Morgunblaðið - 19.11.1996, Side 35

Morgunblaðið - 19.11.1996, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 35 MENNTUN Skortur á sérmenntuð- um raungreinakennurum A undanfömum 20 árum hafa einungis fjórír raungreinakennarar með uppeldis- og kennslufræði útskrífast árlega frá HÍ og nemendum í verkfræðideild fer hlutfallslega fækkandi. Hildur Friðriksdóttir skoðaði greinargerð menntahóps Verkfræðingafé- lags íslands sem nýkomin er út og ræddi við prófessor Önnu Krístjánsdóttur um kennslu í stærðfræði. MENNTAHÓPUR Verkfræðingafélags íslands telur auðvelt að vekja áhuga nemenda á raungreinum með breyttum áherslum. MENNTAMÁLANEFND Verk- fræðingafélags íslands (MVFÍ) hefur gefið út greinargerð sem byggð er á röð funda sem fram fóru fyrr á þessu ári undir yfir- skriftinni „Raungreinakennsla í framhaldskólum". Meðal fullyrð- inga sem birtast í greinargerðinni eru að of fáir nemendur velji sér raungreinar, núverandi skólastefna virki letjandi á nemendur, skortur sé á hæfum kennurum í raungrein- um og að þörf sé á skýrari mark- miðum í kennslunni. Lágt hlutfall verkfræðinema Guðleifur M. Kristmundsson, formaður MVFÍ, segir að ætlunin hafi verið að íjalla einungis um framhaldsskólann en þegar á fyrsta fundi hafi menn komist að raun um að líta yrði á stærðfræðikennsl- una í heild sinni. „Hvatann að fund- unum má m.a. rekja til frétta frá Háskóla íslands haustið 1995. Þar var greint frá því að af 2.353 nýskráðum stúdentum hefðu 111 skráð sig í verkfræðideild. Þetta svarar einungis til 4,7% nýskráðra sem er lágt hlutfall miðað við ná- grannalöndin, Bandaríkin og Jap- an,“ sagði hann. Hann bendir enn- fremur á að hlutfall nýskráðra í verkfræði hafi á undanförnum árum farið jafnt og þétt lækk- andi. Einnig vekur hann athygli á því að niðurstöð- ur samræmdra prófa í grunnskól- um vorið 1996 gefi ekki tilefni til bjartsýni á að raungreinakennsla sé \ réttum farvegi á því skólastigi. í greinargerðinni kemur skýrt fram að leggja þurfi meiri áherslu á að kennarar sérmennti sig til raungreinakennslu. Bent er á að þeir sem útskrifist úr raungreinum frá HÍ hafi um íjölda annarra starfa að velja en kennslu og launin séu þar að auki lág. Einnig er bent á að meirihluti nemenda við KHI komi frá málabratum mennta- og íjölbrautaskólanna og því varla nema eðlilegt að raungreinar skipi þar lágan sess. Talin er þörf á að bæta einu ári við kennaranámið þar sem kennarar sérhæfi sig í raungreinum. Þá kemur skýrt fram að meiri hvatningu vanti fyrir skap- andi einstaklinga á báðum skóla- stigum, virkja þurfi áhuga nem- enda snemma og flétta námið inn í fræðslu um helstu náttúrulögmál og hvernig algengir hlutir virka. Talið er að skólarnir geti auðveld- lega aukið áhuga nemenda á raun- greinum með breyttum áherslum. Til dæmis séu Hugvísir, keppni í raungreinum á framhaldsskóla- stigi, og Nýsköpunarkeppni grunn- skólanemenda dæmi um jákvæða viðleitni í þá átt. Samstarf við fagfélög kennara Morgunblaðið leitaði til Önnu Kristjánsdóttur, prófessors í Kenn- araháskóla íslands og formanns Samtaka stærðfræðikennara, en hún var einn af fyrirlesurum hjá MVFÍ. Hún hrósar fram- taki menntahóps Verk- fræðingafélags íslands en bendir á að ekki standi vísindalegar at- huganir bak við allar fullyrðingar sem fram koma í heft- inu. Hún segr málið hins vegar svo þarft að Samtök stærðfræðikenn- ara hafa boðist til að taka upp samstarf við þá. Hún kveðst einnig vita til þess að sams konar áhugi sé hjá Félagi raungreinakennara. Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Samtaka stærðfræðikennara fyrir skömmu og segst Anna munu taka upp á fyrsta stjórnarfundi hvernig hæg verði að mynda með verk- fræðingum og Félagi raungreina- kennara breiðari umræðugrundvöll um þessi mál. Hún segist taka undir áhyggur menntahóps VI um hversu fáir velji sér raungreinar í háskóla og bend- ir á að í 20 ár hafi aðeins útskrif- ast íjórir raungreinakennarar ár- lega frá HÍ sem taki uppeldis- og kennslufræði. „Þetta þýðir í raun að háskólinn hefur ekki staðið und- ir því að skapa framhaldsskólunum kennara sem menntaðir eru af þessu sviði. Þá kemur til leiks fólks sem er að bjarga málum, en það hefur oft mjög takmarkað stærð- fræðinám að baki.