Morgunblaðið - 19.11.1996, Page 16

Morgunblaðið - 19.11.1996, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ísland kemur illa út úr samanburði QECD á rekstri banka og sparisjóða Vaxtnm imurimiii meiri en á himim Norðurlöndunum REKSTUR íslenskra banka og sparisjóða hefur verið mun óhag- kvæmari en sambærilegra stofn- ana á hinum Norðurlöndunum á undanförnum árum, samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD um rekstur banka og sparisjóða. Þá má lesa út úr samanburðinum að afkoma íslenskra banka og sparisjóða eftir skatta var mjög slök á árunum 1993-1994 í samanburði við af- komu hliðstæðra norrænna stofn- ana. Hins vegar var afkoman fyrir framlög í afskriftarreikning hlut- fallslega best hérlendis árið 1994. í skýrslu OECD er að finna ítar- legar upplýsingar um rekstur banka og sparisjóða í 23 aðildar- ríkjum OECD, en tölur fyrir ísland er nú að finna þar í fyrsta sinn. Á meðfylgjandi mynd má sjá stöðu íslenska bankakerfisins í þessum samanburði gagnvart danska bankakerfinu, þýskum sparisjóð- um, sænskum viðskiptabönkum og norskum viðskiptabönkum og sparisjóðum. Þar sést t.d. að hreinar vaxta- tekjur sem endurspegla vaxtamun hjá bankastofnunum voru hlut- fallslega hæstar hér á landi á ár- inu 1994 af samanburðarlöndun- um. Miklar afskriftir í samanburði við hin löndin gera það aftur á móti að verkum að afkoman eftir skatta var slök. Þannig nam hagn- aður íslenskra banka og sparisjóða um 0,29% af niðurstöðutölu efna- hagsreiknings á árinu 1994, en sama hlutfall var 0,83% hjá sænskum bönkum, 1,25% hjá norskum bönkum og 1,07% hjá norskum sparisjóðum. Afkoman var hliðstæð hjá sparisjóðum í Þýskalandi, en töluvert lakari í Danmörku. Aftur á móti var af- koman eftir skatta lökust hér á landi af umræddum samanburðar- löndum á árinu 1993. Starfsmannakostnaður hæstur hér á landi Þá vekur athygli að íslenskir bankar búa við hæstan rekstrar- kostnað norrænu stofnananna eða 4,79% á árinu 1994, en almennt er þetta hlutfall 2-3% í saman- burðarlöndunum. Starfsmanna- kostnaður er hlutfallslega lang- hæstur hér á landi eða um 2,32%, en er næsthæstur í Danmörku eða 1,47%. Afkoman batnaði 1995 Afkoma viðskiptabanka og sparisjóða batnaði hins vegar tölu- vert á árinu 1995 og er staða þeirra í samanburðinum því að öllum lík- indum betri nú í því efni gagnvart bankastofnunum á Norðurlöndun- um. Samanlagður hagnaður eftir skatta nam 1.270 milljónum, en var 750 milljónir árið 1994. Megin- skýringin á afkomubatanum er 1,6 milljarða lækkun á framlögum í afskriftarreikning útlána. Hreinar vaxtatekjur lækkuðu um 300 millj- ónir á milli ára. Aftur á móti hækk- uðu rekstrargjöld og hefur hlutfall rekstrargjalda af niðurstöðu efna- hagsreiknings raunar farið hækk- andi undanfarin þijú ár. Afkomu íslensku viðskiptabank- anna eru gerð sérstök skil í nýrri haustskýrslu Seðlabankans, en þar er hvatt til aukinnar hagræðingar í bankakerfinu. Um þetta segir m.a.: „Þrátt fyrir bætta afkomu er ljóst að arðsemi viðskiptabank- anna er enn of lítil. Viðskiptabank- arnir þrír sýna 6,7% arðsemi eigin fjár á fyrri helmingi ársins 1996. Árðsemin var 5% árið 1995. Með aukinni samkeppni er vandséð að bankarnir auki tekjur sínar með auknum vaxtamun eða þjónustu- tekjum, enda hafa hreinar rekstr- ártekjur farið lækkandi. Verulegra breytinga á rekstrarafkomu ís- lenskra banka er því vart að vænta nema með aukinni hagræðingu t.d. í útibúaneti eða með nýjum þjón- ustuþáttum sem geta gefið tekjur. Breyting ríkisbankanna í hlutafé- lög myndi vafalaust auðvelda slíka þróun og því brýnt að henni verði hraðað.