Morgunblaðið - 19.11.1996, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. NOVEMBER 1996
MORGUI4BLAÐIÐ
FRÉTTIR
Opinber heimsókn forsetahjónanna til Danmerkur
Virðulegar móttökur
í hefðbundnum stíl
Morgunblaðið/Nordfoto
Viðmótið sýnir hlýhug Dana í garð Islendinga, segir forseti
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Nordfoto
MARGRÉT Þórhildur Danadrottning og Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands heilsast á Kastrup-
flugvelli í gærmorgun. Við hlið þeirra standa Guðrún Katrín Þorbergsdóttir og Hinrik prins.
rifjaði upp kveðju landshöfðingja
þá og hyllingu alþýðuskáldsins
Bólu-Hjálmars. Forsetinn minnti á
að Margrét Þórhildur bæri íslenskt
nafn og að þjóðirnar tvær væru
ekki aðeins tengdar böndum sög-
unnar, heldur gætu einnig lært
af hvor annarri nú. í lokin fór
hann með blessúnarorð þingfor-
seta til Kristjáns 9., sem væru
einnig óskir Islendinga í dag til
handa drottningunni og ijölskyldu
hennar: „Við biðjum Guð almátt-
ugan að halda verndarhendi sinni
yfir yðar hátign og vernda yður
gegn andbyr iífsins. Guð geymi
yðar hátign og alla yðar konung-
legu ætt.“
Forsetinn sem
hellir upp á kaffið
Allir helstu dönsku fjölmiðlarnir
hafa gert heimsókninni skil. í við-
tali við sjónvarpið danska sagði
Ólafur Ragnar að íslendingar kysu
HERRA Ólafur Ragnar Grímsson og Margrét Þórhildur drottn-
ing ræða saman í kvöldverðarboði, sem drottning hélt til heið-
urs forsetahjónunum í gærkvöldi.
„ÞAÐ hlýtur að vera yndislegt að
búa hér,“ varð Guðrúnu Katrínu
Þorbergsdóttur forsetafrú að orði
er hún stóð á tröppum Fredens-
borgarhallar og horfði yfir garðinn
og út á vatnið við höllina. Undir
það gátu Margrét Þórhildur Dana-
drottning og Hinrik prins maður
hennar tekið, enda var veður fag-
urt og umhverfið eins og málverk
frá fyrri öldum. Síðdegis sagði
Ólafur Ragnar Grímsson forseti í
samtali við Morgunblaðið að
ánægjulegt væri að sjá hve mikið
væri lagt upp úr heimsókninni í
Danmörku og sýndi það hlýhug í
garð ísiendinga.
Þota Flugleiða flaug með ís-
lensku gestina yfir Kastrup í gær-
morgun til lendingar í fylgd tveggja
F-17 herþotna. I för með forseta-
hjónunum eru meðal annarra Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra
og Siguijóna Sigurðardóttir auk
embættismanna. Á móti þeim tóku
Margrét Þórhildur, Hinrik prins,
Benedikta prinsessa, Friðrik krón-
prins, Jóakim bróðir hans og Alex-
andra prinsessa, en þau hjónakom-
in vöktu sérlega athygli danskra
fjölmiðla, því þau áttu eins árs
brúðkaupsafmæli í gær. Eftir að
íslenski þjóðsöngurinn hafði verið
leikinn könnuðu þau drottning og
Ólafur Ragnar lífvörðinn, áður en
forsetahjónin heiisuðu upp á aðra,
þar á meðal Poul Nyrup Rasmuss-
en forsætisráðherra. Sérlegur
fylgdarmaður forsetans í heim-
sókninni er Bent A. Koch, fyrrum
ritstjóri og stuðningsmaður Islend-
inga í handritamálinu.
ísland ekki bara sagan
Að móttöku lokinni var ekið út
í Fredensborgarhöll á Norður-Sjá-
landi. Síðasta spölinn fóru lífverðir
á hestum fyrir bílalestinni. For-
setahjónin búa í furstaíbúð hallar-
innar, sem er stór íbúð með tveim-
ur stórum svefnherbergjum, stofu
og tveimur fataherbergjum, svo
eitthvað sé nefnt. Þar kom Ingiríð-
ur drottning til fundar við gestina,
skipst var á gjöfum og orðum og
snæddur var hádegismatur. Frá
gestgjöfunum hlutu forsetahjónin
að gjöf Bang og Olufsen hljóm-
flutningstæki, tónlist eftir danska
tónskáldið Kuhlau, mynd eftir
Svavar Guðnason, leirskál og ný-
útkomna bók prinsins. Forseta-
hjónin færðu gestgjöfum sínum
mynd af sér, mynd af foreldrum
drottningar úr Islandsför þeirra,
skál og skyrtuhnappa.
Síðdegis opnaði Ólafur Ragnar
jarðfræðisýningu í Hafnarháskóla
og þar heilsuðu nokkrir íslenskir
stúdentar upp á þau hjónin. Að
því loknu tóku forsetahjónin á
móti fulltrúum erlendra ríkja í
höll Kristjáns 7., sem er hluti
Amalíuborgar, vetrarbústað
drottningar. Höllin hefur nýlega
verið gerð upp og var þetta í fyrsta
skipti sem hún var notuð, en hún
er sérlega glæsileg og fögur bygg-
ing.
