Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. NOVEMBER 1996 MORGUI4BLAÐIÐ FRÉTTIR Opinber heimsókn forsetahjónanna til Danmerkur Virðulegar móttökur í hefðbundnum stíl Morgunblaðið/Nordfoto Viðmótið sýnir hlýhug Dana í garð Islendinga, segir forseti Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Nordfoto MARGRÉT Þórhildur Danadrottning og Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands heilsast á Kastrup- flugvelli í gærmorgun. Við hlið þeirra standa Guðrún Katrín Þorbergsdóttir og Hinrik prins. rifjaði upp kveðju landshöfðingja þá og hyllingu alþýðuskáldsins Bólu-Hjálmars. Forsetinn minnti á að Margrét Þórhildur bæri íslenskt nafn og að þjóðirnar tvær væru ekki aðeins tengdar böndum sög- unnar, heldur gætu einnig lært af hvor annarri nú. í lokin fór hann með blessúnarorð þingfor- seta til Kristjáns 9., sem væru einnig óskir Islendinga í dag til handa drottningunni og ijölskyldu hennar: „Við biðjum Guð almátt- ugan að halda verndarhendi sinni yfir yðar hátign og vernda yður gegn andbyr iífsins. Guð geymi yðar hátign og alla yðar konung- legu ætt.“ Forsetinn sem hellir upp á kaffið Allir helstu dönsku fjölmiðlarnir hafa gert heimsókninni skil. í við- tali við sjónvarpið danska sagði Ólafur Ragnar að íslendingar kysu HERRA Ólafur Ragnar Grímsson og Margrét Þórhildur drottn- ing ræða saman í kvöldverðarboði, sem drottning hélt til heið- urs forsetahjónunum í gærkvöldi. „ÞAÐ hlýtur að vera yndislegt að búa hér,“ varð Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur forsetafrú að orði er hún stóð á tröppum Fredens- borgarhallar og horfði yfir garðinn og út á vatnið við höllina. Undir það gátu Margrét Þórhildur Dana- drottning og Hinrik prins maður hennar tekið, enda var veður fag- urt og umhverfið eins og málverk frá fyrri öldum. Síðdegis sagði Ólafur Ragnar Grímsson forseti í samtali við Morgunblaðið að ánægjulegt væri að sjá hve mikið væri lagt upp úr heimsókninni í Danmörku og sýndi það hlýhug í garð ísiendinga. Þota Flugleiða flaug með ís- lensku gestina yfir Kastrup í gær- morgun til lendingar í fylgd tveggja F-17 herþotna. I för með forseta- hjónunum eru meðal annarra Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Siguijóna Sigurðardóttir auk embættismanna. Á móti þeim tóku Margrét Þórhildur, Hinrik prins, Benedikta prinsessa, Friðrik krón- prins, Jóakim bróðir hans og Alex- andra prinsessa, en þau hjónakom- in vöktu sérlega athygli danskra fjölmiðla, því þau áttu eins árs brúðkaupsafmæli í gær. Eftir að íslenski þjóðsöngurinn hafði verið leikinn könnuðu þau drottning og Ólafur Ragnar lífvörðinn, áður en forsetahjónin heiisuðu upp á aðra, þar á meðal Poul Nyrup Rasmuss- en forsætisráðherra. Sérlegur fylgdarmaður forsetans í heim- sókninni er Bent A. Koch, fyrrum ritstjóri og stuðningsmaður Islend- inga í handritamálinu. ísland ekki bara sagan Að móttöku lokinni var ekið út í Fredensborgarhöll á Norður-Sjá- landi. Síðasta spölinn fóru lífverðir á hestum fyrir bílalestinni. For- setahjónin búa í furstaíbúð hallar- innar, sem er stór íbúð með tveim- ur stórum svefnherbergjum, stofu og tveimur fataherbergjum, svo eitthvað sé nefnt. Þar kom Ingiríð- ur drottning til fundar við gestina, skipst var á gjöfum og orðum og snæddur var hádegismatur. Frá gestgjöfunum hlutu forsetahjónin að gjöf Bang og Olufsen hljóm- flutningstæki, tónlist eftir danska tónskáldið Kuhlau, mynd eftir Svavar Guðnason, leirskál og ný- útkomna bók prinsins. Forseta- hjónin færðu gestgjöfum sínum mynd af sér, mynd af foreldrum drottningar úr Islandsför þeirra, skál og skyrtuhnappa. Síðdegis opnaði Ólafur Ragnar jarðfræðisýningu í Hafnarháskóla og þar heilsuðu nokkrir íslenskir stúdentar upp á þau hjónin. Að því loknu tóku forsetahjónin á móti fulltrúum erlendra ríkja í höll Kristjáns 7., sem er hluti Amalíuborgar, vetrarbústað drottningar. Höllin hefur nýlega verið gerð upp og var þetta í fyrsta skipti sem hún var notuð, en hún er sérlega glæsileg og fögur bygg- ing. I samtali við Morgunblaðið síð- degis sagði Ólafur Ragnar að þau hjónin hefðu átt leið um Kaup- mannahöfn í janúar á leið frá Ind- landi, en hefði þá