Morgunblaðið - 17.11.1996, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.11.1996, Qupperneq 20
20 B SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLÁÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGA R Viðskipta-/ atvinnutækifæri Af sérstökum ástæðum er til sölu vöruum- boð, sem hefur mikla sérstöðu á markaðn- um. Um er að ræða ábatasaman vöruflokk - efnavöru. Endursöluvara með háa álagn- ingu. Þetta gæti verið einstakt tækifæri fyrir einn til þrjá einstaklinga, sem vilja stofna eigin rekstur með lítilli yfirbyggingu. Rétt er að geta þess, að vörulínan gæti auð- veldlega komið sem viðbót hjá fyrirtæki, sem þegar er í rekstri. Væntanlegur kaupandi fær leiðsögn og þjálf- un sem tryggir honum hraðari aðgang að markaðnum. Verðhugmynd kr. 2.5 - 3.0 millj. með lager. Áhugasamir leggi inn nafn sitt á afgreiðslu Mbl., merkt: „V - 2000“. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Útibússtjórar Stöður útibússtjóra við eftirtalin útibú Landsbankans eru lausar til umsóknar: Útibúið á Húsavík Útibúið á Egilsstöðum og Seyðisfirði. Menntunar- og hæfniskröfur umsækjenda: - Háskólamenntun æskileg, t.d. viðskipta- fræði- eða sambærileg menntun. - Frumkvæði og stjórnunarhæfileikar. - Áhugi á að efla og leita leiða til bættra og aukinna viðskipta og sparnaðar, með hagsmuni bankans og viðskiptamanna að leiðarljósi. - Víðsýni og þægilegt viðmót. - Hæfni til þess að miðla upplýsingum og beita hvatningu. Gert er ráð fyrir tímabundinni ráðningu og möguleika á tilfærslu í starfi síðar. Ráðning er frá 1. janúar 1997. Umsóknarfrestur er til 5. desember nk. Umsóknir sendist til Kristínar Rafnar, starfs- mannastjóra Landsbankans, Laugavegi 7, Reykjavík, er gefur nánari upplýsingar. FJÓROUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREVRI Deildarlæknir á geðdeild Deildarlæknir eða reyndur aðstoðarlæknir óskast til starfa á geðdeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri frá 1. febrúar 1997. Stað- an veitist til 6 mánaða, með möguleika á framlengingu. Geðdeild FSA þjónar fyrst og fremst íbúum Norður- og Austurlands, og viðfangsefni hennar eru fjölbreytt. Á deildinni eru 10 sól- arhringsrými og 8 dagvistarrými. Umfangs- mikil þjónusta er veitt utan deildar, bæði meðferð sjúklinga og ráðgjöf á öðrum deild- um sjúkrahússins og gagnvart hjálparaðilum á þjónustusvæðinu. Ahersla er lögð á gott samstarf fagmenntaðs starfsfólks við grein- ingu, meðferð og endurhæfingu vegna geð- sjúkdóma af öllu tagi. Veitt er bráðahjálp við áföllum og kreppum þegar við á. Deildarlæknir nýtur í starfi sínu kennslu og leiðsagnar þriggja geðlækna deildarinnar, auk stuttra námsferða til Reykjavíkur og sam- eiginlegrar fræðslu með öðrum læknum sjúkrahússins. Umsókn um starfið með upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar yfir- lækni geðdeildar FSA Sigmundi Sigfússyni, sem gefur nánari upplýsingar í síma 463 0100. Umsóknarfrestur er til 20. desember 1996. FjórðungssjúkrahúsiðáAkureyri. SJÁLFSBJÖRG FÉLAG FATLAÐRA I REYKJAVlK OG NÁGRENNI Hátúni 12. pósthótf 5183, sfmi 17868 Hópstjóri Sjálfsbjargarheimilið óskar eftir hópstjóra til starfa nú þegar. Um er að ræða 100% starf, unnið er aðra hverja helgi og ein kvöldvakt í viku. Ekki er um næturvaktir að ræða. Æskileg menntun til starfans er á sviði uppeldisfræði. Þær starfstéttir sem til greina kæmu eru kennar- ar með reynslu af aðhlynningarstörfum, hjúkrunarfræðingar, þroskaþjálfar og sjúkra- liðar. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 1996. Skal umsóknum skilað skriflega til Guðrúnar Erlu Gunnarsdóttur, hjúkrunarfor- stjóra, þar sem nánari upplýsingar fást. Sjálfsbjargarheimilið er aetlað hreyfihömluðu fólki, er þarfnast aðstoð- ar og umönnunar allan sólarhringinn. (búar eru 45 og starfsmenn um 50. Hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, iðjuþjálfi, sjúkraliðar, læknar, Sóknarstarfsmenn og aörir starfsmenn vinna við heimiliö. Við vinnum nú sérstaklega að þvi að auka lífsgæði íbúa heimilisins. Boðin eru góð starfskjör og gott starfsumhverfi á vinnustað í hjarta borgarinnar. Þekkt veitingahús í Reykjavík óskar eftir aðstoðar- framkvæmdastjóra frá og með 1. janúar 1997. Helstu starfssvið: • Stefnumótun. • Kostnaðareftirlit. • Arðsemisútreikningar. • Rekstraráætlanir. • Almenn rekstrarstörf og rekstrarstjórnun. Við leitum að starfsmanni, sem hefur frum- kvæði, dugnað og góða framkomu. Viðkom- andi þarf að eiga auðvelt með mannleg sam- skipti, vera fljótur að setja sig inn í hlutina og vinna vel og skipulega. Æskilegt er að viðkomandi hafi viðskipta- fræðimenntun eða sambærilega menntun. