Morgunblaðið - 19.11.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.11.1996, Qupperneq 1
108 SÍÐUR B/C/D/E 265. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Emil Constantinescu kjörinn forseti Rúmeníu Segir umbæturn- ar krefjast fóma Búkarest. Reuter. Reuter Flóð í Feneyjum FENEYJAR fóru undir vatn á flóði í gær og gengu miklar rigningar yfir norðurhluta Italíu. Þegar mest var náði flóðhæðin 1,34 metrum og þurfti fjöldi íbúa að vaða til vinnu í gærmorgun. A Markúsar- torgi var vatnið svo djúpt að fært var gondólum eins og hér sést. Mikið rok var þegar flæddi og varð flóðhæð því meiri en ella. EMIL Constantinescu, sem fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Rúmeníu á sunnudag, hét í gær skjótum efnahagsumbótum og laga- breytingum til að stuðla að erlendum fjárfestingum eftir sjö ára stöðnun- arskeið undir stjórn flokks fyrrver- andi kommúnista. Hagfræðingar gerðu góðan róm að orðum Const- antinescus en sögðu að hann gæti þurft að svíkja ýmis loforð sem myndu auka útgjöid ríkisins. Samkvæmt könnunum við kjör- staði fékk Constantinescu sjö pró- sentustigum meira fylgi en Ion Ili- escu, fráfarandi forseti og ieiðtogi fyrrverandi kommúnista. „Tími að- gerða er kominn. Við stefnum að ströngum aðhaldsaðgerðum þar sem kreppan er miklu verri en árið 1992,“ sagði Constantinescu, sem beið ósig- ur fyrir Iliescu í forsetakosningunum fyrir flórum árum. Constantinescu lagði áherslu á að Rúmenar yrðu að færa fórnir til að rétta efnahaginn við og hagfræðing- ar sögðu orð hans lofa góðu. Þeir vöruðu þó við of mikilli bjartsýni og sögðu að Constantinescu ætti enn eftir að útskýra hvernig hann hygð- ist efna kosningaloforðin. „Eftir sigurgleðina þurfa sigur- vegararnir að snúa sér strax að þeim dapurlega veruleika sem blasir við,“ sagði hagfræðingurinn Teodor Nic- olaescu. „Kjör Constantinescus er örugglega merki um jákvæða þróun en við bíðum og sjáum til hvernig stjórn hans tekst á við vandamálin áður en við hvetjum til mikilla fjár- festinga útlendinga," sagði Mark Holdsworth, talsmaður Barings- banka í London. Kosningaloforð Constantinescus fólust í biöndu af umbótum - m.a. sölu ríkisfyrirtækja, auknu fijáls- ræði í gjaldeyrismálum og ströngu aðhaldi í peningamálum - og fyrir- heitum um hærri lífeyrisgreiðslur og barnabætur, auk þess sem hann boðaði skattalækkanir. Hagfræðingar sögðu að stjórnin gæti þurft að svíkja kosningaloforð, sem fælu í sér aukin útgjöld. Const- antinescu hefur sagt að hann segi af sér takist honum ekki að lækka skatta, bæta lífskjör og rétta efna- haginn við á 200 dögum. ■ Lofar að hefja róttækar/20 Forsetinn heimsækir Danmörku FJÖGURRA daga opinber heim- sókn Ólafs Ragnars Grímssonar forseta íslands til Danmerkur hófst í gærmorgun og tóku Mar- grét Þórhildur Danadrottning og Hinrik prins á móti Ólafi Ragnari og eiginkonu hans, Guð- rúnu Katrínu Þorbergsdóttur, á Kastrupflugvelli. í gær opnaði Ólafur Ragnar m.a. jarðfræði- sýningu í Hafnarháskóla og for- setahjónin tóku á móti fulltrúum erlendra ríkja í höll Kristjáns 7. Deginum Iauk með veislu Margrétar Þórhildar til heiðurs forsetahjónunum úti í Fredens- borg. í dag munu forsetalyónin m.a. skoða Stórabeltisbrúna og heimsækja bæinn Koge. A mynd- inni sjást Ólafur Ragnar og Danadrottning kanna lífvörðinn við komu forsetahjónanna til Kaupmannahafnar. ■ Virðulegar/6 Framtíð Boutros- Ghalis rædd í SÞ Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóð- anna settist í gær á rökstóla um það hvern eigi að tilnefna næsta framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Madeleine Albright, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- Deilt um herlið í Mið-Afríku Ottawa. Reuter. ÝMIS ríki virðast nú telja að þörfin