Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Ef ég tek eitthvað að mér - vilég gera það vel Indriði Pálsson varð fyrstur íslendinga til að hljóta æðstu Grand Prix verðlaunin fyrir frímerkjasafn sitt á Norrænu frímerkjasýn- ingunni sem haldin var hér á landi í októ- ber. Safnið heitir á frímerkjamáli „Classic Iceland/1 eða Hefðbundið ísland. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Indriða og komst að því að í lífí hans er fleira en frímerki. Þau eru bara áhugamál, ANORRÆNU frímerkjasýn- ingunni, sem er haldin til skiptis á Norðurlöndun- um, eru veitt fernskonar Grand Prix verðlaun," segir Indriði. „Það er Grand Prix National," fyrir íslenskt safn þegar sýningin er hald- in á íslandi, síðan er það Grand Prix International, sem veitt eru fyrir besta safnið sem ekki er norrænt. Þá eru það Grand Prix Nordic verð- launin, sem veitt eru fyrir norrænt safn, sem er fyrir utan landið sem heldur sýninguna og að lokum eru það Grand Prix Nordia, sem veitt eru fyrir besta safnið á Norrænu frí- merkjasýningunni.“ Síðastnefndu verðlaunin eru æðstu verðlaunin sem veitt eru á sýning- unni og dæma dómarar frá öllum Norðurlöndum um það safn. Og þau verðlaun hlaut Indriði Pálsson í ár fyrir frímerkjasafn sitt, sem hann hefur verið að safna í 60 ár. Safnið sýndi hann fyrst á norrænni sýningu árið 1992 og aftur i Árósum í Dan- mörku árið 1994. Þá hlaut hann Grand Prix Nordic verðlaunin fyrir það. En hann er fyrsti Islendingurinn sem hlýtur Grand Prix Nordia verð- launin fyrir frímerkjasafn. „Það voru valin fjögur eða fimm söfn og dæmt á milli þeirra á sýning- unni í ár,“ segir Indriði. „Hins vegar getur vel verið að það sé til safn sem er betra en mitt hér á íslandi. Það þekkjast fjögur eða fimm ágæt söfn sem flokkast undir „traditionell," eða klassísk íslensk söfn.“ Það er greinilegt á Indriða að hon- um finnst ekki verra að vita af öðrum góðum söfnum og er ánægður með að þau geti verið eins góð og hans, jafnvel betri. Þótt hann gleðjist yfir verðlaununum, er það áhuginn á frí- merkjum og málefnum tengdum frí- merkjum sem ræður ferðinni; áhugi á að íslenskum frímerkjasöfnum sé haldið til haga á íslandi og að til séu fleiri sem leggi þá alúð og natni sem til þarf í að safna þessum dýrgripum og varðveita þá. Indriði segist hafa safnað frí- merkjum í næstum sextíu ár. Hann getur því varla hafa verið hár í loft- inu, þegar hugur hans beindist að þessu áhugamáli sem hefur dugað honum í gegnum lífið. „Ég var tíu ára þegar ég bytjaði að safna frímerkjum," segir hann. „Ég var gutti á Siglufirði og við strákarnir höfðum lítið við að vera. Það var ekkert sjónvarp þá, ekkert bíó - nema einu sinni í viku. Við strákarnir fórum að safna frímerkj- um og skipta." Lét gamalt verðmætt safn af hendi „Reyndar byijaði söfnunaráhugi minn á mjög sérstæðan hátt. Faðir minn gaf mér frímerki og umslög sem afi minn hafði haldið til haga. Þetta voru gömul frímerki og um- slög, frá því um 1880-1890. Afi minn var úr Fljótum í Skagafirði og þar virðist hafa verið mikið um bréfaskriftir milli bæja. Hann var hagmæltur, orti mikið af erfiljóðum og fékk þar af leiðandi mikið af bréfum. Þetta var mikið af frímerkjum sem voru öðruvísi en aðrir áttu. Áf þessu frétti danskur maður sem bjó á Siglu- firði og spekúleraði mikið í viðskipt- um með frímerki. Hann bauð mér að skipta á þessum frímerkjum og umslögum og láta mig hafa önnur frímerki í staðinn - falleg merki utan úr heimi. Ég beit á agnið og hann fékk mest af þessum gömlu íslensku frí- merkjum - og ég fékk falleg erlend frímerki í staðinn. Svo var það mörgum árum seinna að ég sá að ég hafði e.t.v. verið plat- aður til að láta af hendi gömul, verð- mæt íslensk frímerki - en tæpast fengið samsvarandi verðmæti í stað- inn. Þetta sat í mér og skapaði að vissu leyti áhuga á þessum elstu ís- lensku frímerkjum. Það má því með nokkrum rétti segja að ég eigi þess- um danska manni það að þakka að ég fór að safna frímerkjum. Hvað sem því líður, þá sat þessi söfnunarárátta í mér. Sumir safna peningum, aðrir bókum og svo koll af kolli. Ég safnaði frímerkjum. Þegar ég heyrði um gömul íslensk frímerki, hafði ég augun opin. Ég háfði áhuga á að kynna mér tilurð og sögu þessara frímerkja. Svo eftir að ég fór í starf sem krafðist ferða- laga erlendis, gerði ég mér far um að athuga hvort ég fyndi ekki göm- ul, íslensk umslög á ferðum mínum. Með tímanum eignaðist ég talsvert af frímerkjum og umslögum. En ég fór ekki að vinna úr safninu fyrr en ég lét af störfum sem forstjóri Skelj- ungs árið 1990. Mér gafst ekki tími tii að velta vöngum yfír þessum litlu sneplum fyrr en mínu aðalstarfi var lokið.