Morgunblaðið - 19.11.1996, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.11.1996, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Upplýsingar í fullu gildi MARGMIÐLUN Geisladiskur JARÐFRÆÐI ÍSLANDS Jarðfræði íslands, margmiðlunar- diskur sem Mál og menning gefur út, en forritshöfundur er Sigurður Daviðsson. Diskurinn gerir kröfur tíl 80386 PC-samhæfðrar tölvu eða Macintosh, krefst 8 Mb innra minnis, tiljóðkorts og litaskjás. íslensk jarð- fræði kostar 4.980 kr. "SEGJA má að nánast hver tölva sem selst hefur hér á landi á síð- ustu misserum sé með innbyggðu geisladrifi og hljóðkorti, enda slíkt löngu orðið staðalbúnaður. Flestar eru heimilistölvumar helst notaðar sem leikjatölvur enn sem komið er og ekki seinna vænna að menn taki við sér og fari að gefa út ís- lenskan hugbúnað til að nýta þessa tækni; íslenska margmiðlunar- diska sem miðlað geta fróðleik í bland við skemmtun. Sitthvað hef- ur komið út af fagupplýsingum á slíkum diskum og almennari fróð- leik; nægir að nefna íslandshand- bókina sem kom út á diski í veg- legri útgáfu fyrir ári, en var reyndar allt of dýr, og síðan hafa fyrirtæki gefíð úr vörulista og landakort svo fátt eitt sé nefnt. Jarðfræðidiskur sá sem hér er til umijöll- unar er aftur á móti ætlaður til fræðslu almenningi og ung- mennum og nýtist ekki síst sem fróðleik- ur heima í stofu. Höfundur disksins hefur iðjað einn síns liðs lengstum og vann diskinn í Macintosh- hugbúnaðinum Su- perCard. Það sést og þegar og forritið er ræst að viðmótið er nokkuð gamaldags, enda eru allir hættir að nota SuperCard fyrir allnokkru, öflugri forrit hafa leyst það af hólmi. Segja má að þetta sé helsti galli útgáfunnar, því þótt diskurinn hefði talist framúrskar- andi fyrir þremur eða íjórum árum er hann heldur gamaldags í dag. Margt er þó vel úr garði gert og fróðleikur aðgengilegur. Notandi getur valið ýmsar leiðir inn í diskinn, en best er að lúta leiðsögn tölv- unnar í gegnum hvem kafla að minnsta kosti einu sinni. Viðmótið er ekki nægjanlega gagnsætt, en lærist fjótt að nota það. Mikill kostur er að hægt er að láta lesa fyrir sig helstu textaatriði, en það verk leysir Margrét Gunnarsdóttir prýði- lega. Myndefni á disknum er sumt einkennilegt, myndgæði fráleitt nógu mikil og sumar myndir svo grófar að erfítt er að greina hvað verið er að sýna. Margar myndir eru móskulegar og litir óeðlilegir, nánast af VHS-gæðum, sem er alls ekki nógu gott. Á geisladisk sem rúmað getur 650 Mb af gögn- um hlýtur að vera hægt að koma fyrir stærri myndum og betri. Það verður og að teljast ljóður að upp- lýsingar vantar oft um það hvað sé verið að sýna, þ.e. hvaðan við- komandi mynd sé. Kort eru fjölmörg og skemmti- lega fram sett, en hreyfingar aftur á móti frumstæðar, sjá til að mynda skýringarmyndir um land- rekskenningar Wegeners. Prófarkalestur er ekki nægilega vel af hendi leystur og þannig má sjá Þingvelli ritaða með litlum staf, „þmsum“ í stað ýmsum, aukinheld- ur sem ekki fer á milli mála að Macintosh-tölva hefur verið notuð við textavinnslu þegar menn rek- ast á villur eins og „hundru>um“ í stað hundruðum. „Er staðsett“ sést líka alloft, svo oft reyndar að líklega er það vísvitandi notað. íslensk jarðfræði Sigurðar Dav- íðssonar er um margt vel heppnað forrit en orðið nokkuð við aldur þó nýkomið sé á markað. Upplýs- ingamar í því eru þó í fullu gildi og vissulega betra að ungmenni séu að blaða í jarðfræði en að skjóta mann og annan. Árni Matthíasson Sigurður Davíðsson lllg A« balvalmynd #!ib | Uf 1 Landrek | s Eldsumbrot | Mótun landsins Jaröskjálftar | $ Jarðhfti | ‘f Könnun j Hjélpl j j Um forritið Hostto UPPHAFSSKJÁR íslenskrar jarðfræði. