Morgunblaðið - 19.11.1996, Síða 38

Morgunblaðið - 19.11.1996, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR.19. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HEALTHILIFE AÐSENDAR GREINAR Kvöld: Frá 28. nóvember. (Uppselt um helgar.) í hádegi: Frá 6. desember. Alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga fram aö jólum. TRYGGIR GÆÐIN leilsuefni sem virka PROPOLIS - GÆÐAEFNI 90 BELGIR - 400 MG GOTTVERÐ Autioxidant- Betacaroten B-fjölvítamín C-509 vítamín Calcium- Pantothen E-500 vítamín Fólinsýra-járn 4/40Gingseng Ginkgo-biloba Hár og neglur, Hvítlaukur, Kvöldvorrósaolía, Lesetin, Þaratöflur, Q-10 (30 mg.). Fæst í mörgum heilsubúðum, apótekum og mörkuðum. BIO-SELEN UMB; SIMI 557 6610 Bókasafn Þjóðminja- safns Islands HANDVERKS SALA allar helear j Kolaportinu er sala á islensku handverki alla markaðsdaga. Stemmningin er frábær og mannlífið fjörugt. Kolaportið er góður kostur ef þú ert að prjóna, smíða, skapa, hanna eða búa til skemmtilega hluti. Pantanasími r 562 5030 KOtAPOKTIÐ M'H I fMW'H - kjarni málsins I í _ ÞJÓÐMINJA- SAFNI íslands er sér- fræðibókasafn sem er fremur lítt kunnugt al- menningi. Þangað leitar þó sívaxandi fjöldi fólks, jafnt fræðimenn, nemendur sem og hinn almenni fróðleiksfúsi notandi sem áhuga hef- ur á norrænni menn- ingarsögu og listi'naði. Fyrir nokkru barst bókasafninu vegleg bókagjöf og þykir því við hæfi að geta hennar hér að nokkru, ásamt nokkrum atriðum úr sögu bókasafnsins. Eftir að Þjóðminjasafn íslands — sem hét reyndar Fomgripasafn ís- lands til ársins 1911 — var stofnað árið 1863 varð smám saman til lít- ill vísir að bókasafni sem síðan óx að vöxtum og gæðum í tímans rás. Verulegan vaxtarkipp tók það þó ekki fyrr en líða tók á þessa öld en einkum bárust safninu þá sem nú gjafabækur frá velviljuðum aðil- um heima og erlendis. Skömmu eftir að útgáfa Árbókar Hins ís- lenzka fornleifafélags hófst árið 1880 var komið á ritaskiptum milli Þjóðminjasafnsins og annarra safna og viðlíkra stofnana erlendis og einnig hér heima, í litlum mæli þó til að bytja með. Þessi ritaskipti jukust síðan mjög eftir að dr. Krist- ján Eldjárn varð þjóðminjavörður og síðan ritstjóri árbókarinnar. Eru þau enn ein megin uppistaðan í bókakosti safnsins, því að jafnaði berst mikill fjöldi rita til safnsins með þessum hætti ásamt umtals- verðu magni af gjafaritum. í seinni tíð ber þó langhæst mik- il og vegleg bókagjöf sem safninu barst í lok árs 1994 úr dánarbúi Fríðu Knudsen sem gefin var í minningu um mann hennar Þorvald Þórarinsson, hæstaréttarlögmann, sem lést árið 1974. Áður hafði Þjóð- minjasafnið notið góðvildar þeirra með ýmsum hætti en sú bókagjöf sem hér um ræðir inniheldur marg- vísleg gagnleg rit inn- an fræðasviðs Þjóð- minjasafnsins, svo sem bækur er varða íslenska menningar- sögu og landafræði, ættfræðirit, orðabæk- ur, alfræðirit, mörg af fyrstu tímaritum ís- lendinga, æviminning- ar, frumútgáfur nokk- urra íslenskra þjóð- skálda, lögbækur fornár og nýjar, lista- verka- og sýningar- skrár og talsvert af Gróa erlendum fræðibók- Finnsdóttir um. Allar eru bækurn- ar afar vel með farnar og failega innbundnar og sem slíkar eru margar hveijar falleg dæmi ís- lensks listiðnaðar. Ekki er enn lokið við að skrá allt