Morgunblaðið - 24.11.1996, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 B 11
Aldrei
aftur til
Bosníu
Aðeins tveimur dögum efbir að músliminn
Miralem Haseta kom til Islands til að spila
knattspymu með íslensku liði braust stríð
út í Júgóslavíu fyrrverandi og þurfti hann
að beita klókindum til þess að ná serb-
neskri eiginkonu sinni og ársgömlum syni
þeirra úr stríðshqáðu landinu. Sigríður
Ingvarsdóttir heimsótti fjölskylduna í ný
heimkynni á Siglufírði.
FJÖLSKYLDAN í snjónum í Siglufirði.
MÆÐGININ Milina og Alen urðu nærri innlyksa á hinum YNGSTI fjöskyldumeðlimurinn
stríðshrjáðu svæðum gömlu Júgóslavíu. María Selma fæddist hér á íslandi
fyrir tæpum tveimur árum.
MITZA, eins og hann er
gjarnan kallaður, kom
upphaflega til íslands
til að leika knatt-
spyrnu, en hann hafði um nokk-
urra ára skeið verið atvinnumaður
í knattspyrnu úti í Júgóslavíu. Það
vildi þannig til að kunningi hans,
er lék með Víkingi í Reykjavík
sumarið 1991, hafði samband við
hann og spurði hvort hann vildi
koma og spila fótbolta á íslandi.
í fyrstu leist honum ekki á hug-
myndina en er umboðsmaður hér
á íslandi hafði samband við hann
og lýsti aðstæðum fyrir honum
ákvað hann að slá til. En þær
upplýsingar sem Mitza fékk frá
umboðsmanninum voru þær að
hann kæmist á samning hjá liði
sem væri í fimmtíuþúsund manna
smáborg um 80 km frá höfuðborg-
inni Reykjavík.
Er Mitza lenti á Keflavíkurflug-
velli þann 4. apríl 1992 beið um-
boðsmaðurinn, sem er frá Serbíu,
eftir honum og Mitza sagðist strax
hafa gert sér grein fyrir að ekki
var allt eins og það átti að vera.
Umboðsmaðurinn sagði honum þá
að upp væri komið „smá“ vanda-
mál og það var að hann færi víst
ekki í þessa fimmtíuþúsund manna
smáborg í 80 kílómetra fjarlægð
frá Reykjavík því hún væri alls
ekki til. Hinsvegar væri til tvö
hundruð íbúa sveitaþorp norður í
landi, sem héti Hofsós. Það væri
í um 400 kílómetra fjarlægð frá
Reykjavík og þangað væri búið
að ráða hann.
Skelfingu lostinn
yfir fréttum af stríði
Mitza segist hafa fyllst svart-
sýni við þessar fréttir og spurt
hvenær næsta vél færi aftur heim.
Umboðsmaðurinn sagði að þetta
yrði ekkert mál, hann skyldi bara
redda honum fljótlega einhveiju
betra í Reykjavík. Er Mitza íhug-
aði málið ákvað hann að úr því
hann væri á annað borð kominn
til landsins skyldi hann fara beint
norður á Hofsós og líta á aðstæð-
ur. Þótt honum hafi ekki litist vel
á í fyrstu ákvað hann að vera þar
í þá fimm mánuði sem samið hafði
verið um en snúa þá aftur alfarinn
heim. En að sjálfsögðu grunaði
hann ekki þá skelfilegu atburði
sem í vændum voru og öli heims-
byggðin fylgdist með nánast í
beinni útsendingu næstu árin.