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember og skal umsóknum skilað til afgreiðslu Mbl., merkt- um: „K - 4358“. Öllum umsóknum verður svarað og fyllsta trúnaðar verður gætt. Erfðafræði Laust er til umsóknar starf deildarstjóra við matvæla- og heilbrigðissvið Hollustuverndar ríkisins. Starfið felst í framkvæmd laga nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur. Óskað er eftir háskólamenntuðum manni og er sér- þekking eða starfsreynsla á sviði erfðafræði æskileg. Starfsmaður mun vinna með ráð- gjafanefnd, sem hefur sérfræðiþekkingu á þessu sviði, að gerð leiðbeininga, reglugerða og eftirliti með notkun, sleppingu, dreifingu og markaðssetningu erfðabreyttra lífvera. Einnig markaðssetningu matvæla sem eru framleidd með notkun erfðabreyttra lífvera eða sem innihalda afurðir þeirra. Rannsóknastarf Laust er til umsóknar starf rannsóknamanns við rannsóknastofu Hollustuverndar ríkisins. Starfið felst í undirbúningi og framkvæmd örverurannsókna á umhverfis- og matvæla- sýnum. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun eða reynslu á sviði örverurann- sókna. Umsóknir skulu berast fyrir 1. desember nk. Nánari upplýsingar veita Jón Gíslason og Franklín Georgsson, s. 568 8848. Hollustuvernd ríkisins, Ármúli 1a, pósthólf8080, 128 Reykjavík. Ráðgjöf, þjónusta, eftirlit og rannsóknir á sviði matvæla, mengunarvarna og eiturefna. Viðskiptafræðingur Til umsóknar eru lausar stöður tveggja við- skiptafræðinga hjá Pósti og síma. Staða í Hagdeild. Um er að ræða starf er lítur að innra uppgjöri og úrvinnslu tölfræði- legra upplýsinga. Staða í Starfsmannadeild. Starfið felst í úr- vinnslu tölfræðilegra upplýsinga og sér- hæfðri verkefnavinnslu. Leitað er eftir viðskiptafræðingum sem eiga auðvelt með að taka að sér verkefni sem krefjast agaðra vinnubragða og sjálfstæðis. Nánari upplýsingar um störfin má fá hjá Andrési Magnússyni í síma 550 6474. Umsóknum skal skilað fyrir 2. desember 1996 til Starfsmannadeildar, Landssímahús- inu við Austurvöll, 150 Reykjavík. PÓSTUR OG SÍMI Verðbréfaviðskipti Verðbréfafyrirtœki óskar eftir að róða ráðgjafa til starfa. Stafssviö: Veröbréfamiðlun. Samskipti og samningagerð við seljendur og kaupendur. Ráðgjöf til fyrirtækja og einstaklinga í vali á fjárfestinga- möguleikum. Óskað er eftir manni með reynslu í verðbréfaviðskiptum. Háskólamenntun æskileg. Laust strax. Nánari uppfýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamiega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "Verðbréf 571" fyrir 23. nóvember n.k. Hagvangurhf Skeifan 19 108Reykjavík Sími: 5813666 Brófsími: 568 8618 Netfang hagvang@tirÆkyrr.is Heimasi'öa http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RADNINGAHÞtK^NUSIA Rétt þekking á róttum tlma -fyrir rétt fyrirtæki Rennismiðir Marel hf. óskar að ráða rennismiði í fram- leiðsludeild. Undanfarin ár hefur Marel hf. verið í örum vexti. Nú starfa rúmlega 160 manns hjá fyrir- tækinu, þar af rúmlega 80 í framleiðsludeildinni. Vegna aukinna umsvifa og uppbyggingar á renni- og fræsiverkstæði fyrirtækisins hefur verið ákveðið að fjölga starfsmönnum þar. Um er að ræða framtíðarvinnu á góðum vinnustað með m.a. fullkomnum CNC-stýrð- um vélum. Eldri umsóknir skulu endurnýjaðar. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á skrifstofu Marel hf. Umsóknum skal skilað til Marel hf., Höfða- bakka 9, 112 Reykjavík fyrir mánudaginn 25. nóvember nk. Marel hf., Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, sími 563 8000 - fax 563 8001.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.