gjafasafnið en ljóst er að fjöldinn nemur um 2.500- 3.000 bókum og er það ómetanleg- ur fengur fyrir rannsóknarstarf- semi Þjóðminjasafnsins. Þegar þau þáttaskil verða í starf- semi bókasafns að því berst í hend- ur slík stórgjöf er rétt að staldra við og skoða hvað áunnist hefur og hvað miður fer. Á því átta ára tíma- bili sem undirrituð hefur haft um- sjón með bókasafni Þjóðminjasafns- ins hefur vissulega margt verið fært til betri vegar, enda hafði bókavarslan verið stopul fyrir þann tíma. Óskráð rit hafa verið flokkuð og skráð og flokkun nær alls efnis endurskoðuð. Bókasafnið hefur haft fulla aðild að gegni, skráningar- kerfi Landsbókasafns-Háskóla- bókasafns, í fjögur ár og er jafn- framt verið að skrá eldri safnkost þess. Samband við ritaskiptastofn- anir hefur verið eflt, nýrra skipta- aðila aflað og aðföng öll gerð mark- vissari. Samvinna með listbókasöfn- um hérlendis er náin og eru flest íslensk bókasöfn sem eiga listefni í einhverjum mæli nú aðilar að ARLIS/Norden, en ARLIS (Art Libraries Society) er sérstök deild innan IFLÁ (International Federation of Library Associati- Mest ber á veglegri bókagjöf úr dánarbúi Fríðu Knudsen, segir Gróa Finnsdóttir, sem gefin var í minningu um mann hennar, Þorvald Þórarinsson. ons and Institutions). Má því segja að bókasafninu hafi vaxið verulega fískur um hrygg frá því það fetaði sin fýrstu spor og eru gjafir eins og sú sem hér var um rætt veruleg orkugjöf fyrir alla starfsemi þess. Af mörgum er safnið nú talið vera stærsta listiðnaðarbókasafn lands- ins, það er eina sérfræðibókasafn landsins á sviði fornleifafræða, for- vörslu og safnafræða og með þeim stærstu á sviði textílfræða, nor- rænna þjóðhátta og byggingar- listar. Rit safnsins eru nú milli tólf og þrettán þúsund í bókar- bindum talið, þ.m.t. tímarit og ritraðir sem eru á þriðja hundrað titlar. í framtíðinni er því afar mikilvægt að bókasafninu verði séð fyrir því ijármagni og að- stöðu sem nauðsynlegt er til að það geti sinnt af sóma þeirri frumskyldu sinni að styðja þá rannsóknarstarfsemi sem fram fer innan veggja Þjóðminjasafnsins. Þýðing gæðaþjónustu sérfræði- bókasafna á sviði menningar og lista er ekki síður mikilvæg en á bókasöfnum raunvísinda- og við- skiptastofnana og fyrirtækja. Þó segir mér svo hugur um að fjárveit- ingar eigi greiðari leið til þeirra síð- arnefndu þar sem sýnileg arðsemi er oftast nær sá gjaldmiðill sem þarf þegar kallað er á fé til fram- kvæmda. Sú arðsemi sem liggur í velferð og hamingju fólks er sjaldan metin til fjár og er undir hælinn lagt hversu langur tími líður þar til ráðamenn uppgötva tengsl and- legrar auðnu annars vegar og ftjórrar menningarstarfsemi og heilbrigðs menntakerfis hins vegar. Samt ber ég fram þá frómu ósk að fjármagn til mannræktar- og mannvísindastofnana hér á landi verði aukið verulega í náinni fram- tíð. Nú þegar kennsla í bókasafns- og upplýsingafræðum stendur á tímamótum hérlendis hefur mikil- vægi þessarar fræðigreinar e.t.v. aldrei verið meira. Þegar nánast öll framþróun atvinnulífsins byggist á upplýsingum úr þeim hafsjó sem þær mynda eru rétt efnistök brýn og nauðsynleg. Til þessara hluta þjálfast nú sífellt stærri hópur fólks innan bókasafnsfræðanna, fólk sem hefur bæði metnað, sérþekkingu