Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ GOÐRARVONARHOFÐI- TROLLASKAGI 7. AFANGI ÞESSUM apa skammt frá Jinja þótti gestirnir ofan af íslandi áhugavert rannsóknarefni. Sumardaginn 14. júlí skrölti leiðangurinn inn í Uganda. Landamæravörður kann- aðist ekkert við að íslend- ingar þyrftu ekki vegabréfsáritun inn í landið, en okkur tókst að sann- færa hann. Við fengum stimpil sem duga myndi okkur í mánuð. Við tókum stefnu á bæinn Jinja við Viktoríuvatn og upptök Nílar. Perla Afríku Uganda er rúmlega tvöfalt stærri en ísland að flatarmáli, en fólksfjöldi er 20 milljónir, og er fjölgunin með því meira sem þekk- ist í Afríku, eða 3,5% á ári. Ug- anda var bresk nýlenda þar til landið öðlaðist sjálfstæði árið 1962. Churchill kallaði landið á sínum tíma „Perlu Afríku" og víst bar landið nafn með rentu. Kaffi- og terækt var þar í miklum blóma og sökum þess hvað landið er frjó- samt má segja að það sé sama hveiju menn stinga í jörðina, það vex hratt og gefur margfaldan ávöxt. Bærinn Jinja varð rómaður sumarleyfisstaður og fólk frá öðr- um nýlendum Breta í Afríku sendi börn sín í háskólann í höfuðborg- inni Kampala. En svo varð landið sjálfstætt og lenti í þeirri ógæfu, sem svo mörg önnur Afríkuríki að skrímsli tóku völdin. Harðir húsbændur Fyrsti forseti landsins var Milt- on Obote. Hann var ekki búinn að vera lengi við völd er fangelsi landsins voru orðin full af pólitísk- um andstæðingum hans. Hann endurskrifaði stjórnarskrána, með það markmið að gera forsetavaldið algjört, ennfremur hóf hann að þjóðnýta erlend fyrirtæki í land- inu. Obote hélt völdum þar til hann gerði þau afdrifaríku mistök að bregða sér af bæ árið 1971. Á meðan Obote var á þingi samveld- islandanna í Singapore, hrifsaði yfirmaður herafla hans, Idi Amín, völdin. í átta ár hélt sá bijálæðing- ur um taumana í landinu. Talið er að um 300.000 manns hafi ver- ið myrtar eða pyntaðar til dauða, af lögreglu hans. Efnahagur og stjórnkerfi landsins fóru í rúst og verðbólgan fór yfír 100% markið. Árið 1979 réðst Amín inn í Tanzaníu. Tanzaníumenn svöruðu hraustlega fyrir sig og á nokkrum dögum höfðu þeir rúllað yfir Ug- Uganda - perla Afríku FJÖLSKYLDAN naut gestrisni Inga Þorsteinssonar, forstjóra útvegsfyrirtækisins NAFCO, sem stundar veiðar á Viktoríuvatni frá bænum Jinja. KÚASMALAR í Uganda. anda og hrakið Amín frá völdum. Obote komst aftur til valda og var nú hálfu verri en áður. í ofsóknar- bijálæði sínu sneri hann sér að alefli að því að útrýma pólitískum andstæðingum sínum. Segja má að hann hafi fullkomnað þá eyði- leggingu sem hófst á tímum Ám- íns. Núverandi forseti landsins, Museveni, náði völdum í landinu árið 1986 og sáu nú Ugandabúar loks fram á betri tíð eftir skálm- öld undanfarinna tveggja áratuga. Uppbygging Þó að Museveni hafí marxískan bakgrunn, skipaði hann marga íhaldsmenn í ríkisstjóm sína. Efna- hagur landsins var opnaður fyrir erlendri fjárfestingu og gjaldeyris- viðskipti voru gefín fijáls. Hjól at- vinnulífsins fóm að snúast er verk- smiðjur, er höfðu staðið óvirkar ámm saman, vora ræstar á ný og bændur tóku til við sáningu, full- vissir þess að nú kæmu þeir upp- skeru sinni á markað. Þó að póli- tísku frelsi, eins og við þekkjum í Evrópu, sé ekki til að dreifa í Ug- anda, er forsetinn vinsæll meðal þegna sinna. Allt virðist vera á uppleið í landinu og er hagvöxtur þar hinn mesti sem mælst hefur í Afríku. Einu vandkvæði ríkisstjórn- arinnar em að Koni-skæmliðasam- tökin, sem em studd af ríkisstjóm Sudans, stjórna norðurvesturhluta landsins. Jinja og upptök Nílar Við komum til Jinja um hádegi í steikjandi hita og leituðum uppi hótel. Þar kynntumst við nokkrum Ugandabúum sem fóm með okkur í skoðunarferð um bæinn; en Ug- andamenn eru einkar gestrisnir og stoltir af landi sínu. Við skoðuð- um meðal annars upptök Nílar, þar sem hún hefur sína löngu og bugðóttu leið úr Viktoríuvatninu til sjávar í Egyptalandi. Jinja er einkar skemmtilegur bær í fögm umhverfi, þó svo að eyðilegging Amín-Obote áranna sé ennþá sýni- leg. Indveijarnir, sem reknir voru úr landi á tímum Amíns, eru nú óðum að snúa aftur og taka við fjölskyldufyrirtækjum sínum. íslendingar í Jinja Þegar við erum að snæða kvöld- verð á hótelinu vindur sér að okk- ur maður og segir á íslensku: „Hvaða helv. þvælingur er á ykk- ur?