“ Áhersla á atvinnu- og persónusögu „Meginhlutinn af íslenskum umslögum og frímerkjum var seldur erlendis. íslenskir stúdentar á síðustu öld höfðu almennt ekki mikil fjárráð, en það var algengt að þeir fengju frímerki sem vasapeninga. Þeir seldu þau erlendis, þannig að þangað fóru bestu íslensku frímerkin og dreifðust síðan um víðan völl.“ — Eru íslensk frímerki verðmæt- ari en frímerki annarra landa? „Almennt ekki, en það er minna til af þeim en frímerkjum annarra þjóða. Hins vegar hófst söfnun á þeim strax eftir útgáfu fyrsta ís- lenska frímerkisins, árið 1873. En hvað varðar verðmæti, þá voru það ekki hagnaðarsjónarmið sem réðu því að ég fór að safna frímerkjum. Rauði þráðurinn í mínu frímerkja- safni er íslensk póstþjónusta frá upp- hafi og fram yfir aldamót, 1836- 1902. Það sem mér finnst skemmti- legt í þessu safni er að það vísar til íslenskrar atvinnu- og persónusögu á þessum tíma. En menn geta ekki sett saman svona safn án þess að setja sig vel inn í sögu tímabilsins. Frímerkjasöfnunin hefur því orðið til þess að ég hef kynnt mér sögu þess mjög rækilega.“ - Hvað áttu við með persónusögu? „Eitt elsta bréfið sem ég á er frá 1836, þar sem teiknarinn og lista- maðurinn Augustin Mayer skrifar til vinar síns í París um ástandið á ís- landi. Annað bréf er frá Pétri Péturs- syni, prófessor hér í Reykjavík, sem pantar vín frá vínkaupmanni í Kaup- mannahöfn. Eitt besta bréfið í þessu safni, er bréf sem er skrifað til Conrads Dill- ons í Bretlandi - líklega af dóttur Dillons, Henriettu. Dillon kom hingað til lands árið 1834 og átti barn með konu sem hét Sirý Ottesen. Hann byggði hús fyrir barnsmóður sína og dóttur; hús sem heitir Dillonshús og er núna í Árbæj- arsafni og er starfrækt sem veitinga- stofa þar. Þetta var vel efnaður maður og arfleiddi þær mæðgur að 20.000 ríkisdölum, sem var gríðar- legur peningur í þá daga. En hann fór burtu af landinu og erfðaskráin eyðilagðist - og líklega hafa mæð- gurnar aldrei fengið arfinn. En bréfíð skrifar Henrietta til bróð- ur síns í Bretlandi, árið 1875, líklega til að fara fram á aðstoð, því hún var þá mjög illa stödd fjárhagslega. Annað bréf frá sama tíma er skrif- að frá Borgarfirði, til Fischers kaup- manns í Reykjavík, þess sem Fisc- Freysteinn Bjarnason er útgerðarstjóri Síldarvinnslunnar hf. Neskaupstað. Hann er Starf hans felst í umsjón með útgerð og úthaldi fimm skipa sem Síldarvinnslan gerir út. Vélfræðimenntunin gerir það að verkum að Freysteinn hefur góða yfirsýn og innsýn í það sem lýtur að viðhaldi og innkaupum á flóknum tæknibúnaði til nútímafiskveiða. Vanti ykkur traustan starfsmann með víðtæka sérmenntun á tæknisviði, bæði bóklega og verklega, þá eru þið að leita að vélfræðingi. Nánari upplýsingar veitir: afe Vélstjórafélag tSS Islands Borgartúni 18,105 Reykjavík Sími: 562-9062 Við skiptum við SPARISJÓÐ VÉLSTJÓRA Jólakort til styrktar einhverfum EINS og undanfarin ár gefur Umsjónarfélag einhverfra út jóla- kort til styrktar starfsemi félags- ins. Jólakortin eru hönnuð af ein- hverfri stúlku, Lindu Rós Lúðvíks- dóttur. Kortunum er pakkað 5 eða 10 stk. saman. Tíu kort í pakka kosta 700 kr. en 5 kort kosta 400 kr. Einnig er veittur magnafsláttur. Fyrirtækjum er gefinn kostur á að láta prenta merki (lógó) fyrir- tækisins inn í kortin. Allar nánari upplýsingar gefa Halla Þ. Stephensen og Sævar Magnússon, Álfheimum 50.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.