Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ísland kemur illa út úr samanburði QECD á rekstri banka og sparisjóða Vaxtnm imurimiii meiri en á himim Norðurlöndunum REKSTUR íslenskra banka og sparisjóða hefur verið mun óhag- kvæmari en sambærilegra stofn- ana á hinum Norðurlöndunum á undanförnum árum, samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD um rekstur banka og sparisjóða. Þá má lesa út úr samanburðinum að afkoma íslenskra banka og sparisjóða eftir skatta var mjög slök á árunum 1993-1994 í samanburði við af- komu hliðstæðra norrænna stofn- ana. Hins vegar var afkoman fyrir framlög í afskriftarreikning hlut- fallslega best hérlendis árið 1994. í skýrslu OECD er að finna ítar- legar upplýsingar um rekstur banka og sparisjóða í 23 aðildar- ríkjum OECD, en tölur fyrir ísland er nú að finna þar í fyrsta sinn. Á meðfylgjandi mynd má sjá stöðu íslenska bankakerfisins í þessum samanburði gagnvart danska bankakerfinu, þýskum sparisjóð- um, sænskum viðskiptabönkum og norskum viðskiptabönkum og sparisjóðum. Þar sést t.d. að hreinar vaxta- tekjur sem endurspegla vaxtamun hjá bankastofnunum voru hlut- fallslega hæstar hér á landi á ár- inu 1994 af samanburðarlöndun- um. Miklar afskriftir í samanburði við hin löndin gera það aftur á móti að verkum að afkoman eftir skatta var slök. Þannig nam hagn- aður íslenskra banka og sparisjóða um 0,29% af niðurstöðutölu efna- hagsreiknings á árinu 1994, en sama hlutfall var 0,83% hjá sænskum bönkum, 1,25% hjá norskum bönkum og 1,07% hjá norskum sparisjóðum. Afkoman var hliðstæð hjá sparisjóðum í Þýskalandi, en töluvert lakari í Danmörku. Aftur á móti var af- koman eftir skatta lökust hér á landi af umræddum samanburðar- löndum á árinu 1993. Starfsmannakostnaður hæstur hér á landi Þá vekur athygli að íslenskir bankar búa við hæstan rekstrar- kostnað norrænu stofnananna eða 4,79% á árinu 1994, en almennt er þetta hlutfall 2-3% í saman- burðarlöndunum. Starfsmanna- kostnaður er hlutfallslega lang- hæstur hér á landi eða um 2,32%, en er næsthæstur í Danmörku eða 1,47%. Afkoman batnaði 1995 Afkoma viðskiptabanka og sparisjóða batnaði hins vegar tölu- vert á árinu 1995 og er staða þeirra í samanburðinum því að öllum lík- indum betri nú í því efni gagnvart bankastofnunum á Norðurlöndun- um. Samanlagður hagnaður eftir skatta nam 1.270 milljónum, en var 750 milljónir árið 1994. Megin- skýringin á afkomubatanum er 1,6 milljarða lækkun á framlögum í afskriftarreikning útlána. Hreinar vaxtatekjur lækkuðu um 300 millj- ónir á milli ára. Aftur á móti hækk- uðu rekstrargjöld og hefur hlutfall rekstrargjalda af niðurstöðu efna- hagsreiknings raunar farið hækk- andi undanfarin þijú ár. Afkomu íslensku viðskiptabank- anna eru gerð sérstök skil í nýrri haustskýrslu Seðlabankans, en þar er hvatt til aukinnar hagræðingar í bankakerfinu. Um þetta segir m.a.: „Þrátt fyrir bætta afkomu er ljóst að arðsemi viðskiptabank- anna er enn of lítil. Viðskiptabank- arnir þrír sýna 6,7% arðsemi eigin fjár á fyrri helmingi ársins 1996. Árðsemin var 5% árið 1995. Með aukinni samkeppni er vandséð að bankarnir auki tekjur sínar með auknum vaxtamun eða þjónustu- tekjum, enda hafa hreinar rekstr- ártekjur farið lækkandi. Verulegra breytinga á rekstrarafkomu ís- lenskra banka er því vart að vænta nema með aukinni hagræðingu t.d. í útibúaneti eða með nýjum þjón- ustuþáttum sem geta gefið tekjur. Breyting ríkisbankanna í hlutafé- lög myndi vafalaust auðvelda slíka þróun og því brýnt að henni verði hraðað.