Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ WEnn er Woody AHen tekinn að vinna við nýja mynd. Hún hefur ekki fengið heiti ennþá en á meðal leikara í henni verða Demi Moore, Elisabeth Shue og Robin Williams. Um er að ræða gaman- mynd. ■Þá er Warren Beatty að hugleiða sinn næsta leik. Hann mun að líkind- um fara með aðalhlutverk- ið í myndinni „Tribulati- ons“ og leikstýra henni einnig. Mun Oliver Platt ætla að leika á móti hon- um. WGamanleikarinn Billy Crystal hefur í hyggju að leika í nýrri mynd sem Rob Reiner ætlar að gera og heitir Risinn eða „The Giant“. Segir myndin mjög ólíkindalega sögu af aug- lýsingamanni sem gerist umboðsmaður fyrir risa nokkum. ■Ralph Fiennes er byij- aður að leika í mynd sem gerð er eftir Bookerverð- launasögunni Óskar og Lúsinda eftir Peter Ca- rey. Ný mynd verður fmmsýnd með Fiennes í Bandaríkjunum í haust en hún heitir „The English Patient". ■ Hrollvekjuleikstjórinn John Carpenter er við sama hcygarðshornið. Næsta mynd hans verður „Mutant ChronicIes“ en hún verður að likindum tekin f Bretlandi. KVIKMYNDIR Glenn Close og 101 hundur EIN AF jólamyndunum í Bandaríkjunum í ár er leikin útgáfa af hinni frægu Disney-teiknimynd 101 dalmatíuhundur með Glenn Close í aðalhlutverki ásamt liðlega 100 ferfætlingum. Krakkar um allan heim þekkja söguna um hundana hundrað. Close leikur hunda- hatarann mikla Cruella De Vil sem sækist eftir feldi litlu krúttlegu dalmatíuhundanna; hún vill gera úr þeim glæsi- lega kápu eftir hátísku tímans. Hundarnir eiga vini sem bjarga þeim undan henni en Cruella gefst ekki upp. Leikstjóri er Stephen Her- ek og var myndin tekin í Shepperton kvikmyndaver- inu í Bretlandi. Þykir um- gjörð myndarinnar hin skrautlegasta og Close veru- lega skepnu- leg í hlutverk- inu. Myndin verð- ur sýnd í Sambíó unum um páska- leytið. MYRK túlkun á gaman- leik; Helena Bonham- Carter í Tólftu nóttinni. Carter, Ben Kingsley, Rich- ard E. Grant og Nigel Haw- thorne í aðalhlutverkum. Trevor Nunn leikstýrir myndinni en hann ætti að vita hvað hann er að gera því hann hefur í tvo áratugi rekið Konunglega Shakespeare- leikfélagið og þekkir verk skáldsins til hlítar. Leikgerð hans mun ekki vera á neinum léttum nótum heldur tregafull og myrk túlkun sem sagt er að þeir sem vel þekki til muni njóta til fulls. Imogen Stubbs leikur Víólu sem telur að tvíburabróðir sinn, Sebastían, hafi drukkn- að, klæðir sig eins og karl- mann og verður partur af hirð Orsínós, sem hún verður ást- fangin af. Orsínó sendir hana til hinnar fögru Olivíu að fá hana til að giftast sér en Oli- vía verður ástfangin af sendi- boðanum. í ljós kemur að Sebastian er á lífi og er sí- fellt tekinn í misgripum fyrir tvíbura sinn, Víólu, en það er aðeins byijunin. Shakespearemyndir hafa nær undantekningarlaust heppnast vel hin síðari miss- eri, Ríkharður III er nýlegasta dæmið og svo mun einnig vera um Tólftu nóttina. HUNDA- ÆÐI; Close í 101 dalma- tiuhundi. Shake- speares NÝ MYND byggð á gam- anleiknum Tólftu nótt- inni eftir William Shakespe- are var nýlega frumsýnd í Bretlandi með Imogen Stubbs, Helenu Bonham- MEÐ aðalhlutverkin fara Alec Baldwin, sem leikur lögfræðinginn Bobby De Laughter er opnar málið að nýju áratugum eftir morð- ið, Whoopi Goldberg, sem ■■■■■■ leikur eig- inkonu blökku- mannsins, og James Woods sem leikur rt. “*■ De La Beckwith. Hann slapp úr höndum réttvísinnar eftir tvenn réttarhöld um miðjan sjöunda áratuginn þegar kviðdómendur gátu ekki komist að samhljóða niður- stöðu en var loks dæmdur fyrir morðið árið 1994. Mannréttindafrömuðurinn Medgar Evers var skotinn í bakið fyrir framan heimili sitt í Mississippi árið 1963. „Eg hef aldrei lent í neinu eins