Morgunblaðið - 19.11.1996, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
LEIKLIST
Draumasmiðjan í
II ö f rt a b o r g i n n i
SAFNARINN
Höfundur bókar: John Fowles. Þýð-
andi bókar: Sigurður A. Magnússon.
Leikgerð: Dofri Hermannsson og
leikhópurinn. Leikstjóri: Gunnar
Gunnsteinsson. Leikarar: Björk Jak-
obsdóttir og Dofri Hermannsson.
Leikmynd: Anna Jóa. Búningar: Mar-
ía Ólafsdóttir. Förðun: Hrafnhildur
Hafberg. Ljós: Geir Magnússon.
Hljóð: Georg Magnússon. Sunnudag-
ur 17. nóvember.
AÐSTANDENDUR Drauma-
smiðjunnar hafa færst mikið í fang
að færa skáldsögu John Fowles,
Safnarann, í leikbúning. Sýningin
ber þess merki að sögunni sé fylgt
nokkuð nákvæmlega, atriði eru
fjöldamörg og sum örstutt en leik-
gerðin öll tekur varla meira en fimm
stundarfjórðunga í flutningi. Skipt-
ingar milli atriða ganga skjótt fyrir
sig, en á stundum hafa áhorfendur
varla tíma til að setja sig inn í nýjar
aðstæður áður en atriðinu er lokið
og nýtt tekur við. Vegna þessa verð-
ur framvindan nokkuð brotakennd
Fiðrildasafnari nælir
í gott eintak
fyrir hlé. Mætti ætla að
áhrifameira hefði verið að
steypa atriðunum saman í
lengri þætti og reynt að
láta leikgerðina fylgja for-
merkjum hefðbundnara
leikverks áhorfendum til
hagræðis.
Þessi tíðu skipti kreíjast
of mikils af leikkonunni,
Björk Jakobsdóttur. Henni
er gert að skipta skapi í
þvílíkum gríð og erg að
varla er á neins leikara
færi. Björk tekst oft mjög
vel upp en viss atriði eru
henni ofviða, t.d. lokaatriði
Míröndu. Dofri Hermanns-
son kemur Ferdínand hins
vegar betur til skila, enda
aðal siðblindingjans í verkinu að
hann er alltaf samkvæmur sjálfum
sér í sínum brenglaða persónuleika.
Þau hefðu bæði haft gott af styrk-
skjálfta, því auk hefð-
bundins álags við slík-
ar aðstæður komu upp
tæknileg vandamál í
byrjun sem töfðu upp-
haf sýningarinnar.
Undirritaður tók
þann pól í hæðina að
lesa ekki skáldsögu
Fowles fyrir sýning-
una, þar sem hann
vildi sjá hvort leikgerð-
in stæði sem sjálfstætt
verk. Það gerir hún
sannarlega. Þó fram-
vindan sé hæg fyrir
hlé gengur sýningin
upp í lokin þegar
spennan eykst. Reynd-
ar má minnast á að
skáldsagan vísar raunar í leikrit,
Ofviðrið eftir Shakespeare, þar sem
Míranda og Ferdínar.d hrífast í ein-
angruninni mjög hvort af öðru. Ferd-
BJÖRK Jakobsdóttir og Dofri Hermannsson í
hlutverkum sínum.
ari leikstjórn. Nokkuð bar á mismæl-
um og að leikararnir töluðu hver
ofan í annan, en hér er hægt að
kenna um sönnum frumsýningar-
inand segir m.a.: „Þetta er gyðjan
sem tónar þessir tigna,“ sem er vís-
að til í tónlistinni eftir Mozart, sér-
staklega Requiem, sem setur svo
mikinn svip á sýninguna.
Á umbúnað sýningarinnar virtist
alltaf vanta herslumuninn til að hann
yrði nógu áhrifamikill. Búningur
Dofra Hermannssonar ýtti á engan
hátt undir persónusköpun Ferdín-
ands og sama má segja um búninga
þá sem Björk Jakobsdóttir klæðist
sem Míranda. Leiktjöld komu ekki
tii skila einangrun þeirri sem Mír-
anda þarf við að búa, né virtust þau
taka nógu mikið tillit til textans.