“ VISA ísland Rað- greiðslur til 36 mánaða STJÓRN VISA íslands hefur ákveðið að bjóða raðgreiðslur til 36 mánaða vegna kaupa á húsbúnaði, heimilistækjum, bíl- um o.fl. Raðgreiðslur tóku að ryðja sér til rúms vegna stærri inn- kaupa fyrir um tíu árum og hefur veltan í raðgreiðsluvið- skiptum vaxið jafnt og þétt. Nemur velta nú rúmum 300 milljónum kr. á mánuði eða um 4 milljörðum kr. á ári hjá VISA. Greiðslufjöldi er um 500 þúsund á ári, en raðgreiðslukerfið nær til 105.000 korthafa Visa og yfir 1.200 verslana, segir í frétt. Frá árinu 1990 hefur söluað- ilum staðið til boða raðgreiðslur méð ábyrgð, þ.e. samningar sem Visa leysir til sín að fullu ef korthafi missir kort sitt á greiðslutímanum. Raðgreiðsl- um Visa fylgir sérstök inn- kaupatrygging og lengri ábyrgðartími búnaðar og tækja. — Samanburður á bankarekstri í nokkrum löndum 0ECD árið 1994 Nokkrir liðir úr reikningum sem hlutfall af niðurstöðutölu efnahagsreiknings. Meðaltalstölur íhverju landi. Fjöldi banka- stofnana Meðalstærð stofnunar Milljarðar ísl. króna Hreinar vaxta- tekjur Aðrar tekjur Hreinar rekstrar- tekjur Rekstrar- kostnaður Hagnaður fyrir framlög í afskr.reikn. útlána Framlög í afskrifta- reikning Hagnaður fyrir skatta Hagnaður eftir skatta Starfs- manna- kostnaður ISLAND, viðsk.b. og sparisj. ÍSLAND, viðskiptabankar N0REGUR, sparisjóðir N0REGUR, viðskiptabankar SVÍÞJÓÐ, viðskiptabankar ÞÝSKALAND, sparisjóðir DANMÖRK, viðsk.b. og sp.sj. 33 3 132 18 10 657 113 8 70 20 190 1.232 96 94 I I 2,42% 2,46% 0,44% 0,99% 1,48% 0,51% -0,55% 4,79% 4,71% 2,90% 2,48% 3,28% 2,14% 2,38% I ■ 2,34% 2,23% 1,68% 1,43% 0,77% 1,52% 0,90% 1,86% 1,94% 0,30% 0,13% -0,21% 0,80% 0,90% I B I 0,48% 0,29% 1,37% 1,29% 0,98% 0,72% 0,00% 0,29% 0,20% 1,07% 1,25% 0,83% 0,30% -0,03% 2,32% 2,29% 1,36% 1,23% 1,02% 1,34% 1,47% i Fundur kjaranefndar Félags íslenskra stórkaupmanna Áherslubreyt- ingaríkjara- viðræðum Brítish Gas og Shell sameinuð? VIÐ gerð kjarasamninga skila við- ræður milli smærri hagsmunasam- taka, s.s. FÍS og verslunarmanna, frekar árangri heldur en þegar þær eru í höndum stærri eininga, s.s. Vinnuveitendasambands Islands eins áður var. Svipaða sögu má segja um danska vinnuveitenda- sambandið en þar hefur iðnaðurinn mest vægi í sambandinu eða liðlega helming fulitrúa, en félag vinnuveit- enda í verslun og þjónustu um hef- ur um 30% atkvæða þrátt fyrir að framtíðin sé hjá verslun og þjón- ustu. Þetta kom meðal annars fram í máli Sorens Henriksen, fram- kvæmdastjóra félags vinnuveitenda í verslun og þjónustu í Danmörku, Dansk Handel og Service, en hann flutti erindi á fundi kjararáðs Fé- iags íslenskra stórkaupmanna á Hótel Sögu í gær. Hann sagði reynsluna vera þá, að í samskiptum milli samtaka laun- þéga og atvinnurekenda skipti mestu máli að það ríki gagnkvæmt traust á milli hagsmunaaðila og að þeir geti náð samkomulagi um mik- ilvæg atriði sem snerti báða. „Þar má nefna hlut menntunar því góð menntun starfsfólks kemur báðum til góða og hefur áhrif á verðmæti vöru og þjónustu. Best væri ef ekki kæmu til verkföll því yfirleitt eru þau engum til góða og þar held ég að launþegasamtökin séu farin að átta sig á að það sem hefur jákvæð áhrif á verslun og viðskipti kemur þeirra féiagsmönnum til góða.