Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.11.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ J } I ! ! ) I I I Sök og ábyrgð unnar eiga sér sam- svörun nú.“ Þessi setning í rit- dómi í vikunni um sögu Þórar- ins Eldjárns um Guðmund Andrésson, sem varpað var í Bláturn í Kaupmannahöfn fyrir litlar sakir á 17. öld, ýfði upp gárur. Tveimur dögum áður hafði gáruhöfundur á bóka- kynningu austur við Sogsvirkj- un hlustað á Jónas Jónasson lesa úr bók sinni um líðan Magnúsar Leopoldssonar er hann einn góðan veðurdag var sóttur heim og varpað í ein- angrun í Síðumúlafangelsinu í 105 daga. Á eftir honum las svo Þórarinn Eldjám um lífs- reynslu Guðmundar Andrés- sonar er hann var leiddur af skipsfjöl og varpað í danskt fangelsi þremur öldum fyrr og vissi heldur ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Okkur höfundun- um sem þarna hlustuðum hvert á annað lesa fannst skelfileg lífsreynsla þessara tveggja manna bara býsna lík. í báðum tilfellum áttu rógtungur sinn stóra þátt. Svona getur ekki gerst í dag, ekki á íslandi, segja menn og hrökkva við þegar ekki verð- ur sloppið undan því að hugsa til lífsreynslu Magnúsar Leop- oldssonar sak- lauss í einangr- un andspænis réttvísinni, með- an almannaróm- ur, blaðamenn og jafnvel al- þingismenn hömuðust fyrir utan. Er notað til að beija á sakborningnum. Svo sem þegar honum, sem ekki veit einu sinni hvað klukkan er, er sagt að hann megi vera feginn að vera undir lás og siá, slíkt sé ástand- ið gegn honum úti í þjóðféiag- inu. Og fáum dögum eftir að saklaus maðurinn er gripinn er flennifyrirsögn í síðdegis- blaðinu: Er Leirfmnur (tilbúna gifsstyttan af meintum morð- ingja) ioks kominn undir lás og slá? Seinna er þjarmað að honum af því nú sé málið kom- ið inn á hið virðulega Alþingi, eins gott fyrir hann að játa strax. Sú spurning hlýtur að vakna hvaða persónulega ábyrgð menn beri á því sem þeir segja eða skrifa. Enn er þetta mál vissulega tímabært og lifandi, skelfileg áminning um hveiju menn geta valdið. Á sínum tíma var æsingurinn svo mikill í samfélaginu að í sefjun óðu menn fram hver um annan, en enginn maður, hvorki frá „rétt- vísinni“, fjölmiðlum eða ósak- hæfum ræðumönnum hafa lýst iðrun eða beðið þá sem fyrir urðu og lifa við það afsökunar á þessu skelfilega frumhlaupi. Allir létu sig hverfa. Skammast sín kannski í hljóði þegar þeir sjá skaðann sem hægt er að gera með rakalaus- um fullyrðingum. Það sem prentað var í dagblöðum stend- ur þar enn þótt ljósvakamiðlar geti látið sig hverfa sporiaust. Hægt að fletta því upp eins og þingræðunum í Alþingistíðind- um. Það gerði þessi pistlahöf- undur þegar gárur ýfðu sinnið. Var feginn að muna rétt að þetta blað hafði „dregið lapp- irnar“, eins og við lágum undir ámæli fyrir hjá áköfum kolleg- um. En þegar málið var komið inn á Al- þingi birti blaðið strax daginn eftir orðrétta umrædda þingræðu Sighvats Björgvins- sonar og þrumandi svarræðu Ólafs Jóhannessonar dóms- málaráðherra við þeirri að- dróttun að hann hefði komið í veg fyrir rannsókn á manns- hvarfi í sambandi við hvarf Geirfinns Einarssonar og að rannsókn ætti sér stað á Magn- úsi Leopoldssyni og Sigurbirni Eiríkssyni. Nú óskar maður að hömlur hefðu verið settar á aðför að saklausu fólki. Það eitt vekur upp spurningar um frelsi manna til aðdróttana. Lestur á ásökunarræðunni í blaðinu daginn eftir flutning og síðan í Þingtíðindum vakti enn spurningu. Þessum tveim- ur útgáfum ber ekki alveg sam- an. í útgáfuna í Þingtíðindum vantar t.d. nokkur lykilorð í því samhengi sem hér um ræð- ir. Þar sem vikið er að þessu tiltekna máli er t.d. tengsli við „hið stórfellda Geirfinnsmál og stórfellt smyglmál" orðið að „við önnur aivarleg mál sem rannsökuð hafa verið nú um nokkurt skeið“ og í stað „við rannsókn á mjög alvarlegu og óhugnanlegu afbrotamáli ný- verið“ er í Þingtíðindum „af umræddri rannsókn á þessu stigi eða þeim síðari". Skrýtið? Ekki endilega. Þingmenn og borgarfulltrúar