Viðbætur við textann voru úr stíl
við annað; í drykkjuatriðinu slettir
Míranda ensku sem er gersamlega
á skjön við þann bóklega tón sem
annars ríkir. Ljósin voru ekki nógu
hnitmiðuð og þótt tónlistin væri
óneitanlega áhrifamikil hefði verið
hægt að velja kafla af hæfilegri
lengd í stað þess að draga niður í
hljómlistinni í lok þeirra.
Það var gaman á þessari sýningu
og hún er áhugaverð, en miðað við
hvað lagt hefur verið í hana er sárt
að verkið virðist aldrei ná þeim áhrif-
um sem búast mætti við af jafn at-
hyglisverðri sögu.
Sveinn Haraldsson
Lucy kynnist
lífinu
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
GUNNAR Björnsson var einleikari með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna
undir sljórn Ingvars Jónassonar.
Aftur að upphafi
TÓNLIST
N cs kir kj a
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Verk eftir Rossini, Bruch og Haydn.
Gunnar Bjömsson, selló; Sinfóníu-
hljómsveit áhugamanna undir sljóm
Ingvars Jónassonar. Neskirlqu,
sunnudaginn 17. nóvember kl. 17.
ÁHUGAMENN hafa orðið vonds-
lega útundan í nútíma listmúsík. Sú
lifir og dafnar nær alfarið á háþró-
aðri atvinnumennsku í hljóðfæraleik;
jafnvel svo, að virtúósinn verður
hækja tónsmiðsins og einfær um að
gæða lífi það sem lyppast mundi nið-
ur í meðförum annarra.
Viðfangsefni nútíma áhugamanna-
sveita eru í samræmi við það. Þau
ná svo til eingöngu frá síðbarokktíma
og yfir í snemmrómantík. Síðróman-
tísk og yngri verk eru yfirleitt áhuga-
mönnum ofviða, að ekki sé talað um
módernisma eftirstríðsára.
Það er því spuming, hvort ekki sé
tímabært fyrir tónskáldin - eftir
100-150 ára skírlífissamband við sér-
hæfða stjömuflytjendur - að fara í
einhvetjum mæli að huga aftur að
smíði hljómsveitar- og kammerverka
fyrir þann vaxandi fjölda fólks sem
lært hefur á klassísk hljóðfæri en
gert annað að ævistarfi, ekki sízt nú
þegar frístundum fer fjölgandi. Því
þó að tölvur, skemmtarar og önnur
hljómflutningstæki geti gert undra-
margt, megna þau aldrei að koma í
staðinn fyrir sjálfan kjama tónlistar-
upplifunar, sem æ fleiri með fortíð
úr tónlistarskóla eiga eftir að endur-
uppgötva á komandi árum: hinn lif-
andi samleik.
Þar með ætti væntanlega að mynd-
ast nýr markaður fyrir afurðir tón-
skálda - eða réttara: sköpunarferlið
myndi að hluta færast í upphaflegt
horf, þ.e.a.s. miða við þarfir og getu
almennings - þó svo að snillingar (og
tölvur) myndu áfram sjá um tóntúlk-
un á mörkum hins mögulega. En á
meðan tónskáldin era enn óvöknuð
til vitundar, verða áhugamannahljóm-
sveitir sem sagt að bjarga sér að
mestu með viðráðanlegri verkum
gömlu meistaranna.