“ Heimurinn eitt markaðssvæði Henriksen ræddi um þær miklu breytingar sem hafa orðið á við- skiptalífinu í heiminum undanfarin ár. „Heimurinn er orðinn að einum markaði og það eru einungis sam- tök iðnaðarins sem krefjast þess að neytendur kaupi innlenda fram- leiðslu. Átak eins og veljum íslenskt eða veljum danskt á ekki við í þeim veruleika sem við búum við enda hvernig er hægt að ætlast til þess að danskir neytendur kaupi vöru í Danmörku með fullum virðisauka- skatti ef þeir geta keypt sömu vöru frá seljendum í öðrum löndum á lægra verði, t.d. við tölvuna heima í stofu í gegnum alnetið." Morgunblaðið/Ásdís SÚREN Henriksen, fram- kvæmdastjóri Dansk Handel og Service í Danmörku, flutti erindi á fundi kjararáðs Félags ís- lenskra stórkaupmanna í gær. Að sögn Henriksen hefur danskt þjóðfélag gengið í gegnum miklar breytingar hvað varðar atvinnuveg- ina. Nefndi hann sem dæmi að þeg- ar hann var í skóla hafi landbúnað- ur skv. skólabókunum verið helsta atvinnugrein Danmerkur. „Síðan hefur iðnaðurinn átt sitt blóma- skeið, en nú eru það verslun og þjónusta sem skipta mestu máli og framtíðin er í þeirra höndum en ekki iðnaðarins. Ástæðuna fyrir þessu má rekja til breyttra að- stæðna í viðskiptaheiminum sem er orðinn alþjóðavæddur vegna stöðugra tækninýjunga." London. Reuter. BRITISH GAS og olíurisinn Royal Dutch/Shell Group vilja ekkert segja um blaðafréttir um að fyrir- tækin eigi í viðræðum um samruna. British Gas var einkavætt fyrir 10 árum og Royal Dutch/Shell hef- ur gert fyrirtækinu grein fyrir fyrir- ætlunum um 40 milljarða punda samruna að sögn blaðsins Sunday Telegraph. Blaðið segir að ekki sé kominn skriður á viðræður, þar sem áhugi British Gas hafi dofnað. Sunday Telegraph hermir að ensk-hollenzka olíufélagið, eitt stærsta fyrirtæki heims, hafi áður samið leyniskjöl um fyrirhugaða yfirtöku British Gas. Lengi hefur verið bollalagt að Amsterdam. Reuter. VONIR um skjótt samkomulag um að flugiðnaðarfyrirtæki Samsungs í Suður-Kóreu bjargi hollenzku Fok- ker flugvélaverksmiðjunum hafa dofnað vegna ummæla skiptaráð- enda um að þeir búist ekki við að komizt verði að niðurstöðu í Seoul í að minnsta kosti háfan mánuð. Könnun Samsung Aerospace Industries á bókhaldi Fokkers hefur tekið lengri tíma en búizt var við og ef ákvörðunin verður jákvæð er British Petroleum eða Royal/Dutch I Shell íhugi að taka við rekstri Brit- ish Gas, sem ráðgert er að skipta í tvö fyrirtæki í byijun næsta árs. British Gas vill að fyrirtækinu verði skipt í leiðslufyrirtæki, TransCo International, og gasverzl- unarfélag, British Gas Energy. Tap er á verzlunarstarfseminni og strangt eftirlit er með leiðsluum- j svifunum, en þau eru ábatasöm. | Margir hafa efazt um að BP eða . Shell hafi áhuga á British Gas. Sunday Telegraph segir að Shell hafi sérstakan áhuga á gasfram- leiðslu British Gas, sem í ráði er að skipta milli TransCo Internation- al og British Gas Energy. I I talið að lokaviðræður muni taka nokkrar vikur. Samkvæmt fréttum hollenzkra fjölmiðla getur athugun Suður-Kór- eustjórnar á samningi fyrirtækj- anna tafið fyrir viðræðunum, en Samsung kveðst aðeins þurfa sam- þykki seðlabanka landsins til fjár- j festinga erlendis. Tálsmaður Suður-Kóreustjórnar ’ sagði að hún gæti ekki sagt Sams- » ung fyrir verkum. Óvissa um björgun Fokkers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.