Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 B 5 KVIKMYNDIR Jólamyndir kvik- myndahúsanm BRÁÐUM koma blessuð jólin; Hringjarinn frá Notre Dame og Arnold í „Jingle All the Way“. Forstöðumenn kvikmynda- húsanna í Reykjavík hafa undanfarið tekið ákvarðanir um hvaða myndir þeir muni frumsýna um jólin. Kennir þar margra grasa og ef að líkum lætur munu bíójólin í ár vera óvenju fjölskyldu- væn en myndir fyrir alla íjölskylduna, sumar talsett- ar á íslensku, verða mjög áberandi. Hér verður farið yfir helstu jólamyndirnar og nefndar þær myndir sem hugsanlega verða sýndar um áramótin en svokallaðar áramótamyndir hafa mjög verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum. Sambíóin munu frumsýna nokkrar jólamyndir og m.a. í hinu nýja kvikmynda- húsi í Kringl- unni en stefnt er að því að það kom- ist í gagn- ið fyrir jólin og verður fjórða kvikmyndahúsið sem Sambíóin reka í höfuðstaðn- um. Á annan í jólum munu Sambíóin frumsýna nýjustu Disney-teiknimyndina, Hringjarann frá Notre Dame, með íslensku og ensku tali. íslenska talsetn- ingin á eldri Disney-mynd- um hefur tekist aðdáanlega vel og gert mikið fyrir að- sóknina á þær. Þá verður „Jack“ með Robin Williams frumsýnd en hún verður einnig í Háskólabíói. Francis Coppola er leikstjóri og segir myndin af strák sem eldist mun hraðar en aðrir. Þá hafa Sambíóin í hyggju að frum- sýna nýjasta spennutryllinn með Mel Gibson um hátíðim- ar en hann heitir Lausnarfé eða „Ransom" og er í leik- stjóm Ron Howards. Gibson leikur föður sem grípur til eigin ráða þegar syni hans er rænt. Einnig er hugsanlegt að „The First Wives Club“ verði sýnd um jólin. í Háskólabíói verður æv- intýramyndin „Dragon- heart“ auk „Jacks“ en hún er um síðasta eldspúandi dreka ævintýranna. Er hann gerður í tölvu mestmegnis og talar Sean Connery fyrir hann. Mótleikari drekans er Dennis Quaid. Þá sýnir Há- skólabíó nýjustu myndina um Gosa og verður hún sýnd með íslensku tali. Martin Landau leikur brúðusmiðinn en Gosi er gerður í tölvu og með hjálp brúðutækninnar. Hugsanleg áramótamynd Háskólabíós er „Sleepers" eftir Barry Levinson með Brad Pitt og De Niro og Hoffman en myndin er byggð á sönnum atburðum um misnotkun, pyndingar og morð og réttarhöldin sem fylgja í kjölfarið. I Stjörnubíói verður nýj- asta gamanmyndin með Danny DeVito fmmsýnd en hún heitir Matthildur og er gerð eftir samnefndri sögu Roalds Dahls. Eiginkona Danny, Rhea Perlman, leik- ur á móti honum en myndin er fjölskylduskemmtun og fjallar um svolítið sérstaka fjölskyldu svo ekki sé meira sagt. Stjörnubíó hefur einn- ig í hyggju að frumsýna grínmyndina „High School High“ eða Ruglukollar í menntó frá einum úr ZAZ- genginu. í Regnboganum verður nýjasta mynd Amolds Schwarzeneggers fmmsýnd um jólin en hún verður einn- ig sýnd í Laugarásbíói. „Jingle All the Way“ heitir hún og er jólasaga um sér- lega upptekinn föður sem gerir allt hvað hann getur til að ná eina leikfanginu sem sonur hans þráir í jólagjöf en það er vægast sagt af nokkuð skomum skammti. Þá verður teiknimyndin Svanaprinsessan frá Col- umbia Pictures fmmsýnd í Regnboganum um jólin og sýnd með íslensku tali en ánægjulegt er að sjá hve bíó- húsin em iðin orðin við það að bjóða barnamyndir á ís- lensku. Ekki er ákveðið end- anlega hvaða mynd Regn- boginn sýnir um áramótin. Loks er það Laugarásbíó. Þar verður Schwarzeneg- ger-myndin eins og áður sagði en einnig ævintýra- myndin Skuggi með Billy Zane í hlutverki Tímahetj- unnar ósigrandi. Áramóta- mynd bíósins verður svo „Fled“ með Laurence Fish- burne og Stephen Baldwin. eftir Arnold Indriðason 15.000 höfðu séð Guffagrín Alls höfðu um 15.000 ods í aðalhlutverki, „The manns séð Disney-teikni- Glimmer Man“ með Ste- myndina Guffagrín eftir ven Seagal, „Jack“ með síðustu sýningar- helgi í Sambíóun- um. Þá