Þann 6. apríl, nánar tiltekið
tveimur dögum eftir að Mitza kom
til landsins, sat hann í rólegheitum
í íbúð er hann hafði á Hofsósi og
reyndi að fylgjast með átta-frétt-
unum. Þá heyrði hann að skollið
væri á stríð í Bosníu. Hann sagð-
ist hafa setið skelfingu lostinn
yfir fréttunum vitandi af konunni
sinni, eins árs görnlum syni þeirra,
foreldrum sínum, ættingjum og
vinum þarna úti. Strax að loknum
fréttum komu strákarnir úr fótbol-
taliði Hofsóss til hans og spurðu
einfaldlega hvað þeir gætu gert
til hjálpar. Mitza segir það hafa
verið ómetanlegan stuðning að
finna að þeir vildu allt fyrir hann
gera og hann segist jafnframt
hafa verið mjög undrandi á þeim
hlýhug og góðvilja sem þeir, ásamt
öllum íbúum Hofsóss, sýndu hon-
um.
Leyniskyttur skutu á allt
sem hreyfðist
Milina, kona Mitza, var stödd í
íbúð sem þau hjónin áttu í Sarajevo
í Bosníu ásamt nokkrum ættingj-
um, er þau fóru að heyra skothríð.
Síðan fóru að falla sprengjur. „Við
vorum að sjálfsögðu öll alveg dauð-
skelkuð en jafnframt vorum við
mjög undrandi. Við skildum ekki
hvað var að gerast og skiljum
reyndar ekki enn, hvers vegna
stríðið braust út. Næstu tíu daga
þurftum við að vera niðri í loftvam-
arbyrgjum án rafmagns og fólk
komst ekki upp til að ná í föt eða
aðrar nauðsynjar því leyniskyttur
skutu á allt sem hreyfðist." Er
stríðið hafði staðið í tvo mánuði fór
alvarlegur matar- og vatnsskortur
að gera vart við sig.
Mitza er múslimi en Milena er
Serbi. Þau segja að fyrir stríðið
hafí enginn verið að velta því fyr-
ir sér og yfirleitt hafi fólk alls
ekki hugsað út í það hvað hver
væri, en eftir að stríðið braust út
þá hafí Serbum ekki verið óhætt
á vissum svæðum, múslimum ekki
óhætt á öðrum svæðum og Króat-
ar áttu sín griða- og óvinasvæði.
Þar sem Milina var Serbi þá var
henni ekki óhætt í Sarajevo eftir
að striðið braust út. Eftir fyrstu
tíu daga stríðsins sem hún eyddi
í loftvarnarbyrgi ásamt fleirum,
þá kom smáhlé. Þá fengu þau
mæðginin far með herflugvél til
Serbíu, þar sem móðir hennar bjó.
Milina segist ekki hafa getað tek-
ið neitt með sér nema örfáar flíkur
á son sinn Alen, og tróð hún þeim
ofan í litla handtösku. Annað sem
þau áttu hafi hún skilið eftir og
þau hafa ekki séð neitt af sínum
persónulegu munum og dóti síðan,
utan örfáar brúðkaupsmyndir sem
móðir hennar sendi þeim.
Mútaði ráðamönnum
fyrir vegabréf
Mitza segist strax hafa farið
að reyna að gera það sem í hans
valdi stóð til að ná þeim Milinu
og Alen úr Júgóslavíu og til ís-
lands. Hann segir þetta hafa verið
hrikalega tíma; stöðugt að reyna
að hringja, fá fréttir af ástandinu
og fylgjast með framvindu mála.
Milina þurfti að bíða færis í sex
mánuði í Serbíu hjá móður sinni.
En móðir hennar var logandi
hrædd allan þann tíma vegna veru
dóttur sinnar þar því hún hafði
komið frá Bosníu og átti mú-
slimskan eiginmann.
Aðalvandamálið var að fá vega-
bréf fyrir mæðginin. En að lokum
tókst Mitza að múta ráðamönnum
til að fá vegabréf fyrir þau og til
íslands komu þau 2. október 1992.
Milina segir það hafa verið ólýsan-
legan létti að hitta eiginmanninn
í flugstöðinni í Keflavík og litla
fjölskyldan var sameinuð á ný í
öruggu landi. Þau héldu beint
norður til Hofsóss og voru róleg-
heitunum og umhverfinu öllu feg-
in. Mitza segist aldrei gleyma
þessum drengjum á Hofsósi sem
lögðu fram ómetanlega hjálp og
stuðning, og sáu þeir m.a. um all-
an undirbúning að komu þeirra
Milinu og Alens.