“ VISA ísland Rað- greiðslur til 36 mánaða STJÓRN VISA íslands hefur ákveðið að bjóða raðgreiðslur til 36 mánaða vegna kaupa á húsbúnaði, heimilistækjum, bíl- um o.fl. Raðgreiðslur tóku að ryðja sér til rúms vegna stærri inn- kaupa fyrir um tíu árum og hefur veltan í raðgreiðsluvið- skiptum vaxið jafnt og þétt. Nemur velta nú rúmum 300 milljónum kr. á mánuði eða um 4 milljörðum kr. á ári hjá VISA. Greiðslufjöldi er um 500 þúsund á ári, en raðgreiðslukerfið nær til 105.000 korthafa Visa og yfir 1.200 verslana, segir í frétt. Frá árinu 1990 hefur söluað- ilum staðið til boða raðgreiðslur méð ábyrgð, þ.e. samningar sem Visa leysir til sín að fullu ef korthafi missir kort sitt á greiðslutímanum. Raðgreiðsl- um Visa fylgir sérstök inn- kaupatrygging og lengri ábyrgðartími búnaðar og tækja. — Samanburður á bankarekstri í nokkrum löndum 0ECD árið 1994 Nokkrir liðir úr reikningum sem hlutfall af niðurstöðutölu efnahagsreiknings. Meðaltalstölur íhverju landi. Fjöldi banka- stofnana Meðalstærð stofnunar Milljarðar ísl. króna Hreinar vaxta- tekjur Aðrar tekjur Hreinar rekstrar- tekjur Rekstrar- kostnaður Hagnaður fyrir framlög í afskr.reikn. útlána Framlög í afskrifta- reikning Hagnaður fyrir skatta Hagnaður eftir skatta Starfs- manna- kostnaður ISLAND, viðsk.b. og sparisj. ÍSLAND, viðskiptabankar N0REGUR, sparisjóðir N0REGUR, viðskiptabankar SVÍÞJÓÐ, viðskiptabankar ÞÝSKALAND, sparisjóðir DANMÖRK, viðsk.b. og sp.sj. 33 3 132 18 10 657 113 8 70 20 190 1.232 96 94 I I 2,42% 2,46% 0,44% 0,99% 1,48% 0,51% -0,55% 4,79% 4,71% 2,90% 2,48% 3,28% 2,14% 2,38% I ■ 2,34% 2,23% 1,68% 1,43% 0,77% 1,52% 0,90% 1,86% 1,94% 0,30% 0,13% -0,21% 0,80% 0,90% I B I 0,48% 0,29% 1,37% 1,29% 0,98% 0,72% 0,00% 0,29% 0,20% 1,07% 1,25% 0,83% 0,30% -0,03% 2,32% 2,29% 1,36% 1,23% 1,02% 1,34% 1,47% i Fundur kjaranefndar Félags íslenskra stórkaupmanna Áherslubreyt- ingaríkjara- viðræðum Brítish Gas og Shell sameinuð? VIÐ gerð kjarasamninga skila við- ræður milli smærri hagsmunasam- taka, s.s. FÍS og verslunarmanna, frekar árangri heldur en þegar þær eru í höndum stærri eininga, s.s. Vinnuveitendasambands Islands eins áður var. Svipaða sögu má segja um danska vinnuveitenda- sambandið en þar hefur iðnaðurinn mest vægi í sambandinu eða liðlega helming fulitrúa, en félag vinnuveit- enda í verslun og þjónustu um hef- ur um 30% atkvæða þrátt fyrir að framtíðin sé hjá verslun og þjón- ustu. Þetta kom meðal annars fram í máli Sorens Henriksen, fram- kvæmdastjóra félags vinnuveitenda í verslun og þjónustu í Danmörku, Dansk Handel og Service, en hann flutti erindi á fundi kjararáðs Fé- iags íslenskra stórkaupmanna á Hótel Sögu í gær. Hann sagði reynsluna vera þá, að í samskiptum milli samtaka laun- þéga og atvinnurekenda skipti mestu máli að það ríki gagnkvæmt traust á milli hagsmunaaðila og að þeir geti náð samkomulagi um mik- ilvæg atriði sem snerti báða. „Þar má nefna hlut menntunar því góð menntun starfsfólks kemur báðum til góða og hefur áhrif á verðmæti vöru og þjónustu. Best væri ef ekki kæmu til verkföll því yfirleitt eru þau engum til góða og þar held ég að launþegasamtökin séu farin að átta sig á að það sem hefur jákvæð áhrif á verslun og viðskipti kemur þeirra féiagsmönnum til góða.