Morgunblaðið - 19.11.1996, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 19.11.1996, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Saltað með gamla laginu á Vopnafirði Síldarsöltun og frysting stendur nú yfír af fullum krafti víða um land og eins og jafnan áður ríkir sérstök stemmning í þeim sjávar- plássum þar sem slík vinnsla fer fram. Krist- ján Kristjánsson heimsótti Þórshöfn og Vopnafjörð og komst að því að þar snerist lífið um síld nánast allan sólarhringinn. HJÁ Hraðfrystistöð Þórs- hafnar hf. er reyndar unnið jöfnum höndum við síldar- og loðnu- frystingu og má með sanni segja að fjölþjóðlegt starfslið komi að vinnslunni. Um 30 útlendingar starfa hjá Hraðfrystistöðinni og koma þeir frá átta þjóðlöndum. Á Þórshöfn er líka talað um ,já- kvætt byggðavandamál“, þ.e. að þar sé of mikil vinna fyrir of fátt fólk. Hjá Tanga hf. á Vopnafirði er unnið við síldarfrystingu og hjá Bakkasíld ehf. er síldin söltuð í tunnur með gamla laginu. Þótt nokkuð erfiðlega hafi gengið að manna allar stöður á helstu álags- tímum, hefur það þó tekist með heimafólki. Aðalsteinn Sigurðsson hjá Bakkasíld segir að allt útlit sé fyrir að þetta verði í síðasta sinn sem síldin er söltuð með gamla laginu. Elstu krakkarnir í grunnskólan- um á Vopnafirði hafa unnið hörð- um höndum í síldarsöltun hjá Bakkasíld. Aðalsteinn segir að í raun sé vinnslunni haldið uppi af skólakrökkunum, ásamt eldra og reyndara starfsfólki. TVIBURARNIR Aðalsteinn t.v. og Sveinn Sigurðssynir hjá Bakkasíld fyrir framan stæðu af síldartunnum. „Ég hef sagt við krakkana að geyma launakvittanir sínar úr sölt- uninni vel, því ef fer sem horfir að þetta verði í síðasta sinn sem saltað verður með gamla laginu, geta þetta orðið merkilegir pappír- ar í framtíðinni,*1 segir Aðalsteinn. Sigríður Róbertsdóttir hefur unnið við síldarsöltun til fjölda ára, bæði á Vopnafirði og í Grinda- vík og mátti sjá á handtökum hennar að hún hefur komið nálægt þessu áður. „Það er æðislega gaman að vinna við síldarsöltun en getur verið ansi lýjandi þegar tarnirnar eru langar. Við missum mikið ef þessi aðferð leggst af, enda ríkir alveg sérstök stemmning í kring- um vinnsluna. Söltunin byggist .mikið á skólakrökkunum og okk- ur, þessum fáu konum, en það er gaman að hafa krakkana með í þessu.“ Sigríður segir að þó tarnirnar séu ekki eins langar í dag og á árum áður, sé hægt að ná ágætis tekjum í síldarsöltuninni. „Maður getur saltað í á fjórðu tunnu á klukkustund þegar vel gengur en við erum tvær saman að salta í þetta 6-7 tunnur á klukkustund. Þá gengur líka mikið á og það er varla að við náum að anda í öllum látunum," segir Sigríður. Saltað á Vopnafirði frá 1956 Unnið hefur verið við síldarsölt- un á Vopnafirði frá árinu 1956 í húsnæði sem Ásbræður sf. eiga. Félagið er í eigu Aðalsteins Sig- urðssonar, Sveins tvíburabróður hans og fjölskyldna þeirra. Fyrstu árin leigðu bræðurnir Aðalsteinn og Kristinn Jónssynir á Eskifirði og fleiri húsnæði og bryggju Ás- bræðra og ráku þar Síldarsöltun- arstöðina Auðbjörgu. Síðar tók

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.