Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 14
Aréttum stað Hljómsveitin Todmobile, sem var ein helsta öðlingssveit landsins í upphafí þessa áratug- ar tók upp þráðinn fyrir skemmstu. Ami Matthíasson brá sér bæjarleið, hlýddi á tón- leika í Félagsbíói í Keflavík og komst að því að enn stendur Todmobile fyrir sínu. TODMOBILE er ein helsta öðlingssveit þessa ára- tugar og þótti mörgum sem hún væri að hætta á hátindi frægðarinnar þegar liðs- menn lýstu því yfir að hljómsveitin væri hætt störfum í bili fyrir þrem- ur árum. Þá kom út breiðskífan Spillt, sem seldist afskaplega vel, en eftir það tóku liðsmenn Todmo- bile að fást við sitthvað annað og ekki allt tónlistarkyns. Þau Andrea Gylfadóttir, Eyþór Arnalds og Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson lýstu því þó aldrei yfir að hljómsveitin væri hætt fyrir fullt og allt og fyrir skemmstu tóku þau Andrea og Þorvaldur upp þráðinn og tóku til við tónleikahald og plötuútgáfu að nýju undir nafninu Todmobile. Aðal Todmobile var að margra mati tónleikahald sveitarinnar; hún þótti með fádæmum líflegtónleika- sveit og vel spilandi, ekki síst eftir að komnir voru í sveitina Kjartan > Valdimarsson, Eiður Arnarson og Matthías Hemstock, og með þann [ mannskap lagði Todmobile af stað í tónleikaför fyrir skemmstu, sem , nær hápunkti í þarnæstu viku, á tónleikum í íslensku óperunni. ' Eyþór Arnalds er þó ekki með, því hann hefur sitthvað annað að gera, . tölvustúss og svo er hann í ann- ; arri hljómsveit, Bong Móeiðar Jún- íusdóttur. Maður kemur í manns stað og Vilhjálmur Goði hefur tek- ;; ið stöðu Eyþórs á sviðinu, syngur | og leikur á gítar, og á tónleikum í Todmobile í Félagsbíói í Keflavík j mátti heyra að hann fellur vel inn ( í hópinn, hvort sem hann er að leggja Þorvaldi Bjarna lið við gítar- j leik, eða syngja ýmist með Andreu !i eða einn. Það má og heyra á sveit- j inni að hún er til alls vís, hrynpar- j ið Eiður og Matthías eins og sam- | vaxnir tvíburar og hefur farið veru- lega fram í fríinu og Kjartan Valdi- marsson er fimur á hljómborðin eftir því sem við á. Þorvaldur Bjarni stýrir sveitinni eins og her- foringi og Andrea syngur eins og engill að vanda. Gömlu lögin eru eins og kærir kunningjar sem ekki hafa sést svo árum skiptir, hafa bætt við sig dýpt og þunga með árunum, en nýju lögin eiga vel heima þar innanum, eins og rök- rétt framhald jöfnunnar sem er Todmobile, reikningsdæmi sem gengur upp á pí. Sívaxandi spenna Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson segir að liðsmenn hafi talið hljóm- sveitina hætta á sínum tíma og fundist sem þau þijú ættu ekki eftir að taka upp saman aftur. „Við höfum þó alltaf hist og farið vel á með okkur, þannig að það var var sívaxandi spenna fyrir því að gera eitthvað saman þótt við værum á fullu í ólíkum verkefn- um,“ segir hann, en aukinheldur sem Eyþór var starfandi í hljóm- sveit Móeiðar voru þau Þorvaldur og Andrea dúettinn Tweety, sem helgaði sig taktvissu poppi og danstónlist. Þorvaldur segir að þau hafi fljótt komist á snoðir um það að Tweety gæti ekki fullnægt þörf- inni fyrir að troða upp á tónleikum, því tónlistin var þeirrar gerðar þótt dansvæn væri. „Á endanum ákváðum við því að fara af stað og smíða tónlist nákvæmlega eins og okkur langaði til, ekki að byrja að taka upp með einhveijum formerkjum," segir Þorvaldur Bjarni og bætir við að svo hafi farið sem hefði kannski mátt sjá fyrir að lögin sóru sig strax í ætt við það sem þau höfðu áður gert, enda hafi þau Andrea jafnan samið lungann af tónlist Todmobile. „Við hóuðum saman gömlum félögum, þar á meðal Eyþóri Arnalds, og menn voru