“ Heimurinn eitt markaðssvæði Henriksen ræddi um þær miklu breytingar sem hafa orðið á við- skiptalífinu í heiminum undanfarin ár. „Heimurinn er orðinn að einum markaði og það eru einungis sam- tök iðnaðarins sem krefjast þess að neytendur kaupi innlenda fram- leiðslu. Átak eins og veljum íslenskt eða veljum danskt á ekki við í þeim veruleika sem við búum við enda hvernig er hægt að ætlast til þess að danskir neytendur kaupi vöru í Danmörku með fullum virðisauka- skatti ef þeir geta keypt sömu vöru frá seljendum í öðrum löndum á lægra verði, t.d. við tölvuna heima í stofu í gegnum alnetið." Morgunblaðið/Ásdís SÚREN Henriksen, fram- kvæmdastjóri Dansk Handel og Service í Danmörku, flutti erindi á fundi kjararáðs Félags ís- lenskra stórkaupmanna í gær. Að sögn Henriksen hefur danskt þjóðfélag gengið í gegnum miklar breytingar hvað varðar atvinnuveg- ina. Nefndi hann sem dæmi að þeg- ar hann var í skóla hafi landbúnað- ur skv. skólabókunum verið helsta atvinnugrein Danmerkur. „Síðan hefur iðnaðurinn átt sitt blóma- skeið, en nú eru það verslun og þjónusta sem skipta mestu máli og framtíðin er í þeirra höndum en ekki iðnaðarins. Ástæðuna fyrir þessu má rekja til breyttra að- stæðna í viðskiptaheiminum sem er orðinn alþjóðavæddur vegna stöðugra tækninýjunga." London. Reuter. BRITISH GAS og olíurisinn Royal Dutch/Shell Group vilja ekkert segja um blaðafréttir um að fyrir- tækin eigi í viðræðum um samruna. British Gas var einkavætt fyrir 10 árum og Royal Dutch/Shell hef- ur gert fyrirtækinu grein fyrir fyrir- ætlunum um 40 milljarða punda samruna að sögn blaðsins Sunday Telegraph. Blaðið segir að ekki sé kominn skriður á viðræður, þar sem áhugi British Gas hafi dofnað. Sunday Telegraph hermir að ensk-hollenzka olíufélagið, eitt stærsta fyrirtæki heims, hafi áður samið leyniskjöl um fyrirhugaða yfirtöku British Gas. Lengi hefur verið bollalagt að Amsterdam. Reuter. VONIR um skjótt samkomulag um að flugiðnaðarfyrirtæki Samsungs í Suður-Kóreu bjargi hollenzku Fok- ker flugvélaverksmiðjunum hafa dofnað vegna ummæla skiptaráð- enda um að þeir búist ekki við að komizt verði að niðurstöðu í Seoul í að minnsta kosti háfan mánuð. Könnun Samsung Aerospace Industries á bókhaldi Fokkers hefur tekið lengri tíma en búizt var við og ef ákvörðunin verður jákvæð er British Petroleum eða Royal/Dutch I Shell íhugi að taka við rekstri Brit- ish Gas, sem ráðgert er að skipta í tvö fyrirtæki í byijun næsta árs. British Gas vill að fyrirtækinu verði skipt í leiðslufyrirtæki, TransCo International, og gasverzl- unarfélag, British Gas Energy. Tap er á verzlunarstarfseminni og strangt eftirlit er með leiðsluum- j svifunum, en þau eru ábatasöm. | Margir hafa efazt um að BP eða . Shell hafi áhuga á British Gas. Sunday Telegraph segir að Shell hafi sérstakan áhuga á gasfram- leiðslu British Gas, sem í ráði er að skipta milli TransCo Internation- al og British Gas Energy. I I talið að lokaviðræður muni taka nokkrar vikur. Samkvæmt fréttum hollenzkra fjölmiðla getur athugun Suður-Kór- eustjórnar á samningi fyrirtækj- anna tafið fyrir viðræðunum, en Samsung kveðst aðeins þurfa sam- þykki seðlabanka landsins til fjár- j festinga erlendis. Tálsmaður Suður-Kóreustjórnar ’ sagði að hún gæti ekki sagt Sams- » ung fyrir verkum. Óvissa um björgun Fokkers

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.