ekki órað fyrir að þau ættu eftir að koma hingað svo fljótt aftur og þá með þessum hætti. I heimsókninni legði hann mikið upp úr að sýna að ísland væri ekki bara sagan og því væri það ánægjulegt að vekja athygli á íslenskri athafnasemi og íslensku viðskiptalífi, „til dæmis með því að heimsækja pizzustað sem rek- inn er af íslendingum", sagði hann sposkur, en bæði heimsókn þangað og eins í kjörbúð, þar sem stendur yfir Islandskynning, hefur vakið óskipta athygli Dana. Forsetinn fór með blessunarorð frá 1874 Deginum lauk síðan með veislu Margrétar Þórhildar til heiðurs forsetahjónunum úti í Fredens- borg. Þangað var boðið ráðherr- um, embættismönnum og öðrum sem koma að heimsókninni. í ræðu sinni sagði drottningin að heim- sókn forsetahjónanna vekti minn- ingar sínar og eiginmanns síns úr Islandsheimsóknum. Hún lýsti að- dáun á Islendingum, sem hefðu lært að búa í samlyndi við náttúr- öflin og rifjaði upp sameiginlega sögu íslands og Danmerkur. Hún lýsti ánægju sinni með að forseta- hjónin legðu fyrst leið sína til Danmerkur og óskaði forsetanum alls góðs í nýju starfi sínu. í ræðu sinni rifjaði Ólafur Ragn- ar upp íslandsför Kristjáns 9. 1874, en hann heimsótti ísland fyrstur konunga. Ólafur Ragnar ekki hlutlausan forseta, heldur vildu að hann blandaði sér í um- ræðurnar, þótt hann væri ekki flokksbundinn og í viðtali við Poli- tiken sagðist Ólafur Ragnar hafa áhuga á að vekja upp umræður um þjóðmál. Danskur blaðamaður, sem tók viðtal við Ólaf Ragnar hafði orð á því við blaðamann Morgunblaðsins að sér þætti mikið til um að forsetinn þúaði alla og hefði sjálfur hellt upp á kaffið fyrir blaðamanninn. Fróðir menn um opinberar heimsóknir segja einnig að heimsóknin sé óvenju löng og mikið í hana lagt. I dag munu forsetahjónin skoða Stórabeltisbrúna. Síðan verður smábærinn Koge heimsóttur, tré- verksmiðja Junckers þar og síðan halda hjónin veislu til heiðurs Danadrottningu og eiginmanni hennar um kvöldið. Refur olli slysi ÞAÐ óhapp varð, þegar bílalest forseta Islands ók út að Fredens- borgarhöll undir kvöld, að refur hljóp í veg fyrir tvo lögreglu- menn á mótorhjólum sem fóru fyrir bílalestinni. Lögreglumenn- irnir féllu af hjólum sinum og voru báðir fluttir á sjúkrahús. Samkvæmt síðustu fréttum slas- aðist annar þeirra illa. Hér sést hjól annars lögreglumannsins og refurinn, sem slysinu olli, en hann drapst við áreksturinn. Níu sækja um embætti varalög- reglustjóra NIU sækja um embætti vara- lögreglustjóra í Reykjavík, en umsóknarfrestur rann út á föstudag. Umsækjendurnir eru Bjarni Stefánsson, yfirlögfræðingur við lögreglustjóraembættið í Reykjavík, Elín Vigdís Hall- varðsdóttir, yfirlögfræðingur við lögreglustjóraembættið í Reykjavík, Guðjón Magnús- son, fulltrúi ríkissaksóknara, Haraldur Johannessen, for- stjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, Hermann Guðmunds- son, lögfræðingur við ríkistoll- stjóraembættið, Jóhann Svan- ur Hauksson, deildarlögfræð- ingur við lögreglustjóraemb- ættið í Reykjavík, Sigríður J. Friðjónsdóttir, fulltrúi í Rann- sóknarlögreglu ríkisins, Sturla Þórðarson, yfirlögfræðingur i við lögreglustjóraembættið í Reykjavík og Þorgerður Er- lendsdóttir, dómarafulltrúi við Héraðsdóm Reykjaness. 100 þúsund í lágmarks- laun ALÞÝÐU S AMB AND Vestfjarða samþykkti kjaramálaályktun á þingi þess um síðustu helgi þar sem krafist er hækkunar lægstu launa í næstu kjarasamningum, þannig að á næstu tveimur árum verði náð 100.000 kr. lágmarkslaunum á mánuði. Þingið taldi eðlilegt að skattleysismörk miðuðust við þá tölu. Þingið krafðist þess að kaup- tryggingarákvæði samninga verði tekin til endurskoðunar, þannig að fiskvinnslufólki verði tryggt sama starfsöryggi og öðrum stéttum. Þingið krafðist sama orlofs- og lífeyrisréttar og opinberir starfs- mann hafa. Hámarksútivera sjó- manna verði 30 dagar. Sett var fram krafa um endurskoðun á fisk- veiðistjórnkerfinu með það að markmiði að sala og veðsetning veiðiheimilda verði bönnuð með öllu. Þingið varaði við hugmyndum um veiðileyfagjald og mótmælti harð: lega hugmyndum um skerðingu á sjómannaafslætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.