisnar í sínu einkalífi en lítt hrifnar af að þjóna öðrum fyrir borgun. Kannski ligg- ur mismunurinn í viðhorfi þeirra sem við þá skipta. Ferðamaður sem borgar fyrir þjónustu á það kannski til að sýna tómlæti gagn- vart þeim sem þjónar, jafnvel þótt vel sé gert. Þeir eru hins vegar fáir sem sýna tómlæti ef þeim er gerður greiði þegar mikið liggur við. Allir vilja fá umbun, kannski sannast þarna hið fornkveðna — fólk liggur eins og það hefur um sig búið. Þegar til lengri tíma er litið fær líklega hver ferðamaður þá þjón- ustu sem hann á skilið samkvæmt framkomu sinni og hver veitinga- staður þá viðskiptavini sem hann verðskuldar samkvæmt þeirri þjón- ustu sem hann veitir. VERALD ARVAFSTURÆ/v/ sögumar um híla eba skip sem nota abeins vatn sem orku sannarf Aktu bílnum með vatni aðeins IGEGNUM tíðina hafa öðru hvoru komið fréttir um bifreiðar sem ganga eingöngu fyrir vatni. Ekki erum við nú tilbúin að trúa slíkri vitleysu, ha? Enda gildir reglan fræga áfram: Ef það væri hægt, væri fyrir löngu búið að taka slíka byltingaraðferð í notkun. Svo mikið er víst! að ku hafa verið Kristófer Kól- umbus sem spurði menn, sem töldu sig auðveldlega hafa getað gert það sama og hann eftir landa- fundina, hvort þeir gætu látið egg standa uppá end- ann. Nei, það gátu menn ekki. Kólum- bus smellti þá eggi niður á endann þannig að það stóð á brotnum enda. „Ja, þetta hefðum við líka getað,“ sögðu viðmælend- ur hans. - „En munurinn er sá að ég gerði það,“ svaraði hann. Það sama getur fjöllistamaður- inn Carl Cella sagt, því að hann hefur breytt tveimur bílum þannig að þeir ganga fyrir vatni eingöngu. Og áður en við förum í saumana á því hvemig þetta er gert, er rétt að velta hinu fyrir sér: Hvað stend- ur í vegi fyrir því að almenningi sé boðið upp á það sama? Því að hver vildi ekki geta veitt næstu lækjarbunu á eldsneytisgeyminn? Eða hvaða útgerðarfyrirtæki vildi ekki losna við olíukostnaðarliðinn úr rekstrarreikningunum? Cella svarar því þannig, að eftir að hann hafði breytt sínum fyrsta bíl árið 1983 og var farinn að nota eingöngu vatn til akstursins, fór hann í heimsókn í orkuráðuneyti heimalands síns. Tveir fulltrúar þess hótuðu honum í framhaldi af því öllu illu, ef hann reyndi að selja almenningi slíka tækni, „ ... því hefur þú nokkra hugmynd um það hveiju tæki eins og þetta myndi valda í þjóðarafkomu okkar, fengi almenningur not af því?“ Það skyldi þó aldrei vera að ríki vemdi afkomu fárra á kostnað alls almennings? Það er að segja, er almenningur þá ekki lengur ríkið? En hér kemur sem sé nokkuð stytt og einfölduð lýsing Cella á þessari hlutfallslega einföldu tækni fyrir alla efasemdar-Tómasa lands- ins, sem vonandi segja þá allir í kór: Já, ÞETTA hefði ég líka get- að. . . Menn taki eitt stykki bifreið svo sem átta gata bandarískt trylli- tæki, eða t.d. Cadillac Coupé ár- gerð 1979 eins og Cella gerði. Sem sagt góða og stóra vél án innspýt- ingar, því að eyðslan skiptir engu eftir á. Fyrst er bensíntankurinn rifinn undan en plasttankur af svip- aðri stærð settur í staðinn. Púst- kerfíð er líka rifíð undan og sett útgáfa úr ryðfríu stáli eða áli í stað- inn því venjulegir málmhlutir af þessu tagi ryðga af völdum vatns! Salt vatn má alls ekki nota til orku- gjafar. í skottið er sett vetnistæki úr ryðfríu stáli, en teikningu af því er auðvelt að fá og fylgir með í frásögn Cella. Þá þarf nýjan blönd- ung og þrýstingsjafnara milli hans og vetnistækisins frá fyrirtækinu Impco Carburetion í Kaliforníu. Þá er eftir að tengja kerfið með nýjum leiðslum. Nokkra nýja svissa þarf inní mælaborðið. Þegar sett er í gang er kveikt á vetnistækinu og framleiðslan byrj- ar með aðstoð rafgeymis. Um leið er kveikt á dælu sem dælir vatni frá vatnstanknum. Ath.: Ekki frá vatnskassanum! Um leið og þrýst- ingsjafnarinn sýnir þrýsting er svissað á. Þegar vélin gengur sér rafallinn um að veita orku til vetnis- framleiðslunnar. Ef vélin fer ekki strax í gang getur verið að stein- efnin, sem vissulega eru í öllu venjulegu vatni, hafi sest það þétt á endann á jafnstraumsrafskauti innanvert í vetnistækninu að hún kveiki ekki. Þetta er raunar eini stóri gallinn á þessu dæmi: Það þarf að hreinsa þessa enda reglu- lega eða nota aðeins eimáð vatn ella. Framleiðsla vetnisins stöðvast við þetta. Það er áríðandi af hafa gasvent- il á vetnistækinu til öryggis ef súr- efnið sem myndast fer ekki sína leið með bakvatninu beint í vatns- tankinn aftur en ekki inn í vélina líka. Þá yrði ein heljar sprenging álíka og þegar reykt er við opinn bensíntank. í vetnistækinu leitar vetnið að neikvæða skautinu en eftir Einar Þorstein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.