og áræði í ríkum mæli og stundar jafn- framt símenntun innan síns sviðs. Enda er atvinnuleysi nánast óþekkt meðal bókasafnsfræðinga. Það er því brýnt að styðja vel við áfram- haldandi kennslu í þessum fræðum svo sem flest bókasöfn verði vel mönnuð hæfu fólki öllum til heilla. Höfundur er bókasafnsfræðingur við Þjóðminjíisafn Islands. Er leti aðalorsök atvinnuleysis? MEÐAL sumra er atvinnu hafa og jafnvel meðal leiðandi manna heyrist oft að rekja megi orsakir atvinnu- leysis að veruiegu leyti til leti og framtaksleys- is fólks. Ef satt reynist fellur atvinnuleysi undir „letifaraldur" eða far- sótt sem gengur yfir þjóðfélögin í bylgjum. Fljótlega eftir 1930 hófst þessi letifaraldur í Bandaríkjunum og barst til Evrópulanda, þar á meðal til íslands. Fjöldi manns lá heima á meltunni, slæptust á kvöldin, gengu seint til náða og nenntu því ekki til vinnu á morgnana. Vel heppnað stríð og Bretavinnan hvatti menn til dáða. Karlar og kon- ur hættu að sofa út á morgnana og gengu galvösk út á vinnumark- aðinn. Næsti faraldur reið yfír 19670-1970. En þá gerðust menn óþjóðlegir, fluttust til annarra landa og þóttust stunda vinnu þar. Allir vita að vinnumórallinn er lélegur meðal erlendra þjóða og þar var mönnum stætt á að slæpast í vinn- unni og stunda vinnusvik. Margir fóru til Svíþjóðar og lærðu slæma siði, enda eru Svíar með allt niðrum sig í efnahagsmálum! Letifaraldur hefur gengið yfir landið á síðustu árum. Faraldurinn hijáir mest vissar stéttir og aldurs- hópa. Má þar helst nefna ungt fólk, fólk yfír fímmtugt, Sóknarkonur, sjúkraliða, starfsmenn í bönkum og í skipaiðnaði, suma háskólaborgara að ógleymdum Slippurum á Akur- eyri! í sumum sveitum liggur við land- auðn vegna þessa letifaraldurs. Það er þó huggun harmi gegn að íslend- ingar eru ekki eins latir og Frakkar og Spánverjar, svo að ekki sé rætt um þjóðir þriðja heimsins! Ólafur Ólafsson Við erum á svipuðu róli og Norðmenn, en þar er leiðum að líkjast. Svo virðist sem þessi letifaraldur geti verið ættlægur, því börn at- vinnulausra verða oft faraldrinum að bráð. Fólk 50 ára og eldra: Faraldurinn birtist í margskonar mynd. Nú er svo komið í velferð- arríkjum Evrópu að milli 30-40% fólks á vinnufærum aldri er annaðhvort lamað af faraldrinum eða hefur fengið snert af honum. T.d. gefast menn og konur nú alfarið upp við störf 55-57 ára að aldri og eru sett á örorku- styrk eða öðru nafni letistyrk. Á íslandi hafa velrekin fyrirtæki brugðist vel og rösklega við þessum Niðurskurður í ]pessum geira er sjálfsagður, segir Ólafur Ólafsson, og mætti vaxa. ósóma og neita alfarið fólki yfir fimmtugt um störf, ef það dirfist að sækja um slíkt. ÖIlu verra er að margt ungt fólk, jafnvel með langa skólagöngu að baki, sem hefur fasta vinnu, nær ekki sökum leti að vinna sér inn nægilegt fé sér til fram- færslu og þarfnast því félagslegrar aðstoðar, eða öðru nafni félagslegs letistyrkjar. Til lítils er því þeirra langa skólaganga og engin ástæða til þess að styðja kennara þeirra í kaupkröfum. Heilbrigðisyfirvöld standa ráð- þrota gegn þessum faraldri, enda ekki við öðru að búast. Niðurskurð- ur í þessum geira er því sjálfsagður og mætti vera meiri. Höfundur er landlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.