Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 B 9 MANNLIFSSTRAUMAR LÆKNISFRÆÐIGc////fólk hugsanlega smitast afkúaribu? RIÐA RIÐA í sauðfé hefur verið vandamál á íslandi alla þessa öld. Á und- anförnum misserum hefur verið mikið rætt um kúariðu sem er aftur á móti tiltölulega nýtt vandamál í nálægum löndum. Kúariða hefur verið þekkt i Bretlandi í rúm tíu ár og þó að minna hafi verið um það í fréttum hefur þessi sjúkdómur einnig valdið búsifjum í nokkrum öðr- um löndum, einkum í Sviss og á írlandi. í fréttum hefur mest verið fjallað um deilur breskra stjórnvalda við lönd á meginlandi Evrópu, aðallega Frakkland og Þýskaland, um hvort leyfa eigi sölu á bresku nautakjöti í þessum löndum. Þessi deila er að miklu leyti stjórnmála- legs eðlis og eins og því miður oft vill verða taka stjórnmálamenn lítið tillit til þekktra vísindalegra staðreynda. Það verður þó að telja þeim til nokkurra málsbóta að margt er enn óljóst um þennan sjúkdóm. og líklega eitthvað af amínósýrum. Ekki er alveg ljóst hvernig RNA hefur orðið til undir slíkum kringum- stæðum þótt trúlegt sé að einhver tilviljun hafi þar verið að verki. Eft- ir að RNA var komið til sögunnar var leiðin greið fyrir frekari þróun lífsins. RNA hefur vaxið og myndað lengri sameindakeðjur sem örvað hafa eigin framleiðslu. Þessi þróun hefur líklega leitt til flókinna tengsla á milli RNA og annarra sameinda í umhverfinu sem með tímanum hefur stuðlað að myndun einfaldari himna, fyrstu forvera frumuveggja. Þessar himnur hafa gefíð viðkvæmum lífs- sprotum skjól gegn ágengni breyti- legs og ef til vill óvinveitts umhverf- is. Smám saman hefur aukinn sér- hæfing leitt til þess að hvítuefni hafa tekið við hlutverki efnahvat- anna og DNA hefur þróast sem sú efniseining sem geymir erfðaupplýs- ingar. Á þessu stigi hefur RNA lík- lega tekið við því hlutverki sem það að mestu leyti sinnir í dag, það er að flytja uppskriftina fyrir fram- leiðslu hvítuefna frá DNÁ sameind- inni til framleiðslueininga frumunn- ar. Ekki eru allir lífvísindamenn sam- mála um að frumsprotar lífsins hafi þróast á þennan hátt. Sumir telja ólíklegt að þær fjórar kjarnasýrur sem þarf til að mynda RNA hafi verið til staðar í lofthjúpi jarðarinnar áður en lífið kom til. Jafnvel þótt þær hafi allar verið fyrir hendi eru sumir vísindamenn vantrúaðir á að orka þeirra hafi dugað til myndunar RNA sameindarinnar. Trúlegt er að þessir vantrúarmenn líti nú hýru auga til nýjustu niðurstaðnanna frá La Jolla sem benda til þess að pept- ið, einföld efni sem samanstanda af einungis tveimur eða fleiri amínósýr- um, geti, undir ákveðnum kringum- stæðum, leitt til sjálfsmyndunar sem er, eins og áður sagði, ein af frum- forsendum lífsins. Ef réttar, þá er trúlegt að þessar niðurstöður eigi eftir að hafa mikil áhrif á allar fram- tíðarumræður um myndun lífsins á jörðinni. Ofnsteikt þistilhjörtu 8 meðalstór þistilhjörtu 150 g rifinn parmesanostur 2 soðin egg 4 ansjósur ósaltaðar (mó sleppa) 100 g smjör ólífuolía, salt og pipar Þvoið þistilhjörtun vel og vand- lega, skerið toppinn af og eins hörð blöð sem maður borðar líka og sker- ið í sneiðar og leggið í saltvatn. Látið vatnið dijúpa af eftir um 10 mínútur og leggið sneiðarnar því næst í eldfast mót með nóg af bræddu smjöri. Stráið parmesanosti yfir og bakið við ca. 180 gráður þar til þistilhjörtun hafa náð gyllt- um lit. Á meðan rétturinn er í ofnin- um meijið þá soðin eggin (frekar linsoðin) og léttsteikið þau í nokkr- ar mínútur í smjöri og ólífuolíu, ásamt ansjósunum fínt skornum (ef vill). Takið þistilhjörtun úr ofninum, helíið sósunni yfir og berið fram. Ég skora á ykkur að prófa að elda rétti úr þistilhjörtum þeir sem ekki þegar hafa prófað. Ég skil að vissu leyti