Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 10
r t 10 B SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ GUNNAR Ragnars í forsljórastólnum á Slippstöðvarárum sínum. Þeir vörð- uðu veginn Bókaútgáfan Hólar hefur gefíð út bókina Þeir vörðuðu veginn, þar sem greint er frá þremur einstaklingum sem allir hafa sett mark sitt á akureyrskt samfélag og þjóðarsöguna. Þætt- imir fjalla um Vilhelm Þorsteinsson, skipstjóra og framkvæmdastjóra ÚA, Ingimar Eydal, hljómlistarmann og loks Gunnar Ragnars, framkvæmdastjóra Slippstöðvarinnar og síðar ÚA. Unnur Karlsdóttir og Stefán Þór Sæmundsson skráðu þættina. FORSTJÓRASKIPTIN í Útgerðarfélagi Akureyringa 1989. Gunn- ar Ragnars að taka við af Gísla Konráðssyni, og Vilhelm Þor- steinsson, framkvæmdasljóri, fylgist með. •/ kynningu útgefanda segir um þátt Gunnars Ragnars að hann segi þar hreinskilnislega frá sigrum sínum og ósigrum á ferlinum og haft er eftir honum að hann segi þessa sögu sína öðrum til viðvörunar. VÍST getur verið næðings- samt á efsta tindi. Gunn- ar Ragnars komst snemma á toppinn og var þar í tuttugu og sjö ár hjá tveimur stórfyrirtækjum á Eyrinni; Slipp- stöðinni hf. og Útgerðarfélagi Ak- ureyringa hf. Hann var einnig frammámaður í bæjarpólitíkinni, m.a. forseti bæjarstjórnar, og hlað- inn ýmsum trúnaðarstörfum. Oft hvessti og hrikti í annars sterkum stoðum uns loks kom brestur sem leiddi til þess að Gunnar lét af starfi framkvæmdastjóra ÚA fyrr á þessu ári. Það kann að koma á óvart að Gunnar skyldi draga sig í hlé frá hinu öfluga sjávarútvegsfyrirtæki aðeins 58 ára gamall, en hann er þó ekki alveg sestur í helgan stein. I þessum viðtalsþætti rekur Gunnar á opinskáan hátt þá atburði sem tóku smám saman æ stærri toll af þreki hans, allt þar til geymarnir tæmdust. Öðrum þræði er þetta baráttu- saga athafnamanns en um leið inn- legg í atvinnusögu Akureyrar síð- ustu þijá áratugi. Margt ber á góma sem ekki hefur komið fram opinber- lega fyrr. Hafa ber í huga að at- burðir eru yfirleitt skoðaðir með augum Gunnars sjálfs og eflaust margir sem túlka þá á annan hátt. Erfiðleikar í Þýskalandi „Nú blasti við að allt væri að fara úr böndunum og í júní 1993 kröfðumst við þess að SH tæki yfir sölumálin og lagaði framleiðsluna að markaðnum. Við ákváðum að setja íslending yfír framleiðslumál- in. Þama var um lengri tíma mark- mið að ræða, þessu yrði ekki snúið við á einni nóttu. Verðið var áfram lágt og allt stefndi hreinlega í þrot. Eg gleymi því aldrei hvað þetta var rosalega erfítt fyrir mig. Ég fór að bila. Það fóru að sækja á mig alls konar hugsanir og ég miklaði hlutina fyrir mér, sá bara svart- nætti. Eg viðurkenni að þessi veik- leiki hafði blundað í mér lengi, að bregðast svona hastarlega við erfið- leikum. Þegar vel gekk var allt í sóma en hælbítamir komu um leið og fór að halla undan fæti eða ég gaf höggstað á mér. Ég fékk áheym hjá ráðuneytis- stjóranum í þýska sjávarútvegs- ráðuneytinu í byijun september. Eiginkona mín varð fimmtug í ág- úst og við ákváðum að slá þessu saman og fara í viku frí til Þýska- lands. Við keyrðum þama um og ætluðum að slaka á en það var mér um megn. Ég hugsaði ekki um annað en vandamálin sem blöstu við. Á þessum fundi ræddi ég um breytingu á samningnum og úreld- ingu skipa. Ráðuneytisstjórinn gaf okkur engar vonir og engin niður- staða lá fyrir. Það hlakkaði í ýmsum í kjölfar erfiðleikanna. Þarna haustið 1993 er ég orðinn virkilega illa haldinn. Það er auðvelt að segja eftir á að maður hafí gert mistök. Allir vöktu yfír þessu. Samt var ég ekki einn, stjórnin var með mér í þessu, en þetta lenti mest á mér. Það gekk allt á afturfótunum, taprekstur hjá fyrirtækinu og þetta hlaut fyrr eða síðar að komast í fjölmiðlana. Ná- lægð við fjölmiðlana er mikil, ekki síst á Akureyri, og hún getur verið skaðleg. Ég er t.d. ekki í vafa um að viðhorfíð um atvinnuleysi og að allt væri á afturfótunum á Akur- eyri megi rekja til fjölmiðlanna. Það var meira gert úr því en efni stóðu til. En við höfðum haft þá stefnu að það væri affarasælast að vera á undan fjölmiðlunum, en að óvörum hringdi fréttamaður sjónvarpsins í mig og spurði hvort ekki væri bull- andi tap á MHF og reksturinn stefndi í þrot. Ég klóraði mig ein- hvern veginn út úr viðtalinu og þetta var svo fyrsta fréttin í kvöld- fréttatímanum. Vanlíðan mín magnaðist. í þessu viðtali gerði ég þau mistök að segja að við ættum bókaðan fund með Treuhand í byij- un desember þar sem línur myndu skýrast. Eftir það