Sem betur fer er þó ýmislegt þang-
að að sækja sem staðizt hefur tímans
tönn, eins og sjá mátti af dagskrá
hinnar sex ára gömlu Sinfóníuhljóm-
sveitar áhugamanna í Neskirkju á
sunnudaginn var, og eftir aðsókn að
dæma var það líka skoðun allmargra
áheyrenda. Forleikur Rossinis að
óperanni „ítalska stúlkan í Alsír“
(1813) hefur þrátt fyrir fislétt yfir-
bragð enzt án vandræða í bráðum
tvær aldir, og var mjög vel leikinn
af SÁ. Reyndar svo, að andstætt ríkj-
andi venju dofnaði hljómsveitin, þegar
seig á seinni hluta tónleikanna fremur
en hitt. Kom það nokkuð á óvart, því
í fljótu bragði virtist spilamennska
sveitarinnar í Rossini nú, einkum
strengjanna, allnokkra betri en þegar
undirr. heyrði í hljómsveitinni fyrir
hálfu ári eða svo, enda þótt Ingvar
Jónasson tæki enga áhættu í tempóv-
ali. En vetrarstarfið er nýhafið, og
kom sú staðreynd upp um sig í síð-
asta atriðinu, 103. sinfóníu Haydns,
er einbeitnin tók að slakna.
Þar áður lék kennimaðurinn Gunn-
ar Björnsson, prestur í Önundarfirði,
einleik í Kol Nidrei fyrir selló og
hljómsveit (1881) eftir Max Brach,
hreinferðugu og angurværu síðróm-
antísku verki, sém hljómsveitin átti
ekki í erfiðleikum með að skila með
sóma. Gunnar lék hinar löngu söngst-
rófur seilósins mjög fallega, og sakn-
aði maður aðeins skýrari og atvinnu-
mannslegri hendingamótunar á stöku
stað.
Lokaatriði tónleikanna var 103.
sinfónía Josephs Haydns í Es-dúr, ein
hinna kunnu 12 hljómkviða sem pant-
aðar voru og framfluttar fyrir tilstilli
umboðsmannsins Salomon í London
um 1790. Þessar sinfóníur standa enn
óhaggaðar sem fastur partur af al-
þjóðlegu tónleikaverkavali, fyrir utan
að vera óslítandi verkefni skólahljóm-
sveita um allan heim, enda réttnefnd
meistaraverk; í senn hvetjandi og
krefjandi. Raunar svo kreíjandi, að í
fremur silalegu hraðavali stjómand-
ans varð útkoman frá heymarhóli
áheyrenda því miður linkuleg og lang-
dregin. Verkið krefst mikillar rytmí-
skrar spennu og fjaðurmagns, nærri
því Beethoveneskar innskotsáherzlur
era á hveiju strái, og þegar hvort
tveggja vantar í framkvæmd, er hætt
við að hljómkviðan missi flugið. Hún
er gott dæmi um „lúmskt" viðfangs-
efni sem virðist miklu auðveldara en
það reynist - sérstaklega salarmegin.
En - sem sagt - vetrarstarfið er
aðeins nýhafið, og sumarleyfisnib-
bumar eiga öragglega eftir að heflast
af SÁ á næstu mánuðum.
Ríkarður Ö. Pálsson
KVIKMYNPIR
Rcgnboginn
SAKLAUS FEGURÐ
(„Stealing Beauty“) ★ ★
Leikstjóri Bemardo Bertolucci.
Handritshöfundar Bertolucci, Susan
Minot. Kvikmyndatökusfjóri Darius
Khondji. Tónlist Richard Hartley.
Aðalleikendur Liv Taylor, Jeremy
Irons, Jean Marais, Donal McCann,
D.W. Moffett, Stefania Sandrelli,
Rachel Weisz, Joseph Fiennes.
Bandarisk. Fox Searchlight 1996.
ÍTALINN Bernardo Bertolucci var
lengi í hópi fremstu leikstjóra heims,
en gengi hans sem kvikmyndagerðar-
manns hefur farið hnignandi síðustu
árin. Frægastur varð Bertolucci fyrir
Last Tango in Paris, þá bersöglu og
erótísku hneykslunarhellu, því biðu
menn spenntir eftir Saklausri fegurð,
en þar fer leikstjórinn aftur inná torr-
áðnar brautir ástarinnar.