sammála um það að tónlistin benti eindregið til þess að þar færi Todmobile og með það fyrir augum héldum við áfram vinnunni. Það kom þó snemma í ljós að Eyþór gæti ekki verið með okkur vegna anna við annað. Þegar við ætluðum að fara af stað í spilamennsku, sem var einn helsti þátturinn í þessari ákvörðun, vantaði okkur því mann og helst ungan mann sem væri ekki búinn að vera of lengi í hljóm- sveitarstússi,“ segir Þorvaldur og skýrir það sem svo að sá sem lengi hafi starfað hefði komið inn í hljómsveitina með alls kyns reynslu og fyrirfram gefnar hug- myndir í farteskinu og það hefðu þau ekki viljað. Kjartan Valdimars- son hafi stungið upp á Vilhjálmi Goða „og hann féll strax vel inn í hópinn. Hann á líka eftir að kom- ast enn betur inn, því við hyggj- umst taka inn á dagskrána nýtt lag sem hann syngur," segir Þor- valdur Bjami og bætir við að þau Andrea hugsi sér gott til glóðarinn- ar að vinna frekar með Vilhjálmi, bæði sé hann fyrirtaks tónlistar- maður og svo hitt að hann beri með sér ferska strauma inn í hljóm- sveitina. Ekkert annað kom til greina Þorvaldur Bjami segir að eftir að menn hefðu heyrt hvert stefndi hafi ekkert annað komið til greina en að halda áfram undir nafni Todmobile, því bæði var að allir þekktu nafnið og svo hitt að þeim leið best að starfa undir því. „það em einhveijir töfrar í því nafni“. „Það kom til tals þegar við vorum að fara af stað að stofna jafnvel nýja hljómsveit undir allt öðm nafni, en það hefði verið kjána- legt. Það greiddu allir Todmobile sitt atkvæði og síðan hefur þetta rúllað áfram.“ Eins og getið er í upphafi er tónleikahald eitt aðal Todmobile og Þorvaldur Bjarni segir að það hafí gengið vonum framar á þess- ari tónleikaferð sveitarinnar og hápunktur hennar verður tónleikar í Islensku óperunni 5. desember. Eftir að tónleikastússinu lýkur tek- ur sveitin upp þráðinn í ballahaldi þar sem frá var horfið fyrir löngu og hann segir að vel hafi gengið að bóka hljómsveitina á böll, betur en nokkru sinni í sögu hennar. „Það er því ljóst að við eigum eft- ir að halda áfram á meðan svo vel gengur, þó upphaflega höfum við aðeins stefnt að áramótum," segir hann og bætir við að aðsókn að tónleikum sveitarinnar, sem jafnan em haldnir í miðri viku víða um land, sé betri nú en þau hafi áður kynnst. Todmobile var brautryðjandi í dansstraumum inn í íslenska dæg- urtónlist á sinni tíð og var einnig meðal fyrstu sveita sem nýttu sér tölvutækni við upptökur og útsetn- ingar þó hún sé rokksveit í eðli sínu. Þannig hefur henni og miðað áfram og Þorvaldur Bjarni segir plötuna nýju, Perlur og svín, eðli- legt framhald á þeirri þróun, tón- listarlega og tæknilega, „Við höf- um vissulega tekið inn meiri tækni eins og heyra má og í lagasmíðum hefur þróunin verið sú að við erum nægjusamari sem má líklega skrifa á að við höfum reynt sitthvað í fríinu og unnið við ólíkar gerðir tónlistar hvert í sínu lagi. A síð- ustu sex plötum sem við höfum unnið saman höfum við gert alls- kyns tilraunir með stefnur og strauma, tæki og tól og má segja að á Perlum og svínum höfum við náð ákveðinni niðurstöðu í bili, en á næstu plötu eigum við örugglega eftir að prófa okkur áfram með eitthvað nýtt. Fyrri plötur áttu það til að vera ósamstæðar og á þeim rákust saman ólíkir straumar en á þessari plötu er stíllinn samfelldari en oft áður; það fer ekki á milli mála að þetta er Todmobile-plata,“ segir Þorvaldur Barni að lokum og bætir við að líkega hafí aldrei verið eins jákvæður andi í Todmo- bile, aukinheldur sem þau séu af- skaplega sátt á þessum stað í tón- listinni. »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.