matarfælni af þessu tagi og allir hafa eitthvað til síns máls. Þetta er félagslegt fyrirbæri, sem oft hefur verið mótað af ævafornum hefðum. Þegar einhver vill ekki borða ákveðna fæðutegund er það ekki endilega vegna þess að honum klígi við bragði hennar, heldur getur ógeðið einfaldlega stafað af því að ekki er hefð fyrir að snæða fæðuna samkvæmt tiltekinni hefð, eða hann lætur útlit fæðunnar fæla sig frá henni. Það sem mönnum býður við á einum stað þykir herramannsmat- ur annars staðar. Sem dæmi má nefna að ónefndur Asíuþjóðflokkur sleikir út um þegar hann fær gúmm- ulaði eins og úldinn físk með iðandi maðkaveitu, en getur ekki hugsað til þess hins vegar að láta ofan í sig annan eins viðbjóð og egg! Gangi ykkur vel í ætiþistlaeldamennskunni! ARIÐ 1957 var lýst dularfullum sjúkdómi meðal innfæddra á Nýju-Gíneu, en þeir nefna sjúkdóm- inn kúrú. Þeir sem veikjast af kúrú missa stjórn á hreyfingum út- lima sinna, síðan lamast þeir hægt og hægt og flestir eru dánir innan árs. Meðal sumra ættflokka var kúrú algengasta dánarorsök full- orðinna. Þessir ættflokkar stund- uðu mannát og smám saman varð ljóst að kúrú smitaðist með mann- áti. Smitefnið í þessum sjúkdómi er ein af gátum læknisfræðinnar og eru flestir sammála um að það sé prótein sem nefnist príon. Príon- ur virðast bæði geta smitast milli einstaklinga og erfst. í líkamanum, og þá einkum í miðtaugakerfinu, eru þessi prótein afbrigðileg á þann hátt að líkaminn getur ekki brotið þau niður. Þau virðast geta breytt vissum próteinum sem líkaminn hefur myndað, þannig að þau brotna heldur ekki niður og safnast þess vegna fyrir. Þetta er að sumu leyti svipað því sem gerist í Alzhei- mers-sjúkdómi þó að sá sjúkdómur stafi ekki af príonum. Þegar þessi afbrigðilegu prótein safnast fyrir í heilanum veldur það dauða tauga- frumna og þar með hrörnun mið- taugakerfisins. I fólki eru þekktir a.m.k. fjórir sjúkdómar sem orsakast af príon- um, en það eru kúrú, Creutzfeldt- Jakobs-sjúkdómur, Gerstmann- Straússler-Scheinkers-sjúkdómur og ættgengt svefnleysi, en allir þessir sjúkdómar leiða til dauða. Kúrú smitast við það að smitefnið er borðað en hinir sjúkdómarnir virðast, a.m.k. í langflestum tilfell- um, koma fram sem einangruð til- felli eða erfast. Komið hefur í ljós að tilraunadýr með ættgengan príonsjúkdóm geta smitað önnur dýr sömu tegundar. Það að í ætt- gengum sjúkdómi myndist smitefni sem geti sýkt aðra einstaklinga og að þetta smitefni sé prótein er vægast sagt einstakt og óvænt. Ekki hefur verið fullljóst á hvern hátt riða í sauðfé smitast en nýleg- ar rannsóknir á Islandi benda til að það geti gerst með maurum. Til skamms tíma hefur verið talið að hver príonusjúkdómur sé bund- inn við ákveðna dýrategund en til- koma kúariðunnar í Bretlandi hefur vakið grunsemdir um að príonur geti flutt sig milli tegunda. Þetta gæti gerst ef stökkbreytingar verða í príonun en nokkrar slíkar stökk- breytingar eru raunar þekktar. Af þessum ástæðum hafa margir ótt- ast að hafi riða borist úr sauðfé í nautgripi geti hún einnig borist í menn og komið þar fram sem Cre- utzfeldt-Jakobs-sjúkdómur. Engar vísbendingar eru um að riða hafi borist úr sauðfé í menn. Á Islandi hafa fundist nokkur tilfelli af Cre- utzfeldt-Jakobs-sjúkdómi, en þau hafa ekki komið upp á riðusvæðum og svipaða sögu er að segja í Nor- egi. Creutzfeldt-Jakobs-sjúkdómur byijar oftast í fólki um sextugt og þess vegna hefur það vakið nokk- urn ugg í Bretlandi að í 10 nýjustu tilfellum þessa sjúkdóms þar í landi er meðalaldurinn aðeins 26 ár. Ekki er þó hægt að segja að um marktæka aukningu á nýgengi Creutzfeldt-Jakobs-sjúkdómsins sé að ræða í Bretlandi. Nýgengi (fjöldi nýrra sjúkdómstilfella á ári) Creutzfeldt-Jakobs-sjúkdóms