Innlyksa í þrjú ár
í sumarhúsi
Þrátt fyrir að miklu fargi væri
af þeim létt við komu Milinu og
Alens til íslands, þá hélt tauga-
stríðið þó áfram meðan fylgst var
með ættingjum og vinum. Daginn
sem stríðið braust út, öllum að
óvörum, voru foreldrar Mitza
staddir í sumarhúsi í um hundrað
km fjarlægð frá heimili sínu í
Sarajevo og urðu þau innlyksa þar
í rúmlega 3 ár.
Milena og Mitza þekktu bæði
talsvert af fólki sem slasaðist og
lést í stríðinu. Og Mitza segir að
ef hann hefði ekki komið til ís-
lands hefði hann verið kvaddur í
herinn og væri alveg örugglega
ekki lengur í lifenda tölu.
Þau eru sammála um að þau
múni aldrei aftur fara út til Bosn-
íu þrátt fyrir að eiga þar foreldra
og systkini. „Fólk sem upplifði
þessar hörmungar er ekki samt
og áður og verður það aldrei, það
er fullt vantrausts og heiftin ólgar
innra með því. Það treystir ekki
fólki af öðru þjóðerni og þrátt fyr-
ir að stríðið sé hvorki því né öðru
að kenna, þá er einhver rígur
þarna á milli sem erfitt verður að
eyða.
Álitinn stórundarlegur
að vilja ekki fé
í apríl 1994 fluttu þau Milena
og Mitza frá Hofsósi til Siglufjarð-
ar. Þjálfari KS hafði samband við
Mitza og spurði hann hvað hann
vildi fá fyrir að koma til Siglufjarð-
ar og spila með KS. „Ég sagðist
vilja vinnu fyrir mig og konuna
mína, á Hofsósi vann ég við smíð-
ar og hún í fiski, og ef þeir gætu
fundið fyrir okkur íbúð þá væri
það mjög gott. En þjálfarinn sagð-
ist vera að athuga hversu mikla
peninga ég vildi fá, er ég sagðist
enga peninga vilja, ég gæti bjarg-
að mér ef ég fengi vinnu. Þá áleit
hann mig stórundarlegan. Og til
Siglufjarðar fórum við og hér ætl-
um við okkur að búa áfram. Okk-
ur líður mjög vel á Siglufirði og
við erum nú að leita okkur að íbúð
til kaups.“
Þau eru búin að sækja um ís-
lenskan ríkisborgararétt og vonast
til að það mál gangi í gegn næsta
vor. Fjölskyldan hefur stækkað
eftir komuna til Siglufjarðar. Fyr-
ir einu og hálfu ári fæddist hjónun-
um dóttir er hlaut nafnið María
Selma. Alen, sem er orðin 5 ára
er á leikskóla og talar lýtalausa
íslensku, en Milena móðir hans
sagði að er hún kom fyrst til lands-
ins hefði henni ekki dottið í hug
að hún ætti eftir að tala þetta
hrognamál.
Milena og Mitza segjast óneit-
anlega stundum hugsa með sökn-
uði um tímann úti í gömlu Júgó-
slavíu áður en stríðið braust út.
Þau höfðu það fjárhagslega mjög
gott. Hann vann eingöngu við að
leika knattspyrnu, en hún er lærð
hárgreiðslukona og starfaði við þá
iðn. En þau eru sammála um að
fólkið hérna sé öðruvísi en þau
hafi átt að venjast. Hér vill fólk
virkilega hjálpa ef náunginn þarf
á aðstoð að halda, það bankar jafn-
vel upp á og er óhrætt við að bjóða
aðstoð. Úti er fólk ekki að velta
fyrir sér raunum náungans, því
fínnst það eiga nóg með sjálft sig
og er nákvæmlega sama um aðra.
Höfundur er fréttaritari Mbl. á
Siglufiröi