fá útskrift af ræðum sínum og mega lagfæra orðalag, án þess að nokkuð sé sagt um hvort það á við hér. Menn gera mismikið af því að snurfusa texta. Sjálf hafði ég einhvern tima sagt óþolinmóð yfir seinagangi í ræðu í borgar- stjórn, að við blaðamenn vær- um nú svo vön því sem við köllum „deadline", og eftir mér haft þegar handritið kom „að við blaðamenn séum nú svo vön því sem við köilum della“. Það stendur þar enn. Svona er það líka í þinginu. Flestum þykir þetta til bóta, en vekur óneitan- lega spurningu um hvort það rýri heimildagildið í Þingtíðind- um. Kannski hefur ræðumaður eftir svarræðuna séð að hann hafði gengið of langt, séð obbo- lítið að sér, sem væri til hróss. En skaðinn var bara skeður, því yfirheyrslumenn efldust í sinni sannfæringu og notuðu til að draga kjarkinn úr sak- borningi. Málið er semsagt hið fróðlegasta frá ótal hliðum og vekur spumingar. Aðalmálið er þó hvort við getum lært af þessum ósköp- um. Það er rakið kennsludæmi fyrir blaðamenn og verðandi fjölmiðlafólk, til að fá það stimplað inn í sig að maður er alltaf að fjalla um einstaklinga og hvað maður getur gert þeim. Þó komi leiðrétting seinna, er aldrei hægt að afmá það sem búið er að segja í svo sterkum aðila sem fjölmiðlum hvað þá á hinu háa Alþingi. ÞÓTT í fljótu bragði séð virð- ist fátt í lífsreynslu aðalsögupersón- Cárur eftir Elínu Pálmadóttur MANNLÍFSSTRAUMAR VÍSINDI/Er lausnin ípeptíbum? Sjálfsmynd sameinda Á UNDANFÖRNUM mánuðum hef- ur mikið verið rætt um það hvort einhvern tímann hafi verið líf á Mars. Tilkynningum vísindamanna frá NASH og British Museum um að þeir hefðu fundið „lífsspor“ í sýnum frá reikistjörnunni var tekið með miklum áhuga þótt margir starfs- bræður þeirra hafi látið í Ijós van- trúnað á áreiðanleika niðurstaðn- anna. Engu að síður hefur hinn nýi áhugi á lífi á Mars leitt til nýrra umræðna um nayðsynlegar forsend- ur fyrir myndun lífs og hvort þær hafi einhvern tímann verið fyrir hendi annars staðar á jörðinni. NÝLEGAR rannsóknir vísinda- manna við Scripps-stofnunina í La Jolla í Bandaríkjunum benda til þess að peptíð-sameindir geti undir ákveðnum kring- umstæðum leitt til sjálfsmyndunar, en slíkur hæfileiki er ein af megin- undirstöðum lífs- ins, eins og við þekkjum það í dag. Tilkynning þessar- ar niðurstaðna féll nokkuð í skugga þeirrar áköfu umræðu sem fór fram um líf á Mars, en ef þær reyndust réttar er líklegt að lífvísindamenn verði að gera róttækar breytingar á hugmyndum sínum um upphaf lífs- ins á jörðinni (og Mars). Höfuð einkenni lífsins er sífelld sjálfsmyndun lífseininga þar sem eftirmyndin (afkvæmið) er í öllum meginatriðum eins og formyndin (foreldrið). Þær smávægilegu breyt- ingar sem öðru hvoru eiga sér stað eru forsendur fyrir þeirri þróun sem leiðir til fjölbreytni og síðar sigurs eftir Sverri Ólafsson HVAÐA sameindir þróuðu fyrst þann hæfileika að geta stuðlað að sjálfsmyndun? þeirra eftirmynda sem hæfastar eru hveiju sinni. Öilum ber saman um þetta. Það er hins vegar ekki ljóst hvernig lífsferillinn sjálfur hófst, þ.e.a.s. hvernig fyrstu efniseiningar sem búa yfir þessum grundvallarein- kennum lífsins urðu til í upphafi. í gegnum árin hafa nokkrar mis- munandi hugmyndir verið settar fram um það hveijar hinar fyrstu sjálfsmyndandi sameindir voru. Á síðastliðnum árum hafa þó æ fleiri hallast að því að RNA (ribonucleic acid) sameindirnar hafí átt stóran þátt í því að vekja efnið til lífsins. Sameindir þessar, sem gegna mikil- vægu hlutverki í nútíma frumulíf- efnafræði, eru nátengdar DNA sam- eindinni sem sér um geymslu erfða- upplýsinga flestra lífvera. Þessar upplýsingar eru notaðar til fram- leiðslu hvítuefna sem gegna veiga- miklu hlutverki í öllum undirstöðu efnahvörfum lífsins. RNA sér um að flytja upplýsingar sem geymdar eru í DNA sameindunum til ríbósóm- anna, þeirri frumulíffæra sem stjórna framleiðslu hvítuefnanna. Þar með er ekki öll sagan sögð. RNA er langtum fjölhæfara efni en í fyrstu var