Morgunblaðið - 19.11.1996, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Pétur Blöndal styður ekki breytt á lífeyriskerfi ríkisstarfsmanna
Nýja kerfið eykur
kostnað ríkissjóðs
Hjálmur
bjargar
manns-
Skagaströnd. Morgunblaðið.
MAÐUR datt niður í lest um borð
í Lómi HF 177 sem var að koma
inn til löndunar á Skagaströnd á
sunnudag. Maðurinn skarst nokkuð
á höfði en hjálmur sem hann bar
kom í veg fyrir að verr færi.
Lómurinn kom inn á sunnudags-
morgun til að sækja tóm kör og ís
því laus rækja var í móttökunni og
öll kör orðin full um borð. Eftir að
körin höfðu verið tekin um borð var
þegar haldið úr höfn á ný. Til að
koma tómu körunum niður á milli-
dekk þurfti að opna lestarlúguna
og slaka þeim niður. Svo slysalega
vildi til að vír slóst í mann sem var
að vinna við lúguna og steyptist
hann á höfuðið niður í lest. Slóst
höfuð mannsins í lúgukarminn í
fallinu og hann endaði ofan á fullum
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
LJÓST er að þessi hjálmur
verður ekki notaður aftur.
körum í lestinni. Af því að Lóm-
urinn var kominn með fulla lest
varð fallið minna en ella eða um
það bil 1,5 metrar.
Strax var haft samband við neyð-
arlínuna sem sá um að senda lækni
og sjúkrabíl frá Blönduósi þangað
sem maðurinn var fluttur til skoð-
unar. Hann er ekki talinn alvarlega
slasaður en dvaldist þó á sjúkrahús-
inu um nóttina til öryggis.
Að sögn skipveija á Lómnum eru
öryggismál í góðu lagi um borð og
er t.d. aldrei unnið á dekkinu án
þess að vera með hjálm. Hjálmurinn
sem maðurinn var með er slysið
varð verður þó greinilega ekki not-
aður framar því hann brotnaði og
er ónýtur.
FRUMVARP um breytingar á líf-
eyriskerfi opinberra starfsmanna
var samþykkt í þingflokkum ríkis-
stjórnarinnar í gær. Talverðar at-
hugasemdir voru gerðar við frum-
varpið í þingflokki sjálfstæðis-
manna og segir Pétur H. Blöndal
alþingismaður að hann muni ekki
samþykkja frumvarpið óbreytt.
Hann fullyrðir að nýja kerfið verði
ríkissjóði dýrara en það gamla.
„Þama er verið að negla niður
réttindi, sem eru svo mikil að áunn-
in réttindi svara núna til 800-900
þúsund króna á hvern vinnandi
mann. Skuldbinding ríkissjóðs svar-
ar til 3-4 milljóna á hvern ríkis-
starfsmann. Þessi skuldbinding
kemur til með að halda áfram að
vaxa. Samkomulagið breytir því
ekki. Málið snýst um skuld þeirra
80% þjóðannnar sem ekki eru opin-
berir starfsmenn við opinbera
starfsmenn. Enginn mun greiða
þessa skuld fyrir þá,“ sagði Pétur.
Vinnumarkaðurinn
tvískiptur
Frumvarpið gerir ráð fyrir að rík-
isstarfsmenn geti valið um hvort
þeir greiði í Lífeyrissjóð starfs-
manna ríkisins eftir gamla eða nýja
kerfinu. „Þeir sem eru með mikla
yfirvinnu eða há nefndalaun hafa
hingað til verið illa tryggðir vegna
þess að einungis hefur verið greitt
af dagvinnulaunum og þeir munu
velja nýja kerfið sér til hagsbóta
en ríkissjóði til skaða. Gengið er
út frá því að nýja kerfíð verði jafn-
dýrt og það gamla, en þetta atriði
mun valda þvi að nýja kerfíð verður
dýrara.
Þetta nýja kerfí gerir ráð fyrir
að iðgjaldið verði 15,5% og lífeyr-
isaldurinn verði 65 ár. Réttindin
verða 1,9% af heildarlaunum. Þetta
gengur á skjön við þau lífeyrisrétt-
indi sem hinn almenni launamaður
í almennu lífeyrissjóðunum er að
afla sér þar sem greitt er 10% ið-
gjald og taka lífeyris hefst við 70
ára aldur. Réttindin hjá þeim eru
1,8% af heildarlaunum. Vinnumark-
aðurinn verður því áfram tvískipt-
ur, sem ég held að sé miður. Þetta
kemur líka í veg fyrir að hægt verði
að taka upp frjálst val á milli lífeyr-
issjóða.
