Morgunblaðið - 19.11.1996, Side 49

Morgunblaðið - 19.11.1996, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSIIMS Umbrot hjá Skógrækt- arfélagi Reykjavíkur á 50 ára afmælisári Frá Einari E. Sæmundsen: Á ÞESSU ári eru 50 ár liðin frá stofnun Skógræktarfélags Reykja- víkur. Á þessum tímamótum er ástæða til þess að gleðjast yfir far- sælu starfi í áratugi og glæsilegum árangri og líta yfir farinn veg. Nú þegar síðustu laufblöðin eru fallin af tijánum berst inn um bréfalúg- una haustblað málgagns Skógrækt- arfélags Reykjavíkur, Skógartíð- indi. í blaðinu eru fréttir af góðum stundum á afmælisárinu með mynd- um frá samkomu af því tilefni. Þar á meðal er mynd af Vilhjálmi Sig- tryggssyni framkvæmdastjóra og Ingibjörgu Sólrúnu borgarstjóra að opna göngustíg í gegnum gömlu gróðrarstöðina í Fossvogi. Á ann- arri mynd er formaður félagsins, Þorvaldur S. Þorvaldsson, að heiðra borgarstjórann með heiðursmerki félagsins úr gulli og enn fleiri voru heiðraðir þennan dag fyrir velvilja og traust í garð félagsins á þessum tímamótum. Þegar Skógartíðindum er flett áfram ber næst fyrir augu grein sem ber yfirskriftina „Umbrot og ný staða“. Þar má lesa að á hátíðar- árinu hafi verið mikil umbrot og óvissa ríkjandi um framtíð félags- ins. Þegar spurt er af hveiju um- brotin stöfuðu er fátt um svör. Spyija mætti hvers vegna þessi mál voru ekki til umfjöllunar á aðal- fundi fyrr á árinu. í greininni er „EES-væddu viðskiptaumhverfi" kennt um þá stöðu sem félagið er komið í. Hvað það þýðir er í raun óljóst nema það að fyrir tveimur árum var starfsemi gróðrarstöðvar- innar í Fossvogi skilin frá starfsemi skógræktarfélagsins. Síðar í greininni rekur mann svo í rogastans yfir orðalagi þar sem stendur: „Hins vegar leiddu þessar breytingar til þess að nokkrir starfsmenn félagsins kusu að hætta störfum hjá félaginu." Skýringum er sleppt, engar staðreyndir eru kynntar, öll umfjöllun höfundar eru orðaflaumur. Ummæli þau að starfsmenn hafi kosið að hætta við þessar aðstæður eru hinsvegar hreinar og beinar rangfærslur þar sem sú staðreynd liggur fyrir að öllum 14 starfsmönn- um félagsins var sagt upp frá 1. júlí með 3ja mánaða uppsagnar- fresti og aðeins þrír þeirra voru endurráðnir í september. Fyrrver- andi starfsmönnum er í greininni þakkað, „er þeir hverfa að öðrum störfum", en engum heiðursmerkj- um var tyllt á þá fyrir vel unnin störf um leið og þeir „hættu“. Fæst- ir fyrrum starfsmanna félagsins hafa fengið vinnu að nýju. Þó vekur það mesta athygli að framkvæmdastjóri félagsins í tæp 30 ár og skógræktarmenntaður starfsmaður félagsins í yfir 40 ár hætti. Hinum skógræktarmenntaða starfsmanni félagsins, með yfir 30 ára starfsferil hjá félaginu, var sagt upp og ekki endurráðinn. Fagleg stjórnun skógræktarfélagsins er nú í höndum stjórnar og ráðsmanns. Það er samdóma álit þeirra sem best þekkja til sögu félagsins að framgangur þess á liðnum 50 árum sé fyrst og fremst að þakka góðu starfsfólki sem ávallt hefur lagt sig fram til að ná bestum árangri, ötul- lega stutt af stjórn félagsins, fé- lagsmönnum og borgaryfirvöldum. Hvað veldur svo snöggum umskipt- um núna? Sem óbreyttur félagsmaður hvet ég stjórn Skógræktarfélags Reykja- víkur, sem skipuð er valinkunnum mönnum, að koma út úr skóginum og skýra opinberlega frá því hvað gerst hefur hjá Skógræktarfélaginu sem réttlætir þessar harkalegu að- gerðir. Það hlýtur að þola dagsljós og vera heilladrýgra en rangfærðar skýringar, eins og lesa má í Skóg- artíðindum. Við sem greiðum félagsgjöld og erum reiðubúin að koma til starfa þegar til okkar er leitað eigum heimtingu á að vita nánar um þessa hluti svo hægt verði að blása „í herlúðra undir ræktunarmerkjum og sækja fram sem aldrei fyrr“ eins og segir í niðurlagi greinarinnar í Skógartíðindum. EINAR E. SÆMUNDSEN, landslagsarkitekt. Fjármunum vel varið Frá