Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 31
■ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 B 31 Jólabasar Sólheima í Grímsnesi HINN árlegi jólabasar Sólheima í Grímsnesi verður í Templarahöll- inni við Eiríksgötu 5 í Reykjavík í dag og hefst kl. 15. í dag eru Sólheimar 100 manna byggðahverfi og þar búa 40 fatlað- ir einstaklingar og hafa þeir fram- leitt það sem er á boðstólum á basarnum m.a. handsteypt bývax- kerti, kubbakerti, mottur, dúka, pottaleppa, trefla, silkikort, óróa, handmálaðan jóla- og gjafapappír, púða, jólakort og tréleikföng. Einnig verður selt lífrænt rækt- að grænmeti en Sólheimar eru frumkvöðlar í slíkri ræktun hér á landi. Foreldra- og vinafélag Sólheima stendur fyrir kökubasar og kaffí- sölu samhliða basarnum. Öllum ágóða er varið til uppbyggingar atvinnumála á Sólheimum. Fyrirlestur um umhverf- isvæna ferða- mennsku HÓLMFRÍÐUR Bjarnadóttir held- ur fyrirlestur á vegum Félags landfræðinga mánudaginn 25. nóvember kl. 20.30 í stofu 102 í Lögbergi. Fundarefnið er Um- hverfisvæn ferðamennska, raun- hæfur möguleiki? Hólmfríður hefur nýlokið mast- ersgráðu í skipulagsfræði við há- skólann í Newcastle upon Tyne og fjallaði lokaritgerð hennar um tengsl skipulags og ferðamála og hvernig skipulag getur stuðlað að umhverfisvænni ferðamennsku. Fyrirlesturinn mun fjalla um stefnumörkun og þróun í ferða- málum á íslandi með áherslu á tengsl ferðamannaþjónustu og umhverfisverndar. Fjallað verður sérstaklega um takmörkun á uppbyggingu ferða- mannastaða skv. lögmálum sjálf- bærrar þróunar með tilliti til nátt- úrulegs umhverfis, félagslegra þátta og tengsla við upplifun ferðamanna. Kynntar verða helstu niðurstöð- ur rannsóknar á ferðamálum á Snæfellsnesi ásamt tillögum til úrbóta og rætt um hlutverk skipu- lags við þróun umhverfisvæns ferðamannaiðnaðar. • • Bingó Ommu í Réttarholti BINGÓKVÖLD Ömmu í Réttar- holti, Þingholtsstræti 5, verða haldin hálfsmánaðarlega í vetur. Markmiðið með bingókvöldun- um er að kynna starfsemi hand- verkshússins Eldgömlu ísafoldar og eru vinningarnir frá verkstæð- um hússins. Aðalvinningur næsta bingókvölds, mánudaginn 25. nóv- ember, verður fuglahús frá leik- fangasmiðjunni Barnagull. Næstkomandi mánudagskvöld verður nafni bingósins einnig ljóstrað upp en um það var haldin samkeppni. Sigurvegarinn verður heiðursgestur bingósins. Ab vlto hvee hringir, ébut m %mmh er Með þar til gerðum síma eða tæki, sést númer þess sem hringir, áður en símtólinu er lyft af. í flestum slíkum tækjum er hægt að geyma númer þeirra sem hringdu, þegar enginn var við. Sækja þarf um þjónustuna hjá Pósti og síma og greiða ársfjórðungsgjald kr. 190, en ekkert stofngjald er tekið. Þegar hringt er frá útlöndum, úr NMT-farsímakerfinu Vegna mikillar eftirspumar er innritunhafin á janúarnárriskeið Þetta námskeið hefur veitt ótal mörgum konum frábœran árangur Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum sem vilja losna við aukakílóin. Uppbyggilegt lokað námskeið. Pimm tímar í viku, sjö vikur í senn. Griáðurmatarkúrsem fylgtereftir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtiilum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. Heilsufundir þar sem farið er yfir förðun, klæðnaö, hvemig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið. Líkamsrækt JSB: Þar sem manneskjan skiptirmestu Ljósmyndasýning Morgunbiaðsins NÁTTÚRUHAMFARIRNAR Á VATNAJÖKLI OG SKEIÐARÁRSANDI hlaup á Skeiðarársandi í byrjun nóvember eru meðal mestu náttúru- hamfara á íslandi á þessari öld. Á svipstundu stórskemmdust samgöngumannvirki á Skeiðarársandi og hringvegurinn rofnaði sem olli einstaklingum og fyrirtækjum á sunnan- og austanverðu landinu miklum óþægindum. Ljósmyndarar Morgunblaðsins fylgdust vel með náttúruhamförunum og í anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefur verið komið upp yfirlitssýningu á völdum myndum sem teknar voru þar. Sýningin stendur til föstudagsins 6. desember og er opin á afgreiðslutíma blaðsins kl. 8-18 alla virka daga og laugardaga kl. 8-12. Allar myndimar á sýningunni eru til sölu. eða síma með númeraleynd kemur ekki fram númer þess sem hringir. í vissum tilvikum er ekki hægt að MYNDASAFN veita símnotanda þessa þjónustu. PÓSTUR OG SlMI Blað allra landsmanna!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.