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í undirbúningi Aukin áhersla á námsráðgjöf á unglingastígi VIÐ GERÐ fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar í skólamálum verður lögð áhersla á að fá fjárveit- ingu til að bæta við námsráðgjöfum á unglingastigi og stuðningsfulltrú- um fyrir yngstu nemenduma, að sögn Arthurs Morthens, forstöðu- • manns þjónustusviðs Fræðslumið- stöðvar. Einnig verður lögð aukin áhersla á fyrirbyggjandi starf í yngstu bekkjum gmnnskólans. Um þessar mundir er verið að setja á stofn samstarfshóp til að sinna málefnum dagvistarstofnana og grunnskóla og samstarfí þeirra á milli. Námsráðgjöfum fjölgað um sjö Gert er ráð fyrir að fjölga náms- ráðgjöfum um sjö á næsta skóla- ári. Segir Arthur að fyrsta skrefíð verði að útvega öllum grunnskólum með unglingastig námsráðgjafa. „Námsráðgjafar eru það sem skóla- stjóramir hafa raðað í forgangsröð númer eitt,“ sagði hann og bætti við að fjárhagsáætlunin, a.m.k. á þjónustusviðinu, hafí verið unnin þannig að farið var fram á að hver grunnskóii markaði sína þjónustu- stefnu, sem síðan var unnið úr. „Auk námsráðgjafanna óskuðu (2jómtyndailofa Qumtan tjugitnamonar Suöurveri, sími 553 4852 skólastjórar meðal annars eftir fleiri skiptitímum og fleiri uppeldisfull- trúum,“ sagði Arthur. Aðstoð við ofvirk börn Arthur segir að aukin áhersla verði á næstunni lögð á lestur í grunnskólum og aðstoð við mis- þroska og ofvirk börn við upphaf skólagöngu, en talið er að um 8-9% hvers árgangs eða um 100 böm eigi við misþroska eða ofvirkni að stríða. „Þessi böm hafa fengið að- stoð í dagvistun þar sem þau em vön fámennum hópum. Þegar þau koma inn í 6 ára bekk, þar sem einn kennari er með 18-20 böm, þá er staðan allt önnur,“ sagði hann. Arthur segir að núna, þegar dag- vistun sé alfarið í höndum sveitar- stjórna, auðveldi það samstarf gmnnskólans við þetta skólastig. Hann segir vaxandi áhyggjuefni fræðsluyfirvalda borgarinnar hvað málþroska og tali barna sé ábóta- vant hjá töluverðum hópi við upp- haf skólagöngu. Því verði lögð auk- in áhersla á markvissari vinnu með málþroska, málskilning og málnotk- un. „Við þurfum að leggja töluverða vinnu í talkennslu fyrir yngstu nem- endurna og mun meira en við þurft- um áður,“ segir Arthur og vísar til þess að reglur vom fyrir nokkmm árum hertar varðandi niðurgreiðslu frá Tryggingastofnun, sem leiddi af sér að færri böm á forskólaaldri fengu talkennslu. Þá verður lögð meiri rækt við lestrarkennslu eldri nemenda, sem hefur ekki tíðkast innan grunnskól- ans fram til þessa. „Við höfum hug á að þróa markvissari hraðlestur í 11 og 12 ára bekkjum í samvinnu við kennara. Sömuleiðis viljum við prófa í eldri bekkjum grunnskólans það lestrarform sem notast hefur verið við í Iðnskólanum. Það felst í markvissri kennslu þar sem nem- endur mæla árangur sinn eftir ákveðnu kerfí.“ Sjálfsmat er eðlileg þróun hvers skóla NÝ DEILD, mats- og eftirlitsdeild var stofn- uð í október i mennta- málaráðuneytinu í kjöl- far almennra skipu- lagsbreytinga. Að sögn Margrétar Harðardótt- ur deildarstjóra má rekja hugmyndina að deildinni til nýrra laga um grunnskóla, leik- skóla og framhalds- skóla. í þeim öllum sé meðal annars í fyrsta skipti ákvæði um sjálfs- matsaðferðir skóla og kvaðir á ráðuneytið um að gera úttekt á mati á skólastarfi. Umbætur í skólastarfi Margrét segir að í kjölfar nýju laganna þurfí skólamir að setja sig í nýjar stellingar og hugsa öðruvísi en áður, þar sem engin hefð sé hvorki fyrir sjálfsmati né markvissum út- tektum á skólastarfi. „Þessi hugtök hafa vakið neikvæðar tilfinningar en vinna þarf bug á þeim og fara að líta á sjálfsmat sem eðlilegan þátt í skólastarfi eins og víða er. Sjálfsmat er ekki gert í því skyni að bera sam- an skóla heldur á það að stuðla að umbótum í hveijum skóla fyrir sig. Þess má geta að í stefnu Kennara- sambands íslands er einnig komið inn á mikilvægi þess að kennarar séu stöðugt að endurskoða og meta skólastefnu. Það passar því ágætlega við okkar starf." Margrét segir ákvæði í reglugerð- um kveða skýrt á um hvaða upplýs- ingum ráðuneytinu beri að safna frá sveitarfélögum um leik- og grunn- skóla, en verið sé að semja reglugerð- ir um framhaldsskólastigið. „Sam- kvæmt nýjum lögum þarf mennta- málaráðherra einnig að gera Alþingi grein fyrir framkvæmd skólahalds á þriggja ára fresti og þá þarf hann að hafa haldbærar upplýsingar og góða yfírsýn yfír það starf sem unn- ið er í skólum landsins." Upplýsingar eingöngu frá þeim sem veitir þjónustuna Aðspurð hvort ráðuneytið telji nóg að fá