Lucy (Liv Taylor), nítján ára göm-
ul dóttir nýlátins, bandarísks ljóð-
skálds, heldur til Ítalíu, á slóðir sem
þær mæðgur dvöldust nokkram áram
áður. Áfangastaðurinn er sveitasetur
í miðju, undurfógra Toskanahéraðinu,
þar sem býr mislitur hópur vina
þeirra. Meginástæðumar fyrir ferða-
lagi Lucyar er gáta sem móðir henn-
ar skildi eftir í dagbók, þar sem ýjað
er að réttu faðemi stúlkunnar, og ít-
alskur strákur sem hana fysir að
kyssa aftur. Það kemst í hámæli
meðal dvalargesta á setrinu að hin
föngulega Lucy er enn hrein mey og
snúast fljótlega umræður og aðgerðir
um þetta líffræðilega fádæmi.
Það verður snemma ljóst að flestir
þeir sem vonuðust eftir langþráðu
meistaraverki frá Bertolucci verða
vonsviknir. Saklaus fegurðer einstak-
lega falleg mynd fyrir augað og á
köflum hnyttilega skrifuð, þótt hún
komist ekki nærri bestu myndum leik-
stjórans. Aðalkostur hennar er sund-
Anna Pálína Ámadóttir og Aðalsteinn
Ásberg Sigurðsson ásamt hljómsveit
halda tónleika á vegum Tónlistarskól-
ans undir yfirskriftinni Fjall og fjara.
Tónleikarnir verða í Tónlistarskólan-
um og heljast kl. 20.30.
Á efnisskrá tónleikanna verða lög
af plötunni Fjall og fjara, norræn og
urleit hjörð einstaklinga í iistamanna-
kommúnunni i Toskana, þeir búa all-
ir yfir sínum sérkennilegheitum frá
hendi höfunda og flinkir leikarar
kveikja þá flesta til lifsins. Breski
stórleikarinn Jeremy Irons er unaðs-
legur sem fársjúkt leikritaskáld sem
verður trúnaðarvinur Lucyar og ráð-
gjafi í hennar holdlegu málefnum.
Það má mikið vera ef Irons fær ekki
Óskarsverðlaunin fyrir meistaralega
túlkun á hinu dauðvona og kaldhæðna
gáfumenni. Gamli sjarmörinn hann
Jean Marais skýtur hér upp gráum
kollinum einsog skrattinn úr sauðar-
leggnum, augu hans og hugur bein-
ast að táningnum en getan horfin hjá
hinum aldna, fyrram þingmanni, sem
þessi sögufrægi leikari túlkar af mik-
illi innlifun. Sinead Cusack er eftir-
minnileg sem bústýran á bænum,
sama má segja um Donal McCann í
hlutverki listamannsins, bónda henn-
ar. Litagleði umhverfisins og hinnar
mannlegu náttúra rammar franski
kvikmyndatökustjórinn fagurlega og
beitir sér að friðsælu landslaginu með
engu síðri árangri en fráhrindandi
myrkraveröld Sjö dauðasynda og
grámuskulegri tilverunni í Delicatess-
en og Borg hinna týndu barna Sann-
arlega einn fremsti maður í sínum
hópi í dag.
Flest annað er síðra og mestum
vonbrigðum veldur Liv Taylor, leik-
konan unga í kreíjandi aðalhlutverk-
inu. Það má vel vera að þessi ítur-
vaxna stúlka búi yfir leiklistarhæfi-
leikum og útgeislun sem ekki er til
staðar hér og þar með er hjarta mynd-
arinnar heldur tómlegt og reyndar
era ástamál Lucyar ekkert alltof for-
vitnileg heldur - né vonbiðlarnir. Þá
fellur Bertolucci, af öllum mönnum,
í tónlistarmyndbandagryfjuna sem
víða blasir við í kvikmyndagerð sam-
tímans og á sumstaðar vél við en er
orðin ofnotuð klisja og hentar engan
veginn inntaki hinnar hinnar róman-
tísku en auðgleymdu Saklausu feg-
urðar
Sæbjörn Valdimarsson
frönsk vísnatónlist, tangósveifla, ljóð
og djass.
Á tónleikunum verða þeim Önnu
Pálínu og Aðalsteini til fulltingis
Daníel Þorsteinsson á harmóníku,
Gunnar Gunnarsson á píanó, Jón
Rafnsson á kontrabassa og Halli
Gulli á trommur og slagverk.
Fjall o g fjara
á Sauðárkróki