“ 20% með stærðfræði í valgrein Þess má geta að innan KHÍ útskrifast árlega um 6-8 kennarar í eðlis- og efnafræði, um 20 í líf- fræði og 15-20 í stærðfræði, sem dreifast á bæði skólastig- inn. Athuganir Önnu inn- an grunnskólans sýna að 70-80% kennara hafa al- mennt nám í stærðfræði en einungs 20-30% hafa tekið stærðfræði sem valgrein. „Valgreinin okkar er ekki stór, því B.Ed-nám í Kennaraháskólanum er ætlað fyrir alla breidd kennara og það þýðir að við útskrifum kannski fólk sem er nokkuð glögg á framkvæmd kennslu en það þyrfti að kunna meira. Ég get því tekið undir að brýn nauðsyn er að til komi meira nám. Mín trú er sú að við breytum mestu með því að vera með sterkara og öflugra fólk í kennslu,“ sagði hún. Hún segir hins vegar ekki nóg að fólk læri meira í stærðfræði heldur verði það að læra mun meira um stærðfræðinám, sem hún segir að sé nánast ný fræði- grein innan stærðfræðinnar. „Rannsóknir og umfjöllun um góð- ar aðstæður til stærðfræðináms, þ.á m. að koma í veg fyrir stærð- fræðiótta, eru ekki nema um 20 ára gamlar. Það þarf að gefa þeim þáttum mjög mikinn gaum, því kennari verður að kunna að út- skýra og styðja nemandann þannig að hann megni að draga sem allra mest sínar ályktanir sjálfur." Hún telur að hæg sé að taka betur á málum í grunn- og fram- haldsskólum en gert er. Til dæmis þurfi að gefa gaum að því hvernig nemendur skilja stærðfræðina í stað þess að leggja svo mikla áherslu á endurtekningu á sömu dæmunum eins og gert er. „Líka þarf að taka betur tillit til breytinga í þjóðfélaginu, þ.e. taka mið af reiknitækninni og gefa öðrum þáttum gaum eins og hugarreikningi o.fl. vegna þess að útreikningar eru orðnir mikið til í vélrænu formi. Þarna held ég að skólinn eigi eftir að læra þó nokkuð," sagði Anna. Skýrslu VMFÍ má finna á heimasíðu VFÍ undir menntamál. Slóðin er: http://www.vor- tex.is/vfi. 14.524 börn í grunn- skólum í Rvík GRUNNSKÓLANEMENDUM í Reykjavík hefur fjölgað um 209 frá síðasta skólaári og eru nú 14.524, samkvæmt upplýsingum frá Fræðsl- umiðstöð Reykjavíkur. í þrettán skólum eru nemendur fleiri en 500 en í einungis einum almennum skóla eru nemendur innan við 200, þ.e. í Laugalækjaskóla þar sem þeir eru 165 og hefur fækkað um 14 frá fyrra skólaári. Í fjórum einkaskólum eru nemendur innan við 200. Fæst- ir nemendur eru í Miðskólanum eða 40. Foldaskóli er íjölmennasti skólinn með 820 nemendur en þeim hefur fækkað um 52 milli ára, næstur kemur Árbæjarskóli með 807 nem- endur eða 48 nemendum færri en árið áður. í Seljaskóla eru 777 nem- endur en voru 810 árið áður, 671 nemandi er í Hólabrekkuskóla en voru 696 árið áður. í Rimaskóla hefur nemendum fjölgað um 150 og eru nú 650 og 608 nemendur eru í Fellaskóla miðað við 569 árið áður. Skólar með yfir 500 nemendur eru Melaskóli með 581 nemanda, Hlíða- skóli með 556, Hagaskóli með 552 en þar er einungis unglingastig, Langholtsskóli með 552, Breiðholts-'" skóli með 545, Austurbæjarskóli með 515 og Ölduselsskóli með 513 nem- endur. ------» ♦ ♦----- Nýjar bækur • Ráðstefna menntamálaráðu- neytisins um ýmis málefni barna og unglinga með sérþarfir er ný- komið út á vegum ráðuneytisins. Eru þar birt öll erindi sem haldin vormfí samnefndri ráðstefnu 2. mars sl., auk fyrirspurna sem fram komu í um- ræðutíma. Ritið er hægt að nálgast { menntamálráðuneytinu. • MYND VARPAKVERIÐ, hand- bók fyrir kennara, eftir Ingvar Sig- urgeirsson dós- ent við Kenn- araháskólann er komið út. í ritinu er leiðbeint um glærugerð og notkun mynd- varpa í kennslu, á fyrirlestrum eða kynningum. Fjallað er um kosti myndvarpa og galla, gefin ráð um hvemig velja eigi efni á glær- ur og meðal annars leiðbeint um leturstærð, leturgerð og framsetn- ingu efnis. Myndvarpakverið er gefið út af Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla ísiands. Það er 63 bls. að stærð og fæst í Bóksölu kennaranema, Bók- söiu stúdenta, öllum stærri bóka- verslunum og hjá Rannarsóknar- stofnun KHÍ. Bæta þarf við áriíKHÍí raungreinum Gaumgæfa þarf skilning nemenda Góður í samanburði 979. HYLHIDFII til fmmtiðar Samanburðurinn hjálpar þér að velja rétt 3 d/ra bílar HYUNDAI Accent LSi Rúmtak vélar sm2 1341 Hestöfl 84 Lengd 4103 Breidd 1620 Vökva- og veltisfýri J Útvarp + segulb. J VERÐ 979.000 vw GolfCL 1398 60 4020 1696 J J 1.220.000 TOYOTA Corolla XLÍ 1330 75 4095 1685 J N 1.164.000 OPEL Asfna GL 1389 60 4051 1691 J J/N 1.199.000 NISSAN Almera LX 1392 87 4120 1690 J J 1.248.000 Negld vetrardekk fylgja öllum Accent bílum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.