á að senda herlið til Za- ire hafi minnkað eftir að flótta- menn þar tóku föggur sínar og héldu til Rúanda, en talsmenn hjálparstofnana sögðu í gær að neyðarástandið stæði enn og því yrði fagnað ef vopnað lið yrði sent til að aðstoða við hjálpar- starf. Sameinuðu þjóðirnar hvöttu þjóðir heims til að leggja fram 260 milljónir dollara (um 17 milljarða íslenskra króna) til að fjármagna neyðaraðgerðir í austurhluta Zaire og Rúanda. í ákalli frá mannúðardeild Sam- einuðu þjóðanna sagði að neyðin væri mikil og þyrfti að bregðast tafarlaust við flóttamanna- straumnum, en mjög hefur nú dregið úr honum. Svisslendingar neituðu í gær að veita Mobutu Sese Seko, leið- toga Zaire, vegabréfsáritun. Mobutu er staddur á frönsku Rívíerunni og hugðist fara í læknisskoðun til Sviss áður en hann héldi til Zaire. Hann fékk í haust tveggja mánaða meðferð við ristilkrabbameini í Sviss. unum, hafði meðferðis fyrirskipanir um að koma í veg fyrir að Boutros Boutros-Ghali, núverandi fram- kvæmdastjóri, gegndi starfinu önn- ur fimm ár. Nabil Elaraby, sendiherra Egyptalands hjá SÞ, kvaðst búast við að ályktun til stuðnings Bout- ros-Ghali yrði lögð fyrir öryggisráð- ið og allar þjóðir, sem þar eiga sæti, mundu samþykkja hana utan Bandaríkjamenn. Egyptar, Botsw- anar og Gínea-Bissaumenn eru höf- undar að ályktuninni. Tilgangurinn með henni er að sýna að Boutros- Ghali njóti ótvíræðs stuðnings og einangra Bandaríkjamenn. Beiti Bandaríkjamenn neitunar- valdi er talið sennilegt að málum verði miðlað þannig að eftirmaður Egyptans Boutros-Ghalis verði einnig frá Afríku. Búist er við að ályktunin verði afgreidd í dag. Morgunblaðið/Nordfoto Spenna í Hvíta-Rússlandi vegna alræðistilburða Lúkashenkos forseta Ráðleggur óvinum að flvia Gomel, París. Reuter. ALEXANDER Lúkashenko, forseti Hvíta-Rúss- lands, ráðlagði í gær þeim andstæðingum sínum, sem saka hann um að ætla að stjórna sem einræð- isherra, að flýja land ef hann sigraði í þjóðar- atkvæðagreiðslu, sem lýkur 24. þ.m. Þjóðþing á Vesturlöndum lýstu í gær yfir stuðningi við hvít- rússneska þingið og tilraunir þess til að koma í veg fyrir, að Lúkashenko takist að breyta stjórn- arskránni og koma á forsetaræði. Lúkashenko sagði í gærkvöldi að hann hefði fallist á afsögn Mikhails Chigirs forsætisráðherra. Chigir studdi Lúkashenko, en á fundi með þingmönnum kvaðst hann segja af sér ef forset- inn aflýsti ekki þjóðaratkvæðagreiðslunni. „Frá og með 25. nóvember mun ríkja ný skikk- an og þá verða allir að vinna. Þeir, sem ekki eru sammála mér um það, skulu finna sér annað föðurland. Ég er ekki að reyna að hræða neinn en svona er staðan," sagði Lúkashenko á fundi í borginni Gomel með 5.000 stuðningsmönnum, sem veifuðu fánum. Forsetavöidin aukin Lúkashenko, sem var kosinn forseti 1994 vegna fyrirheita um að tengjast Rússum nánari böndum og beijast gegn spillingu, hefur síðan átt í miklum útistöðum við andstæðinga sína á þingi og náðu átökin hámarki þegar hann ákvað að efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. í henni er kveðið á um stóraukin völd honum til handa. Þjóðaratkvæðagreiðslan hófst 5. nóvember þótt þingið, forsætisráðherrann, forseti stjórnar- skrárréttarins og yfirkjörstjórn hefðu lýst hana ógilda. Lúkashenko gerði það lýðum ljóst í gær, að hvemig sem þjóðaratkvæðagreiðslan færi myndi hann ekki láta af völdum. „Vitfirringslegt" framferði Norður-Atlantshafsþingið, sem þingmenn í 40 Evrópu- og Norður-Ameríkuríkjum eiga að- ild að, lýsti í gær yfir stuðningi við hvítrúss- neska þingið og sagði forseti hins fyrrnefnda, Þjóðvetjinn Karsten Voigt, að framferði Lúkas- henkos væri „ólöglegt, ólýðræðislegt og stund- um vitfirringslegt".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.