Staða lífeyrissjóðanna verður ólík
að því leyti að í þessu nýja kerfi
eru réttindin fest niður en iðgjaldið
ekki. Ríkissjóður á að borga breyti-
legt iðgjald í samræmi við stöðu
sjóðsins á meðan allir aðrir sjóðir
hafa fast iðgjald og þurfa að breyta
réttindum til að mæta áföllum sem
sjóðurinn kann að verða fyrir,“
sagði Pétur.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Listræn tilþrif
MIKILL áhugi er á skauta- konunglega á skautasvellinu í sína á rennisléttu svellinu, eins
íþróttinni og má daglega sjá Laugardal, þjóta þar áfram, og þessar stúlkur sem þar
unga sem eldri skemmta sér hringsnúast og sýna aðra færni renndu sér í gær.
Dæmdur í 3 ¥2 árs fangelsi
fyrir tvö vopnuð rán
Upplýsingalög
Gjöld tekin
fyrir ljósrit
FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ hefur
gefíð út gjaldskrá fyrir ljósrit eða
afrit sem veitt verða á grundvelli
upplýsingalaga, en þau taka gildi um
næstu áramót. Gjaldskráin gerir ráð
fyrir að stjórnvöld geti krafíst 5 kr.
fyrir hveija blaðsíðu í stærðinni A-4
eða A-5, allt að 11 blaðsíðum, en 3
kr. fyrir hveija síðu umfram það.
Gjaldskráin gerir ráð fyrir að
heimilt verði að krefjast 100 kr. fyr-
ir hverja blaðsíðu þegar skjalið er
endurritað. Ef um er að ræða mynd-
ir, teikningar, örfílmur, myndbönd
og hljóðupptökur má heimta þann
kostnað sem af afritun leiðir. Ef fjöl-
földunaraðstaða er ekki fýrir hendi
er heimilt að fela öðrum að annast
ljósritun, afritun eða endurrit skjala
og þá skal greitt fyrir skv. reikningi.
---------*—♦—«----
Lagði til ann-
ars með skeið
LÖGREGLA var kvödd að verslun-
inni Rimavali í Grafarvogi í gær-
kvöldi þar sem talið var að maður
hefði orðið fyrir hnífstungu. Svo
reyndist þó ekki vera en orðasenna
hafði komið upp milli tveggja karl-
manna í versluninni og rak annar
mannanna silfurskeið í öxl hins og
hvarf að því búnu út úr versiuninni.
Var hann handtekinn skömmu síðar
á heimili sínu og gisti fangageymslu
lögreglunnar í nótt. Varð manninum
sem fyrir laginu varð ekki meint af.
BLAÐINU í dag fylgir fjögurra
síðna auglýsingablað frá verslunum
Bónuss.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær tvítugan Reykvíking,
Hákon Rúnar Jónsson, til 3'/2 árs
fangelsis fyrir tvö rán. Fyrra ránið
framdi hann í söluturninum Bónus-
vídeó við Þönglabakka í júlí sl., en
það síðara í versluninni Straumnesi
við Vesturberg í október sl.
Maðurinn dró upp hníf í söluturn-
inum við Þönglabakka og neyddi
afgreiðslustúlkuna til að afhenda
um 45 þúsund krónur úr tveimur
afgreiðslukössum. Áður en hann fór
af vettvangi notaði hann hnífínn til
að skera á símasnúru.
Tók svefntöflur og LSD
Maðurinn neitaði hvorki né játaði
sakargiftum. Hann kvaðst hafa
verið minnislaus eftir að hafa tekið
15-20 svefntöflur og tvo skammta
af LSD og ekki vitað af sér fyrr
en næsta kvöld, þegar hann vakn-
aði úti í móa. Þá hefði hann hvorki
verið með peninga né hníf á sér.