talið. í sumum veirum, eins og til dæmis HIV veirunni, sér RNA sjálft um að geyma erfðaupp- lýsingarnar. Það sem gerir RNA þó sérstaklega áhugavert eru hæfileik- ar þess til að virka sem hvati á eig- in myndun úr kjarnasýrubrotum sem eru fyrir hendi í umhverfinu. RNA er að vísu ekki jafn áhrifamik- ill hvati og hvítuefni en það hefur líklega dugað í upphafi, þegar loft- hjúpurinn við yfirborð jarðarinnar hafði að geyma einfaldar sameindir eins og vetni, vatn, metan, amoníak TflATAI&lAST/Broddótt ófreskja eda Ijúft hjarta? _____ Þistilhjörtun næra oggræða! HAUSTIÐ er tilvalinn tími til að næra sig á grænmeti. Bæði er það uppskerutími ýmissa grænmetisteg- unda og önnur ástæða og hugmynd er að hita sig upp í hið mikla kjötát jólanna (hjá sumum), með því að fara smám saman að bæta kjötbitum inn í grænmetismáltíðir til þess að maginn fái ekki „kjötsjokk". KARTÖFLUR fást nú á mjög lágu verði og mikið framboð er af íslenskum kartöflum, þannig að þær eru upplagðar sem megin- uppistaða margra rétta bæði vegna þess hve hollar þær eru og eins kosta þær lítið. En það er önnur grænmetistegund sem mig langar að víkja máli mínu að í dag og það er þistilhjartað eða ætiþistillinn. Hann er af körfu- blómaætt og vex aðallega við Mið- jarðarhafíð. í Suður-Evrópu, t.a.m. á Ítalíu eru þistilhjörtu ræktuð sem grænmeti og eru þau mikils metin fæða því þistilhjörtu eru afar holl. Þau innihalda ekki bara mikla nær- ingu sem fæða, heldur eru þau einn- ig áhrifarík við ýmsum kvillum. Mikið er af skrifuðum „þistilhjarta- heimildum" frá miðöldum þar sem talað er bæði um ætiþistilinn sem mat- og lækningajurt. Vísindamað- eftir Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur ur einn að nafni Amatus Lusitanus skrifaði um lækningamátt þistil- hjarta í eitt af ritum sínum. Þar mælir hann með ætiþistlarótum vegna þvagörvandi eiginleika þeirra og segir því ætiþistilinn vera árang- ursríkan í meðferð gegn svima, mí- greni, bjúg og ófijósemi. Á 18. öld hélt munkurinn Alessandro Nicolas því fram að blöð ætiþistils böðuð í Madeiravíni væru áhrifarík gegn gulu. Vísindalegar rannsóknir hafa staðfest hin góðu áhrif ýmiss konar ætþistlameðferða m.a. gegn of háu kólesteróli í blóði og einnig telja menn hann lifrarstyrkjandi og blóð- hreinsandi svo eitthvað sé nefnt. Hvernig borðar maður svo þenn- an stóra brumhnapp? Algengt er að baða hann í góðum vinaigrettelegi eða ólífuolíu eftir að búið er að sjóða hann og geyma hann þannig, einnig er hægt að borða hann hráan eða niðursoðinn á margan hátt. Við fyrstu sýn gæti maður haldið að þistilhjartað væri náskylt kakt- usnum, en ekkert er til í því. En það er rétt að hið hijúfa yfirbragð og broddótta höfuð hins þurslega ætiþistils hefur eitthvað skelfilegt við sig, eða „d’horrescens“ eins og Rómveijar sögðu um hið ágæta þistilhjarta. Þetta úfna og barbar- íska útlit kann að virka fráhrind- andi og vekja jafnvel ótta. En menn hafa sem betur fer ekki látið það hindra sig í að ieggja ætiþistilinn sér til munns. Reyndar líkti franski ÞISTILHJÖRTU eru holl og áhrifarík við ýmsum kvillum. heimpekingurinn Littré ætiþistlin- um við járnhlut, með oddum og krókum á, sem notaður er ofan á girðingar og maður sér hann vel fyrir sér, líkt og skáldið Pablo Neruda „þama í garðinum, klæddan sem stríðsmann, orðinn brúnn eins og granatepli“, stoltan, með sitt blíða hjarta sem hann hefur reist litla hvelfingu úr. Hvelfíngu úr flög- um, flögum sem eru úr spjótsjárni. Flögum sem eru haglega búnar til úr hökum, og lóðaðar með öllu sínu krampakennda afli við botn ætiþist- iisins. Já, náttúran er mögnuð og við megum ekki láta útlitið hrekja okkur frá sumum gersemum henn- ar. íslendingar eru held ég ekki mjög iðnir við þistilhjartarétti og þistilhjörtu sjást lítið á veitingahús- um nema ef vera skyldi á pizzunni Árstíðirnar fjórar eða Le quattro stagioni. Hér á eftir fylgir einn af mínum uppáhalds ofnréttum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.