upplýsingar frá sveitarfélaginu, þ.e. þeim sem veitir þjónustuna, um hvort hún sé í lagi en telji sig ekki þurfa að leita til nemenda eða for- eldra, segir hún að ekki sé gert ráð fyrir því í lögum. „Ráðuneytið hefur hins vegar átt gott samstarf við sam- tök eins og Heimili og skóla, þannig að við fáum miklar upplýs- ingar frá foreldrum. Einnig koma foreldr- aráðin samkvæmt grunnskólalögunum sterkt inn í skólastarfíð með umsögn sinni um skólanámskrá. Skóla- stjórum ber að veita allar upplýsingar um áætlanir skólans og sveitarfélagsins og því ættu foreldar að geta haft mikil áhrif." Margrét tekur einn- ig fram að foreldrar séu orðnir mun meira áberandi en fyrir 5-6 árum. Þeir séu meira meðvitaðir um rétt sinn og beri sig eftir honum, sem sé af hinu góða. Aðspurð hvaða möguleika ráðu- neytið hafi til að knýja á um fram- kvæmd ef í ljós kemur að sveitarfé- lög framfylgi ekki ákvæðum reglu- gerða segir Margrét að ráðuneytið muni óska eftir tillögum til úrbóta frá viðkomandi sveitarfélagi. í þeim tillögum verði að koma fram fram- kvæmda- eða tímaáætlun. „í raun getur ráðuneytið ekki beitt neinum viðurlögum, en við getum fylgt þessu eftir, skoðað skólann eftir ákveðinn tíma og athugað hvort úrbætur hafi verið gerðar. Einnig má hugsa sér opinberar birtingar sem aðhalds- og eftirlitstæki. Þetta gildir um leikskól- ann og grunnskólann, en varðandi framhaldsskólann sem ríkið rekur áfram, munu væntanlega skólanefnd eða skólameistari fá áminningu og óskað verður eftir úrbótum. Þetta er þó í athugun nú.“ Mat á stjórnmálafræði Á háskólastigi felst hlutverk deild- arinnar aðallega í að gera úttekt á sjálfsmati. Mat á viðskipta- og bóka- safnsfræði er í vinnslu og nú er að hefjast mat á stjómmálafræði. „Á leikskólastigi hefur öflugur hópur kennara unnið markvisst að því að þróa gæðastjómun. Þeir eru komnir mjög langt, þótt ekki fari hátt um það. Þá má geta þess að fímm grunn- skólar á Norðurlandi eystra hafa tek- ið þátt í gæðaverkefni sem nefnist AGN og Kvennaskólinn í Reykjavík er og hefur verið að þróa sjálfsmats- aðferðir fyrir ráðuneytið. Það er hugs- anlegt að þessi módel geti nýst öðram skólum því það er ljóst að við munum skoða hvað skólamir hafa verið að gera. í athugun er að auglýsa eftir metnaðarfullum skólum sem vildu þróa sjálfsmatsaðferðir. Koma þarf á fræðslufundum eða endurmenntun- amámskeið í þessum tilgangi." Hún segir megintilgang sjálfsmats vera að þróa hæfileika starfsfólks til að vinna að framgangi markmiða. Þegar þeim hefur verið náð þurfí að endurskoða þau með tilliti til umbóta. Þannig sjálfsmatsaðferðir feli í sér mikla gagnaöflun innan skólans. í framhaldi af því nefnir hún þátt- töku ráðuneytisins í Upplýsinganetum menntamála í Evrópu (Eurydice) sem eitt af áhugaverðum verkefnum deild- arinnar. „Þetta er mikill evrópskur gagnagrannur sem hefur samanburð- arhæfar upplýsingar um öll lönd í Evrópusambandinu (ESB) auk nokk- urra landa sem standa utan ESB. „íslendingar hafa verið með síðan 1994 en eru í fyrsta skipti að taka þátt í útgáfu á gríðarmiklu tölfræði- riti Key Data on education in the European Union, sem út kemur á næsta ári.“ Völva komin í gagnið Margrét segir mikilvægt verkefni í ráðuneytinu að skipuleggja upplýs- ingaöflun og móta heildræna stefnu í þeim málum á öllum skólastigum. í haust var tekinn í notkun gagna- grunnurinn Völva, sem mun halda utan um allar upplýsingar frá grann- skólum. Hún kveðst sjá fyrir sér að ráðuneytið geti gefíð út einhvers kon- ar ársskýrslu með öllum helstu upp- lýsingum úr skólakerfínu ásamt sam- anburði við önnur lönd, enda hafí verið gefin út tölfræðirit í október síðastliðnum sem er vísir að slíkri skýrslu. „Skólamir era nú að byija að senda okkur upplýsingar annað hvort í gegnum Intemetið eða á dis- kettu. Draumurinn er að í framtíðinni komi þessar árlegu föstu upplýsingar, t.d. um nemendafjölda, starfstíma, fyölda nýbúa, fjölda nemenda í sér- kennslu o.s.frv. beint inn, pappírs- vinnan hverfi og flýti þannig fyrir að ráðuneytið búi alltaf yfír nýjustu upp- lýsingum." Margrét Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.