hvíldu allra augu á mér. Fulltrúar ÚA, Rostock og fylkis- ins fóru síðan á þennan toppfund í Treuhand þar sem við reyndum að fá Treuhand til að ganga endan- lega frá greiðslum vegna fyrirliggj- andi samninga. Þar var öllu umsnúið og okkur núið um nasir að ÚA hefði ekki opnað ábyrgðir. Þetta kom þannig út í fjölmiðlum að ÚA þyrfti að setja fram ábyrgð- ir sem væru umfram kaupverð. Öllu var snúið á versta veg og öll spjót stóðu á okkur. Ég er frekar þungur að eðlisfari en nú sallaðist á mig allt sem hafði verið að hlaðast upp inni mér frá því um vorið. Við slíkar aðstæður blossa upp ranghugmyndir, hugs- anir verða að veruleika ef menn geta ekki bægt þeim frá sér. Ég sá allt svart, stórtap og hreinar hörmungar. Afleiðingarnar urðu þær að ég bara sprakk eftir að ég kom heim frá Þýskalandi. Fjölmiðlarnir réðust á okkur eftir erfítt ferðalag og til- gangslausan fund. Við fengum vél frá FN til að sækja okkur til Kefla- víkur og komum heim kl. 1-2 um nóttina. Fjölmiðlar voru búnir að hringja út og leita frétta og þar komst misskilningur á kreik og þetta var tómt rugl sem kom í frétt- unum. Svo áttuðu fjölmiðlarnir sig á því að við vorum komnir heim og síminn bytjaði að andskotast hjá mér kl. 10 um morguninn. Frá því ég fór að heiman á laugardegi og kom heim aðfaranótt þriðjudags hafði ég ekkert sofið. Ég var alveg punkteraður, orkulaus. Eg kraflaði mig fram úr fjölmiðlafárinu á þriðjudaginn en eftir það var ég endanlega búinn og mátti fara upp á spítala og taka mér veikindafrí út janúar. Svartsýni og þunglyndi I öllu því brambolti sem ég hef þurft að standa í var þetta erfíð- asta tímabilið í mínu lífí, frá maí til desember 1993. Það tappaðist stöðugt af rafhlöðunum, þær hlóð- ust ekkert. Ég féll í svartsýni og þunglyndi. Þegar ég fór að jafna mig reynd- ust félagar mínir ákaflega vel, sér- staklega Halldór Jónsson, sem var bæjarstjóri og stjórnarformaður ÚA og hafði staðið í þessum við- ræðum með mér. Ég fór að hlaða batteríin á nýjan Ieik og kjarkurinn óx. Ég verð að viðurkenna að hin- ir ólíklegustu menn reyndu að gera mér lífið bærilegra á þessum erfiðu tímum. Það var að mörgu leyti ný reynsla að menn skyldu ekki not- færa sér það þegar ég íá í valnum og berskjaldaður fyrir höggum. Það var virkilega uppbyggileg lífs- reynsla. Konan mín gekk ekki heil til skógar þegar ég kom heim úr þess- ari ferð og var í uppskurði á Fjórð- ungssjúkrahúsinu þannig að allt lagðist á eitt. Eftir að hafa ráðfært okkur við góða menn dvöldum við á Heilsuhælinu í Hveragerði í jan- úar, sem var góð hvíld, þótt ekki hafi ég verið hrifinn af grænmetis- fæðinu til lengdar. Það er svo ann- að mál. Þarna gekk ég sem sagt í gegn- um þá lífsreynslu hvernig það er þegar ranghugmyndir leggjast á mann og fara að stjórna manni. Síðan átti ég samt eftir að lenda í mestu hremmingunum í sambandi við MHF. Það gekk mikið á, því ég var framkvæmdastjóri ÚA og stjórnarformaður MHF og með bæði fýrirtækin á sálinni. Til marks um átökin má geta þess að annar framkvæmdastjóri MHF sprakk á svipaðan hátt og ég í þessari rimmu. Þarna árið 1994 ákváðum við að ráða íslending sem framkvæmda- stjóra úti og vorum lengi búnir að hafa augastað á Inga Björnssyni. Hins vegar var erfitt að útskýra fyrir þeim úti hvaða erindi sjúkra- húsforstjóri átti þarna inn!“ Eitt af því sem fylgir lífi athafna- mannsins er að ferðast. Flestum þykir skemmtilegt að skreppa í flugvél öðru hveiju, en öllu má nú ofgera. Gunnar hefur á fram- kvæmdastjóraárum sínum flogið meira en 700 ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur og farið í fjölmarg- ar aðrar ferðir innanlands og utan í lofti, á láði eða legi. „Öll þessi ferðalög tóku á mig, sérstaklega í skammdeginu,“ segir Gunnar þegar við skoðum þennan þátt. „Það tók líka mikinn toll af mér að vera á kafi í pólitíkinni sam- hliða því að stýra stóru fyrirtæki. Eftir á getur maður viðurkennt að það er ekki sniðugt að vera með of mörg járn í eldinum og þurfa að skipta sér svona mikið. Þegar svo er komið að maður getur ekki einu sinni slakað á í laxveiði eða á ferðalögum; alltaf með símann inn- an seilingar og hugann á vinnu- stað, þá er illa komið. Ég fann það síðustu þijú árin að ég héldi ekki út öllu lengur. Ég segi þessa sögu mína öðrum til viðvörunar." • Titill: Þeir vörðuðu veginn, 296 bls. Unnur Karlsdóttir og Stefán Þór Sæmundsson skráðu. Útgef- andi Bókaútgáfan Hólar. Leiðbein- andi verð 3.480 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.