Sveini Indriðasyni: LIONSKLÚBBAR um land allt hafa í áratugi selt jóladagatöl til öflunar fjár. Þessu fé hefur síðan verið út- hlutað til líknarstarfsemi í heima- héraði hvers klúbbs. Lionsklúbburinn Freyr í Reykja- vík átti frumkvæðið og hefur alla tíð séð um innflutninginn og þjón- ustu við aðra klúbba. Allt starf við þetta er unnið í sjálfboðavinnu og hver króna, sem aflast til viðbótar við innkaupsverð, gengur til líknar- mála. Svo strangar eru reglur klúbbanna, að félagar verða að greiða úr eigin vasa aksturskostnað og annan kostnað við ferðalög. Til að gefa einhveija hugmynd um hvernig þessu fé er varið fer hér á eftir sundurliðun á ráðstöfun íjár hjá Lionsklúbbnum Frey, frá stofn- un 1968. Líknarfélög 33%. Þar má tilnefna Blindrafélag, Gigtarfélag, íþrótta- félag fatlaðra, SÍBS, Reykjalund, Styrktarfélag vangefinna o.fl. Til sjúkrahúsa, einkum lækningatæki 22%. Til húsnæðis aldraðra á Hrafnistu, Hafnarfirði 15%. Til landgræðslu og uppsetningar um 900 vegpresta 15%. Til einstakl- inga, einkum vegna hjálpartækja og ferða til aðgerða erlendis 8%. Til vímuvarna, slysavarna og hjálp- arstarfa erlendis, svo sem augn- lækninga, 8%. Lionsklúbburinn Freyr hefur frá upphafi fylgt þeirri stefnu að styrkja einkum þá starfsemi, sem kemur sem flestum landsmönnum að gagni. Við erum þakklátir þjóð- inni að hafa trúað okkur fyrir þess- um ljármunum og vonum að svo verði framvegis. Það er gott að geta aðstoðað fólk að lifa með reisn, þótt eitthvað bjáti á. SVEINN INDRIÐASON, Árskógum 8, Reykjavík. ^twÉy^k. - Gœðavam Gjafavara - matar oq kaffistell. [ Allir verðflokkar. ^ VERSLUNIN — Líiugavegi 52, s. 562 4244. Heimsfræcjir hönnuðir m.a. Gianni Versace. ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 49 Heimilisfang__________ Póstnr._______Póststöð Sími__________________ I I Merrild jólalög: Ég óska eftir að fá send Merrild jólalög á Q geisladiski Q snældu og ég sendi með 10 toppa ásamt ávísun að fjárhæð 300 kr. eða gírókvittun. Greiðsla með Q ávísun [^] gíró Ég óska eftir að fá reiðufé og sendi . toppa en verðgildi hvers þcirra er 20 kr. Óskir þú eftir að fá reiðufé í skiptum fyrir toppa getur þú skipt minnst 5 og mest 10 toppum en verðgildi hvers er 20 kr. Fjárhæðin verður lögð inn á bankareikning þinn. Mundu því að gefa upp bankanúmer, reiknings- númer (og kennitölu). Bankanr. Reikn.nr. Athugaðu vinsamlegast að ekki er hægt að senda fleiri en 10 toppa hvort sem keyptur er geisladiskur eða snælda eða skipt fyrir reiðufé. Því fæst ekkert fyrir toppa sem eru umfram 10 og við endursendum þá ekki. Aðeins er gert ráð fyrir að hvert heimili kaupi einn geisladisk eða eina snældu. í boði meðan birgðir endast. MmiM Tilboðin gilda aðeins um toppa af Rauðum Merrild 500 g (brennsluafbrigðin 103, 104, 304) og Merrild Light 500 g. Þú getur hlakkað til þess að Merrild-maðurinn komi í heimsókn þæst. Merrild setur hrag á sérhvern dag Klipptu toppa til þess að vinna disk Þannig skiptir þú pokatoppum fyrir jólatónlist eða peninga Ef þú vilt fá Merrild jólatónlist eða reiðufé þarftu að fylla út þennan miða og setja hann í umslag ásamt pokatoppunum. Þegar þú hefur safhað pokatoppum fyrir jólageisladiski eða snældu getur þú annaðhvort sent ávísun með eða greitt fjárhæðina inn á gíróreikning Merrild. Póstgíróreikningurinn er 56 86 86 og senda þarf frumrit kvittunar ásamt útfylltum miðanum og pokatoppunum í umslagi til: Merrild Kaffi Pósthólf 4132 124 Reykjavík Tilgreina þarf sendanda á bréfið og frímerkja rétt. Lokafrestur til að senda inn pöntun með þessum hætti er til 9. desember 1996. Eigi síðar en 2 vikum eftir að okkur hafa borist topparnir sendum við þér svar. Vinsamlegast ritaðu greinilega Nafn_______________________________________________________!___________ Tbppurinn af og lagið á SBfeÍÍH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.