Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ - Morgunblaðið/Jón Svavarsson Þ AÐ var glatt á hjalla á Kaffi Reykjavík er fyrstu flöskurnar af Beaujolais Nouveau bárust þangað aðfaranótt fimmtudagsins. Nouveau-ið komið KAPPHLAUPIÐ við að koma Beaujolais Nouveau í hús í tæka tíð er líklegasta mesta snilldar- bragðið í markaðssögu vínsins. Þessi árlegi viðburður, þriðja fimmtudag nóvembermánaðar, er búinn að festa kyrfilega ræt- ur í flestum stórborgum heims- ins og nú var fyrsta flaskan af Nouveau einnig opnuð í Reykja- vík nokkrum mínútum eftir mið- nætti aðfaranótt fimmtudags- ins. Vinsældir Nouveau-vínsins virðast engann endi ætla að taka. Stærsti skellurinn sem framleið- endur vínsins hafa fengið var raunar á síðasta ári er margir neytendur um allan heim snið- gengu frönsk vín vegna kjam- orkutilrauna Frakka í Kyrrahafi. Nú eru þær grafnar og gleymdar og framleiðendur Beaujolais geta tekið gleði sína á ný. Sala síð- MATUR OG VÍN asta árs dróst saman um átján prósent og þá fyrst og fremst vegna minni sölu í Japan og á Norðurlöndunum. Nú virðast flestir markaðir komnir í samt horf og sumir bæta jafnvel við sig, t.d. Bandaríkin. Ollum á óvart virðist árgang- urinn 1996 líka ætla að verða feykigóður. Margir voru þegar búnir að afskrifa hann í Búrg- undarhéraði í lok ágústmánaðar vegna mikilla rigninga. Sólskin og blíða fyrri hluta september- mánaðar sneri dæminu hins veg- ar við. Unnendur Búrgundarvína eiga því góðan árgang í vændum en fyrsta tækifærið til að bragða á honum er einmitt í gegnum Nouveau-vínið, sem kemur frá svæðinu Beaujolais syðst í Búrg- und, þar sem notaðar eru Gamay-þrúgur í rauðvínið en ekki Pinot Noir. Fyrstu flöskurnar af Beaujola- is Nouveau voru fluttar hingað til lands með flugi en um og upp úr helginni ættu að fara að ber- ast sendingar er komið hafa sjó- leiðina og ætti því Nouveau, frá að minnsta kosti fjórum fram- leiðendum, að vera fáanlegt í verslunum ÁTVR og flestum veitingahúsum einhvern tímann í næstu viku. BEMiJOLAiS NOUVEAU ER KOMIÐ ■ Sala á BN hófst um allan heim fimmtu- daginn 21. nóvember. Helmingur heildar- framleiðslunnar er fluttur út til 190 ríkja. ■ Helstu vínræktarhéruð Frakklands Beaujolais Framleiðr.la 1995:31,8 milljón litra (47 milljón flönkur) ■ Helstu inn- flutningsríkin 1995 (þúsundir lítra) Belgía/ Lúx. Þýskaland Kanada § í Danmörk Nýjungar í reynslu REYNSLUVÍNIN, sem fjallað er um að þessu sinni, eru Chardonnay frá Suður- Frakklandi, þýskt Franken-vín, rauður Rioja og tvö Beaujolais frá Georges Duboeuf. Þau eru fáanleg í Kringlunni, Heiðrúnu og á Eiðistorgi og Akureyri. Hvítvínið „L“ frá Domaine Laroche er einhver ánægjulegasta nýjungin meðal hvítvína á reynslulistanum í þó nokkurn tíma. Laroche-fjölskyldan er með betri framleiðendum Chablis-hér- aðsins í Búrgund en þetta Chardonnay- vín kemur frá héraðinu Oc í Suður- Frakklandi. Suðurhéruðin voru til skamms tima eitthvert staðnaðasta og leiðinlegasta svæði Frakklands hvað vínframleiðslu varðar. Takmarkið var magn en ekki gæði og metnaðurinn ekki annar en sá að framleiða sull á styrkjum í vínhaf Evrópusambandsins. Þetta á sem betur fer ekki lengur við (að öllu leyti) og framleiðendur í suðurhlutanum hafa verið leiðandi í því að bregðast við sam- keppninni frá Nýja heiminum með spennandi vínum á hagstæðu verði, framleidd með nýjustu tækni. „L“ er flottur, ferskur Chardonnay er minnir um margt á frændur sína frá Ástralíu, Chile og Kaliforníu. Kröftugt og bragðgott nammivín þar sem suðrænir ávextir, sítrus og smjör gegna lykilhlut- verki. Þetta er lifandi vín, sem gott er að smjatta á en ætti jafnframt að eiga vel við flestan mat. Klassavín miðað við verð, sem er 990 krónur. Fyrir skömmu fjallaði ég um að Fran- ken-vín frá Þýskalandi væru loks komin á sérpöntunarlista. I október kom síðan fyrsta Franken-vínið í reynslusölu, Nordheimer Vögelein Miiller-Thurgau Spátlese 1993 frá Winsergenossenschaft Nordrhein. Ilmur vínsins er krydd- kenndur (jafnvel út í túrmerík) og lyc- hée-ávöxtum bregður fyrir. Bragðið er samanrekið með sætum tón og snert af beiskleika, sem verður þó aldrei óþægilegur. Þetta er fyrst og fremst matarvín, sem á vel við þéttan fisk á borð við skötusel og steinbít en gæti einnig verið forvitnilegt með austur- lenskum mat og þá ekki síst indversk- um. Frá framleiðandanum Cellier de TEncIave des Papes er Cote-de-Rhone- vínið „Les Coudrieres 1995“. Vínið er ungt, einfalt og nokkuð sýrumikið. Ilm- ur léttur og einfaldur Grenache í fyrir- rúmi, greni og kirsuber. Ekki stórkost- legt vín en þokkalegt ostavín. Það kost- ar 890 krónur. Rioja-vín hafa notið sívaxandi vin- sælda á íslandi og nýjasta reynslusölu- vínið þaðan er frá Bodegas Franco- Espanola og heitir því sérstaka nafni „Royal Claret 1994“ (870 kr.). Þetta er þokkalega snoturt vín, nokkuð ungt fyrir Rioja, sem einkennist af mildri áberandi eik í ágætu samspili við sam- þjappaðan og soðinn ávöxt. Það líður helst fyrir ungan aldur og skort á þroska en batnar eftir því sem vínið fær meiri snertingu við súrefni. Frá Georges Duboeuf eru komin tvö vín í reynslusölu, „Beaujolais 1995“ og „Brouilly 1995“. Duboeuf er tvímæla- laust þekktasti framleiðandi Beaujolais- héraðsins og sá er hefur gert hvað mest til að afla þessum léttu, þægilegu vinum virðingu um allan heim. Bæði eru þessu vín góð dæmi um stíl Duboeuf og það hvað veldur vinsældum Beaujola- is um allan heim. Einfaldara vínið, Beaujolais 1995, er vel gert og þægilegt ávaxtavín er ein- kennist af rauðum berjum, léttu og hreinu bragði. Vel gert og þægilegt Beaujolais í klassískum stíl. Brouilly (1.240 kr.) er eitt þeirra þorpa héraðsins er fær að skarta eigin nafni. Vínið er fremur stórt af Beaujolais að vera, mikil beijaangan og djúpur kirsu- beijailmur. Fylling er góð og bragð end- ist lengi. Vín fyrir léttan mat, Ijóst kjöt, sumarrétti og hefðbundin íslenskan jóla- mat með dönsku meðlæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.