Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ GOÐRARVONARHOFÐI — TROLLASKAGI 8. AFAIMGI FERJAN reyndist trédekk sem lagt hafði verið yfir nokkrar olíutunnur. Inn í myrk- viði Afríku Að morgni hins 18. ágúst kvöddum við landa- mæraverðina í Uganda og hurfum inn í myr- kviði Afríku. Framundan okkur lá Zaire og þykkur regnskógurinn. 2.000 km af vegleysum og spilltir embættismenn Mobutu S. Seho forseta. Mobutu komst til valda í Zaire, sem áður hét Belgíska Congo, árið 1965. Hann hefur hangið við völd síðan með dyggri aðstoð frá Bandaríkjamönnum, Frökkum og Belgum. Telja má Mobutu með verri skíthælum sem verið hafa forsetar í hinum ýmsu lýðveldum Afríku og er þar þó af nógu að taka. Líkja má honum við púkann á fjósbitanum en segja má að hann hafi tútnað út á meðan þegnar hans þjáðust. Á meðan efnahagur landsins sigldi hraðbyri til and- skotans, gildnuðu svissneskar bankainnstæður forsetans og er hann talinn með 10 ríkustu mönn- um heims. Undanfarin 5 ár hefur ríkt hálf- gert stjómleysi í Zaire. Póstþjón- usta er engin, bæir eru rafmagns- og vatnslausir, vegakerfið er kom- ið í rúst, en talið er að um 5.000 km af vegum landsins hverfi í frumskóginn á hverju ári, her og lögregla fá ekki greidd laun frá ríkinu og nærast þeir á því að ræna landa sína, svo og þá fáu ferðamenn sem ennþá hætta sér inn á þetta leyndardómsfulla svæði. Allt þetta vissum við þegar við komum að landamærunum og kom það því okkur þægilega á óvart hversu vingjamlegir Zairsku landamæraverðirnir vom. Á met- tíma vomm við búin að ganga frá formsatriðum og komin inn í landamærabæinn Beri. Þar var síðasta tækifæri okkar að fá ódýra olíu og fylltum við á alla tanka og brúsa sem við höfðum meðferð- is. Við skiptum 100 dollara seðli í Zairskan pening og fengum seðlabúnt á við múrstein á þykkt, NZ 5.000.000. Að því loknu héld- um við inn í frumskóginn. Það var byrjað að rigna, en sökum þess að við höfðum tafíst í Tanzaníu og Uganda vomm við í Zaire á regntímanum og átti það eftir að reyna á þolrifín hjá okkur næstu vikurnar. Fyrstu 3 klukkutímana var veg- urinn sæmilega góður, en fór síðan versnandi til muna. Þegar skyggja tók var ég kominn með bílinn í lága drifíð en þar átti gírstöngin eftir að sitja næstu 2.000 km. Við fundum glufu á fmmskógargróðr- inum skelltum okkur útaf veginum og bjuggum okkur fyrsta náttstað- inn í Zaire. Er við lögðumst til svefns í bflnum hlustuðum við með óttablandinni virðingu á þúsund- raddaðan söng framskógarins og hugsuðum með kvíða og eftirvænt- ingu til þess sem framundan var. ílandi skógardverganna Lögðum af stað í birtingu. Keyrðum í norðurátt eftir hrika- legum vegi og fengum fljótlega fyrstu festuna. Spilvírinn var fest- ur í næsta tré og stjórnaði Birna spilinu sem rykkti bílnum uppúr drallupyttinum. Að því loknu var hún skipuð í embætti spilstjóra leiðangursins og átti hún eftir að vera með fjarstýringuna í höndun- um næstu dagana. Mikið var af hinum vingjamlegu skógardvergum (Pygmyes) með- FARARTÁLMAR voru af ýmsu tagi. Til dæmis þessi gamli vöru- bíll, fastur og gírkassalaus á miðjum vegi. FISKIMENN í Zaire höfðu ekkert á móti því að stilla sér upp við jeppann og láta mynda sig með veiðarfærin. ER þessi ekki „Björk“ Afríku. GLAÐBEITTIR drengir í Zaire. fram veginum. Þetta yndislega fólk átti áður heimkynni allt norð- ur til Niger en eftir því sem skóg- arnir hafa eyðst, hafa þeir stöðugt hrakist suður á bóginn og eru bústaðir þeirra nú aðeins á af- mörkuðum svæðum í miðri álf- unni. Þeir klæðast skinnklæðum og ganga karlmenn gjarnan með spjót í hönd og sveðju hangandi um mittið. Töluvert er þó um að yngri kynslóðinni hafi verið „spillt“ af véstrænum áhrifum, klæðist amerískum háskólabolum og heimti 1 dollar fyrir að láta mynda sig. Þetta fólk virðist una hag sínum vel í myrkviðinum og lifa þau af ávöxtum og villidýrum sem þetta ósnortna landsvæði gefur af sér. Við stoppuðum í einu þorpinu til að kaupa banana og fyrir 1 doll- ara fengum við magn sem dugði okkur til matar í tvo daga. Vöruflutningar í Zaire Eftir 4 tíma hjakk í eðjunni komum við fram á 5 vörubíla sem vora á suðurleið. Þeir vora búnir að vera fastir í 2 sólarhringa, en vora um það bil að vera búnir að grafa sig upp á fast land. Sökum þess hvað skógurinn var þykkur var engin leið fyrir okkur að smok- rast framhjá þeim og þurftum við að bíða í 2 klukkutíma á meðan þeir böðluðust framhjá. Hver bíl- stjóri hafði 10 hjálparmenn með- ferðis og var hlutverk þeirra að grafa bílinn áfram með hökum og skóflum. Bílarnir vora hlaðnir pálmaolíu og voru þeir búnir að vera 2'h mánuð á leiðinni frá bænum Isiro sem er í um 1.000 km fjarlægð. Meðalhraði þeirra hafði því verið um 14 km/dag. Þegar við inntum þá eftir því hvort þeir væru ekki orðnir þreyttir á þessu, ypptu þeir öxlum og svör- uðu því til að þetta væri atvinna þeirra, en ef svo héldi áfram sem horfði yrði þessi vegur orðinn ófær öllum farartækjum á næsta ári. Þegar vörubílarnir voru komnir framhjá sáum við að þeir höfðu skilið eftir sig sprengjugíg um 1 km að lengd. Ekki var um annað að ræða en að taka þetta með látum. Við dengdum okkur ofan í gröfina með gjöfina í botni. Það var nú eða aldrei, gígurinn myndi fljótlega fyllast af vatni, sökum þess að farið var að rigna, og yrði ófær. Diesellinn öskraði og það söng og hvein í öllu á meðan dekk-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.