er talið vera um eitt tilfelli á ári með- al milljón einstaklinga. Þannig má búast við einu tilfelli á íslandi á nokkurra ára fresti. Meðgöngutími Creutzfeldt-Jakobs-sjúkdómsins er mörg ár og þeir svartsýnustu í Bretlandi telja hugsanlegt að allt að hálf milljón manna hafi smitast af því að borða nautakjöt og þeir muni veikjast og deyja á næstu 10-20 árum. Þeir bjartsýnustu vilja útiloka þann möguleika að kúariða geti smitað menn og telja engar vísbendingar hníga í þá átt. Stað- reyndin er hins vegar sú að ekkert er hægt að fullyrða um málið með vissu og meðan sú óvissa ríkir hlýt- ur að vera skynsamlegt að fara með mikilli gát. Amerísk dvalarleyfi Bandaríkjastjórn mun gefa út 55.000 dvalarleyfi (Green Cards) í formi happdrættis. Fáið upplýsingar um umsókn með því að senda umslag (stærð 9x4 tommur) m. eigin heimilisáritun FYRIR 3. ianúar 1997. til: U.S.A. Visa Section Immigration Service Centre, 5468 Dundas Street West, Suite 580, Toronto, Ontario, Kanada, M9B 6E3. Símbréf: 00 1 416 622 5851. (Ekki tengt ríkisstjóm Kanada). ^fíemantatíÚMð Handsmíðaðir 14kt gullhringar Tráhæit uerð. Kringlunni 4-6, sími 588 9944 Nuddstofan Heil og sæl Langagerði 15, sími 5881110 Einstaklingshæfð og heildræn nuddmeðferð HEILDRÆNT NUDD - SVÆÐANUDD - KLASSÍSKT NUDD SOGÆÐANUDD OGILMOLÍUMEÐFERÐ PÓLUNARMEÐFERÐ Nudd stuðlar að líkamlega og andlegu jafnvægi og bættri heilsu almennt. Asdís Þormar, nuddari - Lilja Þormar, hjúkrunarfræðingur og nuddari. Nýskipan í ríkisrekstri - Arangur og markmið til aldamóta - Ráðstefna fjármálaráðherra í Súlnasal Hótels Sögu, þriðjudaginn 26. nóvembcr 1996 DAGSKRÁ 09.00 Nýskipan í ríkisrekstri — Árangur og markmið til aldamóta Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra 09.30 Ný starfsmannalög — hvað breytist? Eiríkur Tómasson, prófessor, formaður nefndar um starfsmannastefnu 09.45 Breytt umhverfi starfsmannsins Ögmundur Jónasson, alþingismaður, formaður BSRB 10.00 Lífeyrismál ríkisstarfsmanna Steingrímur Ari Arason, aðstoðarmaðurfjármálaráðherra 10.40 Hugarfarsbreyting í jafnréttismálum kslaug Magnúsdóttir, löfrœðingur 10.55 Launamunur kynjanna og ríkisreksturinn Vigdís Jónsdóttir, hagfrœðingur Félags íslenskra hjúkrunarfrœðinga 11.10 Stuttar fyrirspurnir og svör 11.25 Framtíðarsýn í innkaupum og útboðum hins opinbera Simon Martin-Readman, framkvœmdastjóri, Deloitte & Touche, Englandi 11.45 Stuttar fyrirspumir og svör 13.00 Einkavæðing hjá ríkinu — verkefnin framundan Hreinn Loftsson, formaður einkavœðingarnefndar ríkisstjórnarinnar 13.15 Einkavæðing hjá sveitarfélögum — vannýttur valkostur? VUhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi, formaður Sambands islenskra sveitarfélaga 13.30 Póstur og sími — frá ríkisstofnun til hlutafélags Pétur Reimarsson, formaður undirbúningsnefndar 13.45 Stuttar fyrirspurnir og svör 14.00 Árangursstjórnun í ríkisrekstri — tillögur nefndar Dr. Guðfinna Bjarnadóttir, formaður nefndar um árangursstjórnun 14.20 Árangursstjómun í ríkjum OECD Sigurður H. Helgason, sérfrœðingur hjá OECD 14.40 Stuttar fyrirspumir og svör 15.30 Stjómmálamenn og embættismenn - samherjar eða andstæðingar? Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafrœðingui 15.45 Opinber þjónusta — ríki eða sveitarfélög? Birna Bjarnadóttir, bœjarfulltrúi, rekstrarstjóri Heilsugœslustöðvar Kópavogs 16.00 Ríkisrekstur á næstu öld - bákn eða breytingar? Sigfús Jónsson, framkvœmdastjóri Nýsis 16.15 Lokaorð Jón Kristjánsson, alþingismaður, formaður fjárlaganefndar Ráðstefnustjóri: Sigríður Anna Þórðardóttir, alþingismaður. Þátttöku þarf að tilkynna í síma 560 9200. Þátttökugjald er kr. 1.000 og eru allir velkomnir. Fjármálaráðuneytið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.