súrrealísku á ævinni,“ er haft eftir Reiner sem setti réttarhöldin á svið ekki óvan- ur réttardramanu hafandi gert „A Few Good Men“. Reiner vildi hafa allt sem nákvæmast og fór því á stað- inn með sitt hundrað manna töku- og tæknilið þar sem Medgar Evers var myrtur en meðlimir Eversfjölskyldunn- ar léku sig sjálfa. Þegar kveikt var í húsi eins af hvítu öfgamönnunum í nágrenninu var Reiner kennt um og sagt hann væri að hræra í við- kvæmum málum og að hann vildi endurreisa hreyfinguna sem skapaðist í kringum Evers á sínum tíma. „Kyn- þáttahatur hefiadöngum ver- TVÖ íslensk kvik- j myndahús, Háskólabíó : og Stjörnubíó, eru í I samtökunum Kvik- myndahús Evrópu eða ; „Europa Cinemas“ sem | beita sér sérstaklega 1 fyrir sýningum á evr- ópskum bíómyndum. Alls er í samtökunum 231 kvikmyndahús í 33 löndum. Þessi kvikmyndahús njóta stuðnings frá ME- DIA II áætlun Evrópusam- bandsins til að sýna evr- ópskar kvikmyndir en kvikmyndahúsin verða að frumsýna ákveðið hlutfall af evrópskum myndum til að geta talist gjaldgeng í félagsskapinn. „Europa Cinemas“ er mikilvægur liður í að koma evrópskum kvikmyndum á framfæri og kynna evrópska kvik- myndagerð en hér á landi eru á milli 70 og 80 pró- sent bíómynda frá Banda- ríkjunum. HROLLKALDUR leikur; James Woods sem Byron De La Beckwith. Svipirfortíðar KYNÞÁTTAHATUR í Suðurríkjum Banaaríkjanna hefur löngum verið umfjöllunarefni bíómynda í Hoilywood allt frá „To Kill A Mockingbird" til Dauðasakar eða „A Time to Kill“, sem nú er sýnd í Sambíóunum. Nýjasta myndin sem tekur á kynþáttahatrinu byggir á sannri sögu um morð á blökkumanni er stóð framarlega í baráttu svertingja fyrir auknum mannréttindum en það var ekki fyrr en 30 árum seinna sem morðinginn var dæmdur og settur í fangelsi. Leikstjóri myndarinnar er Rob Reiner. Hún heitir „Ghosts of Mississippi" og er ein af jólamyndunum vestra í ár. ið vandamál í Bandaríkjunum en því hefur verið sópað und- ir teppið með mannréttinda- hreyfingunni og lagasetning- um. Það sló mig hversu stór- kostlega breið gjáin er á milli kynþáttanna," er haft eftir Reiner. Mörgum þykir sem James Woods eigi að vera búinn að fá Óskarinn. Hann hefur leik- ið oft stórkostlega vel og myndir hans eru orðnar fjöl- margar. Hann þykir öruggur um a.m.k. óskarsverðlaunaút- nefningu fyrir bestan leik í aukahlutverki öfgamannsins Byron De La Beckwith. Hann eldist talsvert í hlutverkinu og sagt er að leikur hans sé hrollkaldur. Baldwin líkir lögfræðingn- um sem hann leikur við sak- leysingjana, sem Frank Capra fjallaði oft um í mynd- unum sínum. „Hann gerði aðeins það sem hann taldi að væri rétt að gera og setti morðingjann í fangelsi en Mississippibúar urðu æfir út í hann og ég held hann hafi ekki séð það fyrir.“ Reiner hefur ekki verið að gera merkilegar bíómyndir uppá síðkastið en „Ghosts of Mississippi" gæti verið mynd- in sem setur hann enn á ný í fremstu röð leikstjóra í Hollywood. 4.000 höfðu séð Til síðasta manns LLS höfðu um 4.000 manns séð spennu- myndina Til síðasta manns í Laugarásbíói eftir síðustu sýningar- helgi. Þá höfðu 4.700 manns séð framtíð- artryllinn Flóttann frá Los Angeles og tæp 4.000 Eyju dr. Moreau. Arnold Schwarzenegger í Regnboganum, „Fled“ með Larry Fishburne, Krákan II og í lok janúar kemur svo „The Long Kiss Goodbye" eftir Renny Harl- in. í febrúar tekur bíóið svo til sýningar söngleikinn Evítu með Madonnu titilhlutverkinu. þessa helgi hóf Laugarásbíó \ sýningar á „Courage Under í Fire“ ásamt Regnbog- anum en næstu myndir bíósins eru m. a. ævin- týramyndin Skuggi, apa- myndin Ed, jólamyndin „Jingle All the Way“ með SYND í febrúar; Madonna í Evítu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.