Morgunblaðið - 19.11.1996, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 27
LISTIR
30 gerdir af sœtum sófum!
Morgunblaðið/Arnór
KIRKJUKÓRAR Útskála- og Hvalsneskirkju setti svip á samkomuna en kórarnir hafa tekið
miklum framförum á undanförnum árum.
Garði. Morgunblaðið.
MENNIN G ARVEIZL A var haldin
í Garðinum sl. sunnudag. Það
voru vertarnir í samkomuhúsinu,
hjónin Jóhann Þorsteinsson og
Sigurbjörg Helga Bjarnadóttir,
ásamt söngsveitinni Víkingunum
sem stóðu að samkomunni en all-
ur ágóðinn fer til kaupa á píanói
í samkomuhúsið.
Onnur hljómsveitanna í bæn-
um, Sveitó, heilsaði gestunum en
fyrsta tónlistaratriðið var ein-
söngur Einars Arnar Einarsson-
ar. Fleiri góðir gestir sungu fyrir
heimamenn. Má þar nefna tvo
unga söngvara, Davíð Ólafsson
en hann er ættaður úr Garðinum
og Stefán Stefánsson. Þá söng
Steinn Erlingsson en hann er upp-
alinn í Steinshúsi í Gerðum. í
Menning-
arveizla í
Garðinum
stuttu máli sagt voru þeir hver
öðrum betri. Undirleikari var
Ester Ólafsdóttir.
Margir ungir og efnilegir tón-
listarmenn tóku þátt í samkom-
unni auk Víkinganna sem Einar
Örn Einarsson stjórnar og kirkju-
kór Útskála- og Hvalsneskirkju
en sljórnandi kórsins er Ester
Ólafsdóttir.
Þorsteinn Eggertsson stjórnaði
samkomunni af röggsemi en Þor-
steinn er þekktur í tónlistargeir-
anum fyrir marga þekkta dægur-
lagatexta. Hann er upp alinn í
Garðinum og rifjaði upp sín
bernskubrek. Oddviti Gerða-
hrepps Sigurður Ingvarsson
þakkaði adstandendum veizlunn-
ar fyrir framtakið en þar kom
m.a. fram að téður Þorsteinn
teiknaði merki hreppsins en hon-
um er margt til lista lagt. Hann
tók m.a. lagði með Sveitó, gamalt
twistlag, af mikilli innlifun.
Um 200 manns voru í samkomu-
húsinu þegar mest var en sam-
koman stóð í á þriðju klukku-
stund.
Tvísöngstónleikar
TVÍSÖNGSTÓNLEIKAR verða
haldnir í Fella- og hólakirkju þriðju-
daginn 19. nóvember kl. 20.30.
Flytjendur eru Björk Jónsdóttir og
Signý Sæmundsdóttir, undirleikari
Gerrit Schuil.
Björk Jónsdóttir nam söng við
Tónlistarskólann í Kópavogi, Tónlit-
arskólann í Reykjavík og Söngskól-
ann í Reykjavík og lauk þar námi
vorið 1990. Björk hefur síðan sótt
fjölda námskeiða og einkatíma. Hún
hefur komið fram með Sinfóníu-
hljómsveit íslands og sem einsöngv-
ari með kórum og haldið íjölda ein-
söngstónleika.
Signý Sæmundsdóttir stundaði
söngnám við Tónlistarskóla Kópa-
vogs og Söngskólann í Reykjavík.
Hún lauk tónmenntakennaraprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykkjavík
árið 1982 og stundaði síðand fram-
haldsnám í söng við Tónlistarskóla
Vínarborgar. Hún hefur tekið þátt
í óperuuppfærslum hér heima og
erlendis og haldið fjölda einsöngs-
tónleika, komið fram með Sinfóníu-
hljómsveit Islands og sungið einsöng
með kórum.
Gerrit Schuil er fæddur í Hol-
landi. Hann hóf píanóleik fimm ára
gamall og vakti brátt athygli fyrir
óvenjulegar tónlistargáfur. Hann hóf
nám við Tónlistarskólann í Rotter-
dam árið 1968 og þreytti ári síðar
frumraum sína sem einleikari með
Fílharmóníuhljómsveitinni í
Rotterldam. Að loknu framhalds-
námi bauðst honum tveggja ára
styrkur hollenska ríkisins til fram-
haldsnám erlendis, fyrst í London
undir leiðsögn þeirra John Lill og
Gerald Moore og síðan í París.
Á fyrsta tónleikaferðalaginu um
íslands haustið 1992 varð Gerrit
Schuil fyrir svo sterkum áhrifum af
landinu að hann ákvað að setjast
hér að og er nú búsettur í Reykjavík.
sœtir sófar
HÚSGAGNALAGERINN
Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475
EQK0 R
TOHLEIK'AR í HÁSKÓLABÍÓI
FIMMTUDAGINN 21 NÓVEMBER KL 20.00
Petri Sakari,
Andrei Gavrilov,
einleikari
[fnisskró
Dmitri Shostakovich:
Raui óskriftar-
korf gilda
Sergei Prokofiev:
Jean Sibelius:
Hugleiðing um rússneskt
og kirgískt þjóðlag
Píanókonsert nr. I
Sinfónía nr. 3
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 '
MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN
„Íslendingar eru
hamingjusamasta
þjcð í heimi"
- hluti hamingjunnar fiel&t
náttúrlega í því að gera góð kaup
BlllHIIBillll II GöcJ kaup þurþa ekki að þýða lœgsta
5 "69Ö58i "Tíi töö” verð. Oæðin ikipta líka mdli.
Berðu alltat óaman verð og gœði.
íilerukur iðnaður á heimsmœlikvarða
SAMTÖK
IÐNAÐARINS