Morgunblaðið - 19.11.1996, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 19
Eistneska
stjórnin
riðar til
falls
FLEST benti til í gær, að eist-
neska stjómin væri að falla
vegna deilna stærstu ríkis-
stjórnarflokkanna um sam-
starfssamning, sem annar
þeirra gerði við helsta stjóm-
arandstöðuflokkinn. Gaf Um-
bótaflokkurinn Sameiningar-
flokknum frest til morguns til
að rifta samningnum, sem
hann gerði í síðustu viku við
Miðflokkinn, og hótaði að fella
stjómina ella. Er litið á samn-
inginn sem beina móðgun við
Umbótaflokkinn en ekki er
búist við, að sameiningar-
flokksmenn láti sér segjast.
Hefur samkomulagið milli
flokkanna verið stirt en sá
fyrrnefndi vill ganga miklu
lengra en hinn í markaðsum-
bótum.
Allt betra en
Le Pen
LEIÐTOGAR franskra sósíal-
ista hafa hvatt sitt fólk til að
kjósa hægrimenn í borginni
Dreux í fyrri umferð sveitar-
stjórnarkosninganna í Frakk-
landi um næstu helgi. Gera
þeir það til að koma í veg fyr-
ir, að Marie-France Stirbois,
frambjóðandi Þjóðfylkingar Le
Pens, komist þar til valda en
samkvæmt skoðanakönnunum
nýtur hún mests fylgis eða
36,5%. Á hæla henni kemur
síðan Gerard Hamel, fram-
bjóðandi gaullista, með 34,7%.
Sósíalistinn Maurice Ravanne
er með 24,8%.
Mannfall í
Tyrklandi
FJÖRUTÍU og einn kúrdískur
uppreisnarmaður og fimm
tyrkneskir hermenn hafa fallið
í átökum í Tyrklandi síðustu
þijá daga. Voru þau mest í
Sirnak-héraði við írösku
landamærin. Meira en 21.000
manns hafa fallið þau 12 ár,
sem Kúrdar hafa barist fyrir
sjálfstæði eða heimastjórn inn-
an Tyrklands.
Páfi er ekki
skuldseigur
PÁFAGARÐUR vísaði i gær á
bug frétt í Sunday Telegraph
en þar sagði, að Jóhannesi
Páli páfa II lík-
aði mætavel
reyktur lax frá
Skotlandi en
væri ekki eins
hrifinn af því
að borga
breska fyrir-
tækinu, sem
útvegaði hann.
Sagði í tilkynn-
ingu Páfa-
garðs, að fréttin væri tilhæfu-
laus. Að vísu hefði verið keypt-
ur reyktur lax af ítölsku inn-
flutningsfyrirtæki fram til júlí
sl. en þá hefði samningum
verið sagt upp vegna ágrein-
ings um gæði vörunnar. Hefðu
allir reikningar verið greiddir
en blaðið hafði það eftir eig-
endum fyrirtækisins Hebride-
an Seafoods, að það að fá
greiðslu frá páfanum væri jafn
mikið kraftaverk og að metta
fimm þúsundir.
Jóhannes
Páll
Reuter
Jeltsín í
faðmi fjöl-
skyldunnar
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, er á
góðum batavegi eftir hjartauppskurð-
inn fyrr í mánuðinum og um síðustu
helgi settist hann að tedrykkju með
fjölskyldu sinni á sjúkrahúsi í Moskvu.
Honum á vinstri hönd á myndinni er
Naína, kona hans, og til hægri handar
er barnabarn hans, Masha. Er þetta
fyrsta opinbera myndin, sem tekin er
af Jeltsín eftir hjartaaðgerðina, og
þykir eiga að sýna, að honum vaxi
ásmegin með hverjum degi.
Nú er um að gera að skella parketinu á gólfið jyrirjóll Engin útborgun, greiðsludreifing
í allt að 36 mánuði á EURO eða VJSA raðgreiðslum. Fyrsta afborgun ífebrúar 1997.
Káhrs parket Eik Natur 15 mm 1. fl.
Káhrs parket Beyki Rustic 15 mm 1. fl.
Verð kr. 2.976-per/m2
Verð kr. 2.976-per/m2
Nýjungfrá Káhrs: Linné samlímt 8mm tveggja stafa gólfefni á kynningarverði:
Eik • Beyki • Hlynur • Kirsuberjaviður Verð kr. 2.656- per/m2
Yfir 40 tegundir afgegnheilu stafaparketi á jólatilboðsverði
Eik • Hlynur • Jatoba • Cumaru • Rauð eik • Moral • Merbau • Billinga • Ybyraro
Curupay • Askur • Lapacho.
Þetta eru nokkrar af þeim viðartegundum sem við bjóðum af lager.
Býður nokkur betur?
Verðdæmi:
Gegnheilt Eik Rustic lOmm stafaparket Verð: 1.598.- per/m2 StgT.
Parket er okkar fag þér í hag1
Egill
Arnason hf
Ármúli 8
Pósthólf 740
108 Reýkjavík
Slmi: 581 2111
Fax: 568 0311