Síðara ránið, sem maðurinn var
ákærður fyrir, framdi hann 6. októ-
ber sl. í Straumnesi. Maðurinn við-
urkenndi að hafa komið þangað
þeirra erinda að ræna peningum,
en skömmu áður hafði hann keypt
hníf. Hann rétti afgreiðslustúlku
miða, sem á stóð „réttu mér pening-
ana“, en þegar hún neitaði dró hann
upp hnífinn. Þorðu hún og sam-
starfsstúlka hennar ekki annað en
að láta hann fá peninga úr kössum,
samtals rúmar 140 þúsund krónur.
Maðurinn kvaðst hafa verið smá-
vegis undir áhrifum fíkniefna þegar
hann framdi síðara ránið. Ráns-
fengnum eyddi hann í föt, mat,
drykki og fíkniefni á 4-5 dögum.
Harður brotavHji
Dómarinn, Sverrir Einarsson,
vísar til þess að Hákon Rúnar hafí
verið dæmdur tvisvar áður, í fyrra
skiptið fyrir fímm innbrot og nytja-
stuld, en hið síðara fýrir tvö rán,
fímm þjófnaðarbrot og notkun á
rúmlega 20 fölsuðum tékkum að
fjárhæð rúmlega 80 þúsund krónur.
240 daga eftirstöðvar þess dóms
voru felldar inn í dóminn nú. „Fyrra
ránið framdi ákærði rúmum mánuði
eftir að hann fékk reynslulausnina.
Þykir þetta sýna harðan brotavilja
ákærða,“ segir dómarinn, sem telur
með hliðsjón af þessu öllu að hæfi-
leg refsing sé 3*/2 árs fangelsi.
Greiði um
700 þús. krónur
Þá var Hákon Rúnar dæmdur til
að greiða eiganda Bónusvideós
46.500 krónur í skaðabætur, af-
greiðslustúlkunni í Bónusvideó 100
þúsund krónur í miskabætur, versl-
uninni Straumnesi rúmar 141 þús-
und krónur og tveimur afgreiðslu-
stúlkum þar 125 þúsund krónur
hvorri. Að auki var honum gert að
greiða allan sakarkostnað, 1'40 þús-
und krónur.
Leitað
vegna ljóss
áhimni
VEGFARANDI, sem taldi sig sjá
neyðarblys upp af Hvalfírði á sunnu-
dagskvöld, tilkynnti það lögreglunni
í Borgamesi. Björgunarsveitarmenn
svipuðust um á þessum slóðum, en
fundu ekkert og er ekki vitað til að
nokkurs sé saknað.
Menn úr björgunarsveitunum
Hjálp á Akranesi og Oki í Reyk-
holti, ásamt hjálparsveit skáta á
Akranesi, leituðu eftir að tilkynning-
in barst.
Trúlega stjörnuhrap
Bjöm Björnsson, talsmaður Oks,
sagði að björgunarsveitarmenn
hefðu ekið upp Skorradal, að skýli
á Kaldadal, en snúið aftur til byggða
þegar ekkert fannst. í gærmorgun
hafði enn engin tilkynning borist um
að manna væri saknað, svo leit var
hætt. „Þetta hefur trúlega aðeins
verið stjörnuhrap," sagði Björn.
♦ ♦ ♦----
Gæslufangi
í hungur-
verkfalli
29 ÁRA gamall Hollendingur af als-
írskum uppruna hefur, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins, verið
í hungurverkfalli í fangelsinu á Litla-
Hrauni síðan hann var handtekinn á
þriðjudag í vikunni sem leið.
Maðurinn var handtekinn f Kópa-
vogi skömmu eftir komu til landsins.
í myndaramma sem hann hafði með-
ferðis fundust 1.000 e-töflur og 60
grömm af kókaíni. Maðurinn var
úrskurðaður í þriggja vikna gæslu-
varðhald og þrír íslendingar eru einn-
ig í haldi vegna málsins.
Maðurinn hefur, samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins, aðeins
neytt vatns og kaffís síðan hann var
handtekinn og hefur lýst því yfír að
hann muni ekki leggja sér neitt til
munns í fangelsinu. Hann var síðast
yfírheyrður í fyrradag og hefur, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins, ekki borið af sér sakir í málinu.
Kristján Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri á Litla-Hrauni, vildi í
samtali við blaðið í gærkvöldi ekki
staðfesta að fanginn væri í hungur-
verkfalli og vildi ekki upplýsa hvort
læknir hefði verið kvaddur til að
meta ástand hans.