“ Var hér kominn Búi nokkur Eysteinsson, en hann vinnur hjá íslenska fyrirtækinu NAFCO, sem starfrækt er í Jinja. Hann hafði séð íslensku auglýsingarnar á bíln- um þar sem hann stóð á hótelstæð- inu og þar sem við höfðum ekki haft hugmynd um að íslendingar byggju í Jinja var þetta skemmti- leg uppákoma. Seinna náðum við tali af framkvæmdastjóra fyrir- tækisins, heimsmanninum og harðjaxlinum Inga Þorsteinssyni. Hann bauð okkur afnot af bústað sem fyrirtækið átti við strönd Viktoríuvatnsins og þáðum við það með þökkum. NAFCO var stofnað fyrir 2 ámm, er íslenskir athafnamenn keyptu þrotabú ítalsks fyrirtækis sem lagt hafði upp laupana. Þrot- laust uppbyggingarstarf hefur átt sér stað síðan, en véla- og húsa- kostur fyrirtækisins var í molum þegar Islendingarnir tóku yfír. Segja má að vinnudagur víking- anna, Inga framkvæmdastjóra, Búa vélstjóra og Sigurðar Grétars- sonar framleiðslustjóra sé um 18 tímar á sólarhring. Þetta erfiði þeirra er nú farið að skila árngri og fullvíst er að framlegðartölur fyrirtækisins myndu gera sérhvern íslenskan frystihússtjóra grænan úr öfund. Þeir eru með 20 fiski- báta á Viktoríuvatni til að sjá vinnslunni fyrir hráefni. Það sem háð hefur rekstrinum undanfarið er að bátarnir voru búnir ítölskum vélum, sem íslenskir smábátasjó- menn þekkja af biturri reynslu, en þær snerust sjaldan heilan snúning. Á meðan við nutum gestrisni Inga og félaga voru þeir að fá nýjar vélar í alla fiskibátana. Einn- ig voru þeir að fá nýja vinnslulínu frá íslandi og höfðu þeir auglýst eftir íslenskum vélstjóra til að sjá um rekstur hennar. Auðséð er að Islendinganýlendan í Jinja á eftir að stækka og spennandi tímar fara í hönd hjá NAFCO. Letilíf í Jinja Bústaðurinn sem við fengum hjá Inga var frábær. Við vönd- umst fljótt aftur þeim þægindum að sofa í rúmum á ný og geta farið í sturtu þegar okkur datt í hug. Stundum var nauðsynlegt að skola af sér 4 sinnum á dag vegna þess að hrikalega heitt getur orðið á þessum slóðum og lágum við oft lömuð á milli kl. 12 og 16 á dag- inn. Ávexti keyptum við á markað- inum, sem var í nokkurra metra fjarlægð frá bústaðnum, á hlægi- legu verði. Einnig nærðumst við á fiski úr vatninu sem við keyptum af fiskimönnum staðarins, eða stálum frá Inga. Ég pantaði vara- hluti í millikassann frá Bandaríkj- unum og er óhætt að segja að kerfíð virki í Uganda, því að ég fékk þá í hendurnar 5 dögum eft- ir að þeir voru pantaðir. Við fómm í 2ja daga skoðunarferð að Kyoga- vatninu þar sem NAFCO er með söfnunarstöð fyrir fisk. Þar fórum við með innfæddum starfsmönnum fyrirtækisins út í nokkrar af- skekktar eyjar á vatninu. Greini- legt var að mikið af fólkinu þar hefði ekki séð hvítt fólk áður og hlupu börnin í felur er við nálguð- umst. Stefán reyndi að vingast við dreng á líku reki en hann hljóp skelkaður í burtu. Móðir drengsins birtist skömmu síðar með hann öskrandi í eftirdragi. Hún skipaði honum að taka í hönd Stefáns sem hann gerði með semingi. Eftir að drengurinn sá að ekkert gerðist þó að hann snerti þennan skrýtna ljóshærða aðkomudreng, neitaði hann að sleppa og það sem eftir lifði heimsóknar okkar í þorpið gengu þeir Stefán hönd í hönd. Geðveik kona kom hlaupandi út úr einum kofanum og kreisti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.