I samtali við Morgunblaðið síð-
degis sagði Ólafur Ragnar að þau
hjónin hefðu átt leið um Kaup-
mannahöfn í janúar á leið frá Ind-
landi, en hefði þá ekki órað fyrir
að þau ættu eftir að koma hingað
svo fljótt aftur og þá með þessum
hætti. I heimsókninni legði hann
mikið upp úr að sýna að ísland
væri ekki bara sagan og því væri
það ánægjulegt að vekja athygli á
íslenskri athafnasemi og íslensku
viðskiptalífi, „til dæmis með því
að heimsækja pizzustað sem rek-
inn er af íslendingum", sagði hann
sposkur, en bæði heimsókn þangað
og eins í kjörbúð, þar sem stendur
yfir Islandskynning, hefur vakið
óskipta athygli Dana.
Forsetinn fór með
blessunarorð frá 1874
Deginum lauk síðan með veislu
Margrétar Þórhildar til heiðurs
forsetahjónunum úti í Fredens-
borg. Þangað var boðið ráðherr-
um, embættismönnum og öðrum
sem koma að heimsókninni. í ræðu
sinni sagði drottningin að heim-
sókn forsetahjónanna vekti minn-
ingar sínar og eiginmanns síns úr
Islandsheimsóknum. Hún lýsti að-
dáun á Islendingum, sem hefðu
lært að búa í samlyndi við náttúr-
öflin og rifjaði upp sameiginlega
sögu íslands og Danmerkur. Hún
lýsti ánægju sinni með að forseta-
hjónin legðu fyrst leið sína til
Danmerkur og óskaði forsetanum
alls góðs í nýju starfi sínu.
í ræðu sinni rifjaði Ólafur Ragn-
ar upp íslandsför Kristjáns 9.
1874, en hann heimsótti ísland
fyrstur konunga. Ólafur Ragnar
ekki hlutlausan forseta, heldur
vildu að hann blandaði sér í um-
ræðurnar, þótt hann væri ekki
flokksbundinn og í viðtali við Poli-
tiken sagðist Ólafur Ragnar hafa
áhuga á að vekja upp umræður
um þjóðmál. Danskur blaðamaður,
sem tók viðtal við Ólaf Ragnar
hafði orð á því við blaðamann
Morgunblaðsins að sér þætti mikið
til um að forsetinn þúaði alla og
hefði sjálfur hellt upp á kaffið
fyrir blaðamanninn. Fróðir menn
um opinberar heimsóknir segja
einnig að heimsóknin sé óvenju
löng og mikið í hana lagt.
I dag munu forsetahjónin skoða
Stórabeltisbrúna. Síðan verður
smábærinn Koge heimsóttur, tré-
verksmiðja Junckers þar og síðan
halda hjónin veislu til heiðurs
Danadrottningu og eiginmanni
hennar um kvöldið.
Refur olli
slysi
ÞAÐ óhapp varð, þegar bílalest
forseta Islands ók út að Fredens-
borgarhöll undir kvöld, að refur
hljóp í veg fyrir tvo lögreglu-
menn á mótorhjólum sem fóru
fyrir bílalestinni. Lögreglumenn-
irnir féllu af hjólum sinum og
voru báðir fluttir á sjúkrahús.
Samkvæmt síðustu fréttum slas-
aðist annar þeirra illa. Hér sést
hjól annars lögreglumannsins og
refurinn, sem slysinu olli, en
hann drapst við áreksturinn.
Níu sækja
um embætti
varalög-
reglustjóra
NIU sækja um embætti vara-
lögreglustjóra í Reykjavík, en
umsóknarfrestur rann út á
föstudag.
Umsækjendurnir eru Bjarni
Stefánsson, yfirlögfræðingur
við lögreglustjóraembættið í
Reykjavík, Elín Vigdís Hall-
varðsdóttir, yfirlögfræðingur
við lögreglustjóraembættið í
Reykjavík, Guðjón Magnús-
son, fulltrúi ríkissaksóknara,
Haraldur Johannessen, for-
stjóri Fangelsismálastofnunar
ríkisins, Hermann Guðmunds-
son, lögfræðingur við ríkistoll-
stjóraembættið, Jóhann Svan-
ur Hauksson, deildarlögfræð-
ingur við lögreglustjóraemb-
ættið í Reykjavík, Sigríður J.
Friðjónsdóttir, fulltrúi í Rann-
sóknarlögreglu ríkisins, Sturla
Þórðarson, yfirlögfræðingur i
við lögreglustjóraembættið í
Reykjavík og Þorgerður Er-
lendsdóttir, dómarafulltrúi við
Héraðsdóm Reykjaness.
100 þúsund
í lágmarks-
laun
ALÞÝÐU S AMB AND Vestfjarða
samþykkti kjaramálaályktun á
þingi þess um síðustu helgi þar sem
krafist er hækkunar lægstu launa
í næstu kjarasamningum, þannig
að á næstu tveimur árum verði náð
100.000 kr. lágmarkslaunum á
mánuði. Þingið taldi eðlilegt að
skattleysismörk miðuðust við þá
tölu.
Þingið krafðist þess að kaup-
tryggingarákvæði samninga verði
tekin til endurskoðunar, þannig að
fiskvinnslufólki verði tryggt sama
starfsöryggi og öðrum stéttum.
Þingið krafðist sama orlofs- og
lífeyrisréttar og opinberir starfs-
mann hafa. Hámarksútivera sjó-
manna verði 30 dagar. Sett var
fram krafa um endurskoðun á fisk-
veiðistjórnkerfinu með það að
markmiði að sala og veðsetning
veiðiheimilda verði bönnuð með öllu.
Þingið varaði við hugmyndum um
veiðileyfagjald og mótmælti harð:
lega hugmyndum um skerðingu á
sjómannaafslætti.