Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 B 11 Bjarni Arason komst í sviðs- i JARNI Arason vann sér sess sem einn af helstu söngvurum þjóðarinn- ar þegar á unga aldri, sextán ára var hann kominn í sviðsljósið sem ungi pilturinn með fullorðnu röddina. Meðal annars fyrir þá sök tók það hann dijúgan tíma að finna sjálfan sig í tónlistinni og það var ekki fyrr en hann hafði náð áttum í einkalíf- inu að hann náði tökum á tónlistinni. í síð- ustu viku kom út nýr diskur frá Bjarna Ara- syni, Milli mín og þín, þar sem hann syngur ýmis ný lög. Bjarni Arason segist hafa gengið með plöt- una nýju í maganum í tvö ár, honum hafi fundist vera kominn tími tii eftir alllangt hlé. „Grétar Örvarsson varð síðan til að stappa í mig stálinu, en hann hef ég þekkt síðan við unnum saman á Hótel Sögu 1987. Hann hafði mikinn áhuga á að ég gæfi út plötu, ætti mitt „comeback“, og á endanum fór svo að hann gefur plötuna út og leggur mikið í hana til að hún heppnist sem best,“ segir Bjami og bætir við að Jón Kjell Seljeseth hafi einnig lagt honum lið og meðal annars séð um útsetn- ingar. Bjarni segist hafa byijað á að leita til ís- lenskra höfunda eftir lögum en útkoman hafi ekki verið nógu góð og því hafi þeir Grétar farið að svipast um eftir lögum í Skandinavíu og víðar. Þar komust þeir í ágæt lagasöfn og ákváðu að taka upp eitt franskt lag, eitt finnskt, eitt bandarískt og tvö norsk lög. „íslensku höfundarnir áttu ekki mikið af lögum á lager og það sem kom passaði ekki við þá heild sem við sáum fyrir okkur,“ segir Bjarni. „Það eru þó íslensk lög á diskn- um, Karen Karen eftir Jóhann Helgason læt ég fljóta með vegna óska fölmargra, Friðrik Karlsson á eitt lag og Grétar á sjálfur eitt lag. Það eru líka gestir á plötunni, Björgvin Halldórsson syngur með mér í einu lagi, titil- laginu, Sigríður Beinteinsdóttir í öðru lagi, jólalaginu á plötunni, Sigrún Eðvaldsdóttir leikur á fiðlu í einu lagi, sérstaklega fallegu lagi. Friðrik Karlsson kom líka hingað til lands til að spila á gítar og félagar hans úr Mezzo- forte, Jóhann og Gulli, spila ryþmann." Viðloðandi tónlist í níu ár SJALFUH Bjarni Arason hefur verið viðloð- andi tónlist í níu ár, þó ekki sé hann nema 25 ára, og í raun merkilegt hvað hann hefur lítið gefið út, því platan nýja er önnur sólóplata hans. Hann hefur þó sungið inn á band fjöl- mörg lög fyrir aðra og inn á safnplöt- ur. Bjami segir að skýra megi það hve lítið hann hafi gefið út að hann hafi byijað of snemma sem söngstjarna. „Ég er þekktastur fyrir að syngja þessi gömlu lög og ég held að það búist allir við svoleiðis plötu, en að þessu sinni hljómar mín rödd og tími til kominn að ég verði ég sjálfur. Á plötunni Þessi eini þarna, sem kom út 1988, var ég sextán ára gamall og vissi vitanlega ekkert hvað ég vildi. Ég var með góðan mann með mér, Jakob Magnússon, en hann spurði mig lítið hvað ég vildi gera, sagði mér frekar hvaða Ieið ég ætti að fara.“ Bjarni segist allt of fljótt hafa komist í sviðsljósið, „sextán ára er ekki beint aldur til að fara að standa í sviðsljósinu, þetta gerðist allt of fljótt, kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Annan daginn var ég óþekktur og þann næsta orðinn heimsfrægur á íslandi. Það er stór biti að kyngja og stóð líka í mér. Þó þessi heimur sé lítill er hann harður og það er margt að varast, það gerist ekkert af sjálfu sér, enginn velgjörðarmaður tók mig undir sinn verndarvæng og sagði mér til, ég varð bara að taka ábyrgð á mér sjálfur og var of ungur til þess.“ Bjarni segir að eftir á að hyggja hafi hann gert allt of mikið af því að syngja annarra lög, „ég var til í að syngja hvað sem er. Það horfir öðruvísi við í dag, ég hugsa málið mjög vandlega hvað ég syng, syng ekki lag bara til að syngja það, og segi oft nei. Á sínum tíma leið mér eins og mér væru allir vegir færir. Söngvari er mjög lengi að mótast, röddin er lengi að þroskast, og segja má að ég sé að ná tökum á röddinni fyrst í dag. Ég fínn sjálf- ur miklar framfarir, en þó ég hafi aldrei lært að syngja lærði ég öndun á sínum tíma þegar ég lærði á trompet sem er góður grunnur.