Morgunblaðið - 19.11.1996, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
/V\/\ULA.'
AAAOU4
MAUlA
AMUlA
/\aaola
Tommi og Jenni
Ljóska
Ferdinand
BREF
TTL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
• Netfang- lauga@mbl.is
Askorun til
alþingismanna
Frá Margréti Thoroddsen:
MARGT hefur verið ritað und-
anfarið um allskonar skerðingu á
tryggingabótum og auknar
skattaálögur á aldraða, en það
sorglega er að við virðumst tala
fyrir daufum eyrum ráðamanna í
þjóðfélaginu.
Samt ætla ég enn einu sinni að
minnast á þá skerðingu, sem mér
finnst einna alvarlegust og það er
aftenging tryggingabóta við al-
menn laun í landinu.
Að afnema þessi réttindi okkar
í síðasta fjárlagafrumvarpi, finnst
mér svo dæmalaus aðgerð, að allir
hugsandi menn í þjóðfélaginu hljóta
að sjá hvílíkri ósanngirni aldraðir
og öryrkjar eru beittir. Við erum
ekki að fara fram á aukin réttindi
okkur til handa heldur að okkur
verði skilað aftur þeim réttindum,
sem við höfðum öðlast við endur-
skoðun almannatryggingalaganna
1971, en hafa nú verið tekin af
okkur aftur.
Þetta eru okkar laun og við kreij-
umst þess að fá að njóta sömu rétt-
inda og aðrir launþegar. Þó fjár-
málaráðherra segi að þetta mál verði
skoðað, þegar búið verður að gera
kjarasamninga, er það ekki nóg. Við
viljum ekki ganga með betlistaf og
búa við óvissu lengur eftir geðþótta-
ákvörðunum ríkisstjórnarinnar held-
ur viljum við fá réttindi okkar lög-
fest á þessu ári í sambandi við fjár-
lagafrumvarpið 1997.
Við treystum ykkur, háttvirtir
alþingismenn, hvaða flokki sem þið
tilheyrið að standa vörð um réttindi
okkar og ljá ekki fjárlagafrumvarp-
inu brautargengi nema greiðslur
almannatrygginga verði með lög-
gjöf tengdar þróun launa og verð-
lags í landinu.
MARGRÉTTHORODDSEN,
Sólheimum 25, Reykjavík.
Tilgangur lífsins
Frá Þorsteini Guðjónssyni:
HINN frábæri námsmaður Armann
Jakobsson var í sjónvarpsþætti
30.10. spurður tveggja spurninga;
var önnur um það „hvernig fara
megi að því“ að ná hinum frábæra
árangri, en hin var um tilgang lífs-
ins. Það er óefað mikið hæft í því
sem Ármann svaraði, að ráðið sé
það að hugsa sem minnst um síð-
ari spurninguna, en einbeita sér
síðan að „öllu hinu“. Heilabrot tefja
fyrir skipulegu námi. Og þó er
spurningin um eðli lífsins og tilgang
sú, sem einna fastast leitar á og
flestir spyija einhverntíma á ævi
sinni. Til lengdar dugir ekki að loka
fyrir áleitnustu spurningar, hversu
„hagkvæmt" sem það kann að virð-
ast í bili.
Spurningunni um eðli lífsins má
svara þannig, að það er fram kom-
ið í efni jarðarinnar vegna áhrifa
frá fyrirmyndum á öðrum jarð-
stjörnum. Á þeim stjörnum var það
til orðið fyrir áhrif frá enn eldra
lífi, og þannig koli af kolli óendan-
lega. Kenningu þessa má rekja allt
til forngrískra heimspekinga, Pýþ-
agórasar og Heraklítosar, en á vor-
um dögum hefur hún sótt í sig veðr-
ið, fyrir frumkvæði íslenskra heim-
spekinga.
Hin forna trúarkenning, að mað-
urinn sé skapaður í mynd hins full-
komnari, fær nokkurn stuðning af
þessum skilningi, sem er náttúru-
fræðilegs og þar með stjarnfræði-
legs eðlis.
Spurningunni um tilgang lífsins
má svara þannig, að eftir dauðann
tekur við líkamlegt líf, líf í nýjum
efnislíkama. Tilgangurinn er að
fegra og fullkomna þann líkama,
og svo þá samsvörun hans sem
nefnd er sál eða hugur. Eða hver
getur í raun og sannieika hugsað
sér líf án efnis?
ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON,
Rauðalæk 14, Reykjavík.
Hvað skal segja? 67
Væri rétt að segja: Honum vegnar betur en bróður sínum?
Rétt væri: Honum vegnar betur en bróður hans. Hins vegar
væri rétt að segja: Hann tekur bróður sínum fram. Munurinn er
sá, að sögnin tekur hefur Hann sem frumlag; en sögnin vegnar
er ópersónuleg (hefur ekkert tiltekið frumlag).
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
- kjarni málsins!