höfðu 17.000 séð Fyr- irbærið, 5.000 höfðu séð „Tin Cup“, 14.500 Dauðasök, 20.500 Tmflaða tilveru, 2.000 Fortölur og fullvissu og loks 3.500 Ótta. „The Fan“ byrjaði í Sambíó- unum um þessa helgi en Stallone, „Mars Attacks!" næstu myndir verða m.a. eftir Tim Burton og „Killer“, sem Oliver Stone „Surviving Picasso", svo framleiðir með James Wo- og „Turbulance". SÝNDá næstunni; Mel Gibson í „Ransom“. Robin Williams, sem einnig verður í Háskólabíói, „The First Wifes Club“, Hringjar- inn frá Notre Dame með ís- lensku tali og „Ransom" með Mel Gibson. Fijótlega uppúr áramótum koma svo myndir eins og „Daylight“ með Sylvester Af fert- ugustu Lundúna- hátíðinni Fertugasta kvikmynda- hátíðin í Lundúnum er nú í fullum gangi en henni lýkur þann 24. nóvember. Álls voru sendar um 2.000 myndir á hátíðina og eins og oft áður vekja banda- rísku myndirnar talsverða athygli. Nýjasta mynd Jack Nic- holson, Blóð og vín, er á hátíðinni og einnig „Portrait of a Lady“ eftir Jane Campion sem síðast gerði Píanóið. Aðrar myndir eru m.a.: Vagninn eftir Stephen Frears, sem hann gerir eftir sögu Roddy Doyles, Jarðarförin HÁTÍÐARMYNDIR; Hoffman í „Buffalo" og Nichol- son og Judy Davis í Blóði og víni. eftir Abel Ferrara, Kansas- borg eftir Robert Altman, sem einnig var á Reykjavík- urhátíðinni og „American Buffalo“, sem er með Dust- in Hoffman og er gerð eftir leikriti David Mamets. Á hátíðinni er einnig „Crash“ eftir David Cron- enberg með James Spader og umdeild bresk heimild- armynd eftir Nick Broomfi- eld sem heitir „Fetishes" og fékkst hvorki sýnd á Cannel 4 né BBC í Bret- landi. MEin af eftirtektarverðari myndum Walter Hill frá því í gamla daga (áður en hann hætti að gera almennilegar bíómyndir) var Okuþórinn eða „The Driver“ frá 1978. Nú mun franski stælgæinn Luc Besson hafa í hyggju að endurgera myndina, framleiða hana og jafnvel leikstýra henni sjálfur. MBreski hjartaknúsarinn Hugh Grant hefur í hyggju að leika í rómantískri gam- anmynd á næstunni senni- lega vegna fjölda áskoranna. Myndin heitir „Love Crazy“ en Grant hafði áður hafnað tilboði um að fara með aðal- hlutverkið í henni. Af hveiju honum snerist hugur er mjög á huldu. Handritshöfundar myndarinnar skrifuðu einnig Föður brúðarinnar. ■Þá hefur einn af gömlu, góðu handritshöfundunum í Hollywoodborg verið falið að skrifa framhald Sendifarar- innar eða „Mission: Im- possible". Höfundurinn er William Goldman sem á þá gullvægu setningu um Holly- wood, þar sem menn eru sí- fellt að spá í hvað gengur og gengur ekki í fjöldann: Enginn veit neitt. ■Francis Ford Coppola ætlar að filma „The Rainma- ker“ eftir John Grisham. Tveir menn eru sagðir hafa áhuga á aðalhlutverkinu: Sean Penn og Nick Nolte. ------»-♦ ..... 13.000 manns á Kvikmynda- hátíð Alls sóttu um 13.000 manns Kvikmyndahátíð Reykjavíkur dagana 24. okt. til 3. nóv. að sögn Guðrúnar Eddu Þórhann- esdóttur, framkvæmda- stjóra hátíðarinnar. Sagði hún aðstandendur kvikmyndahátíðar nokkuð ánægða með þá aðsókn og er hún ríflega helmingi meiri en aðsóknin á siðustu Kvikmyndahátíð Listahá- tíðar. Nokkrar myndir há- tíðarinnar hafa verið sýnd- ar á almennum sýningum eftir að henni lauk. ÍBÍÓ Hreyfimyndafélagið legg- ur áherslu á fræga vestra í nóvemberdagskrá sinni. Þegar hefur mynd John Fords, „Stagecoast“, verið sýnd og frægur grínvestri Mel Brooks, „Blazing Saddl- es“. Hreyfnnyndafélagið sýnir einnig meistarastykkið „Shane“, eftir George Stev- ens og í lok mánaðarins sýn- ir félagið „For a Few Dollars More“ eftir Sergio Leone. Sýningar eru á þriðjudög- um og fímmtudögum. Eftir áramót er hugsanlegt að Hreyfimyndafélagið taki fyrir ákveðin temu eins og kaldastríðsmyndir eða myndir frá Asíu og fyrirhug- uð er hátíð með svokölluðum kult-myndum í mars. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.