“ Með kollinn i lagi Bjarni var mjög áberandi framan af ferlin- um, en síðan var eins og hann héldi sig til hlés. Hann segir það bæði hafa verið beina ákvörðun en líka hafi aðstæður spilað inní, brennivínið hafi tekið völdin að miklu leyti. „Ég fór að drekka mikið og það var ansi mikið vesen á mér. Ég þurfti að rasa út held ég, en fyrir tveimur árum tók ég mér tak, endurskoðaði líf mitt og tók á málinu. Hluti af því að taka mér tak var líka að taka tón- listarmanninn Bjarna Arason fastari tökum. Maður þarf að ver^ með kollinn í lagi til að geta helgað sig tónlistinni. Ég fór hratt af stað í söngferlinum og svo missti ég einfaldlega tökin. Mér hefur tekist að halda mér frá brennivíninu í tvö og hálft ár og er að gera góða hluti í dag, horfi bjart- sýnn fram á veginn.“ í beinu sambandi við fólkið Þó ekki hafi borið mikið á söngvaranum Bjarna Arasyni undanfarin ár hefur rödd hans heyrst reglulega í útvarpi, því hann hefur ver- ið með vinsælan þátt á Aðalstöðinni. Hann segir það þannig til komið að Ólafur Laufdal hafí fengið hann til þess á sínum tíma að vera með þátt á Aðalstöðinni og fyrir þremur árum hafi hann tekið upp þráðinn að nýju. „Ég kann því vel að vera á útvarpsstöð, kann því vel að vera í beinu sambandi við fólkið sem er að hlusta og fá að heyra það óþvegið ef ég er að segja einhveija vitleysu eða spila leiðinleg lög. Núna er ég á daginn og það er ferlega skrýtið að vera í beinu sam- bandi. Stundum þarf maður að vera í sálgæslu- hlutverki, það er allskonar fólk sem hringir, heilbrigt fólk og geðveikt, fyllibyttur sem hringja á miðjum degi og detta í það með útvarpinu af því þær hafa engan annan til að drekka með. Stundum verður maður að sýna ansi mikla þolinmæði. Mér þykir vænt um að fólk skuli hringja þó tíminn til að spjalla sé misjafn. Góður út- varpsmaður þarf að vera hann sjálfur, að vera ekki að leika einhvern annan. Sumir vilja vera með allskyns stæla, tala íslensku eins og séu þeir bandarískir útvarpsmenn, en það gengur ekki hér, maður á að vera maður sjálfur og Morgunblaðið/Asdís spila góða tónlist og velja hana saman eins og ég sé að hlusta sjálfur. Ég spila melódíska tónlist en ekki þessa músík sem gengur í dag og ég kalla ekki músík fyrir fimm aura. Það má segja að ég sé að spila mína uppáhaldstónl- ist að mestu leyti. Annars er ég alæta á tón- list þó ég kaupi lítið af nýjum plötum. Ég hlusta samt mikið og horfi á MTV, og vissu- lega er margt sem ég hef gaman af, það er fullt af góðum listamönnum til, fantagóðum söngvurum." Elvis-lögin komin í minnihluta Eins og rakið er er Bjarni að fínna sína eigin rödd á nýútkominni plötu, en hann seg- ir að það sé hægara sagt en gert að losna við allt kvabbið um að syngja gamla slagara. „Það er erfitt að hætta að syngja þessi gömlu lög og á örugglega eftir að taka sinn tíma áður en menn hætta að kynna mig sem Elvis hitt og Elvis þetta. Ég kom mér auðvitað í þetta sjálfur og Elvis var minn fyrsti og helsti söngkennari, og þó Elvis-lögin séu kom- in í minnihluta, á ég varla eftir að losna við þau alveg. Víst eru þetta góð lög, en maður á alltaf að reyna að rækta eigin garð, að vera maður sjálfur áður en maður fer að syngja aðra,“ segir Bjami ákveðinn en bætir svo við eftir smá þögn: „Samt langar mig til að taka upp plötu þar sem ég syng öll uppáhaldslögin, gamla slag- ara, en það á ekki að byija á því, það verður kannski næsta plata eða þamæsta." ljósið sextán ára gamall, of ungur að eigin sögn. Arni Matthíasson komst að því að á nýútkominni plötu Bjama er hann að leita að sinni eigin rödd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.